Fleiri fréttir

George Michael viðurkennir fíkniefnanotkun

Breski poppsöngvarinn George Michael hefur viðurkennt að hann hafi haft fíkniefni í fórum sínum þegar hann var handtekinn í Lundúnum aðfaranótt sunnudagsins í annarlegu ástandi. Söngvarinn viðurkenndi þetta í gær eftir að bresk blöð greindu frá málinu án þess að staðfesting lögreglu lægi fyrir.

George Michael handtekinn vegna gruns um fíkniefnanotkun

Poppsöngvarinn George Michael var handtekinn vegna gruns um fíkniefnanotkun um helgina. Þetta kemur fram í götublaðinu Sun. Þar segir að söngvarinn hafi fundist í annarlegu ástandi í bíl sínum í Lundúnum snemma á laugardagsmorgun og verið handtekinn vegna gruns um að hafa fíkniefni í fórum sínum.

Vor í lofti í Grasagarðinum

Þar spretta laukar, þar gala gaukar og þar fara trén með ljóð fyrir gesti og gangandi. Grasagarðurinn tekur nú í fyrsta skipti þátt í Vetrarhátíð og Safnanótt og skartar sínu fegursta í tilefni af því.

Óvenjulegt listaverk

Listaverkið „Áfangastaður“ eftir Finn Arnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í anddyri nýja Samskipahússins í gær en það var unnið sérstaklega fyrir félagið með þessa staðsetningu í huga.

Ókeypis háhraða nettenging á veitinga- og kaffihúsum

Notkun á Heitum reitum, þráðlausri nettengingu á veitingastöðum og kaffihúsum, frá Og Vodafone hefur vaxið verulega síðustu mánuði. Sótt gagnamagn á þeim stöðum sem bjóða þráðlausa háhraðarengingu frá Og Vodafone hefur aukist um 40% á hálfu ári, frá því í ágúst 2005 til lok janúar á þessu ári.

Rannsókn á draumum íslendinga

Draumar íslendinga verða brotnir til mergjar í Háskóla Íslands í dag þegar Adriënne Heijnen, doktor í mannfræði frá Háskólanum í Árósum, heldur fyrirlestur um vettvangsrannsókn sem hún framkvæmdi í Hrunamannahreppi, Reykjavík og á Akureyri á árunum 1994-2000.

Íturvaxinn köttur í Kína

Allir vita að kettir njóta þess að taka lífinu með ró. Sumir taka því þó rólegar en aðrir. Kisi nokkur á heima í kínversku borginni Quingdao og hann vegur hvorki meira né minna en fimmtán kíló.

Barnaníðingar á netinu

Býr barnaníðingur í næsta húsi við þig? Það gæti verið. Samkvæmt könnun Kompáss er verulegur áhugi fullorðinna karlmanna á kynlífi með börnum yngri en fjórtán ára. Kompás fjallar um þetta samfélagsmein, þar sem fullorðnir karlmenn reyna eftir ýmsum leiðum að tæla til sín unglinga í gegnum Netið. Kompás egndi gildru fyrir nokkra þeirra og fylgdist með þeim ganga rakleitt í hana.

Hefnir sonurinn fyrir ófarir föður síns?

Önnur viðureignin í 16 manna úrslitum í Meistaranum fer fram í kvöld, fimmtudag kl. 20:05. Þá mætir aftur til leiks Haukur Harðarsson viðskiptafræðingur, sem lagði Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla í fyrstu umferð. Og svo skemmtilega vill til að nú mætir Haukur syni Helga, Jónasi Erni Helgasyni, tvítugum verkfræðinema, sem sat hjá í fyrstu umferð.

Snorri Sigurðsson fyrstur í átta manna úrslitin

Snorri lagði Önnu Pálu Sverrisdóttur lögfræðinema í æsispennandi viðureign, þar sem sviptingar voru í meira lagi. Á tímabili leit úr fyrir að Anna Pála myndi fara með sigur af hólmi en á endanum tók hún einum og mikla áhættu, sem varð henni loks að falli.

Líffræðiaðjúnktinn ungi mætir nú laganemanum

Í fyrstu viðureign 16 manna úrslita mætir aftur til leiks ein af stjörnum fyrstu umferðar, Snorri Sigurðsson, 24 ára gamall aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskóla Íslands og etur nú kappi við Önnu Pálu Sverrisdóttur laganema og fyrrum keppanda úr Gettu betur, en hún sat hjá í fyrstu umferð.

Sirrý í Ísland í bítið

Sigríður Arnardóttir - Sirrý - hefur verið ráðin til starfa hjá 365 miðlum og tekur við umsjón morgunþáttarins Ísland í bítið á NFS og Stöð 2 ásamt Heimi Karlssyni. Sigríður, sem á að baki langan og farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, birtist fyrst á skjánum við hlið Heims í næstu viku, nánar tiltekið á föstudaginn 17. febrúar.

Gala-kvöld eftir gagngerar endurbætur

Fjölmenni mætti á opnunarhátíð í Þrastalundi í Grímsnesi um helgina þegar staðurinn var opnaður með formlegum hætti eftir miklar breytingar. Garðar Kjartansson, gjarnan kenndur við skemmtistaðinn NASA, tók við rekstri staðarins á síðasta ári og hefur staðurinn fengið mikla andlitlsyftingu.

Viðskiptafræðingurinn lagði skólastjórann

Haukur Harðarson komst áfram í aðra umferð Meistarans, spurningaþáttarins sem sýndur er á Stöð 2 á fimmtudögum, í sjöttu og síðustu viðureign fyrstu umferðar sem fram fór í gærkvöld. Haukur, sem er viðskiptafræðingur að mennt, lagði Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla í Grafarvogi. Viðureignin var hnífjöfn og hörkuspennandi framan af en undir lokin tók Haukur afgerandi forystu og lokatölur urðu 13-6.

Skólastjórinn mætir viðskiptafræðingnum

Í síðustu viðureign fyrstu umferðar í spurningaþættinum Meistaranum, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mætast Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla í Grafarvogi og Haukur Harðarson viðskiptafræðingur.

Sjá næstu 50 fréttir