Fleiri fréttir

Árið 2009 kvatt án eftirsjár

Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Áramótum fylgir iðulega ákveðinn tregi en tilhlökkun á sama tíma. Sennilega eru þó ekki margir Íslendingar sem munu horfa með söknuði til þess er árið 2009 kveður enda árið verið landsmönnum erfitt að mörgu leyti. Það sem hefur þó reynst flestum erfiðara að takast á við er ekki endilega hrunið sjálft með öllum sínum veraldlegu fylgikvillum heldur miklu frekar það sundurlyndi sem tók sér bólfestu í þjóðarsálinni í kjölfar hrunsins. Samstaðan - sem þessi fámenna þjóð hefur iðulega sýnt á erfiðleikatímum – riðlaðist.

Dæmisaga um skattheimtu

Í tilefni skattahækkana og róttækustu breytinga á tekjuskatts­kerfinu um árabil er við hæfi að rifja upp dæmisögu sem setur greiðslu og dreifingu skatta í einfalt og auðskilið samhengi. Sagan er frá öðru landi en boðskapur hennar er sígildur. Hún er ekki ný af nálinni og höfundurinn er óþekktur, sem er ágætlega í takt við aðrar sögur sem eru sagðar á þessum árstíma.

Vafningar

Björn Þór Sigbjörnsson skrifar

Vafningur hét félag. Það keypti annað félag að nafni SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. af SJ-fasteignum. SJ Properties MacauOneCentral HoldCo ehf. átti Drakensberg Investment Ltd. sem átti fjárfestingarverkefnið One Central sem fólst í kaupum á 68 íbúðum í byggingunni Tower 4 í Makaó í Kína.

Áfram svo, koma svo

Ellert B. Schram. skrifar

Nú er rétt um ár liðið frá því að ég sat á Alþingi og gegndi því starfi frá morgni til kvölds að takast á við hrun samfélagsins. Það voru ekki góðir dagar, nema þá að einu leyti, að menn lögðu nótt við dag, allir sem einn, jafnt á þingi sem í stofnunum stjórnsýslunnar og út í þjóðfélaginu, að slökkva þá elda sem alls staðar loguðu.

Vandi grunnskóla

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Víða blasir vandi við rekstri sveitarfélaga á komandi ári. Þegar er hafinn niðurskurður í þjónustu, þar á meðal í rekstri grunnskólans. Hafa sveitarfélögin óskað eftir aðkomu Kennarasambands Íslands að því máli, en þá ber svo við að allt í einu hafa þeir í Kennarasambandinu ekkert við sinn viðsemjanda að tala. Ákafir hafa þeir verið undanfarna áratugi að tala á ábyrgan máta við sveitarfélögin um launakjör sín og haft hátt um nauðsyn þess að styrkja grunnskólann. Þessu hafa sveitarfélögin mætt af skilningi: ekki eru liðin mörg misserin síðan grunnskólakennurum var færð mikil launahækkun, svo mikil að óljúgfróðir menn telja launakostnað skólanna hafa hækkað um fimmtung milli ára. Og eftir því hækkuðu öll viðmið, meðal annars launatengd gjöld vegna kennara. Þá voru kennarar til viðtals en nú er ekki smuga á samtali.

Á sjó og landi

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Bróðir minn, sem var sjómaður alla sína starfsævi, sagði að lengst af hefði það verið þannig, að eftir að aflinn var kominn um borð hefðu menn drifið í að gera að honum, síðan sest niður og spjallað, gripið í spil, og látið líða úr sér í góðum félagsskap. Með tölvu-og myndbandavæðingunni hefði andrúmloftið um borð breyst. Þegar áhöfnin kom niður var myndbandi stungið í tækið og setið yfir því fram eftir kvöldi. Sér hefði þótt daufara á sjónum eftir þetta gengisfall á persónulegum samskiptum um borð.

Lengra og betra líf

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Flest okkar hafa áhuga á að lifa lengur og þá góðu lífi. Börn sem fæðast í þróuðum ríkjum þessi árin eiga góða möguleika á að verða 100 ára gömul ef ekkert óvænt eða alvarlegt kemur upp sem ógnar lífríki jarðarbúa. Þetta kemur fram í grein nokkurra vísindamanna í læknatímaritinu Lancet sem er eitt hið virtasta í heimi. Efni þessarar greinar, „Hærri lífaldur: áskoranir framtíðarinnar“ („Ageing Population: The Challenges Ahead“) er áhugavert og ætti að vera innlegg í pólitíska stefnumótun stjórnvalda hér á landi sem annars staðar.

