Fleiri fréttir

Fitch stafestir lánshæfiseinkunnir Landsbankans

Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch staðfesti í kjölfar árlegrar skoðunar í dag óbreyttar lánshæfimatseinkunir Landsbankans. Lánshæfimatseinkun fyrir langtímaskuldbindingar er A, skammtímaeinkun er F1, Stuðningur 2 og fjárhagslegur styrkur er B/C. Horfur lánshæfimatsins eru stöðugar, samkvæmt Fitch.

Dregur úr væntingum neytenda

Dregið hefur úr tiltrú neytenda síðustu vikurnar ef marka má Væntingavísitölu Gallup fyrir nóvember sem birt var í morgun. Almennt eru neytendur mjög jákvæðir gagnvart efnahagslífinu, en þó eru þeir aðeins fleiri um þessar mundir sem telja að ástandið muni versna en hinir sem telja að það muni batna.

HugurAx kaupir Mekkanis hugbúnaðarstofu

Eigendur Mekkanis hugbúnaðarstofu og HugurAx undirrituðu nýverið samning um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mekkanis. Í framhaldi af þessu verða félögin tvö sameinuð.

Ný útgáfa af Opera Mini kom út í dag

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma.

Ford í fjárhagskröggum

Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford segir að fyrirtækið þurfi að taka allt að 18 milljarða dala lán til að standa straum af þeim kostnaði sem hagræðingarferli fyrirtækisins kostar. Þetta svarar til rúmlega 1.260 milljarða íslenskra króna.

Hlutafjárútboð Icelandair hafið

Almennt hlutafjárútboð í Icelandair Group Holding hófst í gær. Alls eru í boði 4.995 milljónir króna að markaðsverði á genginu 27 krónur á hlut.

Líkur á samruna flugfélaga

Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður og forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France-KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn.

Teymi semur við Kaupþing

Upplýsingatækni- og fjarskiptafyrirtækið Teymi hefur samið við Kaupþing banka um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Félagið var skráð í Kauphöll Íslands í síðustu viku, en starfsemi þess var áður hluti af Dagsbrún.

Bati á fasteignamarkaði

Greiningardeild Landsbankans segir auknar vísbendingar komið fram á síðustu vikum um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir samdrátt lengst af á þessu ári. Vísbendingarnar eru þó fremur veikar.

Eurotunnel bjargað frá gjaldþroti

Meirihluti lánadrottna Eurotunnel, sem rekur göngin á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hafa samþykkt skuldabreytingu hjá félaginu sem á að forða því frá gjaldþroti og sölu eigna. Breytingin felur í sér stofnun nýs rekstrarfélags, Groupe Eurotunnel.

Hlutafjárútboð í Icelandair hefst í dag

Almennt hlutafjárútboð í Icelandair Group Holding hf. hefst í dag. Í boði til almennings eru hlutabréf í félaginu fyrir einn milljarð króna að markaðsvirði á genginu 27 krónur á hlut.

Hráolíuverð hækkaði

Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar fregna um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, muni hugsanlega tilkynna um samdrátt á olíuframleiðslukvóta í næsta mánuði.

Skipt um fjármálastjóra hjá Volkswagen

Stjórn þýsku bílaframleiðandanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin. Ákvörðunin tengist uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem ákveðið hefur að hætta um áramótin.

Wal-Mart nemur land á Indlandi

Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi.

Peningaskápurinn ...

Stærstu hluthafarnir í HB Granda týna tölunni hver á fætur öðrum. Nú hafa Vátryggingafélag Íslands, Lífís og Samvinnulífeyrissjóðurinn horfið á braut eftir að félögin seldu hlutabréf sín í þessu stærsta útgerðarfélagi landsins, ef mælt er í kvóta.

Tryggvi Þór Herbertsson ráðinn bankastjóri

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn bankastjóri nýs fjárfestingabanka sem taka mun til starfa í byrjun næsta árs. Að bankanum standa meðal annars Sjóvá fjárfestingar, fasteignafélagið AVP og Ráðgjöf og efnahagsspá.

Vogunarsjóðir gegn Stork

Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins.

Scania fellir tilboð MAN

Stjórn sænska vörubílaframleiðandans Scania hefur fellt óvinveitt yfirtökutilboð þýska samkeppnisaðilans MAN í félagið. Tilboðið hljóðaði upp á 10,2 milljarða evrur eða um 942 milljarða íslenskra króna.

Volvo innkallar 360.000 bíla í Bandaríkjunum

Bandaríska umferðaöryggisstofnunin (NHTSA) hefur skikkað bílaframleiðandann Volvo, dótturfyrirtæki Ford, til að innkalla 360.000 bíla í Bandaríkjunum vegna galla í rafeindastýrðri eldsneytisgjöf bílanna.

Olíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðverð á hráolíu hækkaði lítillega í rafrænum viðskiptum á markaði í Bandaríkjunum í dag. Búist er við nokkurri eftirspurn eftir eldsneyti vestanhafs um helgina en Þakkargjörðarhátíðin er nú að renna þar í garð. Verðið hefur lækkað um 23 prósent síðan það náði hámarki í júlí í sumar.

Hluthafar hindra yfirtöku á Aer Lingus

Sjóður í eigu starfsmannafélags írska flugfélagsins Aer Lingus, sem á stóran hlut í flugfélaginu, hefur fellt yfirtökutilboð írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair í félagið. Breska ríkisútvarpið segir sjóðinn geta komið í veg fyrir yfirtöku Ryanair á Aer Lingus.

Sony innkallar stafrænar myndavélar

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur ákveðið að innkalla átta gerðir stafrænna myndavéla vegna galla í myndnema sem gerir það að verkum að notendur geta átt í erfiðleikum með að sjá á skjá vélarinnar þegar þeir taka myndir. Forsvarsmenn Sony hafa neitað að tjá sig um það hversu margar myndavélar verði innkallaðar.

Beita sér ekki gegn yfirtöku á Qantas

Ríkisstjórn Ástralíu ætlar ekki að beita sér gegn því að ástralski bankinn Macquire og bandaríska fjárfestingafélagið Texas Pacific geri yfirtökutilboð í ástralska flugfélagið Qantas.

Peningaskápurinn...

„Þeir börðust við okkur um þorskinn og nú eru þeir að taka yfir verslunargöturnar, tónlistarvinsældarlistana, sjónvarpsskjáina og jafnvel fótboltafélögin okkar." Þannig hefst löng og ítarleg grein sem birtist í vefútgáfu The Independent í gær þar sem rakið er hvernig Íslendingar hafa skotið upp kollinum á ýmsum sviðum bresks þjóðlífs á undanförnum árum.

Sparisjóðabankanum breytt í Icebank

Sparisjóðabanki Íslands hefur fengið nýtt nafn og mun eftirleiðis heita Icebank. Stefnt er að því að fá nýja hluthafa að bankanum og skrá hlutbréf hans í Kauphöll Íslands.

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi, einu stærsta hagkerfi evrusvæðisins, á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Greiningardeild Kaupþing segir u töluvert minni vöxt að ræða en á öðrum ársfjórðungi þegar þýska hagkerfið óx um 1,1 prósent á milli fjórðunga.

Straumur-Burðarás gefur út skuldabréf

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur gefið út 200 milljóna evra skuldabréf á alþjóðlegum lánamarkaði. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að lánveitingin muni styrkja þátttöku bankans á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og sé mikilvægur áfangi í að auka enn frekar hlutdeild vaxtaberandi eigna og vaxtatekna bankans.

Livedoor selur fjármálaarm sinn

Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrirtækisins fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða krónur til fjárfestingafélagsins Advantage Partners. Þessi hluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið peningamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtækisins.

Stefnt að samruna Air France KLM og Alitalia

Jean-Cyril Spinetta, forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France KLM, greindi frá því í dag að flugfélagið ætti í viðræðum um hugsanlegan samruna við ítalska flugfélagið Alitalia. Samruni flugfélaganna hefur verið á áætlun í langan tíma, að hans sögn.

Glitnir spáir 7 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli nóvember og desember. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 7,3 prósentum í 7,0 prósent í desember.

Komið í veg fyrir áfengiskaup

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Bretar, sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum löndum á netinu og láta senda sér heim, verði að greiða tolla og gjöld af vörunum. Einhverjum Bretum kann að þykja þetta súrt í broti enda hafa margir keypt vörurnar í öðrum löndum þar sem tollar eru lægri en í Bretlandi og látið senda sér.

