Fleiri fréttir Gjá milli geira? Margrét Kristmannsdóttir skrifar Nú þegar landsmenn standa frammi fyrir miklum skattahækkunum og niðurskurði í rekstri hins opinbera er gríðarlega mikilvægt að skattgreiðendur hafi það á tilfinningunni að allir séu að bera sinn hluta af byrðinni. Landsmenn verða að upplifa að þeir séu allir í sama liði - að allir séu að leggja sitt af mörkum eftir efni og aðstæðum. 30.11.2009 06:00 Góð áform fóru út um þúfur Þorsteinn Pálsson skrifar Fyrir viku lét forsætisráðherra þau boð út ganga að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi nýs álvers í Helguvík. Fram til þessa hefur stefnumótun í orkunýtingarmálum alfarið verið á höndum VG þó að Samfylkingin fari með málaflokkinn að nafninu til. 28.11.2009 06:00 Þagnameistarinn Þorvaldur Gylfason skrifar Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, er furðusmíð. Bókin vitnar um takmarkaðan skilning höfundarins og helzta heimildarmanns hans, fyrrum seðlabankastjóra, á efnahagsmálum. Við þetta bætist vandræðaleg hlutdrægni höfundarins ásamt veikri sannmæliskennd. Að lesa bókina er hálfpartinn eins og að hlusta á Richard Nixon seint um kvöld, en þó án formælinganna, sem voru fangamark Nixons. Styrmir notar engin stóryrði. 26.11.2009 06:00 Hin mædda miðja Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Heldri herramönnum sem hættir eru í pólitíkinni og lifa á vænum eftirlaunum er tíðrætt þessi dægrin um brúarsmíð í pólitísku lífi landsmanna. Brúin sú er vitaskuld með annan enda í landi þeirra sem misstu völdin í lýðræðislegum kosningum fyrir fáum mánuðum. Eins og það sé sami skikinn undir Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, en þaðan liggur brúin: hinn endinn á brúnni er umluktur óveðursskýjum, enda vandséð að hinir hugprúðu brúarsmiðir andans viti vel hver á að annast brúarsporðinn á hinum bakkanum. Brúarsmíðin byggist á gömlu hugtaki hægri og vinstri og ákallið hljómar til hinnar svokölluðu miðjuhreyfingar í íslenskum stjórnmálum. 26.11.2009 06:00 Brú yfir miðjuna Jón Sigurðsson skrifar Eftir því sem lengra líður fer fleira í handaskolum hjá ríkisstjórninni og samstaða innan hennar er bágborin. En sósíalísk einkenni stjórnarstefnunnar eru að koma betur í ljós. Ríkisstjórnin er ekki vinstristjórn, eins og það heiti hefur verið skilið hingað til, heldur fyrsta sósíalistastjórn á Íslandi. Allir vita að sósíalistum fellur vel að eyða arði sem frjálst atvinnulíf hefur skapað, en sósíalistum er fátt verr gefið en að blása lífi í frjálst athafnalíf eða örva það til verðmætasköpunar með arðbærum rekstri til kjarabóta fyrir almenning. 25.11.2009 06:00 Kjötkrókurinn Einar Már Jónsson skrifar Í haust fór ég eins og stundum áður á hátíð franska blaðsins L"Humanité, sem er e.k. „þjóðhátíð" franskra kommúnista og haldin árlega í úthverfi fyrir norðan París. Allt var þar með gamalkunnum hætti, í tjaldbúðinni voru veitingastaðir með alls kyns sérréttum, verslanir af hinu fjölbreyttasta tagi, salir fyrir umræður og svo höfðu tónlistarmenn komið sér fyrir hér og þar með pípur sínar, bumbur o.fl. Ég horfði á flamenco-dans meðan ég borðaði, hlýddi á Múhameðstrúar-rapp, mætti risastórri brúðu í líki ljóshærðrar konu sem dansaði, enda maður falinn undir pilsinu, keypti ólífuolíusápur í búð Palestínumanna, og leit inn á umræðufund þar sem verið var að tala um Evrópusambandið: „Það hefur ákveðnu hlutverki að gegna," sagði ræðumaður, „og ef það gegnir því ekki eiga Frakkar að segja sig úr því." 25.11.2009 06:00 Stefnuleysi og virðingarleysi Illa gengur að umgangast skipulag hér á landi með þeim hætti að það geti nýst eins og til er ætlast. Að skipulag sé rammi sem framkvæmdir eigi að rúmast innan og segi fyrir um það hvernig nýta skuli land nú og í framtíðinni. 24.11.2009 08:00 Frestur er bestur Stefán Pálsson skrifar Eitt fjölmargra metnaðarfullra mála ríkisstjórnarinnar er stofnun sérstaks stjórnlagaþings. Slík stofnun hefði það að markmiði að endurskoða stjórnarskrá Íslands í veigamiklum atriðum og felur hugmyndin í sér viðurkenningu á þeirri óþægilegu staðreynd að Alþingi hefur á liðnum árum og áratugum reynst ófært um að koma sér saman um ýmsar mikilvægar breytingar. Ekki má samt gera of lítið úr því sem þó hefur áunnist, til dæmis hefur mannréttindakafli stjórnarskrárinnar verið rækilega endurskoðaður með ágætum árangri. 23.11.2009 06:00 Hví má ekki leita samstöðu? Þorsteinn Pálsson skrifar Að ákveðnu marki er ný tekjuöflun ríkissjóðs óhjákvæmileg við ríkjandi aðstæður. Þar hefur ríkisstjórnin rétt fyrir sér. Framsóknarflokkurinn virðist að vísu ekki telja hennar þörf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn teflt fram nýjum hugmyndum til umræðu. 21.11.2009 06:00 Sígilt viðfangsefni Þau eru fleiri en tölu verður á komið skiptin sem borgaryfirvöld og hagsmunaaðilar hafa blásið í herlúðra og sagst ætla að efla miðbæinn í Reykjavík. Þessi bæjarhluti virðist aldrei nokkurn tíma búa að nægu afli, alltaf þarf að efla hann meira og meira. Eða efla hann upp á nýtt. Síðast gerðist þetta nú í vikunni þegar borgarstjórinn og formaður nýstofnaðs félags sem heitir Miðborgin okkar skrifuðu undir samning þar um. Þetta nýja félag hefur þann göfuga tilgang að efla verslun, þjónustu og menningu á svæðinu. 20.11.2009 06:00 Skrattamálarafélagið Pawel Bartoszek skrifar Þrátt fyrir nafnið þá er heimssýn einmitt eitt af því sem fólk í samnefndum samtökum deilir ekki. Innan raða fylkingarinnar hafa jaðar- og sérhagsmunahópar íslenskra stjórnmála sameinast, frjálshyggjumenn sem trúa á lágmarksríkið, þjóðernissinnar, gamlir Nató-andstæðingar, bændur og útvegsmenn. Þarna eru því sósíalistar sem hata Evrópusambandið fyrir hve kapítalískt það er og kapítalistar sem nýta hvert tækifæri til að líkja því við Sovétríkin; einstaka fólk sem vill fella niður tolla á landbúnaðarvörur og óttaslegnir framleiðendur þeirra. Fólk sem vill þjóðnýta kvótann og fólk sem á hann. 20.11.2009 06:00 Ísland á allra vörum Þorvaldur Gylfason skrifar Íslenzk spilling er nú almælt í öðrum löndum. Hvernig ætti annað að vera? Mikill fjöldi útlendinga hefur beðið stórfellt tjón af viðskiptum sínum við íslenzka banka og kallar á upplýsingar og uppgjör og engar refjar. Skaði erlendra lánardrottna bankanna, fjárfesta og annarra er nú talinn nema um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands. Við þá tölu þarf að bæta eignatjóninu, sem Íslendingar urðu sjálfir fyrir, þegar bankarnir hrundu, en það er nú metið á um tvöfalda landsframleiðslu. Fjárskaðinn allur er því nú talinn nema um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands eins og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lýst. Reynist þetta mat rétt, hefur ekkert bankahrun í samanlagðri hagsögu heimsins valdið öðru eins fjártjóni miðað við umfang þjóðarbúskaparins, og er þá ýmislegt enn ótalið, svo sem aukin skuldabyrði heimila og fyrirtækja af völdum hrunsins og ýmis kostnaður vegna uppgjörsins. Og þá er enn ótalið það, sem mestu skiptir: álitshnekkir landsins. Hann verður ekki metinn til fjár. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Hávamálum. Það getur tekið Ísland langan tíma að endurheimta glataðan orðstír og gagnkvæmt traust innan lands og utan. 19.11.2009 06:00 Nýr staður brýnn Menn segja nú þegar lífeyrissjóðir ætla að fjármagna risaframkvæmd Landspítalans í sunnanverðum Þingholtum að það sé of seint að huga að nýju staðarvali fyrir húsaflæmið. En það er ekki of seint: 18.11.2009 06:00 Meirihluti styður viðræðurnar Hreyfingin sem gengur undir því fallega nafni Heimssýn, er með sérstakari söfnuðum landsins. Þar er komið saman fólk sem á það eitt sameiginlegt að vera sammála um hvað það vill ekki. 17.11.2009 06:30 2005-siðferðið Sverrir Jakobsson skrifar Á dögunum skapaðist nokkur úlfaþytur þegar upp komst að fjármálastjóri KSÍ hefði týnt milljónum af kreditkorti sambandsins á strípiklúbbi í Sviss fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið var formaður KSÍ kallaður í viðtöl og hélt því fram að núna væru líklega breyttar aðstæður en árið 2005 hefði þetta þótt léttvægt. 17.11.2009 06:00 Þjóðin getur, vill og mun Halla Tómasdóttir skrifar Á Þjóðfundinum 2009 kom kraftur íslensku þjóðarinnar vel í ljós. Á fundinum kom skýrt fram að þjóðin getur, vill og mun ganga sameinuð og sterk til þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er með sameiginleg gildi að leiðarljósi. 16.11.2009 06:00 Krónan meira vandamál en stjórnendurnir Þorsteinn Pálsson skrifar Þegar sagt er að útflutningsgreinunum sé nauðsynlegt að búa við sveigjanlega mynt þýðir það á mæltu máli að stjórnvöld geti lækkað gengi krónunnar þegar þurfa þykir til að bæta samkeppnisstöðu þeirra. Þeir sem nú tala fyrir krónunni sem framtíðarmynt færa þessi rök helst fram fyrir máli sínu. 14.11.2009 11:56 Móðursýkin er í rénun Jón Kaldal skrifar Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sagði litla en merkilega sögu í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Hún fjallaði um hversu víða fréttir af meintum hörmungum á Íslandi hafa borist. Með henni tókst Hjálmari á einfaldan hátt að setja hlutina í upplýsandi samhengi. Gefum honum orðið: 14.11.2009 06:00 Ofvöxtur og bruðl Margrét Kristmannsdóttir skrifar Komandi fjárlög verða gríðarlega erfið enda stefnir aðlögunarþörf ríkissjóðs á árunum 2009-2011 í rúma 140 milljarða króna - 140 þúsund milljónir. Til að ná þessum halla niður hefur ríkisstjórnin ekki nema um tvennt að velja: að grípa til skattahækkana til að auka tekjur og niðurskurðar til að draga úr útgjöldum. Með Stöðugleikasáttmálanum náðist samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um hvernig skiptingu þessarar miklu byrðar skyldi háttað - en til að ná niður hallanum eiga skattahækkanir að standa undir 45 prósentum af heildarpakkanum en niðurskurður ríkisútgjalda undir 55 prósentum. Til að loka gati upp á 140 milljarða þurfa auknar tekjur því að vera rúmir 60 milljarðar á móti tæplega 80 milljörðum í niðurskurði. 13.11.2009 06:00 Nú andar suðrið Nú er sól og sumar í Suður-Afríku, sem býst til að halda heimsmeistarakeppni í knattspyrnu um hávetur í júlí 2010. Mótshaldið er talið munu kosta landið um tvo milljarða Bandaríkjadala vegna mannvirkjagerðar, svipaða fjárhæð og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi. Skattgreiðendur í Suður-Afríku eru innan við fjórar milljónir talsins, svo að hver og einn þarf að leggja meira en 500 dali að jafnaði til keppninnar. Ekki er vitað, hversu miklum tekjum ferðamenn og sala sjónvarpsréttinda munu skila upp í kostnaðinn, og ekki heldur, hversu vel nýir knattspyrnuvellir með áhorfendarými handa hundruðum þúsunda munu nýtast landinu að lokinni keppni. Suður-Afríkubúar virðast ekki setja það fyrir sig. Afríski boltinn er í sókn. 12.11.2009 06:00 Eigum við að ræða það eitthvað? Steinunn Stefánsdóttir skrifar Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hefur staðið í blóma undanfarin misseri. Að einhverju leyti er þjóðin enn að njóta afurða sem til var stofnað meðan betur áraði en nú. Í önnur verkefni hefur verið ráðist eftir hrun vegna þess að eftirspurnin er til staðar. 11.11.2009 06:00 Frjálshyggjan er fórnarlamb Jón Kaldal skrifar Eitt af fórnarlömbum kreppunnar er hugmyndafræðin sem er ýmist kölluð frjálshyggja eða nýfrjálshyggja. Til hennar vilja margir rekja rætur þeirrar óhamingju sem efnahagur landsins hefur ratað í. 10.11.2009 06:00 Einnig þér að kenna Jónína Michaelsdóttir skrifar Þegar vinkona mín ein var á fermingaraldri bar það eitt sinn við þegar hún kom í skólann, að vinkonur hennar létu sem þær sæju hana ekki. Þegar hún talaði við þær, sneru þær upp á sig og gengu í burtu. Henni þótti þetta í meira lagi furðulegt. Þessi samhenti stelpuhópur var alla jafna glaðvær og ófeiminn að tjá sig. Þar sem þessi stúlka vissi ekki upp á sig neinn ósóma og vinkonurnar virtu hana ekki viðlits, lét hún þær afskiptalausar og blandaði geði við önnur skólasystkini sín. Síðar kom í ljós að ein þeirra var yfir sig skotin í einum skólabróður þeirra, en hafði borist til eyrna að hann væri spenntur fyrir vinkonu minni. Stúlkan tók þetta nærri sér og vinkonurnar fóru í samúðarfýlu, sem birtist með þessum hætti. Vinkonu minni þótti þetta svo fáránlegt, að það tæki því ekki að vera að erfa það. 10.11.2009 06:00 Veikburða stjórnkerfi Þorkell Sigurlaugsson skrifar Svo virðist sem flestir landsmenn séu í mikilli óvissu með framtíðina og stöðugleika vantar í daglegu lífi fólks og fyrirtækja. Mikið óöryggi ríkir og margar sterkustu stoðir í þjóðfélaginu hafa veikst. Óvissa er um eignarhald fyrirtækja og nánast á hverjum degi koma upp stórfurðuleg mál hvort sem það eru barnalán eða afskriftir fullorðinna manna og fyrirtækja upp á tugi eða jafnvel hundruð milljarða króna. Einn bankinn gleymdi að bóka 139 milljarða. 9.11.2009 06:00 Berlínarmúrinn Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar Í dag eru tuttugu ár liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Og kalda stríðinu lauk. 9.11.2009 06:00 Gömlu íhaldsúrræðin Þorsteinn Pálsson skrifar Í pólitískum vopnaburði er meir skírskotað til hugmyndafræði en áður. Áhugavert er að að skoða hvort bilið milli stjórnmálaflokka í hugmyndafræðilegum skilningi hefur í raun breikkað. 7.11.2009 06:00 Brýn réttarbót Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Í vikunni var í þriðja sinn umræða á Alþingi um breytingar á kosningafyrirkomulagi: dómsmálaráðherrann mælti fyrir frumvörpum um bætt lýðræði í kosningum til sveitarstjórna og Alþingis. Kjósendur raði frambjóðendum þess lista sem þeir hyggjast kjósa. Umræðan er komin í gang í þriðja sinn á rétt sex mánuðum og enn geta sumir þingmenn ekki gert upp hug sinn. Það eru aum gagnrök að verði af séu prófkjörsmál sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í uppnámi. 6.11.2009 06:00 Tvö hundruð vesen Pawel Bartoszek skrifar Hlutir á Íslandi eru ekki verðlagðir í krónum. Þeir eru verðlagðir í veseni. Flestir Íslendingar fá laun greidd í krónum en verðtilfinningin byggist á veseni. Krónurnar eru tölurnar sem við sjáum í heimabankanum og á pósaafrifunum. Krónurnar þykir okkur ekkert sérlega vænt um. Vesenið á sér ýmis birtingarform, eitt er tími, annað eru gömlu kringlóttu málmskífurnar með sjávarfanginu. Þannig er það rangt að það kosti bara 280 krónur að fara í strætó og 80 krónur á tímann að leggja við stöðumæli niðri í bæ. Í hugum flestra kostar hvort tveggja einfaldlega heilmikið vesen. 6.11.2009 06:00 Saga frá Suður-Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar Þegar Nelson Mandela var kjörinn forseti Suður-Afríku 1994, einsetti hann sér að stilla til friðar milli hvíta minni hlutans í landinu og svarta meiri hlutans. Að loknum sigri Afríska þjóðarráðsins (AÞR), flokks Mandela, í frjálsum kosningum 1994 hefði AÞR með 63 prósent atkvæða á bak við sig getað myndað sterka meirihlutastjórn. Mandela og félagar hans kusu heldur að rétta fram sáttahönd og mynda stjórn með Þjóðarflokknum, sem fékk 20 prósent atkvæða. Þjóðarflokkurinn hafði náð völdum 1948 fyrir tilstilli lítils nasistaflokks og hafði æ síðan stjórnað landinu með harðri hendi og hafði meira að segja haldið úti dauðasveitum og sigað þeim á andstæðinga sína úr AÞR auk margvíslegra annarra glæpa og mannréttindabrota. Mandela gerði Willy de Klerk, formann Þjóðarflokksins, að varaforseta sínum, en de Klerk hafði unnið sér það til ágætis að bola P. W. Botha, forhertum, óhefluðum og heilsulausum forseta landsins og flokksbróður sínum, frá völdum og tekið við stjórn landsins af honum. De Klerk hafði ennfremur tekizt að telja flokksmenn sína og hvíta minni hlutann (tíu prósent af mannfjöldanum) á nauðsyn þess að afnema lögbannið gegn AÞR, leysa Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi og semja við AÞR um nýja stjórnarskrá. Þannig gátu kosningarnar 1994 farið fram í friði og spekt. Þjóðarflokkurinn hvarf úr stjórninni 1996 og lognaðist út af. 5.11.2009 06:00 Kaflaskil Jón Kaldal skrifar Þó að Alþingi eigi enn eftir að afgreiða lokaniðurstöðu Icesave er augljóst að umheimurinn álítur að málinu sé lokið. Fyrsta vísbendingin var endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í síðustu viku. Sú næsta var affrysting Evrópska fjárfestingarbankans á 30 milljarða króna láni til Orkuveitu Reykjavíkur, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Það lán var samþykkt fyrr á þessu ári en var fryst þegar leit út fyrir að Ísland ætlaði mögulega ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 3.11.2009 06:00 Hinir ókosnu Margt bendir til að áhugaverðir tímar í sögu lýðræðis á Íslandi fari nú í hönd. Ríkisstjórn Íslands sem starfar í umboði meirihluta þjóðarinnar sætir núna hótunum af hálfu stjórnenda Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem þjóðin hefur ekki kosið til neins. Svo langt gengur rimman að þessir aðilar sem ekki tala í nafni þjóðarinnar vilja ráða skattamálum á Íslandi en hóta annars skærum á vinnumarkaði; uppsögn hins svo kallaða „stöðugleikasáttmála". 3.11.2009 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Gjá milli geira? Margrét Kristmannsdóttir skrifar Nú þegar landsmenn standa frammi fyrir miklum skattahækkunum og niðurskurði í rekstri hins opinbera er gríðarlega mikilvægt að skattgreiðendur hafi það á tilfinningunni að allir séu að bera sinn hluta af byrðinni. Landsmenn verða að upplifa að þeir séu allir í sama liði - að allir séu að leggja sitt af mörkum eftir efni og aðstæðum. 30.11.2009 06:00
Góð áform fóru út um þúfur Þorsteinn Pálsson skrifar Fyrir viku lét forsætisráðherra þau boð út ganga að öllum hindrunum yrði rutt úr vegi nýs álvers í Helguvík. Fram til þessa hefur stefnumótun í orkunýtingarmálum alfarið verið á höndum VG þó að Samfylkingin fari með málaflokkinn að nafninu til. 28.11.2009 06:00
Þagnameistarinn Þorvaldur Gylfason skrifar Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, er furðusmíð. Bókin vitnar um takmarkaðan skilning höfundarins og helzta heimildarmanns hans, fyrrum seðlabankastjóra, á efnahagsmálum. Við þetta bætist vandræðaleg hlutdrægni höfundarins ásamt veikri sannmæliskennd. Að lesa bókina er hálfpartinn eins og að hlusta á Richard Nixon seint um kvöld, en þó án formælinganna, sem voru fangamark Nixons. Styrmir notar engin stóryrði. 26.11.2009 06:00
Hin mædda miðja Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Heldri herramönnum sem hættir eru í pólitíkinni og lifa á vænum eftirlaunum er tíðrætt þessi dægrin um brúarsmíð í pólitísku lífi landsmanna. Brúin sú er vitaskuld með annan enda í landi þeirra sem misstu völdin í lýðræðislegum kosningum fyrir fáum mánuðum. Eins og það sé sami skikinn undir Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, en þaðan liggur brúin: hinn endinn á brúnni er umluktur óveðursskýjum, enda vandséð að hinir hugprúðu brúarsmiðir andans viti vel hver á að annast brúarsporðinn á hinum bakkanum. Brúarsmíðin byggist á gömlu hugtaki hægri og vinstri og ákallið hljómar til hinnar svokölluðu miðjuhreyfingar í íslenskum stjórnmálum. 26.11.2009 06:00
Brú yfir miðjuna Jón Sigurðsson skrifar Eftir því sem lengra líður fer fleira í handaskolum hjá ríkisstjórninni og samstaða innan hennar er bágborin. En sósíalísk einkenni stjórnarstefnunnar eru að koma betur í ljós. Ríkisstjórnin er ekki vinstristjórn, eins og það heiti hefur verið skilið hingað til, heldur fyrsta sósíalistastjórn á Íslandi. Allir vita að sósíalistum fellur vel að eyða arði sem frjálst atvinnulíf hefur skapað, en sósíalistum er fátt verr gefið en að blása lífi í frjálst athafnalíf eða örva það til verðmætasköpunar með arðbærum rekstri til kjarabóta fyrir almenning. 25.11.2009 06:00
Kjötkrókurinn Einar Már Jónsson skrifar Í haust fór ég eins og stundum áður á hátíð franska blaðsins L"Humanité, sem er e.k. „þjóðhátíð" franskra kommúnista og haldin árlega í úthverfi fyrir norðan París. Allt var þar með gamalkunnum hætti, í tjaldbúðinni voru veitingastaðir með alls kyns sérréttum, verslanir af hinu fjölbreyttasta tagi, salir fyrir umræður og svo höfðu tónlistarmenn komið sér fyrir hér og þar með pípur sínar, bumbur o.fl. Ég horfði á flamenco-dans meðan ég borðaði, hlýddi á Múhameðstrúar-rapp, mætti risastórri brúðu í líki ljóshærðrar konu sem dansaði, enda maður falinn undir pilsinu, keypti ólífuolíusápur í búð Palestínumanna, og leit inn á umræðufund þar sem verið var að tala um Evrópusambandið: „Það hefur ákveðnu hlutverki að gegna," sagði ræðumaður, „og ef það gegnir því ekki eiga Frakkar að segja sig úr því." 25.11.2009 06:00
Stefnuleysi og virðingarleysi Illa gengur að umgangast skipulag hér á landi með þeim hætti að það geti nýst eins og til er ætlast. Að skipulag sé rammi sem framkvæmdir eigi að rúmast innan og segi fyrir um það hvernig nýta skuli land nú og í framtíðinni. 24.11.2009 08:00
Frestur er bestur Stefán Pálsson skrifar Eitt fjölmargra metnaðarfullra mála ríkisstjórnarinnar er stofnun sérstaks stjórnlagaþings. Slík stofnun hefði það að markmiði að endurskoða stjórnarskrá Íslands í veigamiklum atriðum og felur hugmyndin í sér viðurkenningu á þeirri óþægilegu staðreynd að Alþingi hefur á liðnum árum og áratugum reynst ófært um að koma sér saman um ýmsar mikilvægar breytingar. Ekki má samt gera of lítið úr því sem þó hefur áunnist, til dæmis hefur mannréttindakafli stjórnarskrárinnar verið rækilega endurskoðaður með ágætum árangri. 23.11.2009 06:00
Hví má ekki leita samstöðu? Þorsteinn Pálsson skrifar Að ákveðnu marki er ný tekjuöflun ríkissjóðs óhjákvæmileg við ríkjandi aðstæður. Þar hefur ríkisstjórnin rétt fyrir sér. Framsóknarflokkurinn virðist að vísu ekki telja hennar þörf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn teflt fram nýjum hugmyndum til umræðu. 21.11.2009 06:00
Sígilt viðfangsefni Þau eru fleiri en tölu verður á komið skiptin sem borgaryfirvöld og hagsmunaaðilar hafa blásið í herlúðra og sagst ætla að efla miðbæinn í Reykjavík. Þessi bæjarhluti virðist aldrei nokkurn tíma búa að nægu afli, alltaf þarf að efla hann meira og meira. Eða efla hann upp á nýtt. Síðast gerðist þetta nú í vikunni þegar borgarstjórinn og formaður nýstofnaðs félags sem heitir Miðborgin okkar skrifuðu undir samning þar um. Þetta nýja félag hefur þann göfuga tilgang að efla verslun, þjónustu og menningu á svæðinu. 20.11.2009 06:00
Skrattamálarafélagið Pawel Bartoszek skrifar Þrátt fyrir nafnið þá er heimssýn einmitt eitt af því sem fólk í samnefndum samtökum deilir ekki. Innan raða fylkingarinnar hafa jaðar- og sérhagsmunahópar íslenskra stjórnmála sameinast, frjálshyggjumenn sem trúa á lágmarksríkið, þjóðernissinnar, gamlir Nató-andstæðingar, bændur og útvegsmenn. Þarna eru því sósíalistar sem hata Evrópusambandið fyrir hve kapítalískt það er og kapítalistar sem nýta hvert tækifæri til að líkja því við Sovétríkin; einstaka fólk sem vill fella niður tolla á landbúnaðarvörur og óttaslegnir framleiðendur þeirra. Fólk sem vill þjóðnýta kvótann og fólk sem á hann. 20.11.2009 06:00
Ísland á allra vörum Þorvaldur Gylfason skrifar Íslenzk spilling er nú almælt í öðrum löndum. Hvernig ætti annað að vera? Mikill fjöldi útlendinga hefur beðið stórfellt tjón af viðskiptum sínum við íslenzka banka og kallar á upplýsingar og uppgjör og engar refjar. Skaði erlendra lánardrottna bankanna, fjárfesta og annarra er nú talinn nema um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands. Við þá tölu þarf að bæta eignatjóninu, sem Íslendingar urðu sjálfir fyrir, þegar bankarnir hrundu, en það er nú metið á um tvöfalda landsframleiðslu. Fjárskaðinn allur er því nú talinn nema um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands eins og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lýst. Reynist þetta mat rétt, hefur ekkert bankahrun í samanlagðri hagsögu heimsins valdið öðru eins fjártjóni miðað við umfang þjóðarbúskaparins, og er þá ýmislegt enn ótalið, svo sem aukin skuldabyrði heimila og fyrirtækja af völdum hrunsins og ýmis kostnaður vegna uppgjörsins. Og þá er enn ótalið það, sem mestu skiptir: álitshnekkir landsins. Hann verður ekki metinn til fjár. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Hávamálum. Það getur tekið Ísland langan tíma að endurheimta glataðan orðstír og gagnkvæmt traust innan lands og utan. 19.11.2009 06:00
Nýr staður brýnn Menn segja nú þegar lífeyrissjóðir ætla að fjármagna risaframkvæmd Landspítalans í sunnanverðum Þingholtum að það sé of seint að huga að nýju staðarvali fyrir húsaflæmið. En það er ekki of seint: 18.11.2009 06:00
Meirihluti styður viðræðurnar Hreyfingin sem gengur undir því fallega nafni Heimssýn, er með sérstakari söfnuðum landsins. Þar er komið saman fólk sem á það eitt sameiginlegt að vera sammála um hvað það vill ekki. 17.11.2009 06:30
2005-siðferðið Sverrir Jakobsson skrifar Á dögunum skapaðist nokkur úlfaþytur þegar upp komst að fjármálastjóri KSÍ hefði týnt milljónum af kreditkorti sambandsins á strípiklúbbi í Sviss fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið var formaður KSÍ kallaður í viðtöl og hélt því fram að núna væru líklega breyttar aðstæður en árið 2005 hefði þetta þótt léttvægt. 17.11.2009 06:00
Þjóðin getur, vill og mun Halla Tómasdóttir skrifar Á Þjóðfundinum 2009 kom kraftur íslensku þjóðarinnar vel í ljós. Á fundinum kom skýrt fram að þjóðin getur, vill og mun ganga sameinuð og sterk til þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er með sameiginleg gildi að leiðarljósi. 16.11.2009 06:00
Krónan meira vandamál en stjórnendurnir Þorsteinn Pálsson skrifar Þegar sagt er að útflutningsgreinunum sé nauðsynlegt að búa við sveigjanlega mynt þýðir það á mæltu máli að stjórnvöld geti lækkað gengi krónunnar þegar þurfa þykir til að bæta samkeppnisstöðu þeirra. Þeir sem nú tala fyrir krónunni sem framtíðarmynt færa þessi rök helst fram fyrir máli sínu. 14.11.2009 11:56
Móðursýkin er í rénun Jón Kaldal skrifar Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sagði litla en merkilega sögu í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Hún fjallaði um hversu víða fréttir af meintum hörmungum á Íslandi hafa borist. Með henni tókst Hjálmari á einfaldan hátt að setja hlutina í upplýsandi samhengi. Gefum honum orðið: 14.11.2009 06:00
Ofvöxtur og bruðl Margrét Kristmannsdóttir skrifar Komandi fjárlög verða gríðarlega erfið enda stefnir aðlögunarþörf ríkissjóðs á árunum 2009-2011 í rúma 140 milljarða króna - 140 þúsund milljónir. Til að ná þessum halla niður hefur ríkisstjórnin ekki nema um tvennt að velja: að grípa til skattahækkana til að auka tekjur og niðurskurðar til að draga úr útgjöldum. Með Stöðugleikasáttmálanum náðist samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um hvernig skiptingu þessarar miklu byrðar skyldi háttað - en til að ná niður hallanum eiga skattahækkanir að standa undir 45 prósentum af heildarpakkanum en niðurskurður ríkisútgjalda undir 55 prósentum. Til að loka gati upp á 140 milljarða þurfa auknar tekjur því að vera rúmir 60 milljarðar á móti tæplega 80 milljörðum í niðurskurði. 13.11.2009 06:00
Nú andar suðrið Nú er sól og sumar í Suður-Afríku, sem býst til að halda heimsmeistarakeppni í knattspyrnu um hávetur í júlí 2010. Mótshaldið er talið munu kosta landið um tvo milljarða Bandaríkjadala vegna mannvirkjagerðar, svipaða fjárhæð og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi. Skattgreiðendur í Suður-Afríku eru innan við fjórar milljónir talsins, svo að hver og einn þarf að leggja meira en 500 dali að jafnaði til keppninnar. Ekki er vitað, hversu miklum tekjum ferðamenn og sala sjónvarpsréttinda munu skila upp í kostnaðinn, og ekki heldur, hversu vel nýir knattspyrnuvellir með áhorfendarými handa hundruðum þúsunda munu nýtast landinu að lokinni keppni. Suður-Afríkubúar virðast ekki setja það fyrir sig. Afríski boltinn er í sókn. 12.11.2009 06:00
Eigum við að ræða það eitthvað? Steinunn Stefánsdóttir skrifar Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hefur staðið í blóma undanfarin misseri. Að einhverju leyti er þjóðin enn að njóta afurða sem til var stofnað meðan betur áraði en nú. Í önnur verkefni hefur verið ráðist eftir hrun vegna þess að eftirspurnin er til staðar. 11.11.2009 06:00
Frjálshyggjan er fórnarlamb Jón Kaldal skrifar Eitt af fórnarlömbum kreppunnar er hugmyndafræðin sem er ýmist kölluð frjálshyggja eða nýfrjálshyggja. Til hennar vilja margir rekja rætur þeirrar óhamingju sem efnahagur landsins hefur ratað í. 10.11.2009 06:00
Einnig þér að kenna Jónína Michaelsdóttir skrifar Þegar vinkona mín ein var á fermingaraldri bar það eitt sinn við þegar hún kom í skólann, að vinkonur hennar létu sem þær sæju hana ekki. Þegar hún talaði við þær, sneru þær upp á sig og gengu í burtu. Henni þótti þetta í meira lagi furðulegt. Þessi samhenti stelpuhópur var alla jafna glaðvær og ófeiminn að tjá sig. Þar sem þessi stúlka vissi ekki upp á sig neinn ósóma og vinkonurnar virtu hana ekki viðlits, lét hún þær afskiptalausar og blandaði geði við önnur skólasystkini sín. Síðar kom í ljós að ein þeirra var yfir sig skotin í einum skólabróður þeirra, en hafði borist til eyrna að hann væri spenntur fyrir vinkonu minni. Stúlkan tók þetta nærri sér og vinkonurnar fóru í samúðarfýlu, sem birtist með þessum hætti. Vinkonu minni þótti þetta svo fáránlegt, að það tæki því ekki að vera að erfa það. 10.11.2009 06:00
Veikburða stjórnkerfi Þorkell Sigurlaugsson skrifar Svo virðist sem flestir landsmenn séu í mikilli óvissu með framtíðina og stöðugleika vantar í daglegu lífi fólks og fyrirtækja. Mikið óöryggi ríkir og margar sterkustu stoðir í þjóðfélaginu hafa veikst. Óvissa er um eignarhald fyrirtækja og nánast á hverjum degi koma upp stórfurðuleg mál hvort sem það eru barnalán eða afskriftir fullorðinna manna og fyrirtækja upp á tugi eða jafnvel hundruð milljarða króna. Einn bankinn gleymdi að bóka 139 milljarða. 9.11.2009 06:00
Berlínarmúrinn Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar Í dag eru tuttugu ár liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Og kalda stríðinu lauk. 9.11.2009 06:00
Gömlu íhaldsúrræðin Þorsteinn Pálsson skrifar Í pólitískum vopnaburði er meir skírskotað til hugmyndafræði en áður. Áhugavert er að að skoða hvort bilið milli stjórnmálaflokka í hugmyndafræðilegum skilningi hefur í raun breikkað. 7.11.2009 06:00
Brýn réttarbót Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Í vikunni var í þriðja sinn umræða á Alþingi um breytingar á kosningafyrirkomulagi: dómsmálaráðherrann mælti fyrir frumvörpum um bætt lýðræði í kosningum til sveitarstjórna og Alþingis. Kjósendur raði frambjóðendum þess lista sem þeir hyggjast kjósa. Umræðan er komin í gang í þriðja sinn á rétt sex mánuðum og enn geta sumir þingmenn ekki gert upp hug sinn. Það eru aum gagnrök að verði af séu prófkjörsmál sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í uppnámi. 6.11.2009 06:00
Tvö hundruð vesen Pawel Bartoszek skrifar Hlutir á Íslandi eru ekki verðlagðir í krónum. Þeir eru verðlagðir í veseni. Flestir Íslendingar fá laun greidd í krónum en verðtilfinningin byggist á veseni. Krónurnar eru tölurnar sem við sjáum í heimabankanum og á pósaafrifunum. Krónurnar þykir okkur ekkert sérlega vænt um. Vesenið á sér ýmis birtingarform, eitt er tími, annað eru gömlu kringlóttu málmskífurnar með sjávarfanginu. Þannig er það rangt að það kosti bara 280 krónur að fara í strætó og 80 krónur á tímann að leggja við stöðumæli niðri í bæ. Í hugum flestra kostar hvort tveggja einfaldlega heilmikið vesen. 6.11.2009 06:00
Saga frá Suður-Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar Þegar Nelson Mandela var kjörinn forseti Suður-Afríku 1994, einsetti hann sér að stilla til friðar milli hvíta minni hlutans í landinu og svarta meiri hlutans. Að loknum sigri Afríska þjóðarráðsins (AÞR), flokks Mandela, í frjálsum kosningum 1994 hefði AÞR með 63 prósent atkvæða á bak við sig getað myndað sterka meirihlutastjórn. Mandela og félagar hans kusu heldur að rétta fram sáttahönd og mynda stjórn með Þjóðarflokknum, sem fékk 20 prósent atkvæða. Þjóðarflokkurinn hafði náð völdum 1948 fyrir tilstilli lítils nasistaflokks og hafði æ síðan stjórnað landinu með harðri hendi og hafði meira að segja haldið úti dauðasveitum og sigað þeim á andstæðinga sína úr AÞR auk margvíslegra annarra glæpa og mannréttindabrota. Mandela gerði Willy de Klerk, formann Þjóðarflokksins, að varaforseta sínum, en de Klerk hafði unnið sér það til ágætis að bola P. W. Botha, forhertum, óhefluðum og heilsulausum forseta landsins og flokksbróður sínum, frá völdum og tekið við stjórn landsins af honum. De Klerk hafði ennfremur tekizt að telja flokksmenn sína og hvíta minni hlutann (tíu prósent af mannfjöldanum) á nauðsyn þess að afnema lögbannið gegn AÞR, leysa Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi og semja við AÞR um nýja stjórnarskrá. Þannig gátu kosningarnar 1994 farið fram í friði og spekt. Þjóðarflokkurinn hvarf úr stjórninni 1996 og lognaðist út af. 5.11.2009 06:00
Kaflaskil Jón Kaldal skrifar Þó að Alþingi eigi enn eftir að afgreiða lokaniðurstöðu Icesave er augljóst að umheimurinn álítur að málinu sé lokið. Fyrsta vísbendingin var endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í síðustu viku. Sú næsta var affrysting Evrópska fjárfestingarbankans á 30 milljarða króna láni til Orkuveitu Reykjavíkur, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Það lán var samþykkt fyrr á þessu ári en var fryst þegar leit út fyrir að Ísland ætlaði mögulega ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 3.11.2009 06:00
Hinir ókosnu Margt bendir til að áhugaverðir tímar í sögu lýðræðis á Íslandi fari nú í hönd. Ríkisstjórn Íslands sem starfar í umboði meirihluta þjóðarinnar sætir núna hótunum af hálfu stjórnenda Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem þjóðin hefur ekki kosið til neins. Svo langt gengur rimman að þessir aðilar sem ekki tala í nafni þjóðarinnar vilja ráða skattamálum á Íslandi en hóta annars skærum á vinnumarkaði; uppsögn hins svo kallaða „stöðugleikasáttmála". 3.11.2009 06:00
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun