Fleiri fréttir

IE-deild kvenna: Úrslit og stigaskor

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. KR vann stórleikinn vestur í bæ, Hamar lagði Njarðvík og Keflavík valtaði yfir Val.

Umfjöllun: KR enn ósigrað

KR er enn ósigrað í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld, 81-56.

Ekkert gengur hjá Maríu Ben og félögum í UTPA

Körfuboltalið The University of Texas-Pan American með íslenska miðherjann Maríu Ben Erlingsdóttir innanborðs tapaði í nótt sínum sjöunda leik í röð í bandaríska háskólaboltanum þegar liðið lá 69-58 fyrir Arkansas-Pine Bluff skólanum.

Ekki spilað í Stykkishólmi í kvöld vegna veðurs

Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta leik Snæfells og Hauka í Iceland Express deild kvenna vegna slæmrar veðurspár fyrir kvöldið en það er spáð stormi norðvestan- og vestanlands fram á nótt.

Kevin Jolley sendur heim fyrir agabrot

Kevin Jolley, bandaríski framherji Hattar í 1. deild karla í körfubolta, hefur verið sendur heim eftir að hafa uppvís að agabroti en þetta kemur fram á karfan.is.

Helena með 17 stig í stórsigri TCU í nótt

Helena Sverrisdóttir var aftur komin í byrjunarlið TCU sem vann 65-44 sigur á ULM í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Helena var önnur stigahæst hjá TCU-liðinu með 17 stig á 26 mínútum. Þetta var ellefti heimasigur TCU í röð í Daniel-Meyer Coliseum.

Keflvíkingar búnir að reka kanann sinn í körfunni

Keflvíkingar sögðu í gær upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Rahshon Clark og mun lið þeirra spila án Bandaríkjamanns í næsta leik sem verður á móti KR í Toyota-höllinni á fimmtudaginn. Rahshon Clark var með 18,9 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik.

Helgi Már rólegur í níunda sigri Solna Vikings í röð

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu góðan 11 stig útisigur á Gothia Basket í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og halda því áfram sigurgöngunni og toppsæti deildarinnar. Þetta var níundi sigur Solna Vikings í röð en liðið hefur ekki tapað síðan 20. október.

Iverson á leið aftur til Philadelphia?

Svo virðist sem Allen Iverson hafi fundið leið aftur í NBA-boltann en hans gamla félag, Philadephia Sixers, er talið vera til í að bjóða honum eins árs samning.

Kiki Vandeweghe verður þjálfari New Jersey

Gamla kempan og starfandi framkvæmdastjóri New Jersey Nets, Kiki Vandeweghe, mun taka að sér þjálfun lélegasta liðs NBA-deildarinnar í dag en Nets ráku Lawrence Frank skömmu áður en liðið tapaði sínum sautjánda leik í röð.

Hlynur með bestu frammistöðuna í 9. umferð

Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar karla í 9. umferð sem lauk í gær. Hlynur fékk 35 í framlagseinkunn fyrir leik Snæfells í Grindavík en það dugði þó ekki Hólmurum sem töpuðu með einu stigi, 94-95, eftir framlengdan leik.

Gerðu sverð nágrannanna að sakleysislegum kústsköftum

Jóhannes Kristbjörnsson, fyrrum körfuboltamaður, skrifar reglulega skemmtilega pistla á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og hann var enn á ný á ferðinni eftir frábæran sigur Njarðvíkur í toppslag Iceland Express deildarinnar í gær.

Terry tryggði Dallas sigur - Ellis með 45 stig

Jason Terry tryggði Dallas Mavericks 104-102 sigur á Philadelphia 76ers með því að skora sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og Jason Kidd var með 22 stig og 11 stoðsendingar en Dallas var nærri því búið að missa niður 17 stiga forskot í leiknum. Willie Green skroaði 23 stig fyrir Philadelphia.

Guðjón: Mér fannst við bara vera kraftlausir

„Við vorum bara skítlélegir og það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Það er í raun það eina sem mér dettur í hug að segja núna,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir 76-63 tap liðsins í Suðurnesjaslag gegn Njarðvík í Iceland Express-deild karla í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Sigurður: Varnarleikurinn var frábær allan leikinn

„Ég er mjög sáttur með sigurinn. Varnarleikurinn var frábær hjá okkur allan leikinn en það komu leikkaflar þar sem við vorum ekki að gera nógu vel í sókninni en í heildina litið er ég mjög sáttur með okkar leik,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur í leikslok eftir 76-63 sigur liðs síns gegn Keflavík í toppbaráttuslag Iceland Express-deildar karla í kvöld.

Marvin með 35 stig í sigri Hamars á Breiðabliki

Marvin Valdimarsson skoraði 35 stig í mikilvægum ellefu stiga sigri Hamars á Breiðabliki, 89-78, í Hveragerði í Iceland Express deild karla í kvöld. Hamarsmenn lögðu grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta sem þeir unnu 28-15.

KR-ingar frusu í fjórða leikhlutanum og Stjarnan vann

Stjarnan vann fimm stiga stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 78-73, í DHl-höllinni í kvöld. Stjörnumenn sýndu mikinn styrk í lok leiksins og unnu sig til baka inn í leikinn eftir að hafa lent mest tíu stigum yfir í þriðja leikhlutanum.

Tveir toppbaráttuleikir í körfunni í kvöld

Það verða tveir toppbaráttuleikir í Iceland Express deild karla í kvöld þegar tvö efstu liðin og erkifjendurnir í Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sama tíma og Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í DHL-höllinni.

Margrét Kara með bestu frammistöðuna í 9. umferð

KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 9. umferð sem lauk í gær. Margrét Kara fékk 38 í framlagi í 81-62 sigri toppliðs KR á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum.

Rekinn rétt áður en liðið jafnaði metið yfir verstu byrjunina

Lawrence Frank var ekki lengur þjálfari New Jersey Nets þegar liðið jafnaði metið yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Frank var rekinn frá liðinu aðeins nokkrum klukkutímum áður en liðið taðið á móti meisturunum í Los Angeles Lakers.

New Jersey Nets jafnaði metið yfir verstu byrjun liðs í NBA

New Jersey Nets tapaði í nótt sínum 17. leik í röð í NBA-deildinni þegar liðið sótti meistarana í Los Angeles Lakers heim. Nets varð þar með þriðja liðiðí sögu deildarinnar til að tapa 17 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en hin tvö voru Miami Heat (1988-89) og Los Angeles Clippers (1999).

Öruggur sigur KR

KR vann öruggan nítján stiga sigur á Haukum á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld, 81-62.

NBA í nótt: Cleveland vann Dallas

Cleveland var ekki lengi að jafna sig á tapinu fyrir Charlotte í fyrrinótt þar sem liðið vann góðan sigur á sterku liði Dallas í gærkvöldi.

Helena og félagar unnu sterkt lið Kansas

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU-háskólaliðinu unnu afar góðan sigur á Kansas á fjögurra liða móti sem var haldið á Bahama-eyjunum um helgina.

Hamar hafði sigur gegn Val

Hamar vann í dag sigur á Val, 68-55, í síðari leik dagsins í Iceland Express-deild kvenna.

Annað tap TCU á leiktíðinni

Helena Sverrisdóttir og félagar í körfuboltaliði TCU-háskólans í Bandaríkjunum töpuðu í nótt sínum öðrum leik á tímabilinu.

Ísfirðingar aftur á toppinn í 1. deildinni

KFÍ og Haukar fóru upp Skallagrímsmenn í toppbaráttu 1. deildar karla eftir útisigra í kvöld. KFÍ situr í efsta sætinu þar sem liðið vann Hauka á dögunum og hefur því betri í innbyrðisviðureignum.

Njarðvíkurkonur af botninum með stórsigri

Njarðvíkurkonur komust í kvöld af botni Iceland Express deildar kvenna með 22 stiga heimasigri á Snæfelli, 74-52. Njarðvík fór þar með upp um þrjú sæti í það fimmta þar sem liðið er með betri innbyrðisárangur á móti Haukum og Snæfelli.

Ágúst þarf að vera á tveimur stöðum á sama tíma

Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla og kvennaliðs Hamars í körfunni þarf að taka erfiða ákvörðun á næstu dögum því hann þarf hreinlega að velja á milli liða sinna sem eru að fara spila leiki um að komast í átta liða úrslit bikarsins.

Magnaður endakafli hjá Helga Má og félögum

Helgi Már Magnússon átti fínan leik þegar Solna Vikings vann 78-75 sigur á Sodertalje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Helgi Már skoraði 13 stig og var frákastahæstur í Solna-liðinu.

Sigurður og Guðjón völdu báðir íslenskan leikmann fyrst

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur og Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, hafa nú lokið við að velja Stjörnuliðin sín fyrir árlegan Stjörnuleik Karla sem fer fram í Dalhúsum Grafarvogi 12. desember næstkomandi.

Benedikt og Ágúst búnir að velja Stjörnuliðin sín

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, hafa nú lokið við að velja Stjörnuliðin sín fyrir árlegan Stjörnuleik kvenna sem fer fram í Dalhúsum Grafarvogi 12. desember næstkomandi.

KR-konur komnar með sex stiga forskot í kvennakörfunni

Kvennalið KR hélt sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna í kvöld með 24 stiga sigri á nýliðum Njarðvíkur í DHL-Höllinni. Njarðvík hélt í við KR í byrjun en KR var þó komið 11 stigum yfir í hálfleik, 59-48.

Þriðji sigur Grindavíkur í röð - langþráður Snæfellssigur

Grindavíkurkonur unnu sinn þriðja leik í röð þegar þær unnu 95-80 sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem töpuðu á sama tíma sínum þriðja leik í röð. Snæfell vann langþráðan og glæsilegan sigur á Val, 73-53 en liðið hafði tapað fimm leikjum í röð í deildinni.

Keflavíkurkonur snéru leiknum við í seinni hálfleik

Keflavíkurkonur létu ekki slæma byrjun koma í veg fyrir að þær héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík vann 72-53 sigur á Hamar en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð.

Sjá næstu 50 fréttir