Kerkorian selur í General Motors

Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er sagður ætla að minnka við sig í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu og einn stærsti einstaki hluthafi þess. Breska ríkisútvarpið segir Kerkorian ætla að selja 14 milljón hluti í félaginu og fara niður í 7,4 prósenta eignarhlut.

Peningaskápurinn..

Lyfjafyrirtækið Actavis greindi frá kaupum á ráðandi hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje á þriðjudag. Í tilkynningunni eru stóru lýsingarorðin ekki spöruð.

Airbus segir eftirspurn stóraukast á næstu árum

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segir mikinn hagvöxt í Kína og Indlandi á næstu árum kalla á aukna eftirspurn eftir flugvélum. Að sögn forsvarsmanna Airbus benda spár félagsins til þess að hægt verði að selja allt að 22.700 nýjar flugvélar frá félaginu fram til ársins 2025.

Minni væntingar vestanhafs

Væntingavísitalan mældist 92,1 stig í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þetta er 1,5 stiga lækkun á milli mánaða og nokkuð meiri lækkun en búist var við.

Krónan lækkaði fjórða daginn í röð

Töluverðar sviptingar voru á gjaldeyrismarkaði í dag en krónan veiktist hratt í upphafi dags og fór vísitalan hæst í 127,8 stig í morgun. Gengisvísitalan endaði síðan í 126,96 stigum og veiktist því krónan um 0,5 prósent, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Bakkavör Group kaupir Fresh Cook Limited

Bakkavör Group hefur náð samkomulagi um kaup á öllu útgefnu hlutafé í breska samrekstrarfélaginu Fresh Cook Limited, sem hefur verið í eigu Bakkavarar Group og Rannoch Foods síðan í október 2004. Fresh Cook Limited sérhæfir sig í framleiðslu á réttum sem eru „tilbúnir til eldunar”.

Kerkorian vill stóran hlut í spilavítakeðju

Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian lýsti því yfir í dag að hann hefði hug á að verja sem nemur 825 milljónum dala eða tæplega 60 milljörðum íslenskra króna til að auka við hlut sinn í MGM Mirage, sem á og rekurhótel- og spilavíti í Las Vegas og Atlantic City í Bandaríkjunum.

Alcoa segir upp 5 prósent starfsmanna

Álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að segja upp 6.700 manns um allan heim og loka einni verksmiðju á næsta ári. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri fyrirtæksins, að því er fyrirtækið greinir frá. Þá mun álfyrirtækið sömuleiðis hefja sameiginlegan rekstur með Sapa Gropu, einu af dótturfélögum norska stórfyrirtækisins Orkla.

Alcatel höfðar mál gegn Microsoft

Franski símtækjaframleiðandinn Alcatel hefur höfðað mál gegn bandaríska hugbúnaðarrisanum Microsoft fyrir sjö brot á rétthafalögum. Ekki liggur fyrir hvaða brot nákvæmlega Alcatel telur að Microsoft hafi framið að öðru leyti en því að þau tengjast stafrænum myndaskrám og netsamskiptakerfum.

Gengi bréfa í Google rauf 500 dala múrinn

Gengi bréfa í bandaríska netfyrirtækinu Google er nú í fyrsta sinn komið yfir 500 dali eða rúmar 35.000 krónur á hlut. Bréf í fyrirtækinu fór hæst í 510 dali á hlut í viðskiptum dagsins á Nasdaq-markaðnum vestanhafs í gær en lokaði í 509,65 dölum. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur aldrei verið hærra.

Fjárfestingafélag kaupir í LSE

Bandaríska fjárfestingafélagið Heyman greindi frá því í gær að það hefði yfir að ráða 8,8 prósenta hlut í Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Svo stór eignarhlutur getur komið í veg fyrir yfirtöku og samruna Nasdaq-markaðarins við LSE.

Afkoma Dell yfir væntingum

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell skilaði 677 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 606 milljónir dala eða 42,8 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 47,8 milljarða íslenskra króna og er meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með.

Standard & Poor's hækkar mat á NEMI

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur hækkað matseinkun norska tryggingafélagsins NEMI ASA í BBB úr BBB- . Matseinkunin var einnig tekin af lánshæfislista (e. CreditWatch) matsfyrirtækisins og segir jafnframt að horfur séu stöðugar.

Sjá næstu 50 fréttir