Fleiri fréttir

Rúblur rata í Mogga

Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ólafsfell í eigu Björgólfs Guðmundssonar keypti á dögunum átta prósenta hlut. Feðgarnir ráða svo Straumi-Burðarási, auk þess sem úti á völlum markaðarins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn fylgja þeim feðgum.

Eftir höfðinu dansa limirnir

Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka.

Íslenskt ekki endilega aðalmálið

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu.

Hvaða kraftur knýr íslensku útrásina?

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands ýtti nýlega úr vör umfangsmiklu rannsóknarverkefni þar sem leitast verður við að skýra ástæður þess árangurs sem íslensk fyrirtæki virðast vera að ná á erlendri grundu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fékk þrjá stjórnendur íslenskra útrásarfyrirtækja til að velta velgengninni fyrir sér.

Bankamenn í fullu fæði

Beðið hefur verið eftir rauntölum á markaði. Markaðurinn tók beina stefnu á hækkun, þegar afkomuspár birtust, en meira flökt hefur einkennt hann undanfarna daga. Nú hungrar menn eftir uppgjörunum. Og kannski reyndar fleiru, því gjarnan eru veitingar í boði þegar stærstu félögin kynna uppgjör sín.

Skuldir heimilanna aukast

Skuldir heimila við bankakerfið hafa aukist um tæpan fjórðung frá áramótum og námu alls 670 milljörðum króna í lok september samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum. Greiningardeild Glitnis segir útlán banka til heimila hafa vaxið hratt frá miðju ári 2004 í kjölfar sóknar þeirra á íbúðalánamarkað.

Bretar vilja óbreytta stýrivexti

Hópur breskra hagfræðinga hvetur peningamálanefnd Englandsbanka til að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum. Nefndin fundar í vikunni í en greinir frá því á fimmtudag hvort stýrivextir verði óbreyttir eður ei.

Afkoma Merck undir væntingum

Þýski lyfjaframleiðandinn Merk skilaði 144 milljóna evra hagnaði á þriðja fjórðungin ársins. Þetta svarar til tæplega 12,5 milljarða íslenskra króna og 20,5 prósenta samdráttar á milli ára. Afkoman var nokkuð undir væntingum greiningaraðila sem spáð höfðu 171 milljóna evra hagnaði eða 14,8 milljörðum króna. Kostnaður vegna kaupa á fyrirtækjum er helsta ástæðan fyrir samdrættinum.

Hagnaður BP jókst um 58 prósent

Hagnaður olíurisans BP nam 6,23 milljörðum bandaríkjadala eða tæpum 430 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 3,6 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður fyrir skatta nam hins vegar 6,9 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 476 milljarða íslenskra króna, en það er 58 prósenta aukinga á milli ára. Helsta skýringin á auknum hagnaði liggur í sölu á eignum.

Enronstjóri fékk 24 ára dóm

Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut 24 ára fangelsisdóm fyrir bókhalds- og innherjasvik í Houston í Texas í Bandaríkjunum í dag. Skilling var í maí síðastliðnum fundinn sekur um aðild að umfangsmiklum bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots Enron árið 2001.

Bati á fasteignamarkaði

148 kaupsamningum var þinglýst á fasteignamarkaði í síðustu viku. Þetta er 70 prósentum meiri velta en í ágústmánuði sem var einn sá rólegasti um langt skeið, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Gæðameiri íbúðir á góðum stað seljast betur en lakari íbúðir.

Olíuverðið lækkar á ný

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 59 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar efasemda um að einhugur sé hjá aðildarríkjum samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að minnka olíuframleiðslu um rúma milljón tunnur af hráolíu á dag til að sporna gegn verðlækkunum á svarta gullinu.

Spá minni hagnaði hjá Actavis

Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins á Pliva mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi.

Tap Ford stóreykst milli ára

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði 5,8 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 400 milljörðum íslenskra króna og er 30 sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Ef kostnaður vegna uppsagna starfsmanna og önnur hagræðing er undanskilin taprekstrinum þá nemur tapið 1,2 milljörðum dala eða tæpum 83 milljörðum króna.

Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu.

Dæmt í Enronmálinu

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Jeffrey Skilling, fyrrum forstjóra bandaríska orkurisans Enrons, sem varð gjaldþrota árið 2001. Skilling var fundinn sekur um 19 brot, þar á meðal bókhalds- og innherjasvik með það fyrir augum að fela tap orkufyrirtækisins og gæti átt yfir höfði sér á milli 20 til 30 ára fangelsisdóm auk greiðslu sektar.

