Fleiri fréttir

Ef þú varst ekki þarna fylgist þú einfaldlega ekki með

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Reykjavík Fashion Festival sem var haldið í Hafnarhúsinu í gærkvöldi þar sem allir helstu tískuhönnuðir landsins komu saman og sýndu hönnun sína. Jón Gnarr borgarstjóri opnaði hátíðina prúðbúinn með rauðan varalit og hélt tilfinningaþrungna ræðu um mikilvægi tísku og varalits. Þá hylltu gestir hönnuðina með hrópum og miklu klappi í lok hverrar sýningar en það var Margeir sem sá um tónlistina við tískusýningarnar.

Taylor kveður með stæl

Elizabeth Taylor virðist ætla að kveðja með stæl. Hún skilur eftir sig slóð leyndarmála og auðæva og það má búast við hörðum deilum erfingja um hver hljóti allt góssið.

Er ekki kominn tími til að eiginmaðurinn vaski upp?

Halldóra Helga Valdimarsdóttir saumakennari ákvað að fjárfesta í saumavél og hefur undanfarið nýtt barneignarfríið í að sauma falleg barnateppi úr mjúku flísefni og það sem meira er er að hún sérmerkir viskustykki meðal annars fyrir eiginmenn sem eru latir við að vaska upp á heimilinu. Hér má skoða síðu Halldóru á Facebook sem hún kallar Smekkfólk en þar selur hún einnig handgerð snuddubönd og handklæði.

Mottur í massavís á Boston

Hin árlega Tom Selleck-mottukeppni var haldin á skemmtistaðnum Boston á miðvikudaginn var. Samkeppnin var hörð en Friðrik Ingvar Ingimundarson bar sigur úr býtum en Styrmir Guðmundsson hreppti annað sætið. Útvarpsmaðurinn knái, Andri Freyr Viðarsson, var kynnir kvöldsins og sá um að halda uppi fjörinu á milli atriða.

Ævintýri að spila með Allen

Samúel Jón Samúelsson er mjög spenntur fyrir tónleikum Stórsveitar sinnar og nígeríska trommuleikarans Tony Allen. Þeir hittust fyrst á klúbbi í London og hafa verið í sambandi síðan.

Brestir í sambandinu

Leikararnir Sean Penn og Scarlett Johansson hafa verið að stinga saman nefjum um nokkurt skeið. Tímaritið The Enquirer heldur því fram að Penn sé þó orðinn svo stjórnsamur að Johansson þoli ekki lengur við.

Travolta sem Gotti

John Travolta hefur samþykkt að leika hinn alræmda glæpaforingja John Gotti í nýrri kvikmynd um ævi hans. Travolta hefur verið orðaður við hlutverkið í dálítinn tíma og stutt er síðan fregnir bárust af fundi hans og Johns Gotti yngri. Hann hefur lagt blessun sína yfir aðild Travolta að myndinni, rétt eins og systir hans Victoria. Myndin heitir Gotti: Three Generations og leikstjóri verður Nick Cassavetes. Travolta lék síðast í hasarmyndinni From Paris With Love þar sem Jonathan Rhys Meyer lék á móti honum.

Hrósar mömmu

Leikkonan Kate Hudson segist varla eiga orð yfir ágæti móður sinnar, Goldie Hawn, í viðtali við Daily Express. „Móðir mín lítur frábærlega út og er í rosalega formi miðað við aldur. Hún er að verða 65 ára og samt í betra formi en ég,“ segir Hudson en hún á von á sínu öðru barni með söngvara Muse, Matt Bellamy. „Ég er viss um að mamma á eftir að lifa lengur en við öll með þessu áframhaldi enda lítur hún betur út með hverju árinu.“

Murray sem Roosevelt

Leikarinn Bill Murray ætlar að túlka 32. forseta Bandaríkjanna, Franklin Delano Roosevelt, í nýrri kvikmynd sem er í bígerð.

Hringlaus Bretaprins

Nú styttist óðum í hið konunglega brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Tímaritið People hefur þó heimildir fyrir því að hinn tilvonandi brúðgumi neiti að bera hring á fingri.

Tvær myndir um Þyrnirós í bígerð

Hailee Steinfeld, sem sló eftirminnilega í gegn í Coen-vestranum True Grit, hefur verið ráðin til að leika Þyrnirós í nýrri Hollywood-kvikmynd. Ekki er búið að ráða leikstjóra myndarinnar en búast má við því að myndin verði fokdýr og stefnt verði að því að setja aðsóknarmet. Samkvæmt fyrstu fréttum segir myndin frá því þegar Þyrnirós er flutt yfir í furðulegan heim drauma sem vonda stjúpan stendur fyrir.

Góðir gestir á frumsýningu

Gamanmyndin Kurteist fólk í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar var frumsýnd í Laugarásbíói á miðvikudagskvöld. Góðir gestir mættu á sýninguna, sem heppnaðist einkar vel.

Sænskir blaðamenn bítast um hlutverk

Fréttamenn sænska ríkissjónvarpsins bítast nú innbyrðis um lítið aukahlutverk í amerísku útgáfunni af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. Um 100 blaðamenn SVT sóttu um að komast á hvíta tjaldið og láta ljós sitt skína en aðstandendur myndarinnar bjuggust ekki við svo góðum viðtökum.

Sólóferill Friðriks fær fljúgandi start

"Þetta gekk alveg eins og í lygasögu,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri.

Bæ bæ vöðvabólga og stífar axlir

Jóhanna Karlsdóttir og Þórunn Unnarsdóttir hot jóga kennarar í Sporthúsinu segja í meðfylgjandi myndskeiði frá íþróttinni. Þá sýna þær einnig nokkrar auðveldar teygjuæfingar sem hjálpa til við að losa um stífar axlir og streituna sem á það til að myndast í hálsi, öxlum og niður hrygginn við langa setu fyrir framan tölvuskjá.

Sumar geirvörtur eru óþekkari en aðrar

Úkraínska fyrirsætan og leikkonan Milla Jovovich, 36 ára, vakti óskipta athygli nærstaddra þegar hún mættí í 80 ára afmælisveislu Mikhail Gorbachev sem haldin var í Royal Albert Hall í London í fyrradag þegar hægri geirvartan hennar stal óvænt senunni eins og meðfylgjandi myndir sýna greinilega. Leikararnir Kevin Spacey og Sharon Stone stjórnuðu afmælisveislunni en á meðal gesta voru Arnold Schwarzenegger og Lech Walesa. Burtséð frá geirvörtunni var Milla stórglæsileg.

Var nær dauða en lífi eftir fósturmissinn

Breska söngkonan Lily Allen hefur nú tjáð sig um veikindi sín, en hún missti fóstur í nóvember í fyrra sökum blóðeitrunar. Í heimildarmynd sem gerð var um söngkonuna segist hún hafa legið á milli heims og helju vegna veikindanna.

Þessu liði leiddist greinilega ekki

Fyrra undanúrslitakvöldið í keppninni um Trúbador FM957 2011 í samvinnu við Corona fór fram á skemmtistaðnum Players í gærkvöldi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá var stemningin gríðarlega góð og var fólk greinilega komið til að hlusta á góða tónlist og skemmta sér vel.

Fyndnasti Verzlingurinn fær tækifæri

„Hjólin eru farin að snúast,“ segir Margrét Björnsdóttir, nemandi í Verzlunarskóla Íslands. Margrét vann keppnina fyndnasti Verzlingurinn í síðustu viku.

Steindi frumsýnir fyrirsætuna Særúnu Ósk

Næstkomandi fimmtudag hefur göngu sína á Stöð 2 sú þáttaröð sem margir Íslendingar eru bíða spenntastir eftir að sjá þetta árið, Steindinn okkar 2. Steindi sló rækilega í gegn í síðustu þáttaröð og hefur það litla sem sést hefur af nýju þáttunum lofað góðu.

Fór í alþjóðlegar vinnubúðir til Búdapest

„Ég fékk mjög mikið út úr þessari ferð og tek mikinn lærdóm með mér aftur heim,“ segir Frosti Jón „Gringo“ Runólfsson kvikmyndagerðamaður en hann er nýkominn til landsins eftir átta daga dvöl í alþjóðlegum vinnubúðum kvikmyndagerðarmanna í Búdapest, sem nefnast Moving Districts.

Britney Spears kærð

Fyrirtækið Brand Sense Partners hefur kært Britney Spears og Jamie, föður hennar, fyrir samningsbrot.

Ásgeir stofnar Kolb Entertainment

„Þetta er bara fyrirtæki sem á að vera notað í kringum þann rekstur sem ég er í. Nafnið er síðan náttúrlega snilld,“ segir Ásgeir Kolbeinsson um nýstofnað fyrirtæki sitt, Kolb Entertainment.

Alvarlegt samband

Leikkonan Scarlett Johansson mætti með Sean Penn upp á arminn í brúðkaup Reese Witherspoon og Jim Toth í síðustu viku og þykir það sanna að parið sé sannarlega miklu meira en aðeins vinir.

Sjá næstu 50 fréttir