Róttæk fækkun sveitarfélaga

Vonlítil staða Álftaness frammi fyrir fjallháum skuldum hefur beint athyglinni að almennt bágbornu ástandi minni sveitarfélaga í landinu.

Svör um siðferðileg álitamál

Þorsteinn Pálsson. skrifar

Fjármálaráðherra tókst nú í vikunni að draga skýrar markalínur varðandi tvær mjög áleitnar siðferðilegar spurningar er tengjast endurreisn efnahagslífsins og vafist hafa fyrir fólki. Það sem meira er: Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir hafa ekki gert athugasemdir við niðurstöðu ráðherrans.

Ljós heimsins

Afkoma íslenzku þjóðarinnar hefur frá fyrstu tíð verið samofin sambandinu við útlönd. Höfðingjar þjóðveldisaldar gerðu víðreist, Egill skalli og þeir. Út vil ek, sagði Snorri. Þegar úlfúðin innan lands keyrði þjóðveldið í þrot 1262, lögðust utanferðir Íslendinga að miklu leyti af, og upp hófst 600 ára einangrun og stöðnun með ýmsum frávikum. Vestfjörðum vegnaði til dæmis vel í krafti blómlegra viðskipta á ensku öldinni 1400-1500 og aftur á skútuöldinni á ofanverðri 19. öld, þegar einokun Dana lagðist af. Með heimastjórninni 1904 og aðdraganda hennar opnaðist landið enn frekar með auknum bankaviðskiptum. Utanferðir urðu smám saman almenningseign, þegar leið á 20. öldina, þótt of hátt gengi krónunnar héldi svo aftur af erlendum viðskiptum, að þau voru fyrir hrun engu meiri miðað við landsframleiðslu en þau voru 1870. Of litlar útflutningstekjur kölluðu á of miklar lántökur erlendis. Gengisfall krónunnar frá 2007 hefur aukið útflutningstekjur þjóðarbúsins úr meira en aldargömlum þriðjungi af landsframleiðslu eða þar um bil upp fyrir helming. Íslendingar hafa löngum staðið hikandi frammi fyrir auknum samskiptum við umheiminn. Ísland gerðist til dæmis ekki stofnaðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO, áður GATT) 1948, heldur dró inngönguna í tuttugu ár. Hún hafðist ekki í gegn fyrr en 1968, á síðasta kjörtímabili viðreisnarstjórnarinnar.

Málefnalegar athugasemdir

Jón Sigurðsson skrifar

Leiðarahöfundar svara ekki athugasemdum enda gæti slíkt orðið umfangsmikið. Sl. laugardag 12. þ.m. birta þrír áhugamenn „alvarlegar athugasemdir" um leiðara sem birtist í Fréttablaðinu 8. þ.m.

Hugrekki óskast

Halla tómasdóttir skrifar

Árið sem er að líða undir lok hefur einkennst öðru fremur af ákvörðunarfælni og hugleysi. Göran Person, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, ráðlagði okkur fyrir ári að draga ekki ákvarðanir, það yrði okkur dýrkeypt. Sú virðist þó hafa orðið raunin og nú fyrst, nokkrum dögum fyrir jól, hefjast umræður um fjárlögin 2010.

Hriflupólitík eða málefnapólitík?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í Guðsgjafaþulu segir frá því að Íslandsbersa þótti unun að því að hlusta á öndvegismenn íslenskrar endurreisnar ræða um samskipti við ríkisstjórnina, svipað og menn tala um smalatíkina sína.

Guðinn í vélinni

Undanfarið ár hefur gengisfall ýmissa orða og hugtaka jafnvel verið enn brattara en varð á krónunni í fyrra. Orð sem áður voru dýr, til dæmis, svik, landráð og þjóðargjaldþrot, er nú farið með sem hvert annað klink í umræðunni. Fyrir vikið er þunginn farinn úr þeim.

Alvara lífsins

Þorvaldur Gylfason skrifar

Nú er fyrsti dómurinn fallinn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo starfsmenn Kaupþings til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir markaðsmisnotkun. Í niðurstöðu dómsins segir: „Brot ákærðu eru alvarleg og var brotið gegn trausti fjárfesta í peningamarkaðssjóðnum sem hér um ræðir og almennt á verðbréfamarkaði. …Þá voru brotin ítrekuð… Þótt hvorugur þeirra hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta við framningu brotanna þykir háttsemi þeirra sýna styrkan og einbeittan brotavilja."

Eyðslan þín er vinnan mín

Á undanförnum mánuðum hefur kaupmáttur launafólks dregist saman og fyrirséð er að þessi kaupmáttarskerðing mun halda áfram og ekki skal gert lítið úr því að mörg heimili eiga erfitt með að láta enda ná saman. Hins vegar er það jafnframt staðreynd að mörg heimili lentu ekkert illa í hruninu og samkvæmt gögnum frá Seðlabankanum er greitt eðlilega og með óbreyttum hætti af um 80 prósent allra íbúðarlána.

Skemmtiatriði í sveitarstjórnum

Nú þegar litið er til komandi kosninga í sveitarstjórnir á Íslandi í vor kann öllum sanngjörnum mönnum að vera ljóst að illa höfum við nýtt tækifæri til sameiningar sveitarfélaga á liðnum árum. Nýlegar uppákomur í sveitarstjórnum í stærri og smærri sveitarfélögum vísa til þess að þar gildi önnur sjónarmið oft en þau að láta hag fjöldans ráða, þar fari fyrst á áhugalista sveitarstjórnarmanna þrengri sjónarmið, jafnvel smáskítleg persónuleg valdaþrá.

Verðum að velja

Jón Sigurðsson skrifar

Málþóf hefur staðið yfir á Alþingi um Icesave. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á að axla ábyrgð á ákvörðun. Stjórnarandstaðan á að sýna andstöðu á ábyrgan hátt með atkvæði sínu. Það er skaðlegt fyrir þjóðina að slíkt mál sé tafið.

Klípa forsetaembættisins

Þorsteinn Pálsson skrifar

Forseti Íslands er í nokkurri klípu þegar kemur að staðfestingu ríkisábyrgðarlaganna vegna Icesave-skulda Landsbankamanna.

Mannréttindaráðuneytið

Þorvaldur Gylfason skrifar

Ísland nýtur ekki mikils álits í öðrum löndum eins og sakir standa. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að útlendingar hafa tapað um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands á viðskiptum sínum við gömlu bankana. Meðvirkni stjórnvalda með bönkunum fram að hruni fór ekki fram hjá fórnarlömbunum. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur að gera rækilega grein fyrir þeim þætti málsins, þegar hún verður loksins birt, þar á meðal fyrirgreiðslu bankanna við stjórnmálamenn og embættismenn.

Konur í fjötrum ofbeldismanna

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Undanfarin ár hefur erlendum konum sem leita í Kvennaathvarfið fjölgað verulega. Þær voru til dæmis helmingur þeirra kvenna sem í athvarfið leituðu á síðasta ári.

Viðskiptalegar forsendur

Jón Kaldal skrifar

Sú niðurstaða að kröfuhafar eignist 87 prósent hlutafjár í Arion banka er ánægjuleg.

Fullveldið

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Í viðtækinu má svissa milli Baggalúts og Alþingis: háðhvörfin í útúrsnúningi æringjanna á amerískum slagara, hvað má gefa þeim sem allt á, eru í sláandi mótsögn við heiftarlegar staglumræður um stóru skuldina Icesave. Þar takast á hugmyndir manna sem sitja á pólitískum strandstað eftir að hafa brotið öll okkar skip og hinna sem stóðu hjá

Söguleg ráðstefna

Umhverfisráðstefnan sem haldin verður í Kaupmannahöfn 8.-15. desember gæti orðið ein mikilvægasta alþjóðaráðstefna seinni tíma. Á hinn bóginn gæti hún einnig orðið enn ein misheppnuð tilraun til að taka á vanda sem ríki heimsins hafa ekki ráðið við til þessa: Vanda hnattrænnar mengunar. Hnattræn mengun af manna völdum er glænýtt fyrirbæri í mannkynssögunni; afleiðing af iðnvæðingu og fólksfjölgun undanfarinna áratuga. Hvort tveggja kallar á aukna orkunýtingu sem bæði gengur á auðlindir heimsins og skapar hnattræna mengun.

Sjá næstu 50 greinar