Fleiri fréttir

Þróttarar með þrjá sigra í röð í 1. deildinni

Hjörvar Hermannsson tryggði Þrótti 1-0 sigur á KA í 1. deild karla í kvöld en með sigrinum komust Þróttarar upp að hlið Hauka í 2. til 3. sæti deildarinnar. Haukar halda samt öðru sætinu á markatölu.

Jón Guðni: Var sanngjarnt

„Við tökum stigið sáttir en þau hefða getað og mátt vera þrjú í dag. Þeir fá kannski færi líka til að klára þetta þannig að ég held að þetta hafi verið sanngjarnt,“ sagði varnarmaðurinn öflugi Jón Guðni Fjóluson eftir að Fram og Breiðblik gerðu 1-1 jafntefli á Kópavogsvelli í kvöld.

Ólafur: Alls ekki sáttur

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagðist ekki geta annað en tekið stiginu sem fékkst með jafntefli Breiðabliks gegn Fram á heimavelli í kvöld en var alls ekki sáttur við leik sinna manna.

Heimir: Hefðum átt að skora allavega fjögur

Heimir Hallgrímsson, hinn geðþekki tannlæknir og þjálfari ÍBV, brosti þrátt fyrir allt eftir 2-1 tap í kvöld. Ef til vill fannst honum grátbroslegt að nýta ekki eitthvað af dauðafærunum sem liðið hans fékk í tapinu gegn Þór.

Páll: Auðvitað vorum við heppnir

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, viðurkenndi að liðið sitt hefði verið heppið að vinna ÍBV í kvöld. Þórsarar lönduðu karaktersigri, 2-1.

Skagamenn rasskelltu strákana hans Gaua Þórðar fyrir vestan

Skagamenn unnu 6-0 stórsigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í kvöld og styrktu um leið stöðu sína á toppi 1. deildar karla. Skagamenn töpuðu sínum fyrstu stigum í leiknum á undan en mættu grimmir vestur í kvöld og rasskelltu strákana hans Gaua Þórðar.

Engir Úgandamenn með ÍBV-liðinu í kvöld

Þór og ÍBV verða án margra leikmanna þegar þau mætast í Pepsi-deild karla á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld. Þrír leikmenn Þórsliðsins eru í agabanni og tveir landsliðsmenn Úganda komust ekki til landsins í tæka tíð eftir að hafa spilað á móti Gínea-Bissá um helgina.

Umfjöllun: Srjdan landaði sigrinum

Þórsarar unnu virkilega góðan sigur á ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld. Þeir geta þakkað Srjdan Rajkovic markmanni sínum fyrir stigin þrjú en hann átti magnaðan leik í 2-1 sigrinum.

Fylkismenn fögnuðu í Fossvoginum - myndir

Fylkismenn menn fara í EM-fríið með tvo sigra í röð á bakinu eftir að þeir unnu 3-1 sigur á Víkingum í Víkinni í gærkvöldi. Fylkir verður því í hópi efstu liða deildarinnar þegar mótið hefst á nýjan leik í lok mánaðarins.

Ólafur: Flottur leikur

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var ákaflega ánægður og stoltur af sínu liðið eftir glæsilegan 3-1 sigur á Víkingum í kvöld á Víkingsvellinum.

Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann

Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi.

Andri: Mætum af krafti eftir frí

Andri Marteinsson þjálfari Víkings var ekki í neinum vafa um það hver vendipunkturinn í tapinu gegn Fylki í kvöld var. Það var glæsimark Baldurs Bett aðeins mínútu eftir að Víkingar höfðu jafnað metin í upphafi seinni hálfleiks.

Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta

Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar.

Staða HK versnar enn eftir tap á Selfossi - markalaust í Ólafsvík

Selfyssingar fögnuðu langþráðum heimasigri í kvöld þegar þeir unnu 4-2 sigur á HK í 5. umferð 1. deildar karla. Selfyssingar höfðu ekki fengið stig í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum í sumar a móti Fjölni og ÍA en tryggðu sér mikilvægan sigur í kvöld.

Umfjöllun: Fylkir áfram á góðri siglingu

Fylkir gerði góða ferð á Víkingsvöll í kvöld þar sem liðið lagði heimamenn í Víking sannfærandi 3-1. Fylkir var betra liðið nær allan leikinn og þegar Víkingar komu sér inn í hann með jöfnunarmarki svöruðu gestirnir jafnharðan í tvígang og gerðu út um leikinn.

Jón Guðni spilar með Fram á morgun

"Ég var með nokkur tilboð líka frá Norðurlöndunum en ekkert sem var að heilla mig. Að fara hingað er fínt næsta skref fyrir mig," sagði Jón Guðni Fjóluson sem í dag skrifaði undir samning við belgíska úrvalsdeildarfélagið Germinal Beerschot.

Jón Guðni búinn að semja við lið í Belgíu

Framarar urðu fyrir miklu áfalli í dag þegar lykilmaður liðsins, Jón Guðni Fjóluson, skrifaði undir þriggja ára samning við belgíska félagið Germinal Beerschot. Samningurinn gildir frá og með 1. júlí næstkomandi. Jón Guðni mun væntanlega spila með Fram þar til hann fer út.

Umfjöllun: Fyrsti sigur Stjörnunnar í Garðabæ í sumar

Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig.

Stefán Logi í markinu - Rúrik og Indriði ekki með

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, staðfesti á blaðamannafundi nú síðdegis að Stefán Logi Magnússon muni standa á milli stanganna í landsleik Íslands og Dana annað kvöld.

Valitor-bikar kvenna: Valur sækir Blika heim

Nú í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit Valitor-bikars kvenna. Pepsi-deildarliðin tíu koma inn í keppnina núna en sex lið þurftu að vinna sér sæti í 16-liða úrslitunum.

Skagamenn töpuðu fyrstu stigunum - HK eitt á botninum

Víkingar úr Ólafsvík urðu fyrstir til þess að taka stig af Skagamönnum í 1. deild karla í fótbolta en 4. umferðinni lauk með fjórum leikjum í kvöld. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði ÍA-liðinu 1-1 jafntefli á móti Víkingi með sínu þriðja marki í sumar.

Ráku fyrst pabbann og réðu son hans síðan sem þjálfara

Halldór Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari Tindastóls/Hvatar í 2. deildinni en hann tekur við af Sigurði Halldórssyni föður sínum sem var sagt upp fyrr í vikunni. Þetta kemur fram á heimsíðu Tindastóls.

Kristján Finnboga hélt hreinu á móti lærisveinum Gaua Þórðar

Kristján Finnbogason, fertugur markvörður Gróttu, hélt hreinu á móti lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík í leik liðanna í 1. deild karla í dag. Grótta vann leikinn 1-0 og fagnaði þar með fyrsta sigri sínum í deildinni í sumar.

Viktor Unnar meiddist á æfingu

Viktor Unnar Illugason var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa lent í samstuði á æfingu með Breiðabliki í gær.

Björgólfur fluttur burt í sjúkrabíl eftir æfingu

Víkingar urðu fyrir miklu áfalli í kvöld þegar framherjinn Björgólfur Takefusa meiddi sig illa á æfingu liðsins. Björgólfur meiddist á hné á æfingunni og var fluttur á brott í sjúkrabíl.

Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu

Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir.

Jóhannes Karl: Eitt stig er engan veginn nógu gott

Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Breiðabliks, þurfti að sætta sig við 2-0 tap síns liðs á heimavelli á móti nýliðum ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Blikakonur hafa þar með aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum í fyrstu þremur umferðunum.

Birna Berg: Það þýðir ekkert að hætta núna

Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í ÍBV-liðinu hafa byrjað frábærlega í sumar en nýliðarnir í Pepsi-deild kvenna eru með fullt hús eftir fyrstu þrjár umferðirnar. ÍBV vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld en hafði unnið tvo 5-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum.

Greta Mjöll: Þurfum bara að spila eins og við getum

Greta Mjöll Samúelsdóttir og félagar hennar í Breiðablik náðu ekki að nýta sér gott spil út á velli á móti nýliðum ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. ÍBV vann leikinn 2-0 og eru Blikakonur því aðeins með eitt stig af níu mögulegum en nýliðarnir eru einir á toppnum með fullt hús.

Eyjastúlkur áfram með fullt hús eftir sigur á Blikum

Nýliðar ÍBV héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna og tryggðu sér aftur toppsætið með 2-0 sigri á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld. Eyjakonur eru eina liðið í deildinni með fullt hús eftir þrjár umferðir og tók toppsæti aftur af Íslandsmeisturum Vals sem höfðu tekið það af þeim í gær. Blikakonur sitja hinsvegar áfram í hópi neðstu liða með aðeins eitt stig í húsi af níu mögulegum.

Víkingar ósáttir við bann Abdulahi: Þetta er algjört bull

Víkingar eru vægast sagt svekktir út í aganefnd KSÍ sem dæmdi leikmann þeirra, Denis Abdulahi, í tveggja leikja bann fyrir brot sem átti sér stað í bikarleik gegn KV. Í uppbótartíma lenti Abdulahi saman við einn leikmann KV, þeir settu höfuðin saman og Abdulahi var sendur af velli.

Halldór Orri: Ekki viljaverk

Halldór Orri Björnsson segir að hann hafi einfaldlega verið að klóra sér í hausnum þegar hann gekk af velli í leik með Stjörnunni á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir