Fleiri fréttir

Enn missa Skotar menn í meiðsli

Alls hafa nú sex leikmenn þurft að draga sig úr skoska landsliðshópnum sem mætir Makedóníu og Íslandi í undankeppni HM 2010. Í dag duttu þrír úr hópnum.

Curbishley sakar stjórn West Ham um trúnaðarbrest

Alan Curbishley sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gegn um samtök knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis þar sem hann gefur upp ástæðu fyrir óvæntri uppsögn sinni hjá West Ham í dag.

Gill: Campbell verður ekki seldur

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, segir að félagið muni alls ekki selja framherjann unga Frazier Campbell sem lánaður var til Tottenham í tengslum við kaup United á Dimitar Berbatov.

Keegan í fýlu vegna Michael Owen?

Breska blaðið Sun telur sig hafa fundið ástæðuna fyrir dramatíkinni sem á sér stað í herbúðum Newcastle um þessar mundir þar sem krísufundir standa nú yfir vegna framtíðar Kevin Keegan knattspyrnustjóra.

Treyjusala þrefaldaðist hjá City

Stuðningsmenn Manchester City virðast vera hrifnir af framvindu mála hjá félaginu síðustu daga ef marka má treyjusölu. Þrefalt fleiri treyjur seldust i gær en á venjulegum degi og þorri stuðningsmanna félagsins merkti treyju sína nýjasta leikmanni félagsins, Robinho.

Recoba til Blackburn?

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Blackburn sé við það að gera samning við framherjann Alvaro Recoba sem áður lék með Inter Milan.

Milito neitaði Tottenham

Argentínski framherjinn Diego Milito er yfir sig ánægður með að hafa snúið aftur til ítalska liðsins Genoa og segir það draum fyrir sig. Milito var áður hjá Zaragoza á Spáni en neitaði tilboði Tottenham um að fara til Lundúna að spila.

Antti Niemi leggur hanskana á hilluna

Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham hefur tilkynnt að hann hafi lagt hanskana á hilluna vegna meiðsla. Niemi er 36 ára og ætlaði að hætta í lok tímabils, en hefur þurft að flýta þeirri ákvörðun vegna meiðsla sinna.

Sakar forráðamenn Tottenham um hræsni

Forseti spænska knattspyrnufélagsins Sevilla segir að stjórnarformaður Tottenham sé hræsnari sem hafi fengið mátulega á baukinn þegar hann missti þá Dimitar Berbatov og Robbie Keane frá félaginu í sumar.

Mike Phelan aðstoðar Ferguson

Manchester United hefur ráðið Mike Phelan sem aðstoðarknattspyrnustjóra Sir Alex Ferguson hjá félaginu og tekur hann þar með við af Carlos Queiroz sem ráðinn var landsliðsþjálfari Portúgala í sumar.

Keegan fundar með Newcastle

Forráðamenn Newcastle funda nú með Kevin Keegan til að reyna að greiða úr framtíð knattspyrnustjórans hjá félaginu. Hann hefur hvorki sagt upp störfum né verið rekinn eins og fram kom í enskum fjölmiðlum í gær.

Gravesen í tveggja leikja bann

Sex leikmenn úr Landsbankadeild karla voru úrskurðaðir í leikbann af Aga- og Úrskurðarnefnd KSÍ eftir fund í gær. Daninn Peter Gravesen hjá Fylki fékk tveggja leikja bann eftir að hafa fengið 8 áminningar í sumar.

Ballack missir af leikjum Þjóðverja

Miðjumaðurinn Michael Ballack mun ekki leika með landsliði Þjóðverja þegar það spilar við Liechtenstein og Finna í undankeppni HM á næstu dögum vegna meiðsla.

Ronaldo orðaður við Flamengo

Fjölmiðlar í Brasilíu slá því föstu að framherjinn Ronaldo muni ganga í raðir Flamengo í heimalandinu um leið og hann nær sér eftir hnéuppskurð. Samningur Ronaldo við AC Milan rann út í sumar og sagt er að hann hafi þegar samþykkt að snúa aftur til heimalandsins eftir 15 ára fjarveru.

Totti með nýjan samning á borðinu

Svo gæti farið að Francesco Totti næði þeim sjaldgæfa áfanga að vera samningsbundinn félagi sínu í aldarfjórðung. Sú verður líklega raunin ef hann skrifar undir nýjan samning sem sagður er liggja á borðinu fyrir hann hjá Roma á Ítalíu.

Gerrard ætti að ná leiknum við United

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist vongóður um að fyrirliðinn Steven Gerrard verði búinn að ná sér af nárameiðslum sínum þegar liðið mætir erkifjendum sínum í Manchester United þann 13. september.

Landsliðið fellur á lista FIFA

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram að þokast niður styrkleikalista FIFA og situr í 107. sæti á listanum sem birtur var í dag.

Berbatov: Var ekki að eltast við peninga

Framherjinn Dimitar Berbatov segir að hann hafi ekki verið að eltast við peninga þegar hann ákvað að ganga í raðir Manchester United - hann hafi fyrst og fremst langað að spila fyrir stærsta knattspyrnufélag í heimi.

Konan fékk leiða á að hafa mig heima

Skagamenn eygja veika von um að forðast fall úr Landsbankadeildinni. Þeir unnu aðeins sinn annan leik í sumar gegn Val á dögunum. Þar fór á kostum gamla brýnið Kári Steinn Reynisson sem hefur tekið skóna niður úr hillunni líkt og Pálmi Haraldsson.

West Ham að styrkja sig

West Ham hefur fengið ítalska sóknarmanninn David di Michele og Kongómanninn Herita Ilunga á lánssamningum út tímabilið. Enska knattspyrnusambandið á þó enn eftir að staðfesta skiptin.

ÍR og GRV upp í Landsbankadeildina

Ljóst er að ÍR og GRV leika í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð. Liðin taka sæti Fjölnis og HK/Víkings sem þegar eru fallin úr Landsbankadeildinni.

Framtíð Keegan í óvissu - Hefur ekki verið rekinn

Framtíð Kevin Keegan sem knattspyrnustjóri Newcastle er í mikilli óvissu. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla er Keegan hættur hjá félaginu. Stjórn Newcastle hefur hinsvegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að hann hafi ekki verið rekinn.

Mourinho: Quaresma var efstur á óskalistanum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter, er himinlifandi með að hafa gengið frá kaupunum á portúgalska vængmanninum Ricardo Quaresma frá Porto. Mourinho segir að Quaresma hafi verið efstur á óskalista sínum.

Leikmenn keyptir fyrir 75 milljarða

Félögin í ensku úrvalsdeildinni settu nýtt met í sumar þegar keyptir voru leikmenn fyrir 75 milljarða króna. Þetta er um 5 milljörðum hærri tala en verslað var fyrir í síðasta glugga.

Býður City 20 milljarða í Ronaldo í janúar?

Sulaiman Al-Fahim, eigandi Manchester City, segir ekkert því til fyrirstöðu að félagið geri grönnum sínum í Manchester United stjarnfræðilegt kauptilboð í Cristiano Ronaldo í janúar.

Keegan hættur hjá Newcastle

Kevin Keegan hefur hætt störfum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle eftir aðeins rúmlega hálft ár í starfi.

Theodór Elmar út - Jónas Guðni inn

Nokkur skörð verða höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Skotum og nú er ljóst að Theodór Elmar Bjarnason getur ekki gefið kost á sér vegna meiðsla.

Þrír leikmenn detta úr hópi Skota

Þrír leikmenn hafa dregið sig úr landsliðshópi Skota fyrir leikina gegn Makedóníu og Íslandi í undankeppni HM dagana 6. og 10. september.

Larsson ber fyrirliðabandið í 100. leiknum

Framherjinn Henrik Larsson mun verða fyrirliði sænska landsliðsins þegar það sækir Albani heim í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á laugardaginn. Þetta verður 100. landsleikur þessa frábæra markaskorara.

Nesta að hætta?

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því í dag að svo gæti farið að ítalski miðvörðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan muni leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar.

Ajax neitaði risatilboðum í Huntelaar

Forráðamenn hollenska knattspyrnufélagsins Ajax hafa staðfest að þeir hafi neitað tveimur risatilboðum í framherjann Klaas-Jan Huntelaar fyrir lokun félagaskiptagluggans í gær.

Guðmundur Steinarsson í landsliðið

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið Guðmund Steinarsson úr Keflavík í hóp sinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Skotum í undankeppni HM og kemur hann inn í stað Ólafs Inga Skúlasonar sem er meiddur.

Arsenal reyndi að næla í Alonso á síðustu stundu

Breska blaðið Independent greinir frá því í dag að Arsenal hafi gert 14 milljón punda tilboð í spænska landsliðsmiðjumanninn Xabi Alonso hjá Liverpool á síðustu stundu fyrir lokun félagaskiptagluggans í gær.

Riise skrifaði stuðningsmönnum Liverpool

Norðmaðurinn John Arne Riise hefur ritað stuðningsmönnum Liverpool opið bréf sem birtist á heimasíðu félagsins. Þar þakkar varnarmaðurinn "bestu stuðningsmönnum í heimi" fyrir stuðninginn í þau sjö ár sem hann spilaði með Liverpool.

Ramos ósáttur við félagaskiptagluggann

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segir að félagaskiptaglugginn á Englandi ætti að lokast fyrir byrjun keppnistímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir hann hafa truflandi áhrif á lið og leikmenn í deildinni.

Keegan valtur í sessi hjá Newcastle?

Kevin Keegan mætti ekki til að stýra æfingu Newcastle í morgun eftir fund með stjórn félagsins í gær. Breskir fjölmiðlar gera því skóna að hann sé valtur í sessi hjá félaginu.

Öll félagaskiptin á Englandi í sumar

Mikið fjör var á leikmannamarkaðnum á Englandi í gærkvöld áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Vísir hefur tekið saman öll viðskipti sumarsins hjá hverju liði fyrir sig í úrvalsdeildinni.

"Jarðýtan" ætlar að trompa Abramovich

Dr Sulaiman Al-Fahim, eigandi Manchester City, ætlar að láta verkin tala þegar kemur að því að koma félaginu í fremstu röð í framtíðinni.

Everton gaf metfé fyrir belgískan landsliðsmann

Everton gekk í gærkvöld frá kaupum á miðjumanninum Marouane Fellaini fyrir 15 milljónir punda sem er metfé fyrir félagið. Fellaini þessi er tvítugur belgískur landsliðsmaður og skrifaði hann undir fimm ára samning.

Berbatov orðinn leikmaður Manchester United

Heimasíða Tottenham hefur staðfest að félagið hafi selt búlgarska sóknarmanninn Dimitar Berbatov til Manchester United. Kaupverðið er 30,75 milljónir punda.

Sjá næstu 50 fréttir