Fleiri fréttir

Fer langt á spilagleðinni

Fyrsta platan þeirra, sem heitir Pretty Red Dress. Misjöfn plata frá efnilegri hljómsveit.

Sölvi og Tiny frumsýna fyrsta myndband Halleluwah

Tvíeykið Halleluwah, þeir Sölvi Blöndal og Tiny, frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið K2R. Sölvi og Tiny, sem heitir réttu nafni Egill Ólafur Thorarensen, eru því komnir á fullt undir merkjum Halleluwah en nú eru einmitt um níu ár síðan þeir hófu fyrst samstarf undir merkjum Quarashi.

Blái augnskugginn er kominn aftur

Eflaust héldu margir að blái augnskugginn myndi seint snúa aftur en sú er nú ekki raunin því hann er það heitasta á tískupöllunum um þessar mundir. Glansáferðin er reyndar ekki sú sama og áður var og stíllinn aðeins klassískari. Eins og sjá má hér er hann notaður sem breiður eyliner og er ekki hægt að segja annað en að hann komi vel út, eða hvað finnst þér?

Upplifði öld öfganna

Hobsbawm var 95 ára þegar hann lést. Hann var virkur höfundur fram á síðustu ár ævi sinnar. Einungis tvö ár eru síðan gaf hann út bókina How to Change the World þar sem hann færir rök fyrir gildi þess að þekkja og lesa kenningar Marx.

Með hermannalúkkið á hreinu

Poppprinsessan Rihanna tók sig vel út á LAX-flugvelli í Los Angeles á sunnudaginn í vígalegum klæðnaði sem minnti á hermannaklæði.

Tónlist, uppvask og tíska í New York

"Við spiluðum á alls konar klúbbum og börum í borginni og vorum alveg rosalega bókaðir, yfirleitt vorum við með upp í þrjú gigg í viku og þegar aðsóknin var góð vorum við að fá 200 dollara fyrir kvöldið,“ segir hinn 18 ára gamli Gunnar Ágúst Thoroddsen, gítarleikari hljómsveitarinnar Icarus.

"Næntís”-nostalgía á Gauknum

Til stendur að halda tónleika með gömlum íslenskum gruggsveitum frá tíunda áratugnum á Gamla Gauknum um miðjan desember. Staðfestar hafa verið Bone China, Dos Pilas, Quicksand Jesus, In Bloom og Dead Sea Apple.

Ferðast um Bandaríkin

Tilgangur ferðarinnar er að kynna Sudden Weather Change fyrir bandarískum tónlistariðnaði í von um að hljómsveitin komist á plötusamning þar í landi.

Kostaði innan við tíu milljónir

"Við erum virkilega ánægðir miðað við peningana sem við vorum með í höndunum. Þetta er fyrsta alvöru hasarmynd Íslandssögunnar,“ segir Huginn Þór Grétarsson, meðframleiðandi og einn af leikurunum í Blóðhefnd.

Giftu sig í laumi

Kings of Leon-rokkarinn Jared Followill gekk að eiga fyrirsætuna Mörthu Patterson um helgina við litla athöfn í Charlotte í Tennessee.

Á djamminu með mömmu

Ofurfyrirsætan Kate Moss bauð móður sinni, Lindu Rosinu, með sér á tónleika með Geroge Michael í Royal Albert Hall á laugardagskvöldið. Eiginmaður Kate, Jamie Hince, fékk líka að fljóta með.

Jessica Alba fór út að borða með fjölskyldunni

Jessica Alba var heldur hefðbundnari en venjulega í klæðaburði á sunnudaginn þegar hún snæddi hádegisverð með fjölskyldunni sinni. Dæturnar Honor og Haven voru að sjálfsögðu með í för og virtist líka maturinn á Newsroom Cafe vel. Kvöldið áður hafði Alba fangað augu allra ljósmyndara þegar hún mætti á rauðan dregil umhverfisverðlaunahátíðina á Environmental Media Awards sem haldin var í Burbank í Kaliforníu í afar huggulegu svart hvítri buxnadragt. Það virðist því vera nóg að gera hjá stjörnunni því um þessar mundir undirbýr hún sig fyrir tökur á Sin City 2. Aðdáendur hennar mega því eiga von á að háralitur hennar lýsist talsvert á næstu misserum.

Hluti af eðlilegum vinnudegi að hoppa úr fallhlíf

Flest höfum við atvinnu af því að sitja fyrir framan tölvu eða gera eitthvað álíka miður æsilegt. Þeir eru þó til sem eru svo lánsamir að þiggja laun fyrir öllu meira spennandi hluti. Tveir slíkir menn segja Ísland algjört ævintýraland fyrir ofurhuga. Mitch Corbett brimbrettakappi og ofurhuginn Matthias Giraud glímdu við miklar raunir á Íslandi hér um helgina en hjá þeim er það allt hluti af eðlilegum vinnudegi. Ísland í dag hitti þá félaga að máli og hægt er að horfa á myndskeiðið með því að smella á hlekkinn "Horfa á myndskeið með frétt“.

Paul McCartney stoltur af stelpunni sinni

Paul McCartney sást mæta til tískusýningar á tískuvikunni í París á dögunum. Það var engin önnur en dóttir hans Stella McCartney sem var að sýna vor og sumarlínuna fyrir næsta ár.

Hjólafólk fagnar með stæl

Um helgina opnaði hjólreiðaverslunin Kría hjól í nýju og glæsilegu húsnæði að Grandagarði 7. Kría er löngu landsþekkt fyrir sérsmíðuðu hjólin sem setja litríkan svip á stræti og torg og bera eigendum sínum persónulegt...

Styttist í förðunarlínu frá Kardashian systrum

Það er óhætt að segja að þær kunni að fara förðunarburstunum um andlit sín þær Kim, Khloe og Kourtney Kardashian og nú loksins er komið að því sem margir aðdáendur þeirra hafa beðið eftir, að systurnar gefi út sína eigin förðunarlínu.

Komin með nóg af megrunarkjaftæði

Söngkonan Christina Aguilera ræðir opinskátt um eigin líkamsþyngd í Bollboard tímaritinu. Hún hefur fengið sig fullsadda af því að vera horaða stelpan sem hún var þegar hún kynnti plötuna sína Stripped fyrir tíu árum. Hún er búin að fá sig fullsadda á þessari þvælu....

Kutcher og Moore voru ekki löglega gift

Nú hafa spurningar vaknað um það hvers vegna þau Ashton Kutcher og Demi Moore hafa ekki enn gengið frá skilnaðarpappírum sínum. Einkum og sér í lagi hlýtur nýja kærstan Mila Kunis að spyrja sig slíkra spurninga. Svarið er hins vegar það að parið var í raun aldrei löglega gift heldur héldu þau aðeins táknræna veislu í anda Kabbalah 2005.

Konum kippt úr Ikea bæklingum

Ikea bæklingurinn lítur svipað út á flestum stöðum í heiminum. Að Saudi-Arabíu undanskilinni. Þar hafa konur og stúlkubörn verið fjarlægðar úr myndbæklingi verslunarinnar. Meira að segja kvenkyns hönnuður hefur verið fjarlægður úr blaðinu. En eins og flestir vita eru reglur Saudi-Arabíu ákaflega strangar í garð kvenna þar sem þær mega hvorki aka bifreiðum né ganga einar úti á götu.

Gwyneth Paltrow fer hamförum í búðunum

Gwyneth Paltrow fór hamförum í búðunum um helgina en leikkonan er stödd á Ítalíu. Sást Paltrow þræða hverja verslunina á fætur annarri en eflaust er það partur af afmælinu hennar að gleðja fataskápinn en leikkonan fagnaði fertugsafmæli sínu þann 27. september síðastliðinn.

Justin Bieber ældi á tónleikum

Átján ára söngvarinn Justin Bieber sneri baki í áhorfendur á laugardaginn var þegar hann flutti lagið Out of Town Girl í Arisona. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði ældi stjarnan á sviðið og hélt áfram með atriðið eins og ekkert hefði í skorist. Justin spurði þó áhorfendur í kjölarið: "Elskið þið mig þó ég hafi ælt á sviðið?" Þá setti hann eftirfarandi skilaboð á Twitter síðuna sína daginn eftir: "Er að ná mér eftir gærdaginn!!! Mjólkin var slæmt val!"

Jessica Alba geislaði á rauða dreglinum

Það er ekki hægt að segja annað en að leikkonan Jessica Alba sé glæsileg fyrirmynd í flesta staði en hún er mikill náttúruverndarsinni og er dugleg að leggja góðum málefnum lið. Leikkonan mætti einmitt á rauða dregilinn um helgina á umhverfisverðlaunahátíðina Environmental Media Awards sem haldin var í Burbank í Kaliforníu.

Katie Holmes afslöppuð og glöð

Katie Holmes naut lífsins með dóttur sinni Suri í New York um helgina en þar eru þær einmitt búsettar um þessar mundir. Sáust þær meðal annars á Starbucks þar sem þær náður sér í kaffi og fleiri drykki.

Barnshafandi Hollywoodstjarna

Leikkonan Malin Akerman á von á barni með eiginmanni sínum til fimm ára, Roberto Zincone. Fjölmiðlafulltrúi leikkonunnar staðfesti fréttirnar á föstudaginn ...

Victoria Beckham og börn

Victoria Beckham, 38 ára, fylgdist með syni sínum, Romeo, spila fótbolta í Los Angeles á laugardaginn var eins og sjá má í myndasafninu. Með henni...

Skemmtileg hliðarspor Susanne Bier

Ljúfsár og bráðskemmtileg mynd, þrátt fyrir nokkuð fyrirsjáanlegan söguþráð. Susanne Bier tekst vel upp í þessu létta hliðarspori.

Margir í Meistaramánuði

Meistaramánuðurinn hefst í dag, fólk ætlar að nýta mánuðinn í að uppfylla allskyns markmið.

Bráðskemmtilegur túr

Fyndnasti maður Svíþjóðar ber nafn með rentu og stóð sig frábærlega í Þjóðleikhúskjallaranum.

Sjá næstu 50 fréttir