Hagnaður Nýherja jókst um 3.500%

Nýherji reið á vaðið, eins og endranær, og birti fyrst allra félaga í Kauphöll níu mánaða uppgjör. Félagið skilaði 238 milljóna króna hagnaði á tímabilinu, þar af 154 milljónum á þriðja ársfjórðungi. Aukning á milli ára nemur 360 prósentum en jókst hvorki meira né minna en um 3.500 prósent þegar einungis er horft á þriðja ársfjórðung.

Peningaskápurinn ...

Verðbréfastofan eða VBS fjárfestingarbanki eins og fyrirtækið heitir nú hélt veglega veislu í tilefni tíu ára afmælis síns. Þar var margt valinkunnra gesta, meðal annarra Davíð Oddsson sem flutti tækifærisræðu með tilheyrandi undirtektum, enda fáir sem standa seðlabankastjóranum á sporði í þeirri list.

Hagnaður Nýherja 154 milljónir króna

Nýherji skilaði 154 milljónum króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 149,7 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam hagnaður félagsins 4,3 milljónum króna.

Actavis selur bréfin í Pliva

Actavis hefur selt allt hlutafé sitt í króatíska lyfjafyrirtækinu Pliva til bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr. Actavis átti 20,8 prósent hlutafjár í Pliva með beinum og óbeinum hætti en söluverðmæti nemur 820 kúnum á hlut.

Uppsagnir hjá EADS

Stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur ákveðið að segja upp 66 starfsmönnum hjá höfuðstöðvum EADS í Munchen í Þýskalandi og í París í Frakklandi. Sömuleiðis verða launahækkanir æðstu stjórnenda móðurfélagsins settar á salt í bili.

BBC flytur verkþætti til Indlands

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur ákveðið að útvista hluta af starfsemi sinni á Indlandi. Með aðgerðinni er horft til þess að spara um 20 milljónir punda, tæplega 2,6 milljarða krónur, á næstu tíu árum.

Spáir 6,8 prósenta hagvexti í Rússlandi

Alexei Ulyukayev, bankastjóri rússneska seðlabankans, sagði á ráðstefnu um rússnesk efnahagsmál í dag að hagvöxtur í Rússlandi verði um 6,8 prósent á þessu ári. Helsti vöxturinn er í fjárfestingarstefsemi í landinu.

OPEC dregur úr olíuframleiðslu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, ákvað á fundi sínum í arabaríkinu Katar í dag að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag strax í næsta mánuði til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þetta er 200.000 tunnum meira en búist var við.

Erlend lán í heimabönkum

Viðskiptavinum Frjálsa fjárfestingabankans hefur frá síðustu mánaðamótum staðið til boða að greiða af erlendum lánum í gegnum heimabanka eða með greiðsluseðlum, sem eru sendir heim. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að greiða af erlendum lánum með millifærslum inn á reikning bankans í kjölfar bréflegrar tilkynningar um að komið sé að gjalddaga.

Óbreyttir vextir hjá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður efndi til útboðs á íbúðabréfum í gær og bárust tilboð að nafnvirði 16,1 milljarða krónur. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu að ákveðið hafi verið að taka tilboðum fyrir 7 milljarða krónur. Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttur eftir útboðið.

Lánshæfi ítalska ríkisins lækkar

Alþjóðlegu matsfyrirtækin Standard & Poor´s og Fitch Ratings lækkuðu í gær lánshæfismat Ítalska ríkisins. Ástæður lækkunarinnar eru há skuldastaða hins opinbera og mikill viðskiptahalli á Ítalíu.

Stærsta útboð sögunnar

Fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í kínverska iðnaðar- og viðskiptabankanum, sem er einn sá stærsti í Kína og í eigu ríkisins, fyrir jafnvirði 19 milljarða bandaríkjadala, eða 1.297 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði í almennu hlutafjárútboði í dag. Þetta er stærsta útboð sögunnar. Bankinn verður skráður á markað í Hong Kong og Kína í lok mánaðarins.

Ógilding samruna staðfest

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í sumar um að ógilda samruna lyfsölu- og lyfjaskömmtunarfyrirtækjanna DAC og Lyfjavers. Samruninn var sagður myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

Saxbygg kaupir í Steni í Noregi Fjárfestingin býður upp á mikla markaðssókn.

