Fleiri fréttir

Magnús Þór með sextán stig í útisigri Aabyhøj

Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig þegar Aabyhøj vann 79-65 sigur á Axel Kárasyni og félögum í Værløse. Værløse var fimm stigum yfir í hálfleik, 37-32, en Aabyhøj sýndi allt annan og betri leik í þeim síðari.

Jón Arnór með flottan leik í fyrsta sigurleik Granada

Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur hjá CB Granada sem vann 77-74 sigur á Asefa Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Granada á tímabilinu en liðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínum.

NBA: Rose með 39 stig í sigri Chicago og New Orleans byrjar vel

Þrjú lið í NBA-deildinni í körfubolta hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en það eru lið New Orleans Hornets, Atlanta Hawks og Portland Trail Blazers sem unnu öll góða sigra í nótt. Derrick Rose var þó maður næturinnar en hann leiddi endurkomu Chicago Bulls í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu.

Tony Parker framlengdi um fjögur ár við San Antonio Spurs

Franski bakvörðurinn Tony Parker er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við San Antiono Spurs í NBA-deildinni í körfubolta og mun fá um 50 milljónir dollara, eða rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þessi fjögur ár.

Slavica tryggði Hamar sigur á Íslandsmeisturunum

Hamar vann þriggja stiga sigur á KR, 79-76, í æsispennandi og dramatískum leik í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna í dag. Snæfell vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann 66-50 sigur á botnliði Fjölnis.

NBA: Miami vann öruggan sigur á Orlando í Flórída-uppgjörinu

Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.

Hörður: Það er ekki hægt að afskrifa okkur

„Þetta hafðist hérna í restina en við gerðum þetta allt of erfitt fyrir okkur,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld.

Hrafn: Komum allt of hátt stemmdir inn í leikinn

„Ég nánast skammast mín fyrir það hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld en hann var allt annað en ánægður með sína menn.

Guðjón: Stjórnuðum leiknum allan tíman

„Ég er virkilega ánægður með þennan leik hjá okkur og ég sá mikil batamerki á spilamennsku okkar,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í gær.

Umfjöllun: Mikilvægur sigur Keflvíkinga gegn KR

Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór.

Keflavík lagði KR

Keflavík vann góðan sigur á KR í Iceland Express-deild karla en Grindavík er enn ósigrað á toppi deildarinnar.

Jakob með 20 stig í sigri

Jakob Sigurðarson skoraði 20 stig þegar lið hans, Sundsvall Dragons, vann góðan sigur á 08 Stockholm, 89-79, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Brynjar: Búið að pumpa upp Keflvíkingana

Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR sækja Keflvíkinga heim í Iceland Express deild karla í kvöld en þrátt fyrir að KR sé búið að vinna 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í deildinni er Brynjar ekki sáttur með spilamennskuna. Hann var í viðtali fyrir leikinn inn á heimasíðu KR.

Keflvíkingar fá tvöfaldan liðstyrk fyrir KR-leikinn í kvöld

Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir átök kvöldsins þegar KR kemur í heimsókn í 5. umferð Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Keflavíkurliðið hefur fengið tvöfaldan liðstyrk því auk þess að Serbinn Lazar Trifunovic er orðinn löglegur þá mun Valentino Maxwell spila á ný eftir langvinn meiðsli.

NBA: Orlando vann auðveldan sigur í frumraun John Wall

Orlando Magic vann alla leiki sína stórt á undirbúningstímabilinu og byrjaði tímabilið síðan á 29 stiga sigri á Washington Wizards, 112-83, í NBA-deildinni í nótt. Utah Jazz vann líka alla undirbúingsleiki sína en tapaði öðrum leiknum á tímabilinu á heimavelli fyrir Phoenix Suns.

Gilbert sér ekki eftir neinu

Dan Gilbert, eigandi NBA-liðsins Cleveland Cavaliers, sér alls ekkert eftir því að hafa hraunað yfir LeBron James er hann ákvað að yfirgefa Cleveland fyrir Miami.

Magnús stigahæstur í sigurleik

Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur leikmanna Aabyhoj IF er liðið vann níu stiga sigur á Horsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 69-60.

NBA: Fyrsti sigur Miami og Cleveland vann Boston

Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh unnu sinn fyrsta leik saman með Miami Heat í NBA-deildinni í nótt en Boston sem vann Miami-liðið í opnunarleiknum í fyrrinótt tapaði hinsvegar óvænt fyrir gamla liðinu hans LeBrons James, Cleveland Cavaliers. Monta Ellis skoraði 46 stig í sigri Golden State á Houston.

Njarðvík upp í annað sætið

Njarðvík skellti sér upp í annað sæti Iceland Express deildar kvenna með sigri á Grindavík í kvöld, 67-54.

Kobe búinn að finna sinn Kerr/Paxson í Steve Blake - myndband

Einn af nýju mönnunum í Los Angeles Lakers liðinu, Steve Blake, var hetja liðsins í 112-110 sigri á Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti 19 sekúndum fyrir leikslok.

Keflvíkingar styrkja sig

Keflavíkingar hafa ákveðið að styrkja lið sitt eftir slæma byrjun þess í Iceland Express-deild karla í haust.

Lettinn farinn frá Snæfelli

Lettneski leikmaðurinn Lauris Mizis hefur leikið sinn síðasta leik með Snæfelli en þetta kemur fram á heimsíðu Snæfells í dag.

Wade: Þetta var bara einn leikur af 82

Það gekk lítið upp hjá Dwyane Wade þegar Miami Heat tapaði 80-88 á móti Boston Celtics í nótt í fyrsta alvöru leik liðsins síðan að Chris Bosh og LeBron James gengu til liðs við Wade í Miami.

NBA: Boston vann Miami í fyrsta leik LeBron með Miami

Nýja ofurþríeykið í Miami Heat byrjaði ekki vel í nótt þegar liðið tapaði 88-80 fyrir Boston Celtics í opnunarleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James lék þarna sinn fyrsta alvöru leik með Miami-liðinu eftir að hann yfirgaf Cleveland.

Logi stigahæstur í tapleik

Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Solna sem tapaði fyrir LF Basket, 92-68, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Leikur Boston og Miami í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

NBA-deildin í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum en flestra augu verða örugglega á leik Boston Celtics og Miami Heat sem fram fer í Boston. Það var engin tilviljun að NBA-deildin stillti upp þessum leik á fyrsta kvöldinu og menn eru búnir að bíða spenntir eftir þessu uppgjöri í langan tíma. Stöð2 Sport mun sýna leikinn í beinni og hefst útsendingin klukkan 11.30.

Sigmundur dæmir í Meistaradeild kvenna á morgun

Körfuboltadómarinn Sigmundur Már Herbertsson er á leið til Litháen þar sem hann dæmir leik VICI Aistes frá Litháen og SpartaK Moskvu í Meistaradeild kvenna sem fram fer í Kaunas á morgun, miðvikudaginn 27. október.

Umfjöllun: Stjarnan áfram á beinu brautinni

Stjarnan vann 91-81 sigur á Njarðvík í kvöld en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Ekki er hægt að segja annað en sigurinn hafi verið sanngjarn þó spenna hafi óvænt hlaupið í leikinn í lokin.

Sigurður: Andleysi okkar kom mér á óvart

Stjarnan var með forystuna nær allan leiktímann þegar liðið vann tíu stiga sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var skiljanlega ekki kátur eftir leik.

Fannar: Vorum beittari í öllum aðgerðum

„Þetta lítur þrusuvel út,“ sagði Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, eftir að liðið vann tíu stiga sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í kvöld. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í röð.

Stjarnan lagði Njarðvíkinga

Stjarnan vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í Iceland Express-deild karla, 91-81. Alls fóru þrír leiki fram í deildinni í kvöld.

Jakob stigahæstur í tapleik

Jakob Sigurðarson skoraði 27 stig fyrir Sundsvall sem tapaði fyrir Norrköping á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-81.

Orlando, Memphis og Utah unnu alla leiki á undirbúningstímabilinu

NBA-deildin í körfubolta hefst á morgun og hafa liðin nú lokið undirbúningstímabili sínu þar sem að þau spiluðu fullt af leikjum. Þrjú af þrjátíu liðum tókst að vinna alla leiki sína á undirbúningstímabilinu en það eru Orlando Magic, Memphis Grizzlies og Utah Jazz.

Iverson ætlar að skrifa undir hjá tyrkneska liðinu

Allen Iverson er búinn að semja við tyrkneska félagið Besiktas til næstu tveggja ára og byrjar væntanlega að spila með liðinu í byrjun næsta mánaðar. Iverson fær fjórar milljónir dollara fyrir samninginn eða um 447 milljónir íslenskra króna.

Fjölnir stóð í KR

Hið unga og skemmtilega lið Fjölnis stóð sig vel gegn meistaraefnunum í KR í gær. KR-ingar stigu þó upp undir lokin og lönduðu sigri.

KR lagði Snæfell

KR-stúlkur unnu fínan sigur á ungu liði Snæfells í Vesturbænum í gær en stelpurnar úr Hólminum bíða enn eftir fyrsta sigri sínum í vetur.

Stackhouse genginn í raðir Miami Heat

Ofurlið Miami Heat er ekki hætt að styrkja sig fyrir átök vetrarins. Nú hefur liðið samið við Jerry Stackhouse sem verður 36 ára í næsta mánuði.

Örvar: Strákarnir hafa hjartað og kraftinn

„Ég er auðvitað vonsvikinn með það að tapa en aftur á móti ánægður með margt hjá strákunum. Mér fannst við vera mjög öflugir í fyrri hálfleik og þetta var hörkuleikur hlangað til að þeir stungu okkur af í fjórða leikhluta. Það vantaði ekki mikið upp á en þeir unnu verðskuldað," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir hörkuleik gegn KR í kvöld en heimamenn sigruðu leikinn, 93-77.

Sjá næstu 50 fréttir