Fleiri fréttir

Njarðvíkurkonur burstuðu Fjölni í Ljónagryfjunni

Njarðvík vann sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 40 stiga sigur á Fjölni, 90-50, í lokaleik þriðju umferðar í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Hlynur með þriðju tvennuna í röð í sigri Sundsvall

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson átti báðir góðan leik í kvöld þegar Sundsvall Dragon vann þrettán stiga sigur á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 78-65. Þetta var annar sigur Sundsvall í þremur leikjum í sænsku deildinni en Uppsala hefur unnið einn leik og tapað hinum tveimur.

Rivers óttaðist að vera með krabbamein í hálsi

Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, var illa brugðið er hann fann eitthvað óeðlilegt í hálsinum á sér. Óttast var að hann væri með krabbamein en sýnataka um helgina leiddi í ljós að svo var ekki.

Fjölnir byrjar vel með nýjan þjálfara - myndir

Fjölnir vann 81-80 sigur á Hamar í Iceland Express deild karla í gær eftir að hafa verið mikið undir allan leikinn. Þetta var fyrsti leikur Fjölnisliðsins undir stjórn Örvars Þórs Kristjánssonar.

Helgi hafði betur gegn Loga

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 21 stigs sigur á Loga Gunnarssyni og félögum í Solna Vikings, 90-69.

Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur

„Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83.

Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður

„Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83.

Njarðvík lagði Íslandsmeistarana

Njarðvík gerði sér lítið fyrir og lagði Íslands- og bikarmeistara Snæfells á heimavelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 89-87. Alls fóru þrír leikir fram í kvöld.

Stórsigur Keflavíkur

Keflavík vann stórsigur á Snæfell í Iceland Express-deild kvenna í dag, 118-62.

Enn tapa Jón Arnór og félagar

Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska úrvalsdeildarfélaginu CB Granada hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu.

Magnús búinn að skora flesta þrista í dönsku deildinni

Magnús Þór Gunnarsson hefur byrjað vel með danska liðinu Aabyhøj og átti nú síðast mjög góðan leik í naumu tapi eftir framlengingu á móti Horsens í fyrrakvöld. Magnús skoraði 22 stig í leiknum eða meira en allir aðrir á vellinum og setti hann meðal annars niður 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum.

Friðrik Ragnarsson farinn að þjálfa aftur hjá Njarðvík

Friðrik Ragnarsson hefur tekið að sér þjálfun hjá Njarðvíkingum til þess að leysa skyndilegt brotthvarf Örvars Þórs Kristjánssonar. Þetta verður í fyrsta sinn í sex ár sem Friðrik þjálfar á sínum heimaslóðum. Örvar tók við meistaraflokki Fjölnis af Tómasi Holton en Njarðvíkingar hafa fengið tvo reynslubolta til þess að leysa hann af hjá sínum yngri flokkum.

Arenas gerði sér upp meiðsli

Byssubrandurinn hjá Washington Wizards, Gilbert Arenas, heldur áfram að gera það gott en hann hefur nú verið sektaður af félaginu fyrir að gera sér upp meiðsli.

LeBron haltraði af velli

Stuðningsmenn Miami Heat fengu fyrir hjartað þegar ofurstjarnan LeBron James haltraði af velli í sýningarleik gegn rússneska liðinu CSKA Moskva.

Allen Iverson gæti endað í tyrknesku deildinni

Allen Iverson á nú í viðræðum við tyrkneskt lið um að spila með því á þessu tímabili. Þessi fyrrum besti leikmaður NBA-deildarinnar (valinn 2001) hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin en gæti fengið tækifæri til að spila með Besiktas Cola Turka í vetur.

Íslensku strákarnir skoruðu saman 61 stig í Íslendingaslagnum

Logi Gunnarsson var stigahæstur í sigurleik í sínum fyrsta leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær en hann mættir þá Sundsvall þar sem spila Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson sem áttu báðir góðir leik. Solna vann leikinn 98-96 á körfu á síðustu sekúndu leiksins.

Tómas Holton hættur með Fjölnisliðið eftir aðeins tvo leiki

Tómas Holton er hættur að þjálfa Fjölni í Iceland Express deild karla eftir aðeins tvo leiki. Tómas Holton tilkynnti Steinari Davíðssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Fjölnis, þetta í gær samkvæmt frétt á karfan.is. Fjölnir hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Snæfelli og Stjörnunni.

Snæfell lagði Keflavík

Íslandsmeistarar Snæfells lögðu Keflavík, 90-81, í stórleik kvöldsins í Iceland Express-deild karla.

Hamar skoraði ellefu síðustu stigin og vann meistaraefnin í KR

Hamarsliðið átti ótrúlegan endasprett í 87-82 sigri á meistaraefnunum í KR í Hveragerði í kvöld. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 76-82 fyrir KR en Hamar skoraði 11 síðustu stigin og tryggði sér sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni í vetur.

Stjörnumenn kláruðu Fjölni í seinni hálfleiknum

Stjarnan hitti á ansi góðan dag þegar liðið lagði Fjölni 86-69 í kvöld. Eftir jafnræði í fyrri hálfleik héldu Garðbæingum engin bönd og með sterkri liðsheild náðu þeir öruggum sigri.

Helgi Jónas byrjar vel með Grindavíkurliðið

Helgi Jónas Guðfinnsson byrjar vel með Grindavíkurliðið því Grindvíkingar hafa unnuð tvo fyrstu leiki leiki sína í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík vann níu stiga sigur á nýliðum KFÍ, 96-87, í hörkuleik í Röstinni í Grindavík í kvöld.

Magnús fann körfuna aftur í dag - Axel með mjög góðan leik

Magnús Þór Gunnarsson komst aftur í gang í 89-69 sigri Aabyhøj á Amager í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Magnús var með 18 stig á 24 mínútum í leiknum en hann setti meðal annars niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum.

Jón Arnór með fimm stig á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada töpuðu 78-85 á heimavelli á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Granada-liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Helena í hópi 30 bestu leikmanna bandaríska háskólaboltans

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir fékk mikla viðurkenningu fyrir helgi þegar í ljós kom að hún væri á John R. Wooden listanum. Á þessum lista eru 30 leikmenn í bandaríska háskólaboltanum sem kom til greina sem leikmaður ársins í vor og verða þessar stelpur því undir smásjánni hjá valnefndinni fyrir John Wooden verðlaunin í vetur.

Keflavík, Hamar og Haukar öll með fullt hús í kvennakörfunni

Keflavík, Hamar og Haukar eru öll með fullt hús eftir aðra umferðina í Iceland Express deild kvenna en Íslandsmeistarar KR hafa hinsvegar tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tap á heimavelli á móti Keflavík í stórleik dagsins. Haukar byrjuðu daginn á því að fara á toppinn með stórsigri á Grindavík en Keflavík og Hamar bættust í hópinn seinna um daginn.

Haukakonur unnu auðveldan sigur á Grindavík

Haukakonur létu ekki fjarveru þjálfarans, Hennings Henningssonar, hafa áhrif á sig þegar þær unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna á Ásvöllum í dag. Haukar unnu þá 24 stiga sigur á Grindavík, 60-36, og eru eins og er á toppi deildarinnar. Umferðin klárast síðan seinna í dag.

LeBron og Bosh með 45 stig saman í sigri Miami Heat í nótt

Miami Heat byrjar undirbúningstímabilið vel fyrir komandi NBA-tímabil og það þrátt fyrir að hafa misst Dwyane Wade í meiðsli eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik. Miami-liðið vann 7 stiga sigur á Oklahoma City Thunder í nótt, 103-96 og hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína með sannfærandi hætti.

Tómas: Vorum góðir í þrjá fjórðunga

„Við vorum mjög góðir í þrjá fjórðunga, en síðasti leikhlutinn kostaði okkur of mikið,“ sagði Tómas Holton, þjálfari Fjölnis, eftir tapið í kvöld gegn Snæfelli.

Jón Ólafur: Tökum stigin tvö með glöðu geði

Við tökum glaðir stigin tvö eftir þennan leik,“ sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, eftir að lið hans hafði unnið Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir