Fleiri fréttir Fyrsta varan frá DeCode væntanleg DeCode Genetics ætlar að hefja sölu á fyrsta genaprófinu til að greina sykursýki II í Bandaríkjunum á næstunni. Prófið heitir DeCode T2. Prófinu er ætlað að greina genabreytingu sem tvöfaldar líkurnar á því að viðkomandi verði sykursjúkur. Þetta er fyrsta varan sem DeCode setur á markað. 16.4.2007 16:29 Hagnaður Philips fimmfaldaðist Hollenski raftækjaframleiðandinn Philips skilaði hagnaði upp á 875 milljónir evra, jafnvirði tæpra 78 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er fimmfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu á sölu dótturfyrirtækis Philips á Taívan. 16.4.2007 14:42 Yfirtökutilraunir Nasdaq settu skarð í afkomuna Áætlaður hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur 18,3 milljónum dala, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna. Stjórn Nasdaq segir að tilraunir markaðarins til að gera yfirtöku á bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) á síðasta ári hafi sett skarð sitt í afkomuna. 16.4.2007 11:09 Yfirtökutilboð væntanlegt í Vinnslustöðina Tólf hluthafar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem fara með meirihluta er skylt að gera öðrum hluthöfum Vinnslustöðvarinnar yfirtökutilboð í fyrirtækið á næstu fjórum vikum. Að yfirtökunni afstaðinni verður Vinnslustöðin afskráð úr Kauphöllinni. Þetta verður síðasta sjávarútvegsfélagið til að hverfa af Aðallista Kauphallarinnar. 16.4.2007 09:46 Verðbólga mælist 5,3 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. 16.4.2007 09:00 Tesco skilar metári Áætlaður hagnaður Tesco fyrir síðasta ár nemur rúmum 2,5 milljörðum punda, jafnvirði 325 milljörðum íslenskra króna. Gangi þetta eftir jafngildir það að félagið hafi hagnast um 624 þúsund krónur á hverri einustu mínútu á öllu síðasta ári. Þá er þetta methagnaður í sögu þessarar stærstu verslanakeðju Bretlands. 16.4.2007 06:30 Bjóða flatskjái og bíla með húsum Danskir fasteignasalar hafa gripið til nýstárlegra aðferða til þess að reyna að hleypa lífi í markaðinn. Þannig bjóða sumir þeirra flatskjá eða jafnvel bifreið í kaupbæti ef fólk kaup íbúð eða hús af þeim. 15.4.2007 17:59 Buffett ekki lengur næstríkastur Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. 15.4.2007 09:30 Hráolíuverðið lækkaði í vikunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir hækkanir í nokkra daga á undan. Markaðsaðilar telja líkur á að olíuverð haldist hátt á næstunni vegna samdráttar í olíuframleiðslu og minni olíubirgða í Bandaríkjunum. 14.4.2007 12:38 CCP hagnaðist um hálfan milljarð CCP, sem framleiðir meðal annars netleikinn vinsæla EVE-Online, skilaði hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári og nam velta félagsins rúmum 1,8 milljörðum króna. 14.4.2007 05:45 Fimmtungshækkun Úrvalsvísitölunnar Ekki verður annað sagt en að hlutabréfamarkaðurinn hafi farið vel af stað eftir páskana, en Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,65 prósent í vikunni. Vísitalan hækkaði um 0,92 prósent í gær og stendur nú í nýjum methæðum í 7.739 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um rúman fimmtung en áramótagildi hennar var 6.410 stig. 14.4.2007 05:30 Bankarnir á fleygiferð Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Kaupþing komið í hóp 800 stærstu fyrirtækja veraldar á lista Forbes og situr nánar tiltekið í 795. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst á topp eitt þúsund og verður ekki annað séð en að Kaupþing hafi hækkað verulega á listanum miðað við gang bankans það sem af er þessu ári. 14.4.2007 05:15 Aðferðum við útreikning á viðskiptahalla ekki breytt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir aðferðir Seðlabankans við útreikning á viðskiptahalla. Bankinn fylgir alþjóðlegum stöðlum segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. 14.4.2007 05:00 Google kaupir Doubleclick Google hyggst kaupa netauglýsingafyrirtækið DoubleClick á 3,1 milljarð bandaríkjadala og borga í beinhörðum peningum. Þetta mun vera stærsti samningurinn sem Google hefur gert til þess að kaupa auglýsingafyrirtæki en síðastliðinn nóvember keypti Google afþreyingavefinn YouTube á 1.65 milljarða dollara. 13.4.2007 22:54 Úrvalsvísitalan á ný í methæðum Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún hækkaði um 0,92 prósentustig og endaði í 7.739 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Úrvalsvísitalan fer í methæðir við lokun markaðarins. 13.4.2007 16:17 Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar Viðskiptahalli Bandaríkjanna dróst saman um 0,7 prósent í febrúar og nam 58,4 milljörðum dala, jafnvirði 3.857 milljörðum íslenskra króna, í mánuðinum. Viðskiptahallinn hefur ekki verið minni síðan í nóvember í fyrra. Mestu munar um minni innflutning frá Kína og lágt olíuverð í mánuðinum. 13.4.2007 14:32 Orðrómur um yfirtöku á Barclays Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann. 13.4.2007 11:36 Íhaldið í FL Group Morgan Stanley gaf út skýrslu um áhættuálag á skuldabréf Glitnis í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans. Greinandinn telur breytingarnar ekki til marks um stefnubreytingu og færir rök máli sínu til stuðnings þess efnis að FL Group sem stærsti hluthafinn hafi haft næg tækifæri til að hafa áhrif á stefnu bankans fyrir eignabreytingar. FL hafi stutt íhaldssama stefnu bankans og ekki sé að vænta breytinga þar á. 13.4.2007 09:45 Ekki bara croissant og ilmvötn Frakkland er fullt viðskiptatækifæra sem bíða þess að verða gripin. Þetta var rauði þráðurinn í máli flestra þeirra er tóku til máls á ráðstefnu tileinkaðri viðskiptum milli Íslands og Frakklands sem fram fór á Hótel Nordica í gær. Hún var liður í menningarhátíðinni „Pourquoi Pas? Franskt vor á Íslandi“ sem nú stendur sem hæst. 13.4.2007 09:34 Norska fjármálaeftirlitið fettir fingur út í Kaupþing Kredittilsynet, norska fjármálaeftirlitið, varar við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í fjármálafyrirtækinu Storebrand og óttast um stöðu félagsins ef Kaupþing auki hlut sinn. Þetta kemur fram í skýrslu frá stofnuninni sem Dagens Nærlingsliv greinir frá. 13.4.2007 09:30 Salan batnar hjá Wal-Mart Sala jókst umfram væntingar hjá bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, einni stærstu stórmarkaðakeðju í heimi í mars. Innkaup á varningi tengdum páskunum eiga stóran hlut að máli. Stjórn verslanakeðjunnar segir hins vegar enn nokkuð í land að áætlanir fyrir yfirstandandi mánuð muni standast. Greinendur fylgjast grannt með Wal-Mart þessa dagana. 13.4.2007 09:08 Úrvalsvísitalan í methæðum Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar hún hækkaði um 0,2 prósent og endaði í 7.669 stigum. Þetta slær út met vísitölunnar í gær þegar hún lokaði í 7.611 stigum. 12.4.2007 16:02 Actavis enn í baráttunni um Merck Actavis staðfestir að fyrirtækið sé enn í baráttunni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck og séu viðræður enn í gangi. Erlendir fjölmiðlar hafa haldið því fram í dag að félagið hafi dregið sig út úr baráttunni ásamt bandaríska lyfjafyrirtækinu Mylan Laboratories. Þær fréttir eru ekki réttar, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. 12.4.2007 14:25 Actavis hætt við yfirtöku á Merck Actavis og bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories hafa hætt við yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck, að sögn Dow Jones fréttastofunnar. 12.4.2007 13:56 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,75 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sagði varaði hins vegar við því að bankinn muni að líkindum hækka vextina í júní. 12.4.2007 12:40 Íbúðalánasjóður lánaði 4,9 milljarða í mars Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,9 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af var tæpur hálfur milljarður vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins sem kom út í gær. Meðalfjárhæð almennra lána nam tæpum 9,4 milljörðum króna. Útlán sjóðsins á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 13,6 milljörðum króna sem er lítillega yfir áætlunum. 12.4.2007 11:50 Biðin styttist í lækkun reikigjalda Iðnnefnd ESB hefur lagt til tvenns konar þak á reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis. Eitt gjald verður fyrir hringingu úr farsímum og annað fyrir móttöku símtala erlendis. Nefndin gengur í tillögum sínum nokkuð lengra en framkvæmdastjórn ESB lagði til í fyrra en hún horfir til þess að lækka reikigjöldin um allt að 70 prósent. Kosið verður um málið á Evrópuþinginu í næsta mánuði. 12.4.2007 11:12 TM Software selur Maritech TM Software hefur gengið frá samningi um sölu á öllum hlutabréfum í hugbúnaðarfyrirtækinu Maritech International til AKVA Group ASA í Noregi. AKVA Group keypti í desember í fyrra sjávarútvegshluta Maritech. Stjórnendur TM Software töldu hagsmunum viðskiptavina best borgið með því að selja Maritech í heilu lagi. 12.4.2007 10:16 Nasdaq sagt hafa boðið í OMX Gengi hlutabréfa í norrænu kauphallarsamstæðunni OMX hækkaði um heil 13 prósent við opnun markaða í morgun eftir að sænska dagblaðið Dagens Industri sagði að bandaríski hlutabréfamarkaðuinn Nasdaq hefði lagt fram yfirtökutilboð í norrænu kauphöllina fyrir hálfum mánuði. OMX segir svo ekki vera. 12.4.2007 10:00 Spá lækkunum á bandarískum fasteignamarkaði Nokkrar líkur eru á að húsnæðisverð muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum. Verði það raunin er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist að ráði í 38 ár, samkvæmt Landssamtökum verktaka í Bandaríkjunum. Helsta ástæðan fyrir lækkununum er samdráttur í fasteignakaupum og á fasteignalánamarkaði vestra. 12.4.2007 09:43 Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. 12.4.2007 09:24 Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í gær, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Eftir að hafa hækkað átta daga í röð lækkaði Dow Jones um 0,7 prósent í gær. Sömu sögu var að segja af Nasdaq og S&P 500 vísitölunum en þær lækkuðu einnig um 0,7 prósent. 12.4.2007 07:17 Lækkun á bandarískum mörkuðum í dag Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í dag, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. 11.4.2007 21:32 Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. 11.4.2007 14:40 17.000 manns sagt upp hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. 11.4.2007 13:01 Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. 11.4.2007 11:30 Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. 11.4.2007 10:07 Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. 11.4.2007 09:13 Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslensku bankanna Lánshæfiseinkunn allra íslensku viðskiptabankana hefur verið lækkuð hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi. Einkunnin er lækkuð um þrjá flokka. Þetta er gert í kjölfar þess að Moody's breytti nýverið aðferðafræði sinni við einkunnagjöf og metur aðrar forsendur en áður. 11.4.2007 07:16 Fasteignamarkaðurinn enn á uppleið Fjárfestar urðu skelfingu lostnir þegar samdráttur varð á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum í febrúar. Samdrátturinn hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim og óttuðust margir verðhrun á fasteignamarkaði í kjölfarið. Nokkuð hefur dregið úr óttanum enda segja þeir sem Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við, að þótt hiksti hafi komið á fasteignamarkaðinn þá sé verð enn á uppleið. 11.4.2007 00:01 Milljarðar í fjallinu Ofurfjárfestar og forstjórar sáust á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Karl Wernersson var þar í góðu yfirlæti eftir að hafa innleyst 47 milljarða króna hagnað af Glitnisbréfum fyrir páskana. Einnig renndu þeir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson sér niður brekkurnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir dílar hafi verið gerðir í þessari nýjustu fjármálamiðstöð Íslands. 11.4.2007 00:01 Fleira virkjað en vatnið eitt Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap. 11.4.2007 00:01 Böndin styrkjast Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum. 11.4.2007 00:01 MEST kaupir Timbur & stál MEST ehf. hefur keypt Timbur & stál ehf. sem hefur um þrjátíu ára skeið veitt byggingariðnaði og húsbyggjendum þjónustu. Eftir sem áður verður fyrirtækið staðsett á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og rekið í svipaðri mynd og áður. 11.4.2007 00:01 Eitt vörugjald á alla bíla Stjórnmálaflokkar eru hvattir til að sameinast um að á næstu þremur árum verði lokið við hönnun og framkvæmdir við Sundabraut og Suðurlandsveg í ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var fyrir skömmu. 11.4.2007 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrsta varan frá DeCode væntanleg DeCode Genetics ætlar að hefja sölu á fyrsta genaprófinu til að greina sykursýki II í Bandaríkjunum á næstunni. Prófið heitir DeCode T2. Prófinu er ætlað að greina genabreytingu sem tvöfaldar líkurnar á því að viðkomandi verði sykursjúkur. Þetta er fyrsta varan sem DeCode setur á markað. 16.4.2007 16:29
Hagnaður Philips fimmfaldaðist Hollenski raftækjaframleiðandinn Philips skilaði hagnaði upp á 875 milljónir evra, jafnvirði tæpra 78 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er fimmfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu á sölu dótturfyrirtækis Philips á Taívan. 16.4.2007 14:42
Yfirtökutilraunir Nasdaq settu skarð í afkomuna Áætlaður hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur 18,3 milljónum dala, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna. Stjórn Nasdaq segir að tilraunir markaðarins til að gera yfirtöku á bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) á síðasta ári hafi sett skarð sitt í afkomuna. 16.4.2007 11:09
Yfirtökutilboð væntanlegt í Vinnslustöðina Tólf hluthafar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem fara með meirihluta er skylt að gera öðrum hluthöfum Vinnslustöðvarinnar yfirtökutilboð í fyrirtækið á næstu fjórum vikum. Að yfirtökunni afstaðinni verður Vinnslustöðin afskráð úr Kauphöllinni. Þetta verður síðasta sjávarútvegsfélagið til að hverfa af Aðallista Kauphallarinnar. 16.4.2007 09:46
Verðbólga mælist 5,3 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. 16.4.2007 09:00
Tesco skilar metári Áætlaður hagnaður Tesco fyrir síðasta ár nemur rúmum 2,5 milljörðum punda, jafnvirði 325 milljörðum íslenskra króna. Gangi þetta eftir jafngildir það að félagið hafi hagnast um 624 þúsund krónur á hverri einustu mínútu á öllu síðasta ári. Þá er þetta methagnaður í sögu þessarar stærstu verslanakeðju Bretlands. 16.4.2007 06:30
Bjóða flatskjái og bíla með húsum Danskir fasteignasalar hafa gripið til nýstárlegra aðferða til þess að reyna að hleypa lífi í markaðinn. Þannig bjóða sumir þeirra flatskjá eða jafnvel bifreið í kaupbæti ef fólk kaup íbúð eða hús af þeim. 15.4.2007 17:59
Buffett ekki lengur næstríkastur Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. 15.4.2007 09:30
Hráolíuverðið lækkaði í vikunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir hækkanir í nokkra daga á undan. Markaðsaðilar telja líkur á að olíuverð haldist hátt á næstunni vegna samdráttar í olíuframleiðslu og minni olíubirgða í Bandaríkjunum. 14.4.2007 12:38
CCP hagnaðist um hálfan milljarð CCP, sem framleiðir meðal annars netleikinn vinsæla EVE-Online, skilaði hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári og nam velta félagsins rúmum 1,8 milljörðum króna. 14.4.2007 05:45
Fimmtungshækkun Úrvalsvísitölunnar Ekki verður annað sagt en að hlutabréfamarkaðurinn hafi farið vel af stað eftir páskana, en Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,65 prósent í vikunni. Vísitalan hækkaði um 0,92 prósent í gær og stendur nú í nýjum methæðum í 7.739 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um rúman fimmtung en áramótagildi hennar var 6.410 stig. 14.4.2007 05:30
Bankarnir á fleygiferð Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Kaupþing komið í hóp 800 stærstu fyrirtækja veraldar á lista Forbes og situr nánar tiltekið í 795. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst á topp eitt þúsund og verður ekki annað séð en að Kaupþing hafi hækkað verulega á listanum miðað við gang bankans það sem af er þessu ári. 14.4.2007 05:15
Aðferðum við útreikning á viðskiptahalla ekki breytt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir aðferðir Seðlabankans við útreikning á viðskiptahalla. Bankinn fylgir alþjóðlegum stöðlum segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. 14.4.2007 05:00
Google kaupir Doubleclick Google hyggst kaupa netauglýsingafyrirtækið DoubleClick á 3,1 milljarð bandaríkjadala og borga í beinhörðum peningum. Þetta mun vera stærsti samningurinn sem Google hefur gert til þess að kaupa auglýsingafyrirtæki en síðastliðinn nóvember keypti Google afþreyingavefinn YouTube á 1.65 milljarða dollara. 13.4.2007 22:54
Úrvalsvísitalan á ný í methæðum Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún hækkaði um 0,92 prósentustig og endaði í 7.739 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Úrvalsvísitalan fer í methæðir við lokun markaðarins. 13.4.2007 16:17
Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar Viðskiptahalli Bandaríkjanna dróst saman um 0,7 prósent í febrúar og nam 58,4 milljörðum dala, jafnvirði 3.857 milljörðum íslenskra króna, í mánuðinum. Viðskiptahallinn hefur ekki verið minni síðan í nóvember í fyrra. Mestu munar um minni innflutning frá Kína og lágt olíuverð í mánuðinum. 13.4.2007 14:32
Orðrómur um yfirtöku á Barclays Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann. 13.4.2007 11:36
Íhaldið í FL Group Morgan Stanley gaf út skýrslu um áhættuálag á skuldabréf Glitnis í kjölfar breytinga á eignarhaldi bankans. Greinandinn telur breytingarnar ekki til marks um stefnubreytingu og færir rök máli sínu til stuðnings þess efnis að FL Group sem stærsti hluthafinn hafi haft næg tækifæri til að hafa áhrif á stefnu bankans fyrir eignabreytingar. FL hafi stutt íhaldssama stefnu bankans og ekki sé að vænta breytinga þar á. 13.4.2007 09:45
Ekki bara croissant og ilmvötn Frakkland er fullt viðskiptatækifæra sem bíða þess að verða gripin. Þetta var rauði þráðurinn í máli flestra þeirra er tóku til máls á ráðstefnu tileinkaðri viðskiptum milli Íslands og Frakklands sem fram fór á Hótel Nordica í gær. Hún var liður í menningarhátíðinni „Pourquoi Pas? Franskt vor á Íslandi“ sem nú stendur sem hæst. 13.4.2007 09:34
Norska fjármálaeftirlitið fettir fingur út í Kaupþing Kredittilsynet, norska fjármálaeftirlitið, varar við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í fjármálafyrirtækinu Storebrand og óttast um stöðu félagsins ef Kaupþing auki hlut sinn. Þetta kemur fram í skýrslu frá stofnuninni sem Dagens Nærlingsliv greinir frá. 13.4.2007 09:30
Salan batnar hjá Wal-Mart Sala jókst umfram væntingar hjá bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, einni stærstu stórmarkaðakeðju í heimi í mars. Innkaup á varningi tengdum páskunum eiga stóran hlut að máli. Stjórn verslanakeðjunnar segir hins vegar enn nokkuð í land að áætlanir fyrir yfirstandandi mánuð muni standast. Greinendur fylgjast grannt með Wal-Mart þessa dagana. 13.4.2007 09:08
Úrvalsvísitalan í methæðum Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar hún hækkaði um 0,2 prósent og endaði í 7.669 stigum. Þetta slær út met vísitölunnar í gær þegar hún lokaði í 7.611 stigum. 12.4.2007 16:02
Actavis enn í baráttunni um Merck Actavis staðfestir að fyrirtækið sé enn í baráttunni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck og séu viðræður enn í gangi. Erlendir fjölmiðlar hafa haldið því fram í dag að félagið hafi dregið sig út úr baráttunni ásamt bandaríska lyfjafyrirtækinu Mylan Laboratories. Þær fréttir eru ekki réttar, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. 12.4.2007 14:25
Actavis hætt við yfirtöku á Merck Actavis og bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories hafa hætt við yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck, að sögn Dow Jones fréttastofunnar. 12.4.2007 13:56
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,75 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sagði varaði hins vegar við því að bankinn muni að líkindum hækka vextina í júní. 12.4.2007 12:40
Íbúðalánasjóður lánaði 4,9 milljarða í mars Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,9 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af var tæpur hálfur milljarður vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins sem kom út í gær. Meðalfjárhæð almennra lána nam tæpum 9,4 milljörðum króna. Útlán sjóðsins á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 13,6 milljörðum króna sem er lítillega yfir áætlunum. 12.4.2007 11:50
Biðin styttist í lækkun reikigjalda Iðnnefnd ESB hefur lagt til tvenns konar þak á reikigjöld fyrir notkun farsíma erlendis. Eitt gjald verður fyrir hringingu úr farsímum og annað fyrir móttöku símtala erlendis. Nefndin gengur í tillögum sínum nokkuð lengra en framkvæmdastjórn ESB lagði til í fyrra en hún horfir til þess að lækka reikigjöldin um allt að 70 prósent. Kosið verður um málið á Evrópuþinginu í næsta mánuði. 12.4.2007 11:12
TM Software selur Maritech TM Software hefur gengið frá samningi um sölu á öllum hlutabréfum í hugbúnaðarfyrirtækinu Maritech International til AKVA Group ASA í Noregi. AKVA Group keypti í desember í fyrra sjávarútvegshluta Maritech. Stjórnendur TM Software töldu hagsmunum viðskiptavina best borgið með því að selja Maritech í heilu lagi. 12.4.2007 10:16
Nasdaq sagt hafa boðið í OMX Gengi hlutabréfa í norrænu kauphallarsamstæðunni OMX hækkaði um heil 13 prósent við opnun markaða í morgun eftir að sænska dagblaðið Dagens Industri sagði að bandaríski hlutabréfamarkaðuinn Nasdaq hefði lagt fram yfirtökutilboð í norrænu kauphöllina fyrir hálfum mánuði. OMX segir svo ekki vera. 12.4.2007 10:00
Spá lækkunum á bandarískum fasteignamarkaði Nokkrar líkur eru á að húsnæðisverð muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum. Verði það raunin er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist að ráði í 38 ár, samkvæmt Landssamtökum verktaka í Bandaríkjunum. Helsta ástæðan fyrir lækkununum er samdráttur í fasteignakaupum og á fasteignalánamarkaði vestra. 12.4.2007 09:43
Sjálfsali sem hleður farsíma Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum. 12.4.2007 09:24
Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í gær, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. Eftir að hafa hækkað átta daga í röð lækkaði Dow Jones um 0,7 prósent í gær. Sömu sögu var að segja af Nasdaq og S&P 500 vísitölunum en þær lækkuðu einnig um 0,7 prósent. 12.4.2007 07:17
Lækkun á bandarískum mörkuðum í dag Nokkur lækkun varð á hlutabréfum á Bandaríkjamarkaði í dag, í fyrsta sinn í þessum mánuði, eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna ýjaði að því að hækka þyrfti stýrivexti vegna óvissu um þróun hagvaxtar og verðbólgu. 11.4.2007 21:32
Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. 11.4.2007 14:40
17.000 manns sagt upp hjá Citigroup Bandaríski bankinn Citigroup hefur ákveðið að segja upp 17.000 starfsmönnum sínum í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir fimm prósentum af öllu starfsliði bankans. Þar að auki verða gerðar breytingar á 9.500 störfum. Horft er til þess að með aðgerðunum verði hægt að spara 4,6 milljarða dali, jafnvirði 309 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. 11.4.2007 13:01
Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. 11.4.2007 11:30
Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. 11.4.2007 10:07
Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. 11.4.2007 09:13
Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslensku bankanna Lánshæfiseinkunn allra íslensku viðskiptabankana hefur verið lækkuð hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody's. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi. Einkunnin er lækkuð um þrjá flokka. Þetta er gert í kjölfar þess að Moody's breytti nýverið aðferðafræði sinni við einkunnagjöf og metur aðrar forsendur en áður. 11.4.2007 07:16
Fasteignamarkaðurinn enn á uppleið Fjárfestar urðu skelfingu lostnir þegar samdráttur varð á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum í febrúar. Samdrátturinn hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim og óttuðust margir verðhrun á fasteignamarkaði í kjölfarið. Nokkuð hefur dregið úr óttanum enda segja þeir sem Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við, að þótt hiksti hafi komið á fasteignamarkaðinn þá sé verð enn á uppleið. 11.4.2007 00:01
Milljarðar í fjallinu Ofurfjárfestar og forstjórar sáust á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Karl Wernersson var þar í góðu yfirlæti eftir að hafa innleyst 47 milljarða króna hagnað af Glitnisbréfum fyrir páskana. Einnig renndu þeir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson sér niður brekkurnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir dílar hafi verið gerðir í þessari nýjustu fjármálamiðstöð Íslands. 11.4.2007 00:01
Fleira virkjað en vatnið eitt Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap. 11.4.2007 00:01
Böndin styrkjast Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum. 11.4.2007 00:01
MEST kaupir Timbur & stál MEST ehf. hefur keypt Timbur & stál ehf. sem hefur um þrjátíu ára skeið veitt byggingariðnaði og húsbyggjendum þjónustu. Eftir sem áður verður fyrirtækið staðsett á Smiðjuvegi 11 í Kópavogi og rekið í svipaðri mynd og áður. 11.4.2007 00:01
Eitt vörugjald á alla bíla Stjórnmálaflokkar eru hvattir til að sameinast um að á næstu þremur árum verði lokið við hönnun og framkvæmdir við Sundabraut og Suðurlandsveg í ályktun frá aðalfundi Bílgreinasambandsins sem haldinn var fyrir skömmu. 11.4.2007 00:01