Fleiri fréttir Annar sigur á Svíum Helgin var góð hjá íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik en það vann tvo góða sigra á Svíum. Þann síðari í dag, 30-27. 24.3.2013 18:40 Stöngin út hjá Berlin sem féll úr leik Lærisveinar Dags Sigurðssonar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir grátlegt tap, 26-27, á heimavelli gegn Atletico Madrid. 24.3.2013 18:29 Wetzlar glutraði niður góðu forskoti Íslendingaliðið Wetzlar gerði jafntefli, 29-29, gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. 24.3.2013 18:21 Þórir fór á kostum og Kielce komst áfram Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce komust í dag í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið lagði þá ungverska liðið Pick Szeged, 32-27. 24.3.2013 17:43 Ólafur skoraði tvö mörk í sigri Kristianstad Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk í sigri Kristianstad gegn Alingsås HK í sænska handboltanum. Lokatölur urðu 24-23 fyrir heimamenn í Kristianstad. 24.3.2013 16:35 Sex mörk hjá Ólafi Bjarka í mikilvægum sigri Íslendingaliðið Emsdetten heldur fjögurra stiga forskoti sínu í þýsku B-deildinni í handknattleik. Liðið vann í kvöld erfiðan útisigur, 30-31, gegn Leipzig. 23.3.2013 20:38 Ólafur magnaður í Meistaradeildinni Ólafur Gústafsson fór á kostum í liði Flensburg í dag er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 23.3.2013 17:41 Löwen og Nantes áfram í EHF-bikarnum Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Nantes eru bæði komin áfram í EHF-bikarnum en riðlakeppninni lauk í dag. 23.3.2013 16:35 Frábær sigur á Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann glæstan sigur á sterku liði Svía í dag er liðin mættust í Austurbergi. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna um helgina. 23.3.2013 15:01 HK á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni HK tryggði sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla eftir fjögurra marka sigur á ÍR, 26-22, í Austurbergi í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot á Val og fimm stiga forskot á Aftureldingu þegar aðeins ein umferð er eftir. 21.3.2013 21:16 Akureyringar verða áfram í N1 deildinni Akureyringar tryggðu sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla í handbolta með fjögurra marka sigri á Aftureldingu, 29-25, í fallslag í næst síðustu umferð deildarkeppninnar en spilað var í Höllinni á Akureyri í kvöld. 21.3.2013 21:05 Hamburg fyrsta liðið inn í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar Þýska liðið HSV Hamburg varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeoldarinnar í handbolta. HSV Hamburg komst áfram þrátt fyrir þriggja marka tap á heimavelli á móti slóvenska liðinu Celje Pivovarna Lasko, 28-31. 21.3.2013 20:07 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23 FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn. 21.3.2013 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 19-22 | Valsmenn enn á lífi Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir þriggja marka sigur á deildarmeisturum Hauka, 22-19, á Ásvöllum í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. Valsmenn eiga því ennþá möguleika á því að bjarga sér frá falli úr deildinni. 21.3.2013 19:00 Stórleikur Atla Ævars dugði ekki Atli Ævar Ingólfsson skoraði átta mörk fyrir SönderjyskE í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld en það dugði þó ekki liðinu sem tapaði á móti Team Tvis Holstebro og féll niður í áttaunda sæti deildarinnar. 20.3.2013 21:48 Flensburg vann Ljónin hans Guðmundar Flensburg-Handewitt kom í veg fyrir að Rhein-Neckar Löwen tækist að jafna Kiel að stigum á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Flensburg vann þá þriggja markaheimasigur á lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen, 30-27. Kiel tapaði óvænt fyrir FA Göppingen fyrr í kvöld en Ljónunum mistókst að nýta sér það. Flensburg hefur nú unnið alla heimaleiki sína í vetur. 20.3.2013 20:52 Óvænt tap Kiel í Göppingen Göppingen vann sannfærandi fjögurra marka sigur á toppliði Kiel, 33-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Kiel sat í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn og var búið að vinna fimm deildarleiki í röð. 20.3.2013 19:35 Hrun hjá Guif og fjórða tapið í röð Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif töpuðu fjórða deildarleiknum í röð í kvöld þegar liðið lá á útivelli á móti HK Drott. Guif-liðið hefur hrunið alla leið niður í sjötta sæti deildarinnar en liðið var á toppnum í síðasta mánuði. 19.3.2013 19:39 Ekkert hæft í orðróminum Forráðamenn handknattleiksliðs Croatia Zagreb neita orðrómi þess efnis að búið sé að segja Slavko Goluza, þjálfara liðsins, upp störfum. 19.3.2013 15:49 Stella með tilboð frá SönderjyskE Landsliðskonan Stella Sigurðardóttir úr Fram er með tilboð frá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE undir höndum. Þetta kemur fram á Sport.is. 19.3.2013 12:40 Einar inn fyrir Gústaf Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, verður aðstoðarmaður Ágústs Jóhannssonar með íslenska kvennalandsliðið. 19.3.2013 11:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 24-27 | ÍBV fór upp Eyjamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handbolta og sæti í N1 deild karla á næsta tímabili með öruggum þriggja marka sigri á Stjörnunni, 27-24, í Mýrinni í kvöld. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik með ÍBV á tímabilinu. 18.3.2013 20:45 Florentina kölluð inn í landsliðið Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur kallað Florentinu Stanciu, markvörð ÍBV, inn í æfingarhóp landsliðsins þar sem hún er orðinn íslenskur ríkisborgari. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. 18.3.2013 19:40 Löng bið eftir úrslitakeppninni hjá stelpunum Deildarkeppni N1-deildar kvenna lauk um helgina og nú verða liðin sem komust í úrslitakeppnina að bíða í tæpar þrjár vikur þar til þau spila næsta. 18.3.2013 11:21 Sverre og félagar í slæmum málum Fátt annað en fall blasir við Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði enn einum leiknum í dag. 17.3.2013 20:14 Ólafur frábær í sigri Flensburg Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk þegar að Flensburg vann góðan útisigur á slóvenska liðinu Gorenje Velenje, 28-25. 17.3.2013 20:09 Romero fór á kostum gegn Atletico Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin spiluðu frábæran leik gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og þýska liðið því í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli þeirra. 17.3.2013 18:40 Þórir skoraði þrjú mörk í tapi í Ungverjalandi Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce töpuðu, 26-25, fyrir ungverska liðinu Pick Szeged í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 17.3.2013 15:52 Leikmaður Löwen sleit krossband í hné Guðmundur Guðmundsson og lið hans, Rhein-Neckar Löwen, varð fyrir enn einu áfallinu í gærkvöldi þegar í ljós kom að Marius Steinhauser væri með slitið krossband í hné. 17.3.2013 15:41 Ólafur og Ernir hjá Emsdetten í tvö ár til viðbótar Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson hafa báðir skrifað undir nýjan samning við þýska B-deildarliðið Emsdetten. 16.3.2013 22:18 Stefán Rafn með sjö í stórsigri Löwen Rhein-Neckar Löwen fór létt með slóvakíska liðið Tatran Presov í EHF-keppninni í handbolta í kvöld. Lokatölur voru 36-20, Löwen í vil. 16.3.2013 21:43 Ólafur Bjarki markahæstur í sigri toppliðsins Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sex mörk þegar að lið hans, Emsdetten, vann öruggan sigur á Friesenheim í þýsku B-deildinni í handbolta. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 40 stig. 16.3.2013 20:26 Stórsigur ÍBV á deildarmeisturunum ÍBV vann öruggan ellefu marka sigur á nýkrýndum deildar- og bikarmeisturum Vals, 33-22, í fyrsta leik dagsins í lokaumferð N1-deildar kvenna í handbolta. 16.3.2013 14:05 Landslög hafa engin áhrif Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns. 16.3.2013 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 25-17 | Níundi sigur Fram í röð Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. 16.3.2013 00:01 Kiel ekki í vandræðum með Neuhausen Kiel endurheimti tveggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með öruggum sigri á Neuhausen, 29-21. 16.3.2013 18:17 Þessi lið mætast í úrslitakeppni N1-deildar kvenna Lokaumferð N1-deildar kvenna lauk nú síðdegis og er því ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni sem hefst þann 4. apríl næstkomandi. 16.3.2013 15:38 ÍBV með annan fótinn í efstu deild Nemanja Malovic, sem er í leyfisleysi á Íslandi, skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 25-14, á Þrótti í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-6 fyrir Eyjamenn. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. 15.3.2013 21:53 Aðalsteinn hafði betur í glímunni gegn Rúnari Hannes Jón Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Eisenach sem vann fínan sigur, 18-20, á liði Rúnars Sigtryggssonar, EHV Aue, í kvöld. Lítið var skorað í leiknum og staðan í hálfleik 7-8. 15.3.2013 20:23 Andersson dregur fram landsliðsskóna Sænskir handknattleiksunnendur kættust í dag þegar Kim Andersson ákvað að rífa landsliðsskóna niður úr hillunni. Þar hafa þeir verið síðan eftir ÓL í London. 15.3.2013 18:15 Florentina orðin Íslendingur Handknattleiksmarkvörðurinn Florentina Stanciu hjá ÍBV fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt og hún er því orðin lögleg með íslenska landsliðinu. 15.3.2013 16:56 Ólafur Bjarki á leið til Lemgo Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikstjórnandi þýska b-deildarliðsins Emsdetten og íslenska landsliðsins, er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildina á næsta tímabili því vefsíðan handbolti.org hefur heimildir fyrir því að Ólafur Bjarki sé búinn að gera samkomulag um að spila með Lemgo á næstu leiktíð. 15.3.2013 15:52 Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. 15.3.2013 12:34 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15.3.2013 07:00 Gunnar og félagar fyrstir til að vinna PSG Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Nantes urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að vinna Paris Saint-Germain í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Nantes-liðið vann leikinn 26-24 en PSG var búið að vinna 17 fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu. 14.3.2013 21:43 Sjá næstu 50 fréttir
Annar sigur á Svíum Helgin var góð hjá íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik en það vann tvo góða sigra á Svíum. Þann síðari í dag, 30-27. 24.3.2013 18:40
Stöngin út hjá Berlin sem féll úr leik Lærisveinar Dags Sigurðssonar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir grátlegt tap, 26-27, á heimavelli gegn Atletico Madrid. 24.3.2013 18:29
Wetzlar glutraði niður góðu forskoti Íslendingaliðið Wetzlar gerði jafntefli, 29-29, gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. 24.3.2013 18:21
Þórir fór á kostum og Kielce komst áfram Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce komust í dag í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið lagði þá ungverska liðið Pick Szeged, 32-27. 24.3.2013 17:43
Ólafur skoraði tvö mörk í sigri Kristianstad Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk í sigri Kristianstad gegn Alingsås HK í sænska handboltanum. Lokatölur urðu 24-23 fyrir heimamenn í Kristianstad. 24.3.2013 16:35
Sex mörk hjá Ólafi Bjarka í mikilvægum sigri Íslendingaliðið Emsdetten heldur fjögurra stiga forskoti sínu í þýsku B-deildinni í handknattleik. Liðið vann í kvöld erfiðan útisigur, 30-31, gegn Leipzig. 23.3.2013 20:38
Ólafur magnaður í Meistaradeildinni Ólafur Gústafsson fór á kostum í liði Flensburg í dag er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 23.3.2013 17:41
Löwen og Nantes áfram í EHF-bikarnum Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Nantes eru bæði komin áfram í EHF-bikarnum en riðlakeppninni lauk í dag. 23.3.2013 16:35
Frábær sigur á Svíum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann glæstan sigur á sterku liði Svía í dag er liðin mættust í Austurbergi. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna um helgina. 23.3.2013 15:01
HK á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni HK tryggði sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla eftir fjögurra marka sigur á ÍR, 26-22, í Austurbergi í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot á Val og fimm stiga forskot á Aftureldingu þegar aðeins ein umferð er eftir. 21.3.2013 21:16
Akureyringar verða áfram í N1 deildinni Akureyringar tryggðu sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla í handbolta með fjögurra marka sigri á Aftureldingu, 29-25, í fallslag í næst síðustu umferð deildarkeppninnar en spilað var í Höllinni á Akureyri í kvöld. 21.3.2013 21:05
Hamburg fyrsta liðið inn í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar Þýska liðið HSV Hamburg varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeoldarinnar í handbolta. HSV Hamburg komst áfram þrátt fyrir þriggja marka tap á heimavelli á móti slóvenska liðinu Celje Pivovarna Lasko, 28-31. 21.3.2013 20:07
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23 FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn. 21.3.2013 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 19-22 | Valsmenn enn á lífi Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir þriggja marka sigur á deildarmeisturum Hauka, 22-19, á Ásvöllum í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. Valsmenn eiga því ennþá möguleika á því að bjarga sér frá falli úr deildinni. 21.3.2013 19:00
Stórleikur Atla Ævars dugði ekki Atli Ævar Ingólfsson skoraði átta mörk fyrir SönderjyskE í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld en það dugði þó ekki liðinu sem tapaði á móti Team Tvis Holstebro og féll niður í áttaunda sæti deildarinnar. 20.3.2013 21:48
Flensburg vann Ljónin hans Guðmundar Flensburg-Handewitt kom í veg fyrir að Rhein-Neckar Löwen tækist að jafna Kiel að stigum á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Flensburg vann þá þriggja markaheimasigur á lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen, 30-27. Kiel tapaði óvænt fyrir FA Göppingen fyrr í kvöld en Ljónunum mistókst að nýta sér það. Flensburg hefur nú unnið alla heimaleiki sína í vetur. 20.3.2013 20:52
Óvænt tap Kiel í Göppingen Göppingen vann sannfærandi fjögurra marka sigur á toppliði Kiel, 33-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Kiel sat í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn og var búið að vinna fimm deildarleiki í röð. 20.3.2013 19:35
Hrun hjá Guif og fjórða tapið í röð Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif töpuðu fjórða deildarleiknum í röð í kvöld þegar liðið lá á útivelli á móti HK Drott. Guif-liðið hefur hrunið alla leið niður í sjötta sæti deildarinnar en liðið var á toppnum í síðasta mánuði. 19.3.2013 19:39
Ekkert hæft í orðróminum Forráðamenn handknattleiksliðs Croatia Zagreb neita orðrómi þess efnis að búið sé að segja Slavko Goluza, þjálfara liðsins, upp störfum. 19.3.2013 15:49
Stella með tilboð frá SönderjyskE Landsliðskonan Stella Sigurðardóttir úr Fram er með tilboð frá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE undir höndum. Þetta kemur fram á Sport.is. 19.3.2013 12:40
Einar inn fyrir Gústaf Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, verður aðstoðarmaður Ágústs Jóhannssonar með íslenska kvennalandsliðið. 19.3.2013 11:14
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 24-27 | ÍBV fór upp Eyjamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handbolta og sæti í N1 deild karla á næsta tímabili með öruggum þriggja marka sigri á Stjörnunni, 27-24, í Mýrinni í kvöld. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik með ÍBV á tímabilinu. 18.3.2013 20:45
Florentina kölluð inn í landsliðið Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur kallað Florentinu Stanciu, markvörð ÍBV, inn í æfingarhóp landsliðsins þar sem hún er orðinn íslenskur ríkisborgari. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. 18.3.2013 19:40
Löng bið eftir úrslitakeppninni hjá stelpunum Deildarkeppni N1-deildar kvenna lauk um helgina og nú verða liðin sem komust í úrslitakeppnina að bíða í tæpar þrjár vikur þar til þau spila næsta. 18.3.2013 11:21
Sverre og félagar í slæmum málum Fátt annað en fall blasir við Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði enn einum leiknum í dag. 17.3.2013 20:14
Ólafur frábær í sigri Flensburg Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk þegar að Flensburg vann góðan útisigur á slóvenska liðinu Gorenje Velenje, 28-25. 17.3.2013 20:09
Romero fór á kostum gegn Atletico Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin spiluðu frábæran leik gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og þýska liðið því í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli þeirra. 17.3.2013 18:40
Þórir skoraði þrjú mörk í tapi í Ungverjalandi Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce töpuðu, 26-25, fyrir ungverska liðinu Pick Szeged í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 17.3.2013 15:52
Leikmaður Löwen sleit krossband í hné Guðmundur Guðmundsson og lið hans, Rhein-Neckar Löwen, varð fyrir enn einu áfallinu í gærkvöldi þegar í ljós kom að Marius Steinhauser væri með slitið krossband í hné. 17.3.2013 15:41
Ólafur og Ernir hjá Emsdetten í tvö ár til viðbótar Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson hafa báðir skrifað undir nýjan samning við þýska B-deildarliðið Emsdetten. 16.3.2013 22:18
Stefán Rafn með sjö í stórsigri Löwen Rhein-Neckar Löwen fór létt með slóvakíska liðið Tatran Presov í EHF-keppninni í handbolta í kvöld. Lokatölur voru 36-20, Löwen í vil. 16.3.2013 21:43
Ólafur Bjarki markahæstur í sigri toppliðsins Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sex mörk þegar að lið hans, Emsdetten, vann öruggan sigur á Friesenheim í þýsku B-deildinni í handbolta. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 40 stig. 16.3.2013 20:26
Stórsigur ÍBV á deildarmeisturunum ÍBV vann öruggan ellefu marka sigur á nýkrýndum deildar- og bikarmeisturum Vals, 33-22, í fyrsta leik dagsins í lokaumferð N1-deildar kvenna í handbolta. 16.3.2013 14:05
Landslög hafa engin áhrif Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns. 16.3.2013 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 25-17 | Níundi sigur Fram í röð Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. 16.3.2013 00:01
Kiel ekki í vandræðum með Neuhausen Kiel endurheimti tveggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með öruggum sigri á Neuhausen, 29-21. 16.3.2013 18:17
Þessi lið mætast í úrslitakeppni N1-deildar kvenna Lokaumferð N1-deildar kvenna lauk nú síðdegis og er því ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni sem hefst þann 4. apríl næstkomandi. 16.3.2013 15:38
ÍBV með annan fótinn í efstu deild Nemanja Malovic, sem er í leyfisleysi á Íslandi, skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 25-14, á Þrótti í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-6 fyrir Eyjamenn. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk. 15.3.2013 21:53
Aðalsteinn hafði betur í glímunni gegn Rúnari Hannes Jón Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Eisenach sem vann fínan sigur, 18-20, á liði Rúnars Sigtryggssonar, EHV Aue, í kvöld. Lítið var skorað í leiknum og staðan í hálfleik 7-8. 15.3.2013 20:23
Andersson dregur fram landsliðsskóna Sænskir handknattleiksunnendur kættust í dag þegar Kim Andersson ákvað að rífa landsliðsskóna niður úr hillunni. Þar hafa þeir verið síðan eftir ÓL í London. 15.3.2013 18:15
Florentina orðin Íslendingur Handknattleiksmarkvörðurinn Florentina Stanciu hjá ÍBV fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt og hún er því orðin lögleg með íslenska landsliðinu. 15.3.2013 16:56
Ólafur Bjarki á leið til Lemgo Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikstjórnandi þýska b-deildarliðsins Emsdetten og íslenska landsliðsins, er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildina á næsta tímabili því vefsíðan handbolti.org hefur heimildir fyrir því að Ólafur Bjarki sé búinn að gera samkomulag um að spila með Lemgo á næstu leiktíð. 15.3.2013 15:52
Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. 15.3.2013 12:34
Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15.3.2013 07:00
Gunnar og félagar fyrstir til að vinna PSG Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Nantes urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að vinna Paris Saint-Germain í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Nantes-liðið vann leikinn 26-24 en PSG var búið að vinna 17 fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu. 14.3.2013 21:43