Fleiri fréttir

Spennandi hönnun í Sautján

Moss nefnist nýtt merki sem verður fáanlegt í Gallerí 17 í Kringlunni. Um er að ræða íslenskt hönnunarteymi sem samanstendur af fólki sem hefur unnið saman í verslunum 17.

Út á guð og gaddinn

Bareigendur í Reykjavík segjast margir uggandi yfir komandi reykingabanni. Meðan einhverjir hyggjast fjárfesta í hitalömpum og byggja einhvers konar skjólveggi utandyra hafa aðrir ekki tök á slíku og telja það einnig vafasamt að þeir muni fá slíka aðstöðu samþykkta, til að mynda með tilliti til reglugerða um hávaða.

Ekki lengur tilraun heldur bíó

Það hlýtur að teljast nokkuð sjaldgæft í íslenskri kvikmyndasögu að fólk taki sig saman, fjármagni og taki heila bíómynd á fjórum mánuðum. Aðstandendur Sveitabrúðkaups eru enda mikið bjartsýnisfólk. Kristrún Heiða Hauks­dóttir hitti ValdísiÓskarsdóttur, konuna sem sparkaði boltanum af stað.

Ítölsk fágun

Hönnuðurinn Alberta Ferretti er stórt nafn í tískuheiminum í dag. Hún er talin einn frumlegasti hönnuður Ítala og er fræg fyrir að skapa þægileg en að sama skapi íburðarmikil föt. Hún notar dýr og fáguð efni til að skapa stíl sem er í senn klæðilegur, mjúkur og kvenlegur. Með því að blanda saman rómantík og þægindum hefur hún fest sig í sessi sem ein áhrifamesta kona á Ítalíu í dag, og merkið hennar Philosophy veltir milljörðum á ári hverju

Mótvægi við Bandaríkin

Í fjórðu grein sinni í Fréttablaðinu veltir Mikhaíl Gorbatsjov því fyrir sér hvort nýju „risaríkin“ fjögur, Brasilía, Rússland, Indland og Kína, geti haft taumhald á Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi.

Paris Hilton ætlar í fangelsi með stæl

Her stílista, hárgreiðslufólks og förðunarfræðinga mun sjá um það að Paris Hilton verði eins glæsileg og hægt er á myndunum sem verða teknar af henni á leið í fangelsið.

Knútur er hættur að vera krútt

Knútur er ekki krútt lengur. Ísbjarnarhúnninn frægi, sem brætt hefur hjörtu gesta í Berlínardýragarðinum er að verða fullorðinn. Beittar tennur, sterkbyggður skrokkur og gulur og tjásulegur feldur eru fylgifiskar þess að fullorðnast. Að minnsta kosti ef maður er ísbjörn.

Niles kominn út úr skápnum

Hyde Pierce, sem er betur þekktur sem Niles, bróðir geðlæknisins Fraser, er kominn út úr skápunum. Eða samt ekki alveg. Pierce sem er 48 ára hefur aldrei rætt kynhneigð sína opinberlega, og ekki haft fyrir því að slá á vangaveltur um það hvers vegna hann sé enn ógiftur.

Garðar Thór gengur í hjónaband.

Sjarmatröllið Garðar Thór Corters og unnusta hans Tinna Lind Gunnarsdóttir ætla að gifta sig í sumar. Tinna, sem er nýútskrifuð leikkona, og Garðar hafa verið saman í sjö ár. Í viðtali við Sirkus tímaritið í dag kemur fram að Tinna ætli að flytja til Englands á næstunni, enda eiginmaðurinn tilvonandi að gera góða hluti þar.

Tryggja sýningarrétt á verðlaunamyndum Cannes

Græna ljósið hefur tryggt sér sýningarrétt á langstærstum hluta þeirra mynda sem unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meðal þeirra er rúmanska sigurmyndin “4 months, 3 weeks and 2 days”, en aðrar athyglisverðar myndir eru meðal annars heimildarmynd um dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko og tengs Putin forseta við mál hans.

Norskt rokk og ról

Quiritatio, ein efnilegasta þungarokkshljómsveit Noregs, spilar á fernum tónleikum hér á landi á næstu dögum. Fyrstu tónleikarnir verða í Hellinum í kvöld. Þar hita upp Myra, Ask the Slave og Peer. Á laugardag og sunnudag spilar sveitin síðan á tvennum tónleikum á Egilsstöðum og á mánudag verður hún á Dillon. Þar spila einnig Atómstöðin og Peer.

Íslenskur bruggari í stórsókn

Bjórum Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hlotnuðust þrenn gullverðlaun á nýafstaðinni Monde selection bjórkeppni í Belgíu. Sem bruggmeistari Ölgerðarinnar er það Guðmundur Mar Magnússon sem á heiðurinn af stórsókninni í bjórbruggi.

Íslandsmet í Esjugöngu

Næstkomandi laugardag verður gerð tilraun í því að setja Íslandsmet í fjölda manns á Esjuna á einum degi. Fjallgönguhópurinn 5tindamenn standa fyrir uppákomunni.

Með ákveðna sýn á hlutina

Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Mark Ronson hefur nóg að gera þessa dagana. Hann á stóran þátt í velgengni bæði Lily Allen og Amy Winehouse, starfrækir eigið plötufyrirtæki og var að senda frá sér sína aðra plötu, Version. Trausti Júlíusson skoðaði Mark.

Græna ljósið tryggði sér sigurmyndina á Cannes

Ísleifur B. Þórhallsson hjá dreifingarfyrirtækinu Græna Ljósið gerðu góða ferð til Cannes en þar tryggðu þeir sér sýningarrétt á mörgum af eftirtektarverðustu kvikmyndum hátíðarinnar.

Gerðu plötu með Ferrell

Breska hljómsveitin Kaiser Chiefs hefur hætt við að gefa út plötu með nýju efni á þessu ári. Fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti bassaleikarinn Simon Rix að þeir félagar ætluðu að gefa út efni sem þeir tóku upp á sama tíma og þeir tóku upp síðustu plötu sína Yours Truly, Angry Mob. Forsprakki Kaiser Chiefs, Ricky Wilson, hefur borið þetta til baka og segir að Rix hafi einfaldlega verið að grínast.

Lóan við vatn í Feneyjum

Steingrímur Eyfjörð stendur í stórum móttökusal við Stóra kanalinn í Feneyjum og stýrir uppsetningu á sýningu sinni sem verður framlag Íslands til tvíæringsins þar í borg sem er haldinn í 52. sinn í sumar.

Sgt. Pepper fertug

Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins.

RÚV skráð á lögheimili útvarpsstjóra

„Bíddu, ha?" voru fyrstu viðbrögð útvarpsstjórans Páls Magnússonar þegar honum var bent á að Ríkisútvarpið ohf. væri skráð á lögheimili hans í símaskránni á netinu. Síðan skellti hann upp úr. „Þetta finnst mér alveg ótrúlegt. Það er allavega ljóst að Ríkisútvarpið er ekki rekið frá mínu heimili," sagði Páll hlæjandi og bætti við að þetta hljóti að vera mistök af hálfu Símaskrárinnar.

Fimmti frægasti nörd í heimi

„Þetta er bara svona nánast eins og Forbes-listinn,“ sagði Jón Gnarr upp með sér þegar blaðamaður Fréttablaðsins greindi honum frá því að nafn hans væri hið fimmta sem kæmi upp á uppsláttarvefritinu wikipedia.org, ef leitað er að frægum nördum, eða „famous nerds.“ Jóni þótti staðsetningin á listanum mikil upphefð, en á Wikipediu fást ríflega 700 leitarniðurstöður með þessum orðum. Hann kvaðst mjög stoltur af nördískunni.

Gosling yfirgefur Dag Kára

„Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi,” segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum.

Jómfrúardjassinn kynntur

Djasstónleikar á veitingastaðnum Jómfrúnni eru orðinn fastur liður í sumarafþreyingu fjölmargra miðborgargesta en á dögunum var kynnt hvaða tónlistarfólk mun troða upp í portinu hjá Jakobi Jakobssyni veitingamanni á laugardagseftirmiðdögum í sumar.

Íslendingar spila á Spot

Pétur Ben, Helgi Hrafn Jónsson og hljómsveitin Reykjavík! koma fram á tónlistarhátíðinni Spot sem verður haldin í Árósum í Danmörku um helgina. Um eitt hundrað hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp á hátíðinni, auk þess sem ráðstefnur verða haldnar um stöðu tónlistarheimsins í dag.

Evróputúr hafinn

Hljómsveitin Gus Gus er farin í tónleikaferð um Evrópu sem hefst á skemmtistaðnum Vega í kvöld. Eftir það taka við tónleikar í Suður-Frakklandi, Hollandi, Póllandi og í Þýskalandi. Einnig spilar Gus Gus á tónlistarhátíðinni vinsælu Glastonbury á Englandi 22. og 23. júní.

Bryan Ferry: Dylanesque - þrjár stjörnur

Eins og nafnið gefur til kynna þá hefur þessi nýja plata Bryans Ferry eingöngu að geyma lög eftir Bob Dylan. Ferry hefur gert plötur með lögum annarra áður, en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út plötu eingöngu með lögum eftir einn höfund.

Sigrún Vala með nýtt lag

Átján ára stúlka frá Selfossi, Sigrún Vala, gaf nýverið út sitt annað lag sem heitir Ekki gera neitt. Það fyrra, Því ástin, gaf hún út þegar hún var aðeins fimmtán ára og komst það í fína spilun á útvarpsstöðvunum.

Árviss eins og krían

Eitt af kennileitum sumarsins er Brúðubíllinn sem hefur skemmt yngstu leikhúsgestunum frá árinu 1980 undir stjórn Helgu Steffensen. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir.

„Útkjálkalistamenn“ á alþjóðlegum jaðri

Heimóttaskapur hefur sjaldnast þótt mönnum til framdráttar en í hverju felst hann þegar á hólminn er komið? Á morgun verður opnuð sýning þar sem umfjöllunarefnið er „útkjálkamennska“ auk þess sem málþing er skipulagt af sama tilefni.

„Síðasta“ píanóið til sölu

Píanó sem Bítillinn fyrrverandi John Lennon spilaði á kvöldið sem hann var myrtur hefur verið boðið til sölu af fyrirtækinu Moments in Time. Verðmiðinn er um 23 milljónir króna.

Dagur vonar stendur uppúr

Dagur vonar, Killer Joe, Leg, Mr. Skallagrímsson og Ófagra veröld eru tilnefndar sem bestu sýningar leikársins 2007. Athygli vekur að Benedikt Erlingsson leikstýrir tveimur sýninganna.

Mæta með hljómsveit

Miðasala hefst í dag á tónleika frönsku hljómsveitarinnar Air sem verða í Laugardalshöll 19. júní. Hljómsveitin er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í tónleika sína, leika af fingrum fram og koma áheyrendum á óvart. Þótt eiginlegir meðlimir Air séu tveir koma þeir með heila hljómsveit með sér hingað til lands.

Sjá næstu 50 fréttir