Fleiri fréttir

Áhrif frá Afríku

Hausttískan í ár gætir mikilla áhrifa frá Afríku. Ástæða þess er vegna fjölmargra ungra hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Donatella í meðferð

Fatahönnuðurinn Donatella Versace hefur verið lögð inn á meðferðarstofnun. Donatella hefur átt við alvarlegt fíkniefnavandamál að stríða og mun reyna að greiða úr kókaínfíkn sinni inn á stofnuninni.

Ný lína frá Victoria´s secret

Nærfataframleiðandinn Victoria´s secret hefur nú hannað heila nærfatalínu sem höfðar til stúlkna á aldrinum 18-22 ára.

Létu lúta eikarparketið

Hjónin Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt hafa undanfarið látið pússa upp eikarparketið á gólfinu í gamla steinhúsinu í Hafnarfirði sem þau festu kaup á nýlega.

Ný verslun í Garðabæ

Hjónin Böðvar Friðriksson og Íris Aðalsteinsdóttir opnuðu nýverið verslunina Garden Signature í 200 fermetra sýningarsal í Garðabæ. Verslunin er sérverslun með garðhúsgögn frá Danmörku og Hollandi.

Íslenskasta þakefnið

Langalgengasta þakefni á Íslandi í gegnum tíðina er bárujárn, enda ekkert sem þolir íslenska veðráttu jafn vel. Erlendir ferðamenn hafa löngum undrast alla þá litadýrð sem hér blasir við á þökum landsmanna.

Framkvæmdir heima við

Margur færist of mikið í fang þegar kemur að framkvæmdum heima við. Oft er það þrjóska sem ýtir fólki í að gera hlutina sjálft frekar en að ráða fagmenn til að vinna verkið. Sumir eru aftur á móti færir að gera alla vinnu sjálfir en þá er mikilvægt að þekkja sín takmörk. Gott er að hafa eftirfarandi í huga.

Erfiðleikar við fjármögnun

Allir geta lent í erfiðleikum með fjármálin og fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Ef óvænt atvik koma upp sem breyta upphaflegum forsendum er mikilvægt að leita strax aðstoðar áður en vanskil hlaðast upp.

Fyrsta útboð íbúðabréfa

Fyrsta útboði á íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs er lokið. Bréfin voru seld erlendum fjárfestum í lokuðu útboði. Íbúðabréf HFF 150644 voru boðin út í lokuðu útboði fyrir fimm milljarða króna að markaðsvirði.

Að heiman

Þegar haldið er í frí er gott að skilja við húsið sitt þannig að fólk haldi að einhver búi í því. Þá reyna innbrotsþjófar og aðrir óæskilegir gestir síður að brjótast inn. Margt er hægt að gera til að láta fólk halda að einhver sé í húsinu þínu og um að gera að kynna sér það.

Mjóir vikudagar

"Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum.

Ný lyf við psoriasis

Ný lyf við psoriasis sem þykja lofa góðu hafa verið framleidd í Bandaríkjunum.

Stress hættulegra hjá körlum

Stress leiðir til hjarta- og æðasjúkdóma í ríkari mæli hjá körlum en konum, að því er fram kemur í nýrri sænskri rannsókn.

Kvörtun yfir læknismeðferð

Vilji sjúklingur kvarta yfir meðferð hér á landi getur hann beint kvörtun sinni til landlæknis eða nefndar um ágreiningsmál, samkvæmt 5. mgr. 3. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990.

Instant karma

Líkami og sál Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um að taka afleiðingum gjörða sinna.

Eldingavari við bílveiki

Í framhaldi af grein um bílveiki hér á síðunum hafa margir lesendur komið að máli við blaðið með ábendingar sem reynast vel við bílveiki. Algengast var að fólk benti á eldingavara sem góða lausn.

Munur á að skauta og skauta rétt

"Þetta er mjög holl hreyfing fyrir líkamann og ekkert högg á hné og mjaðmir eins og í hlaupi til dæmis," segir Helgi Páll Þórisson, annar eigandi linuskautar.is. Hann og Árni Valdi Bernhöft reka þetta fyrirtæki og er þetta þeirra fimmta sumar í bransanum.

Morgunkorn óhollara í Bretlandi

Enskt morgunkorn er óhollara en sama morgunkorn í öðrum löndum, samkvæmt könnun gerðri af breska dagblaðinu Daily Mail. Leiddi könnunin í ljós að í Kelloggs-kornflögum seldum í Englandi, er sykurinnihald um tíu prósentum hærra og saltinnihald um tuttugu og fimm prósentum hærra en í sömu kornflögum seldum í Bandaríkjunum.

Alka-Seltzer á Íslandi

Í fyrsta skipti á Íslandi er nú hægt að kaupa þynnkubanann og verkjalyfið fræga Alka-Seltzer sem ferðamenn hafa borið með sér að utan í áratugi.

Leyfðu þér að snakka

Borðaðu aðeins minna í öll mál til að geta leyft þér að "snakka" á milli mála ef þú endilega þarft.

Sodo gelin

Sodo gel er nýjung á íslenskum markaði. Þrenns konar gel standa til boða, brjóstagel sem nota má á brjóstin, upphandleggi og háls, andlitsgel sem má nota á andlitið og rasskinnagel má nota á rasskinnar, maga og læri.

Bjólfskviða kvikmynduð á Íslandi

Tökur á kvikmynd sem byggist á Bjólfskviðu hefjast á Suðausturlandi í þessum mánuði. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem þessum breska menningararfi er breytt í bíómynd. Kvikmyndin verður sú langdýrasta sem gerð hefur verið hér á landi.

Vinnur neysluvatn úr þvagi

Bandarískir hermenn í Írak og Afganistan geta slökkt þorsta sinn með eigin þvagi eða annarra. Þeim hefur verið fenginn lítill poki sem síar og hreinsar vatn. Vökvann má sækja í rotþrær og salernisskálar

Ný metsölumynd Shymalan

Leikstjórinn M Night Shymalan, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Sixth Sense, Unbreakable og Signs, hefur enn á ný gert mynd sem trónir efst á listum yfir vinsælar bíómyndir í Bandaríkjunum. Myndin heitir The Village og gerist á 19. öld.

Móna Lísa forrík, fimm barna móðir

Fyrirsætan Mona Lisa, sem prýðir samnefnt málverk Leónardós Da Vincis, var forrík, fimm barna móðir. Breska dagblaðið, The Daily Telegraph, greinir frá því í dag að ítalskur sérfræðingur hafi fundið sannanir fyrir raunverulegum bakgrunni Monu Lisu

Þjóðverjar kunna ekki að slaka á

Þjóðverjar kunna ekki að slaka á og eru spenntir löngu eftir að þeir koma heim úr vinnunni. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í íþróttaháskólanum í Cologne og birt í tímaritinu Vital í dag.

Victoria Beckham versti dansarinn

Victoria Beckham er versti dansari poppsögunnar. Svo segja í öllu falli niðurstöður breskrar könnunar sem gerð var í tengslum við nýja veruleikasjónvarpsþætti þar sem leitað er að góðum dönsurum á meðal almennings.

Jagúar bílasýning í Lundúnum

Jagúar-bílasýning var opnuð í Lundúnum í dag. Þar gefst mönnum kostur á að sjá gamla sem nýja Jagúarbíla sem notið hafa mikillar hylli frá því svokölluð E-gerð kom á markað árið 1961.

Sjá næstu 50 fréttir