Saxbygg hefur eignast kjölfestuhlut í eignarhaldsfélagi utan um Steni sem framleiðir húsaklæðningar fyrir byggingariðnaðinn í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Félagið er með sterka stöðu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum, einkum á heimamarkaði í Noregi þar sem fjörutíu prósent sölunnar verða til.

Coca-Cola hitti í mark á HM

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðs á tímabilinu og 14 prósenta aukningar milli ára.

Peningaskápurinn ...

Verðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis.

Sony-Ericsson sækir í sig veðrið

Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið.

Glitnir spáir 1,8% verðbólgu

Glitnir gerir ráð fyrir 1,8% verðbólgu yfir næsta ár í nýrri spá en hafði áður spáð 3,2% verðbólgu. Óvissan í spá Glitnis vegur þó töluvert meira til hækkunar fremur en til lækkunar, segir í Morgunkorni Greiningar bankans. Glitnir reiknar með að yrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til að lækka matvöruverð leiði til 2,7% lækkunar vísitölu neysluverðs, en telur þó líkur á að stjórnvöld hafi ofmetið áhrif fyrirhugaðra aðgerða og verðbólgan sem framundan er sé því vanmetin.

Mikil hækkun á gengi Apple

Gengi bandaríska tækniframleiðandans Apple Computers hækkaði um 6 prósent á markaði vestanhafs í dag í kjölfar þess að fyrirtækið greindi í gær frá góðri afkomu á síðasta fjórðungi ársins, sem er fjórði fjórðungur ársins í rekstrarreikningi félagsins. Góð afkoma er að þakka mikil sala á Macintoshtölvum og iPod-spilurum.

Samdráttur hjá Nokia

Hagnaður finnska farsímaframleiðandans dróst saman á milli ára þrátt fyrir aukna sölu á ódýrum gerðum farsíma á nýmörkuðum í Asíu og Suður-Ameríku. Ástæðan eru verðlækkanir á flestum gerðum farsíma. Afkoman er undir væntingum greiningaraðila.

Hagnaður í skyndibitanum

Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's, sem er ein sú stærsta í heimi, nam 843,3 milljónum bandaríkjadala, eða 57,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 17 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukningunni er betri sala í Evrópu og Bandaríkjunum.

Hagnaður Nasdaq jókst um 70 prósent

Hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq jókst um tæp 70 prósent á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 30,2 milljónum bandaríkjadala, um 2 milljörðum króna, en rekstrarár markaðarins einkenndist af kaupum í öðrum mörkuðum jafnt í Bandaríkjunum sem í Bretlandi og aukinni markaðshlutdeild.

Aukinn hagnaður hjá Coca Cola

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðar á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 1,28 milljörðum dala eða 87,4 milljörðum íslenskra króna. Helsta ástæðan fyrir auknum hagnaði er meiri sala á nýjum mörkuðum Coca-Cola í Brasilíu og í Rússlandi.

Leonard áfram í Leifsstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og eigendur skartgripaverslunarinnar Leonard ehf. hafa endurnýjað samning um rekstur verslunar í flugstöðinni með úr og skartgripi. Sævar Jónsson eigandi Leonard ehf. og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.

Viðsnúningur í vaxtatekjum

Samanlagðar hreinar vaxtatekjur viðskiptabankanna gætu dregist saman um 30 milljarða milli þessa árs og næsta. Frá þessu var greint í Vegvísi Landsbankans.

Grettir bætir við sig bréfum í Avion

Fjárfestingarfélagið Grettir fór upp fyrir tíu prósenta hlut í Avion Group í fyrradag. Grettir hefur verið duglegur að kaupa í félaginu því, frá byrjun október hefur heildarhlutur félagsins farið úr einu prósenti í 11,5 prósent. Reikna má með að bréfin hafi verið keypt á genginu 29,5-32 krónur á hlut en hluturinn stóð í 32,6 krónum í gær.

Enn bætist í krónubréfaútgáfuna

Í dag tilkynnti Eurofima um útgáfu á 3 milljarða króna jöklabréfum með 10 prósenta vöxtum og á lokagjalddaga í nóvember 2008. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi í dag að Eurofima, sem er banki í eigu evrópskra járnbrautarfélaga og með höfuðstöðvar í Sviss, sé nýr útgefandi jöklabréfa.

Sjá næstu 50 fréttir