Einhleypir karlar í fjárhagsvanda 12. júní 2005 00:01 MYND/Vísir Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Vaxandi hópur einhleypra karla á í fjárhagsvandræðum, en einhleypum konum sem eiga í slíkum erfiðleikum hefur hins vegar fækkað undanfarið ár. Á síðasta ári leituðu rúmlega 700 manns til Rágjafarstofu um fjármál heimilanna sem er fækkun frá árinu 2003 þegar meira en 800 manns leituðu þangað vegna fjárhagsvandræða. Athygli vekur að einhleypum körlum í fjárhagsvandræðum virðist hafa fjölgað verulega undanfarin tvö ár. Ásta Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu, segir þann hóp fara stækkandi og að stofnunin vilji fara að skoða hann nánar. Hún viti af áhuga félagsmálaráðuneytisins til að gera það líka en það sé mjög spennandi að rannsaka þennan hóp. Ásta segir þennan hóp manna gjarnan skulda skatta aftur í tímann sem og meðlög og oft hafi skapast ákveðinn vítahringur sem þeim takist ekki að komast út úr. En það er fleira sem vekur athygli í niðurstöðunum. Ásta segir að nú séu fleiri í leiguhúsnæði heldur en eigin fasteign. Þá vakni sú spurning hvort leigumarkaðurin sé að glæðast. Árið 2002 voru meira en 52 prósent í eigin húsnæði en um 39 prósent í leiguhúsnæði en á síðasta ári höfðu hlutföllin snúist við og þá voru mun fleiri í leiguhúsnæði. Ráðgjafarstofan hefur gefið út viðmiðunartöflu um framfærslukostnað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Þeim sem leita til ráðgjafastofunnar er sniðinn ansi þröngur stakkur. Til að mynda á einstaklingur að geta komist af með ríflega 37 þúsund krónur á mánuði að undanskildu húsnæði og samgöngum. Ásta leggur þó áherslu á að viðmiðunin eigi bara við um einstaklinga í verulegum fjárhagsvandræðum og engum sé ætlað að notast við hana til lengri tíma. Aðspurð hvort einhver nái að lifa á þessari upphæð segir Ásta að eflaust geri einhver það en sá lifi væntanlega ekki við góðan kost.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira