Fleiri fréttir Singh sigraði óvænt Indverjinn Milkha Singh sigraði óvænt á Volvo Masters mótinu í golfi sem lauk í dag og lauk keppni á tveimur höggum undir pari. Sigur Singh féll þó nokkuð í skuggann af æsispennandi baráttu um efsta sæti peningalistans á tímabilinu, en það tryggði Írinn Padraig Harrington sér í dag með góðum endaspretti. Hann hafnaði í öðru sæti Volvo mótsins ásamt þeim Sergio Garcia og Luke Donald. 29.10.2006 17:17 Henrik Stenson í forystu Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins högg forskot þegar tveimur hringjum er lokið á Volvo Masters mótinu sem fram fer í Valderrama á Spáni. Stenson er á fjórum höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag og er höggi á undan Lee Westwood. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á morgun og sunnudag. 27.10.2006 18:13 Endaði í 60. sæti Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 60. sæti á áskorendamóti sem fram fór í Toulouse í Frakklandi um helgina. Birgir Leifur lék á fimm höggum yfir pari á lokahringnum í gær, á alls 77 höggum, eftir að hafa byrjað mjög illa og lauk keppni á alls sex höggum yfir pari. 9.10.2006 08:45 Birgir Leifur áfram Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika á tveimur höggum undir pari þegar tveimur hringjum er lokið á áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi. Birgir lék annan hringinn á pari í dag og komst því í gegn um niðurskurðinn á þessu mikilvæga móti. 6.10.2006 21:09 Birgir á tveimur undir pari í Frakklandi Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG spilaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á áskorendamóti í Frakklandi í dag og lauk keppni á 70 höggum, eða 2 höggum undir pari. Birgir þarf nauðsynlega að ná góðum árangri á mótinu til að styrkja stöðu sína á styrkleikalistanum, svo hann eigi möguleika á að komast á annað stig mótaraðarinnar. 5.10.2006 18:45 Auðvelt hjá Woods Tiger Woods vann í dag auðveldan sigur á heimsmótinu í golfi sem fram fór á Englandi, en sigurinn var í raun aðeins formsatriði fyrir þennan ógnarsterka kylfing sem farið hefur á kostum á árinu. 1.10.2006 18:20 Keppni frestað vegna veðurs Illa gengur að klára heimsmótið í golfi sem frem fer á The Grove vellinum á Englandi, en þar hefur keppni nú verið frestað vegna eldingahættu. Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu, þar sem úrslitin eru að heita má ráðin því Tiger Woods hefur mjög öruggt sjö högga forskot á landa sinn Jim Furyk og Ástralann Adam Scott þegar lokahringurinn var tæplega hálfnaður. 1.10.2006 13:27 Sjá næstu 50 fréttir
Singh sigraði óvænt Indverjinn Milkha Singh sigraði óvænt á Volvo Masters mótinu í golfi sem lauk í dag og lauk keppni á tveimur höggum undir pari. Sigur Singh féll þó nokkuð í skuggann af æsispennandi baráttu um efsta sæti peningalistans á tímabilinu, en það tryggði Írinn Padraig Harrington sér í dag með góðum endaspretti. Hann hafnaði í öðru sæti Volvo mótsins ásamt þeim Sergio Garcia og Luke Donald. 29.10.2006 17:17
Henrik Stenson í forystu Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins högg forskot þegar tveimur hringjum er lokið á Volvo Masters mótinu sem fram fer í Valderrama á Spáni. Stenson er á fjórum höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag og er höggi á undan Lee Westwood. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á morgun og sunnudag. 27.10.2006 18:13
Endaði í 60. sæti Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 60. sæti á áskorendamóti sem fram fór í Toulouse í Frakklandi um helgina. Birgir Leifur lék á fimm höggum yfir pari á lokahringnum í gær, á alls 77 höggum, eftir að hafa byrjað mjög illa og lauk keppni á alls sex höggum yfir pari. 9.10.2006 08:45
Birgir Leifur áfram Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika á tveimur höggum undir pari þegar tveimur hringjum er lokið á áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi. Birgir lék annan hringinn á pari í dag og komst því í gegn um niðurskurðinn á þessu mikilvæga móti. 6.10.2006 21:09
Birgir á tveimur undir pari í Frakklandi Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG spilaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á áskorendamóti í Frakklandi í dag og lauk keppni á 70 höggum, eða 2 höggum undir pari. Birgir þarf nauðsynlega að ná góðum árangri á mótinu til að styrkja stöðu sína á styrkleikalistanum, svo hann eigi möguleika á að komast á annað stig mótaraðarinnar. 5.10.2006 18:45
Auðvelt hjá Woods Tiger Woods vann í dag auðveldan sigur á heimsmótinu í golfi sem fram fór á Englandi, en sigurinn var í raun aðeins formsatriði fyrir þennan ógnarsterka kylfing sem farið hefur á kostum á árinu. 1.10.2006 18:20
Keppni frestað vegna veðurs Illa gengur að klára heimsmótið í golfi sem frem fer á The Grove vellinum á Englandi, en þar hefur keppni nú verið frestað vegna eldingahættu. Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu, þar sem úrslitin eru að heita má ráðin því Tiger Woods hefur mjög öruggt sjö högga forskot á landa sinn Jim Furyk og Ástralann Adam Scott þegar lokahringurinn var tæplega hálfnaður. 1.10.2006 13:27