Innnes hækkar verð vegna gengisþróunar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2018 09:30 Heildsalan Innnes er umsvifamikil. Fréttablaðið/Pjetur Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku. Um er að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum. Breytingin tekur gildi á föstudaginn í næstu viku. „Verðbreytingin er komin til vegna veikingar krónunnar annars vegar, og hækkana á launum og iðgjöldum hins vegar,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, í samtali við Markaðinn. Hann tekur fram að meginástæðan sé veiking krónunnar. Fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast ekki við nýju kjarasamningunum í vor með verðhækkunum heldur bíða og sjá. „Við höfum reynt að sýna stöðugleika og breytum sjaldan verðum þó svo að krónan flökti innan vikmarka en veikingin hefur verið mikil á skömmum tíma. Ef við horfum á evruna þá hefur hún styrkst gagnvart krónunni um 25 prósent á rúmu ári.“ Magnús Óli segir óvíst hversu lengi verðið muni standa óhreyft eftir hækkunina. „Ég er búinn að starfa í innflutningi í 35 ár og á þeim tíma hefur verðlagning í greininni alla jafna fært sig eftir því hvernig gengið þróast. Ef fram heldur sem horfir get ég ekki séð betur en svo að líklega sé önnur hækkun í kortunum.“ – tfh Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beiðnir um samrunaviðræður komi ekki á óvart Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku. Um er að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum. Breytingin tekur gildi á föstudaginn í næstu viku. „Verðbreytingin er komin til vegna veikingar krónunnar annars vegar, og hækkana á launum og iðgjöldum hins vegar,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, í samtali við Markaðinn. Hann tekur fram að meginástæðan sé veiking krónunnar. Fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast ekki við nýju kjarasamningunum í vor með verðhækkunum heldur bíða og sjá. „Við höfum reynt að sýna stöðugleika og breytum sjaldan verðum þó svo að krónan flökti innan vikmarka en veikingin hefur verið mikil á skömmum tíma. Ef við horfum á evruna þá hefur hún styrkst gagnvart krónunni um 25 prósent á rúmu ári.“ Magnús Óli segir óvíst hversu lengi verðið muni standa óhreyft eftir hækkunina. „Ég er búinn að starfa í innflutningi í 35 ár og á þeim tíma hefur verðlagning í greininni alla jafna fært sig eftir því hvernig gengið þróast. Ef fram heldur sem horfir get ég ekki séð betur en svo að líklega sé önnur hækkun í kortunum.“ – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beiðnir um samrunaviðræður komi ekki á óvart Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00