Fleiri fréttir

Fyrsta myndin eftir skilnaðinn
Hjartaknúsarinn Bradley Cooper mætti í fyrsta sinn á rauða dregilinn um helgina eftir að hann og leikkonan Zoe Saldana hættu saman rétt fyrir jól.

135 elskhugar á tíu árum
Karakterarnir í þáttaröðinni Friends voru duglegir við að finna og tapa ástinni þessi tíu ár sem þátturinn var í sjónvarpi. Nú er talið að karakterarnir sex hafi átt um það bil 135 elskhuga á þessu tíu ára tímabili.

Bólufreðinn Bieber - stjarnan fagnaði nýju ári með jónu
Orðstír söngvarans Justin Bieber hefur beðið hnekki eftir að hann sást reykja kannabis í nýársfögnuði. Það var bandaríska slúðurvefsíðan TMZ sem birti myndirnar.

Bubbi hættur á Facebook- reifst síðast við Egil
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er hættur á Facebook. Ekki er ljóst hversvegna þessi dáði tónlistarmaður hefur ákveðið að yfirgefa samskiptasíðuna, sem hefur raunar reynst þrautinni þyngri fyrir fjölmarga notendur Facebook sem treysta á samskiptamiðilinn þegar kemur að því að fylgjast með dægurumræðunni.


Sjöunda Búllan opnuð á Selfossi
Hamborgarabúlla Tómasar heldur áfram landvinningum sínum, nú við Eyraveginn á Selfossi.

Gylfi hélt uppi stuðinu
Nýársfögnuður borgarstjórnar fór fram með pompi og prakt um helgina. Gleðskapurinn fór fram á Höfða þar sem mátti meðal annars sjá Gísla Martein Baldursson og eiginkonu hans, Völu Ágústu Káradóttur, skemmta sér.

Halda í upprunann
Of Monsters and Men spiluðu fyrir fullu húsi á Faktorý þrjú kvöld í röð.

Fótboltastjarna í ástarsorg
Knattspyrnukappinn Mario Balotelli er vanur því að vingast við fjöldamargar fallegar konur. Nú er Mario hins vegar í ástarsorg eftir að kærasta hans, Tabby Brown sparkaði honum.

Þessi kann að gera hækjur heitar
Leikkonan glæsilega Andie McDowell vílaði ekki fyrir sér að mæta á hækjum á viðburð á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Hallmark í San Marino í Kaliforníu á föstudagskvöldið.

Ég sýni brjóstin næst
Vinalega leikkonan Courteney Cox er í óðaönn að kynna nýjustu seríuna af Cougar Town. Hún mætti galvösk í spjallþáttinn hjá Jay Leno fyrir stuttu og lofar að hún sýni brjóstin á sér meira í nýju seríunni.

Handtekinn!
Stórleikarinn Josh Brolin fagnaði áramótunum aðeins of mikið og var handtekinn rétt fyrir miðnætti á nýársdag í Santa Monica í Kaliforníu fyrir að vera ölvaður á almannafæri.

Fáklætt ofurpar
Stjörnuparið Julianne Hough og Ryan Seacrest skemmtu sér konunglega um helgina á St. Barts. Þessi 24ra ára leikkona og 38 ára Idol-kynnir dýfðu sér í sjóinn og hlógu dátt.

Siggi og Hanna slitu trúlofuninni
Dansparið Hanna Rún Óladóttir og Sigurður Þór Sigurðsson vakti verðskuldaða athygli í þáttunum Dans, dans, dans á Rúv í lok síðasta árs. Parið hefur dansað saman um áraraðir auk þess sem þau voru ástfangin upp fyrir haus og búin að trúlofa sig.

Mynd af Sting eftir sleðaferð
Haraldur G. Bender gaf okkur leyfi til að birta meðfylgjandi mynd af sér og tónlistarmanninum Sting. Hinsvegar vildi Haraldur, eða Halli eins og hann er kallaður, ekki tjá sig um staðsetningu því Sting vill fá að vera í friði á meðan hann dvelur hér á landi að sögn Halla. Halli skrifaði við myndbirtinguna af þeim tveimur: "Tveir þreyttir eftir góðan sleðarenning," sem segir okkur að þeir hafi notið sín saman á vélsleða. Fréttablaðið sagði frá því í vikunni að Sting væri staddur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonuTrudie Styler og börnum þeirra fjórum. Tvö þeirra á Sting úr fyrra hjónabandi en börnin eru á aldrinum 17 - 36 ára. Hópurinn eyddi áramótunum í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum og hafði ráðið sér þjón og kokk til að veislumaturinn væri sem frambærilegastur.

Star Wars-aðdáandi og kynbomba
Kynbomban og leikkonan Megan Fox er byrjuð á Twitter og byrjar vel. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún stofnaði reikning á samskiptasíðunni opinberaði hún að hún er mikill Star Wars-aðdáandi.

Stal senunni á rauða dreglinum
Leikkonan Kerry Washington var í einu orði sagt fantaflott þegar hún kynnti nýjustu mynd sína, Django Unchained í gær á Hassler-hótelinu í Róm á Ítalíu.

Fimm heilsuráð þjálfarans
Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir, eða Dammý eins og hún er kölluð, er master rehab þjálfari og krossfitþjálfari hjá Krossfit Iceland í World Class. Hún veit hvaða fimm atriði skipta máli þegar heilsan er annars vegar.

Í sleik við klámstjörnu
Leikarinn ærslafulli Charlie Sheen hefur sést mikið með klámmyndaleikkonunni Georgia Jones í Cabo San Lucas í Mexíkó síðustu daga. Þau hafa verið ansi innileg á götum úti og geta varla látið hvort annað í friði.

Ég deita ekki leikara
Leikkonan Jessica Chastain prýðir forsíðu tímaritsins InStyle UK og er vægast sagt óþekkjanleg á myndum inni í blaðinu. Hún er með mjög strangar stefnumótareglur - hún deitar ekki leikara.

Vill vera Steele
Leikkonan Krysten Ritter hefur verið orðuð við hlutverk Anastasiu Steele, söguhetju bókanna Fifty Shades of Grey, í kvikmynd sem byggð verður á bókinni. Ritter er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Jane Margolis í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad.

Kærastinn er besti vinurinn
Söngkonan Jennifer Lopez segir kærasta sinn, dansarann Casper Smart, vera sinn besta vin.

Sá hefur aldeilis breyst!
Jeremy Jackson ólst upp fyrir framan myndavélarnar sem sonur Davids Hasselhoffs í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þá var hann lítill og væskilslegur en það sama er ekki hægt að segja um hann í dag.

Ber að ofan og í fáránlegu formi
Stórleikarinn Sean Penn fagnaði áramótunum á Maui á Havaí. Hann spókaði sig um á ströndinni á nýja árinu og ráku margir upp stór augu.

Sjóðheit mamma
Leikkonan Jessica Alba er í fríi í Cabo San Lucas í Mexíkó með fjölskyldunni og er búin að nýta hvert tækifæri til að sóla tónaðan líkamann.

Nýr raunveruleikaþáttur í bígerð
Kim Kardashian og Kanye West hafa ákveðið að leyfa upptökuvélunum að fylgjast með meðgöngunni og væntanlegri fæðingu frumburðarins í raunveruleikaþætti sem skapaður verður í kringum stjörnurnar en þættirnir verða sýndir á sjónvarpsstöðinni E! sem sýnir að sama skapi vinsælan raunveruleikaþátt Kardashian fjölskyldunnar 'Keeping Up WIth The Kardashians'.

Ég er ekki ofbeldisfullur maður
Gunnar Nelson mun berjast við Bandaríkjamanninn Justin Edwards í London þann 16. febrúar. Þetta er annar bardagi Gunnars á skömmum tíma en hann lagði af velli DaMarques Johnson í frumraun sinni í UFC bardagakeppninni í lok september síðastliðinn.

Lopez leggur á borð
Jennifer Lopez, 43 ára, ber aldurinn vægast sagt mjög vel eins og sjá má á myndunum af henni í tímaritinu Bazaar. Í forsíðuviðtalinu viðurkennir Jennifer að hún pakki niður töskurnar sínar sjálf og að hún velur fötin sem hún klæðist alfarið sjálf.

Frægir fagna á nýárskvöld
Eins og sjá má á þessum skemmtilegu símamyndum var gleðin við völd á fyrsta kvöldi ársins á skemmtistaðnum Austur og Iðusölum. Systurnar Birna og Selma Björnsdætur,, Björk Eiðsdóttir ritstjóri, markaðsstjórinn og rithöfundurinn Tobba Marínós og kærastinn hennar, Kalli Baggalútur, stórsöngvarinn Garðar Thor og leikkonan Anna Svava, fyrirsætan Ásdís Rán, fjölmiðlastjörnurnar Logi Bergmann og Ívar Guðmunds skemmtu sér stórkostlega eins og sjá má.

Ætlar að missa 13 kíló árið 2013
Það var ekki fyrr en ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að ég væri sykurfíkill sem boltinn fór að rúlla. Ég veit ekki hversu oft ég hef ákveðið að taka mig á í matarræðinu en alltaf hefur það fallið um sjálft sig hraðar en mig óraði um.

Eldhúsið afhjúpað í kvöld
Þáttaröðin MasterChef Ísland snýr aftur á Stöð 2 í kvöld en serían hefur verið í jólafríi. Í kvöld ganga átta bestu áhugakokkarnir inn í MasterChef-eldhúsið - það stærsta í íslenskri sjónvarpssögu.

Slúðurkóngur fjallar um Björk og Blævi
Slúðurkóngurinn Perez Hilton fjallar um baráttu Bjarkar Eiðsdóttur og Blævar dóttur hennar til þess að sú síðarnefnda fái að skrá nafn sitt í Þjóðskrá. Hann vísar til orða Bjarkar þess efnis að hún hafi sagt að hún hafi ekki haft hugmynd um að hún væri að brjóta lögin þegar hún ákvað að nefna dóttur sína Blæ. Síðan furðar Hilton sig á því að hér á Íslandi skuli vera mannanafnaskrá. Perez Hilton er ekki eini maðurinn til að fjalla um þetta því að þær mæðgur urðu heimsfrægar í gær þegar fjölmiðlar víðsvegar um heim fóru að fjalla um baráttu þeirra.

Ofurfyrirsæta í leðurbuxum
Ísraelska fyrirsætan Bar Refaeli fagnaði nýja árinu á heimaslóðum í Tel Aviv. Bar skellti sér auðvitað á djammið með vinkonu sinni Valentinu Micchetti.


Berndsen verður bráðum pabbi
Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen og Guðrún Harðardóttir eiga von á barni. Davíð hefur gert það mjög gott í tónlistinni hér á landi. Athygli vakti þegar Guðrún birti ...

Kynbombur í kápum
Leikkonan Jessica Alba og söngkonan Fergie eru afar eftirsóttar í stjörnuheiminum. Þær kunna að klæða sig eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Vinslit hjá Ívari Guðmunds og Arnari Grant
"Þetta er nú ekki neitt, neitt. Svona mál geta nú alltaf komið upp," segir Ívar í samtali við tímaritið Séð og heyrt spurður út í vináttu hans og Arnars Grant en þessir þekktu viðskiptafélagar og vinir talast varla við lengur og vita kunningjar þeirra varla hvaðan á þá stendur veðrið eins og segir í tímaritinu. Arnar neitaði alfarið að tjá sig um málið og Ívar var heldur stuttorður þegar hann var inntur eftir viðbrögðum.

Obbosí! Sést í bossa!
Jersey Shore-stjarnan Jennifer “JWoww” Farley sér örugglega eftir því núna að hafa verið í alltof stuttum glimmerkjól á gamlárskvöld. Hún sá um sérstakan gamlárskvöldsþátt MTV ásamt vinkonu sinni Snooki.

Stjörnurnar eyddu áramótunum á ströndinni
Lífstíll fræga og ríka fólksins er ekki af verri endanum en fjöldi frægra Hollywood stjarna ákvað að leggja leið sína í frí á framandi slóðir yfir hátíðarnar.

Ræðir kílóamissi í glanstímariti
Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian, 33 ára, prýðir forsíðu Us Weekly aðeins sex mánuðum eftir að hún eignaðist sitt annað barn, stúlkuna Penelope sem fæddist 8. júlí síðastliðinn. Hún hefur lést um 19 kg síðan hún var ólétt að eigin sögn. Fyrir á hún 3 ára soninn Mason með sambýlismanni sínum Scott Disick.

Komin með alveg upp í kok af þessu samfélagi
"Ókei shit ég get þetta ekki lengur. Ég er komin með alveg mikið meira en upp í kok af þessu samfélagi, þessum heimi sem við lifum í og þessum óraunhæfu staðalímyndum sem við eigum að líkjast! Ég er komin með nóg að því að líða illa yfir líkama mínum afþví að ég er ekki með grönn læri, af því ég er ekki með grannt andlit og af því ég er ekki með einhvern fullkominn sléttan maga! Af hverju á mér að líða illa yfir því? Af hverju fynnst mér stanslaust eins og ég þurfi að svelta mig til að líða vel? Af hverju má ég ekki vera flott og fín nákvæmlega eins og ég er? Ég er alls ekki að stuðla til þess að lifa óheilbrigðum lífsstíl eða þá að sé í lagi að borða óhollt eins og svín og lifa bara fyrir framan sjónvarpið. Auðvitað borða ég að mestu hollan mat og hreyfi mig reglulega en því miður er ég bara ekki ein af þeim með fullkominn maga. En enn og aftur, hver ákveður hvað er fullkominn magi? Afhverju getur minn magi ekki alveg eins verið fullkominn? Og þó enginn sé að segja mér að ég þurfi að grennast eða taka mig á eða eitthvað, þá líður mér eins og ég sé undir stöðugri pressu, að ég þurfi að vera með flatan maga. Eins og mér á ekki að þurfa að líða illa yfir því að fara í sund með vinum mínum! Ég ákvað því að mín áramótaheit skyldu verða að vera ánægð og stolt af líkama mínum hvernig sem hann er þó eg ætli að demba mér líka í gott átak. Þess vegna ætla ég að setja þessa mynd af mínum maga hérna inná og auk þess vera ómáluð og með ekkert filter og bara vera stolt af því! Haha varð bara að koma þessu út. Takk fyrir að lesa ef þú nenntir því og ég hvet þig til að vera ánægð/ur með sjálfan þig sama hvernig þú ert! :) ást og friður," skrifar Helga María Helgadóttir 14 ára á Facebooksíðuna sína. Lífið hafði samband við Helgu og bað hana um leyfi til að birta þessa frábæru hugleiðingu og forvitnaðist í leiðinni um viðbrögð vina hennar við pistlinum. "Þau hafa verið alveg æðisleg. Ég hef ekki fengið neitt annað en svo flott skilaboð hérna á Facebook og ég hefði aldrei trúað því hvað fólk er yndælt. Ég hef séð reyndar eitt og eitt skítakomment en bjóst alveg við því og læt það ekkert á mig hafa," segir Helga.

Nennir ekki lengur að telja húðflúrin
Friðrik Jónsson er húðflúraðasti maður Eskifjarðar. Hann hefur ekki hugmynd um hvað húðflúrin eru orðin mörg og nennir ekki lengur að telja.

Engin morgunógleði hér
Heimspressan logaði þegar Kanye West og Kim Kardashian tilkynntu að þau ættu von á barni daginn fyrir gamlársdag. Meðganga Kim hefur gengið mjög vel hingað til.

Ég er ekki kynþokkafull
Leikkonan Anne Hathaway hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Les Misérables sem frumsýnd verður á Íslandi á næstunni. Hún hefur þó oft glímt við ímyndarvandræði og finnst leiðinlegt að hún sé ekki álitin svöl.

Rekinn út af næturklúbbi á gamlárs
Nick Loeb, unnusti Modern Family-bombunnar Sofiu Vergara, var hent út af næturklúbbi í Miami eftir að skötuhjúin rifust heiftarlega á gamlárskvöld.