Fleiri fréttir

Annar sigur á Svíum

Helgin var góð hjá íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik en það vann tvo góða sigra á Svíum. Þann síðari í dag, 30-27.

Þórir fór á kostum og Kielce komst áfram

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce komust í dag í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið lagði þá ungverska liðið Pick Szeged, 32-27.

Ólafur magnaður í Meistaradeildinni

Ólafur Gústafsson fór á kostum í liði Flensburg í dag er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Frábær sigur á Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann glæstan sigur á sterku liði Svía í dag er liðin mættust í Austurbergi. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna um helgina.

HK á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni

HK tryggði sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla eftir fjögurra marka sigur á ÍR, 26-22, í Austurbergi í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. HK hefur þar með fjögurra stiga forskot á Val og fimm stiga forskot á Aftureldingu þegar aðeins ein umferð er eftir.

Akureyringar verða áfram í N1 deildinni

Akureyringar tryggðu sér áframhaldandi sæti í N1 deild karla í handbolta með fjögurra marka sigri á Aftureldingu, 29-25, í fallslag í næst síðustu umferð deildarkeppninnar en spilað var í Höllinni á Akureyri í kvöld.

Hamburg fyrsta liðið inn í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar

Þýska liðið HSV Hamburg varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeoldarinnar í handbolta. HSV Hamburg komst áfram þrátt fyrir þriggja marka tap á heimavelli á móti slóvenska liðinu Celje Pivovarna Lasko, 28-31.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 25-23

FH tryggði sér annað sætið í N1 deild karla í handbolta í vetur eftir tveggja marka sigur á Fram, 25-23, í Kaplakrika í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar en liðin voru jöfn í öðru til þriðja sæti fyrir leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 19-22 | Valsmenn enn á lífi

Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla eftir þriggja marka sigur á deildarmeisturum Hauka, 22-19, á Ásvöllum í kvöld í næstsíðustu umferð deildarinnar. Valsmenn eiga því ennþá möguleika á því að bjarga sér frá falli úr deildinni.

Stórleikur Atla Ævars dugði ekki

Atli Ævar Ingólfsson skoraði átta mörk fyrir SönderjyskE í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld en það dugði þó ekki liðinu sem tapaði á móti Team Tvis Holstebro og féll niður í áttaunda sæti deildarinnar.

Flensburg vann Ljónin hans Guðmundar

Flensburg-Handewitt kom í veg fyrir að Rhein-Neckar Löwen tækist að jafna Kiel að stigum á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Flensburg vann þá þriggja markaheimasigur á lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen, 30-27. Kiel tapaði óvænt fyrir FA Göppingen fyrr í kvöld en Ljónunum mistókst að nýta sér það. Flensburg hefur nú unnið alla heimaleiki sína í vetur.

Óvænt tap Kiel í Göppingen

Göppingen vann sannfærandi fjögurra marka sigur á toppliði Kiel, 33-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Kiel sat í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn og var búið að vinna fimm deildarleiki í röð.

Hrun hjá Guif og fjórða tapið í röð

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif töpuðu fjórða deildarleiknum í röð í kvöld þegar liðið lá á útivelli á móti HK Drott. Guif-liðið hefur hrunið alla leið niður í sjötta sæti deildarinnar en liðið var á toppnum í síðasta mánuði.

Ekkert hæft í orðróminum

Forráðamenn handknattleiksliðs Croatia Zagreb neita orðrómi þess efnis að búið sé að segja Slavko Goluza, þjálfara liðsins, upp störfum.

Stella með tilboð frá SönderjyskE

Landsliðskonan Stella Sigurðardóttir úr Fram er með tilboð frá danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE undir höndum. Þetta kemur fram á Sport.is.

Einar inn fyrir Gústaf

Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, verður aðstoðarmaður Ágústs Jóhannssonar með íslenska kvennalandsliðið.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 24-27 | ÍBV fór upp

Eyjamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handbolta og sæti í N1 deild karla á næsta tímabili með öruggum þriggja marka sigri á Stjörnunni, 27-24, í Mýrinni í kvöld. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik með ÍBV á tímabilinu.

Florentina kölluð inn í landsliðið

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur kallað Florentinu Stanciu, markvörð ÍBV, inn í æfingarhóp landsliðsins þar sem hún er orðinn íslenskur ríkisborgari. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

Ólafur frábær í sigri Flensburg

Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk þegar að Flensburg vann góðan útisigur á slóvenska liðinu Gorenje Velenje, 28-25.

Romero fór á kostum gegn Atletico

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin spiluðu frábæran leik gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og þýska liðið því í góðum málum fyrir síðari leikinn sem fram fer á heimavelli þeirra.

Leikmaður Löwen sleit krossband í hné

Guðmundur Guðmundsson og lið hans, Rhein-Neckar Löwen, varð fyrir enn einu áfallinu í gærkvöldi þegar í ljós kom að Marius Steinhauser væri með slitið krossband í hné.

Ólafur Bjarki markahæstur í sigri toppliðsins

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sex mörk þegar að lið hans, Emsdetten, vann öruggan sigur á Friesenheim í þýsku B-deildinni í handbolta. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 40 stig.

Stórsigur ÍBV á deildarmeisturunum

ÍBV vann öruggan ellefu marka sigur á nýkrýndum deildar- og bikarmeisturum Vals, 33-22, í fyrsta leik dagsins í lokaumferð N1-deildar kvenna í handbolta.

Landslög hafa engin áhrif

Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns.

ÍBV með annan fótinn í efstu deild

Nemanja Malovic, sem er í leyfisleysi á Íslandi, skoraði fjögur mörk fyrir ÍBV í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 25-14, á Þrótti í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-6 fyrir Eyjamenn. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með átta mörk.

Aðalsteinn hafði betur í glímunni gegn Rúnari

Hannes Jón Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Eisenach sem vann fínan sigur, 18-20, á liði Rúnars Sigtryggssonar, EHV Aue, í kvöld. Lítið var skorað í leiknum og staðan í hálfleik 7-8.

Andersson dregur fram landsliðsskóna

Sænskir handknattleiksunnendur kættust í dag þegar Kim Andersson ákvað að rífa landsliðsskóna niður úr hillunni. Þar hafa þeir verið síðan eftir ÓL í London.

Florentina orðin Íslendingur

Handknattleiksmarkvörðurinn Florentina Stanciu hjá ÍBV fékk í dag íslenskan ríkisborgararétt og hún er því orðin lögleg með íslenska landsliðinu.

Ólafur Bjarki á leið til Lemgo

Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikstjórnandi þýska b-deildarliðsins Emsdetten og íslenska landsliðsins, er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildina á næsta tímabili því vefsíðan handbolti.org hefur heimildir fyrir því að Ólafur Bjarki sé búinn að gera samkomulag um að spila með Lemgo á næstu leiktíð.

Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn

Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi.

Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi

Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins.

Gunnar og félagar fyrstir til að vinna PSG

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Nantes urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að vinna Paris Saint-Germain í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Nantes-liðið vann leikinn 26-24 en PSG var búið að vinna 17 fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir