Fleiri fréttir

„Byrjuðu að öskra nafnið hans og hvað þeir elskuðu hann“

„Ég hef aldrei upplifað svona stemningu. Maður komst varla heim og sá bara ekki fyrir sér að fagnaðarlætin myndu taka nokkurn enda,“ segir Andri Már Rúnarsson sem var svo heppinn að vera staddur á Dómkirkjutorginu í Mílanó þegar Ítalir fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í fótbolta.

Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað?

Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn!

Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna

England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft

Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum.

„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“

Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld.

„Verður sárt það sem eftir lifir ferilsins“

Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, var að vonum niðurbrotinn eftir tap Englands í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum.

„Hann kemur til Rómar“

Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni.

Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti.

Dýrkeyptar skiptingar Southgate

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu.

Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni

Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan.

Aldrei verið skorað eins snemma

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, kom þeim ensku yfir í úrslitum Evrópumótsins snemma leiks. England leiðir 1-0 í hálfleik á Wembley í Lundúnum.

Ítalska liðið heldur í hefðirnar

Fótboltamenn og íþróttafólk almennt á það til að vera mjög vanafast og í raun hjátrúafullt. Þetta hefur ítalska landsliðið í knattspyrnu sannað það sem af er Evrópumótinu í fótbolta.

Segir Conor Coa­dy leik­mann mótsins

Val Steve Holland, aðstoðarþjálfara Englands, á besta leikmanni Evrópumótsins í fótbolta kom töluvert á óvart en að hans mati er Conor Coady, leikmaður Wolves, besti leikmaður Englands til þessa. Coady hefur ekkert spilað á mótinu.

Loksins vann Messi titil með Argentínu

Argentína vann Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á Brasilíu í nótt. Er þetta fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu.

Sagan ekki með Eng­lendingum

Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld.

Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“

Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld.

Bara síðasti sentímetrinn eftir

Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi leik liðsins við England í úrslitum Evrópumótsins í kvöld. Þetta kann að vera hans síðasti séns til að vinna titil á stórmóti.

Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið

Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld.

Elísabet drottning sendi kveðju til landsliðsins

Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, sendi hamingjuóskir og baráttukveðjur til Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og enska liðsins í aðdraganda úrslitaleiks liðsins á EM við Ítalíu á Wembley annað kvöld.

Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley

Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun.

Viðar Ari á skotskónum annan leikinn í röð

Viðar Ari Jónsson skoraði annað mark Sandefjord í 2-0 sigri á Sarpsborg í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Viðar skoraði þar með í öðrum leiknum í röð í deildinni.

Bræður framlengja við KA

Í dag framlengdu bræðurnir Hallgímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir báðir samning sínum við KA. Þeir eru nú báðir samningsbundnir félaginu út sumarið 2023.

Ingibjörg og Amanda steinlágu í norska boltanum

Fjórum leikjum er nú lokið í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir komu báðar við sögu þegar að lið þeirra, Vålerenga tapaði 3-0 gegn Sandviken.

Ian Jeffs tekur við ÍBV

Ian Jeffs er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá ÍBV. Jeffs mun stýra liðinu út leiktíðina, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins karlamegin.

Sjá næstu 50 fréttir