Fleiri fréttir

La Vie en Rose frumsýnd á föstudaginn

Græna ljósið frumsýnir á föstudaginn kvikmyndina La vie en rose eftir Olivier Dahan í Regnboganum. Hér er á ferðinni stórbrotin frönsk mynd um litskrúðuga ævi Edith Piaf, sem hefur verið að slá öll met í Frakklandi nýverið og fengið glimrandi dóma gagnrýnenda.

Ragnar Bragason er sigurvegari Eddunnar

Ragnar Bragason leikstjóri kom sá og sigraði á Eddunni. Hann hlaut fern verðlaun. Kvikmynd hans, Foreldrar, hlaut alls sex verðlaun. Foreldrar var valin besta myndin og fékk verðlaun fyrir besta handrit. Ragnar fékk verðlaun fyrir leikstjórn. Ingvar E. Sigurðsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir voru valin leikari og leikkona ársins í aðalhlutverkum og Bergsteinn Björgólfsson fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku. Næturvaktin, sem Ragnar leikstýrir, hlaut tvenn verðlaun.

Kompás og Út og Suður eru frétta- og/eða viðtalsþættir ársins

Kompás og Út og Suður fengu sameiginlega Edduverðlaun í flokknum frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins. Kiljan, þáttur Egils Helgasonar, sem sýndur er á RÚV, hlaut verðlaun í flokknum menningar/lífstílsþáttur ársins. Gettu Betur var valinn skemmtiþáttur ársins.

...og fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir eru:

GameTV, Kompás, Næturvaktin, Stelpurnar og Venni Páer eru fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir samkvæmt kosningu almennings sem lauk klukkan fimm í dag á Vísi. Úr þessum hópi verður vinningshafinn valinn með símakosningu á meðan verðlaunaafhending Eddunnar 2007 fer fram á Hilton Hotel Nordica næstkomandi sunnudagskvöld.

Þorsteinn kynnir Edduna

Þorsteinn Guðmundsson leikari verður aðalkynnir Edduverðlaunanna 2007 sem fram fara á Hilton Reykjavik Nordica 11. nóvember. Þorsteinn var kynnir verðlaunanna árið 2005.

Aðsókn í bíó tók kipp

Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 64 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir