Fleiri fréttir Curbishley skorar á Tevez að sanna sig Alan Curbishley, stjóri West Ham, hefur skorað á Carlos Tevez og aðra varamenn liðsins að sýna hvað í þeim býr á æfingum næstu daga, því liðið muni þurfa á þeim að halda í jólatörninni framundan. 18.12.2006 16:51 Jol hefur áhyggjur af hnénu á Lennon Martin Jol, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist vonast til að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon verði orðinn klár í slaginn þegar liðið mætir Southend í deildarbikarnum á miðvikudag. Lennon fór í uppskurð á hné í haust og virðist enn ekki hafa náð sér að fullu. 18.12.2006 15:49 O´Neill hefur áhyggjur Martin O´Neill, þjálfari Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af gengi liðins undanfarið eftir að því mistókst að sigra í sjötta leiknum í röð þegar það tapaði fyrir Bolton um helgina. 18.12.2006 15:41 Hitzfeld hafnaði Dortmund Ottmar Hitzfeld hefur hafnað tilboði þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund um að taka við þjálfun þess, en félagið hefur þegar tilkynnt að sitjandi þjálfari Bert van Marwijk hætti með liðið í vor. Hitzfeld segist ætla að einbeita sér að því að vinna fyrir sjónvarp í nánustu framtíð, en hann gerði Dortmund að Evrópumeisturum fyrir um áratug síðan. 18.12.2006 15:34 Eriksson í viðræðum við þrjú félög Umboðsmaður sænska þjálfarans Sven-Göran Eriksson segir skjólstæðing sinn vera í viðræðum við þrjú knattspyrnufélög og reiknar með því að fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga verði kominn í vinnu snemma á næsta ári. Eriksson hefur verið orðaður við tvö frönsk lið og eitt frá Katar, en engin félög á Englandi hafa sett sig í samband við kappann. 18.12.2006 14:22 Everton ósátt við Mourinho Knattspyrnufélagið Everton hefur farið þess á leit við Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea að hann biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Andy Johnson, framherja Everton eftir leik liðanna í gær. Mourinho sagði Johnson hafa sótt of fast að markverðinum Hilario og vændi hann um ruddaskap. 18.12.2006 13:35 Óbreytt staða á FIFA listanum Íslenska landsliðið situr sem fyrr í 93. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Engar breytingar hafa orðið á efstu liðum heldur, þar sem Brasilíumenn sitja enn í toppsætinu, Ítalír í öðru og Argentínumenn í því þriðja. Íslenska liðið hefur unnið sig upp um eitt sæti á listanum á árinu. 18.12.2006 13:31 Cannavaro leikmaður ársins hjá FIFA Þær fréttir láku út í dag að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði á morgun kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóða Knattspyrnusambandinu. Cannvaro var á dögunum kosinn knattspyrnumaður Evrópu og sagt er að Zinedine Zidane hafi orðið í öðru sæti í kosningu FIFA og Ronaldinho í því þriðja. 17.12.2006 22:15 Real vann nauman sigur Real Madrid vann gríðarlega mikilvægan sigur á Espanyol í spænska boltanum í kvöld þar sem Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark liðsins. Real náði að hanga á sigrinum þó það missti Fabio Cannavaro af velli með rautt spjald eftir 54 mínútur. Sevilla er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, Barcelona hefur 33 og á leik til góða og Real Madrid hefur 32 stig. 17.12.2006 21:15 Verðum að klára færin okkar Sir Alex Ferguson sagði sína menn í Manchester United hafa farið illa með færi sín enn eina ferðina í dag og sagði það helstu ástæðuna fyrir tapinu gegn West Ham. Hann vill þó ekki meina að Chelsea sé komið í vænlega stöðu til að hirða af þeim toppsætið í deildinni. 17.12.2006 19:06 Sjálfstraustið lykillinn að sigri Jose Mourinho segir að sjálfstraust leikmanna sinna hafi verið það sem gerði útslagið í mögnuðum sigri Chelsea á Everton í dag þar sem liðið lenti tvívegis undir á útvelli áður en það tryggði sér 3-2 sigur með glæsimarki Didier Drogba. 17.12.2006 18:57 Espanyol - Real Madrid í beinni á Sýn Leikur Espanyol og Real Madrid er nú hafinn í beinni lýsingu Arnars Björnssonar á Sýn, en þar á undan var leikur Recreativo og Sevilla í beinni og það voru gestirnir sem höfðu auðveldan sigur 4-1. Þá er enn eftir leikur Getafe og Atletico í spænska boltanum og svo verður leikur úr NFL í beinni auk Tiger Woods mótsins í golfi. 17.12.2006 18:06 West Ham lagði Manchester United Alan Curbishley knattspyrnustjóri átti sannkallaða draumabyrjun með liði West Ham í dag þegar hann stýrði liðinu til 1-0 sigurs á toppliði Manchester United í lokaleik dagsins í enska boltanum. Það var Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sem skoraði sigurmark liðsins á 75. mínútu og því er forskot Man Utd aðeins tvö stig á toppnum eftir sigur Chelsea á Everton í dag. 17.12.2006 18:00 Loksins útisigur hjá Tottenham Tottenham vann í dag sinn fyrsta útisigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið skellti Manchester City 2-1 á útivelli. Ungu mennirnir Calum Davenport og Tom Huddlestone komu Tottenham yfir í leiknum en Joey Barton minnkaði muninn fyrir City. Heimamenn áttu síðari háfleikinn og hefðu með öllu átt að fá vítaspyrnu undir lokin, en höfðu ekki heppnina með sér. 17.12.2006 17:14 Chelsea lagði Everton Englandsmeistarar Chelsea lentu tvisvar undir í leik sínum við Everton á útivelli í dag en náðu samt að hirða öll stigin og vinna 3-2 og halda því enn í við topplið Manchester United. Mikel Arteta og Joseph Yobo skoruðu mörk West Ham, en þeir Frank Lampard og Michael Ballack jöfnuðu fyrir Chelsea áður en Didier Drogba skoraði sigurmarkið með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. 17.12.2006 15:52 Jafnt í grannaslagnum í Glasgow Erkifjendurnir Glasgow Rangers og Glasgow Celtic gerðu í dag 1-1 jafntefli í skosku deildinni og hefur Celtic því enn 14 stiga forskot á toppi deildarinnar. Thomas Gravesen kom Celtic yfir á 38. mínútu í dag, en heimamenn í Rangers höfnuðu með marki Brahim Hemdani aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. 17.12.2006 15:09 Everton leiðir gegn Chelsea Everton leiðir 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna á Goodison Park. Mikel Arteta skoraði mark Everton úr víti þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Síðar í dag eigast svo við Manchester City og Tottenham og þá tekur West Ham á móti Man Utd. 17.12.2006 15:03 Curbishley fær tíma og peninga Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur lýst því yfir að Alan Curbishley knattspyrnustjóri muni fá allan þann tíma og fjármuni sem hann þarf til að koma West Ham á réttan kjöl í vetur. 17.12.2006 14:05 Barcelona tapaði úrslitaleiknum Barcelona tapaði í morgun 1-0 fyrir brasilíska liðinu Internacional í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Japan. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli undir lokin. HM titill félagsliða er því enn eini titillinn sem katalónska félagið hefur ekki náð að krækja í til þessa. 17.12.2006 13:53 Leikmennirnir græða mest Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að auknar tekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga muni nær eingöngu renna í vasa leikmanna. 16.12.2006 22:15 Curbishley ætlar sækja til sigurs á morgun Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segist aðeins hafa eitt markmið í huga þegar hann stýrir liðinu í fyrsta skipti gegn Mancehster United í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann ætlar að sækja þrjú stig. 16.12.2006 21:15 Lélegasti hálfleikur undir minni stjórn Paul Jewell, stjóri Wigan, sagði að fyrri hálfleikurinn í dag hefði verið lélegasti hálfleikur sem lið hans hafi spilað síðan hann tók við stjórn þess fyrir fjórum árum. Wigan tapaði á heimavelli fyrir lærisveinum Neil Warnock í Sheffield United, en þar á bæ voru menn að vonum kátari með niðurstöðuna. 16.12.2006 19:59 Íþróttaveislan á Sýn heldur áfram alla helgina Það er búið að vera mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag og halda beinar útsendingar áfram langt fram á kvöld. Nú stendur Race of Champions sem hæst og klukkan 20:50 verður leikur Zaragoza og Valencia í spænska boltanum í beinni. Þá er rétt að minna á golfmót Tiger Woods í beinni klukkan 20 á Sýn Extra. 16.12.2006 19:17 Bolton lagði Aston Villa Bolton vann mikilvægan 1-0 útisigur á Aston Villa í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag og lyfti sér með sigrinum í 5. sæti deildarinnar. Það var gamla kempan Gary Speed sem skoraði sigurmark Bolton úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Bolton er í fimmta sæti með 30 stig en Aston Villa er enn í því áttunda með 25 stig. 16.12.2006 19:06 Ótrúlegt að vera á topp fjögur Harry Redknapp gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í Portsmough í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal á útivelli. Hann hrósaði sínum mönnum í hástert og sagði það ótrúlegt að liðið væri á meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni. 16.12.2006 19:01 Wenger óhress með fyrsta mark Portsmouth Arsene Wenger fékk ekki að standa á hliðarlínunni í síðari hálfleik í dag þegar hans menn í Arsenal náðu aðeins 2-2 jafntefli gegn spræku liði Portsmouth. Wenger þótti fyrsta mark Portsmouth ansi blóðugt en hrósaði leikmönnum sínum fyrir að ná að jafna leikinn. 16.12.2006 18:40 Schalke á toppinn Schalke komst í dag á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Bielefeld 1-0 á útivelli með marki frá varamanninum Zlatan Bajramovic og Bayern Munchen burstaði Mainz 4-0 með mörkum frá Hasan Salihamidzic, Roy Makaay, Claudio Pizarro og Bastian Schweinsteiger. Bremen á leik til góða gegn Wolfsburg á morgun. 16.12.2006 17:33 Cannavaro maður ársins hjá World Soccer Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins af breska tímaritinu World Soccer. Cannavaro er aðeins annar varnarmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun á þeim aldarfjórðungi sem þau hafa verið veitt, en áður hafði landi hans Paolo fengið þau árið 1994. Cannavaro fékk þrisvar sinnum fleiri atkvæði en næstu menn, þeir Thierry Henry og Samuel Eto´o. 16.12.2006 17:25 Arsenal og Portsmouth skildu jöfn Arsenal og Portsmouth skildu jöfn 2-2 í hörkuleik á Emirates vellinum í dag þar sem heimamenn lentu tveimur mörkum undir. Noe Pamarot kom Portsmouth yfir með skalla undir lok fyrri hálfleiks og Matt Taylor kom gestunum í 2-0 í upphafi þess síðari. Gilberto og Adebayor jöfnuðu metin svo með 2 mínútna millibili eftir klukkutíma leik. Freddie Ljungberg þurfti að fara meiddur af velli hjá Arsenal. 16.12.2006 17:04 Shevchenko er kjölturakki konu sinnar Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, virðist vera búinn að missa allt álit á félaga sínum og fyrrum leikmanni Andriy Shevchenko hjá Chelsea. Berlusconi segir framherjann vera eins og kjölturakka í höndum konu sinnar. 16.12.2006 16:55 Stankovic knattspyrnumaður ársins Miðjumaðurinn sterki Dejan Stankovic hjá Inter Milan hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Serbíu, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun eftir að Serbía og Svartfjallaland skiptust upp. 16.12.2006 16:41 Vantar allt sjálfstraust í liðið Les Reed, stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að lið sitt vanti allt sjálfstraust eftir hörmulegt gengi það sem af er vetri og segir að mikil meiðsli í herbúðum þess hjálpi ekki til. Liðið tapaði 3-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag og er í vondum málum á fallsvæðinu. 16.12.2006 16:14 Portsmouth yfir gegn Arsenal Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Portsmouth hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Arsenal þar sem varnarmaðurinn Noe Pamarot skoraði mark gestanna. Reading hefur yfir 1-0 gegn Blackburn og þá er Sheffield United yfir 1-0 gegn Wigan á útivelli. Stöðuna í leikjunum má skoða á Boltavaktinni. 16.12.2006 16:01 Liverpool vann Charlton Ófarir Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Charlton halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í dag lá liðið 3-0 á heimavelli fyrir Liverpool eftir 5-1 tap í síðasta leik sínum. Xabi Alonso kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu strax í byrjun leiks og þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard bættu við tveimur mörkum á lokamínútunum. 16.12.2006 14:42 Newcastle sigraði í Intertoto bikarnum Enska knattspyrnuliðið Newcastle er Intertoto meistari þetta árið eftir að ljóst varð að liðið komst lengst liðanna fimm sem fóru í UEFA keppnina. Liðið fær afhentan bikar fyrir næsta leik sinn í UEFA keppninni þann 22. febrúar og er þetta fyrsti bikarinn sem Newcastle vinnur í 1969. 16.12.2006 14:17 United fær leikheimild fyrir Fangzhou Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur nú loks fengið leikheimild fyrir kínverska landsliðsmanninn Dong Fangzhou, en hann skrifaði undir samning við félagið í janúar árið 2004. Fangzhou hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Antwerpen en hinn 21 árs gamli framherji fær nú loksins tækifæri til að sanna sig á Englandi í janúar. 15.12.2006 21:32 Rúrik á leið til Valencia? Knattspyrnumaðurin Rúrik Gíslason sem enska úrvalsdeildarliðið Charlton keypti frá HK í fyrra er hugsanlega á leið til Valencia á Spáni þar sem honum er ætlað að fara beint inn í aðallið félagsins. 15.12.2006 21:15 Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. 15.12.2006 20:00 Hargreaves er ekki að skapa sér vinsældir Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður knattspyrnumála hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen, hefur varað enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves við sífelldum yfirlýsingum sínum um að hann vilji fara til Manchester United. 15.12.2006 19:15 Kanu fer hvergi Yfirmaður knattspyrnumála hjá Portsmouth, Peter Storrie, segir ekki koma til mála að félagið selji framherjann Kanu í janúar. Fréttir í gær hermdu að framherjinn ætlaði að fara frá félaginu í janúar ef honum yrði boðinn betri samningur hjá öðru liði, en Kanu hefur farið á kostum með Portsmouth í vetur og er óvænt markahæstur í deildinni með 9 mörk. 15.12.2006 18:45 Allardyce gagnrýnir uppsögn Alan Pardew Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að stjórn West Ham hafi verið aðeins of fljót á sér í að reka Alan Pardew úr starfi knattspyrnustjóra hjá West Ham, en viðurkennir að líklega hafi undraverður árangur liðsins á síðustu leiktíð komið í bakið á stjóranum þegar halla tók undan fæti í vetur. 15.12.2006 18:09 Ferguson stríðir Mourinho og Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og kollegi hans Jose Mourinho hjá Chelsea, skjóta nú föstum skotum á hvorn annan í fjölmiðlum. Ferguson átti nýjasta skotið í dag þegar hann tjáði sig um nýjustu ummæli Jose Mourinho. 15.12.2006 17:22 Strachan mjög ánægður með að mæta Milan Gordon Strachan, þjálfari skoska liðsins Glasgow Celtic, segist mjög ánægður með þá miklu prófraun sem leikmenn hans fá í febrúar eftir að liðið lenti á móti ítalska liðinu AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 15.12.2006 16:38 Laporta hlakkar til að heimsækja Bítlaborgina Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að enska liðið Liverpool sé sannkallaður óskamótherji í næstu umferð Meistaradeildarinnar og segist ekki geta beðið eftir að heimsækja Bítlaborgina þegar Evrópumeistarar síðustu tveggja ára reyna með sér í 16-liða úrslitunum. 15.12.2006 16:32 Spilar Tottenham fyrir luktum dyrum? Svo gæti farið að stuðningsmenn Tottenham misstu alveg af útileik liðsins gegn hollenska liðinu Feyenoord í Evrópukeppni félagsliða, en hollenska liðið á yfir höfði sér heimaleikjabann vegna óláta stuðningsmanna þess í keppninni fyrir skömmu. Úrskurðar er ekki að vænta í málinu fyrr en í næsta mánuði, en liðin eiga ekki að leika fyrr en í febrúar. 15.12.2006 16:26 Sjá næstu 50 fréttir
Curbishley skorar á Tevez að sanna sig Alan Curbishley, stjóri West Ham, hefur skorað á Carlos Tevez og aðra varamenn liðsins að sýna hvað í þeim býr á æfingum næstu daga, því liðið muni þurfa á þeim að halda í jólatörninni framundan. 18.12.2006 16:51
Jol hefur áhyggjur af hnénu á Lennon Martin Jol, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, segist vonast til að enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon verði orðinn klár í slaginn þegar liðið mætir Southend í deildarbikarnum á miðvikudag. Lennon fór í uppskurð á hné í haust og virðist enn ekki hafa náð sér að fullu. 18.12.2006 15:49
O´Neill hefur áhyggjur Martin O´Neill, þjálfari Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af gengi liðins undanfarið eftir að því mistókst að sigra í sjötta leiknum í röð þegar það tapaði fyrir Bolton um helgina. 18.12.2006 15:41
Hitzfeld hafnaði Dortmund Ottmar Hitzfeld hefur hafnað tilboði þýska úrvalsdeildarliðsins Dortmund um að taka við þjálfun þess, en félagið hefur þegar tilkynnt að sitjandi þjálfari Bert van Marwijk hætti með liðið í vor. Hitzfeld segist ætla að einbeita sér að því að vinna fyrir sjónvarp í nánustu framtíð, en hann gerði Dortmund að Evrópumeisturum fyrir um áratug síðan. 18.12.2006 15:34
Eriksson í viðræðum við þrjú félög Umboðsmaður sænska þjálfarans Sven-Göran Eriksson segir skjólstæðing sinn vera í viðræðum við þrjú knattspyrnufélög og reiknar með því að fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga verði kominn í vinnu snemma á næsta ári. Eriksson hefur verið orðaður við tvö frönsk lið og eitt frá Katar, en engin félög á Englandi hafa sett sig í samband við kappann. 18.12.2006 14:22
Everton ósátt við Mourinho Knattspyrnufélagið Everton hefur farið þess á leit við Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea að hann biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Andy Johnson, framherja Everton eftir leik liðanna í gær. Mourinho sagði Johnson hafa sótt of fast að markverðinum Hilario og vændi hann um ruddaskap. 18.12.2006 13:35
Óbreytt staða á FIFA listanum Íslenska landsliðið situr sem fyrr í 93. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Engar breytingar hafa orðið á efstu liðum heldur, þar sem Brasilíumenn sitja enn í toppsætinu, Ítalír í öðru og Argentínumenn í því þriðja. Íslenska liðið hefur unnið sig upp um eitt sæti á listanum á árinu. 18.12.2006 13:31
Cannavaro leikmaður ársins hjá FIFA Þær fréttir láku út í dag að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid verði á morgun kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóða Knattspyrnusambandinu. Cannvaro var á dögunum kosinn knattspyrnumaður Evrópu og sagt er að Zinedine Zidane hafi orðið í öðru sæti í kosningu FIFA og Ronaldinho í því þriðja. 17.12.2006 22:15
Real vann nauman sigur Real Madrid vann gríðarlega mikilvægan sigur á Espanyol í spænska boltanum í kvöld þar sem Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark liðsins. Real náði að hanga á sigrinum þó það missti Fabio Cannavaro af velli með rautt spjald eftir 54 mínútur. Sevilla er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, Barcelona hefur 33 og á leik til góða og Real Madrid hefur 32 stig. 17.12.2006 21:15
Verðum að klára færin okkar Sir Alex Ferguson sagði sína menn í Manchester United hafa farið illa með færi sín enn eina ferðina í dag og sagði það helstu ástæðuna fyrir tapinu gegn West Ham. Hann vill þó ekki meina að Chelsea sé komið í vænlega stöðu til að hirða af þeim toppsætið í deildinni. 17.12.2006 19:06
Sjálfstraustið lykillinn að sigri Jose Mourinho segir að sjálfstraust leikmanna sinna hafi verið það sem gerði útslagið í mögnuðum sigri Chelsea á Everton í dag þar sem liðið lenti tvívegis undir á útvelli áður en það tryggði sér 3-2 sigur með glæsimarki Didier Drogba. 17.12.2006 18:57
Espanyol - Real Madrid í beinni á Sýn Leikur Espanyol og Real Madrid er nú hafinn í beinni lýsingu Arnars Björnssonar á Sýn, en þar á undan var leikur Recreativo og Sevilla í beinni og það voru gestirnir sem höfðu auðveldan sigur 4-1. Þá er enn eftir leikur Getafe og Atletico í spænska boltanum og svo verður leikur úr NFL í beinni auk Tiger Woods mótsins í golfi. 17.12.2006 18:06
West Ham lagði Manchester United Alan Curbishley knattspyrnustjóri átti sannkallaða draumabyrjun með liði West Ham í dag þegar hann stýrði liðinu til 1-0 sigurs á toppliði Manchester United í lokaleik dagsins í enska boltanum. Það var Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sem skoraði sigurmark liðsins á 75. mínútu og því er forskot Man Utd aðeins tvö stig á toppnum eftir sigur Chelsea á Everton í dag. 17.12.2006 18:00
Loksins útisigur hjá Tottenham Tottenham vann í dag sinn fyrsta útisigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið skellti Manchester City 2-1 á útivelli. Ungu mennirnir Calum Davenport og Tom Huddlestone komu Tottenham yfir í leiknum en Joey Barton minnkaði muninn fyrir City. Heimamenn áttu síðari háfleikinn og hefðu með öllu átt að fá vítaspyrnu undir lokin, en höfðu ekki heppnina með sér. 17.12.2006 17:14
Chelsea lagði Everton Englandsmeistarar Chelsea lentu tvisvar undir í leik sínum við Everton á útivelli í dag en náðu samt að hirða öll stigin og vinna 3-2 og halda því enn í við topplið Manchester United. Mikel Arteta og Joseph Yobo skoruðu mörk West Ham, en þeir Frank Lampard og Michael Ballack jöfnuðu fyrir Chelsea áður en Didier Drogba skoraði sigurmarkið með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. 17.12.2006 15:52
Jafnt í grannaslagnum í Glasgow Erkifjendurnir Glasgow Rangers og Glasgow Celtic gerðu í dag 1-1 jafntefli í skosku deildinni og hefur Celtic því enn 14 stiga forskot á toppi deildarinnar. Thomas Gravesen kom Celtic yfir á 38. mínútu í dag, en heimamenn í Rangers höfnuðu með marki Brahim Hemdani aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. 17.12.2006 15:09
Everton leiðir gegn Chelsea Everton leiðir 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna á Goodison Park. Mikel Arteta skoraði mark Everton úr víti þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Síðar í dag eigast svo við Manchester City og Tottenham og þá tekur West Ham á móti Man Utd. 17.12.2006 15:03
Curbishley fær tíma og peninga Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, hefur lýst því yfir að Alan Curbishley knattspyrnustjóri muni fá allan þann tíma og fjármuni sem hann þarf til að koma West Ham á réttan kjöl í vetur. 17.12.2006 14:05
Barcelona tapaði úrslitaleiknum Barcelona tapaði í morgun 1-0 fyrir brasilíska liðinu Internacional í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Japan. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli undir lokin. HM titill félagsliða er því enn eini titillinn sem katalónska félagið hefur ekki náð að krækja í til þessa. 17.12.2006 13:53
Leikmennirnir græða mest Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að auknar tekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga muni nær eingöngu renna í vasa leikmanna. 16.12.2006 22:15
Curbishley ætlar sækja til sigurs á morgun Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segist aðeins hafa eitt markmið í huga þegar hann stýrir liðinu í fyrsta skipti gegn Mancehster United í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann ætlar að sækja þrjú stig. 16.12.2006 21:15
Lélegasti hálfleikur undir minni stjórn Paul Jewell, stjóri Wigan, sagði að fyrri hálfleikurinn í dag hefði verið lélegasti hálfleikur sem lið hans hafi spilað síðan hann tók við stjórn þess fyrir fjórum árum. Wigan tapaði á heimavelli fyrir lærisveinum Neil Warnock í Sheffield United, en þar á bæ voru menn að vonum kátari með niðurstöðuna. 16.12.2006 19:59
Íþróttaveislan á Sýn heldur áfram alla helgina Það er búið að vera mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag og halda beinar útsendingar áfram langt fram á kvöld. Nú stendur Race of Champions sem hæst og klukkan 20:50 verður leikur Zaragoza og Valencia í spænska boltanum í beinni. Þá er rétt að minna á golfmót Tiger Woods í beinni klukkan 20 á Sýn Extra. 16.12.2006 19:17
Bolton lagði Aston Villa Bolton vann mikilvægan 1-0 útisigur á Aston Villa í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag og lyfti sér með sigrinum í 5. sæti deildarinnar. Það var gamla kempan Gary Speed sem skoraði sigurmark Bolton úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Bolton er í fimmta sæti með 30 stig en Aston Villa er enn í því áttunda með 25 stig. 16.12.2006 19:06
Ótrúlegt að vera á topp fjögur Harry Redknapp gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í Portsmough í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal á útivelli. Hann hrósaði sínum mönnum í hástert og sagði það ótrúlegt að liðið væri á meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni. 16.12.2006 19:01
Wenger óhress með fyrsta mark Portsmouth Arsene Wenger fékk ekki að standa á hliðarlínunni í síðari hálfleik í dag þegar hans menn í Arsenal náðu aðeins 2-2 jafntefli gegn spræku liði Portsmouth. Wenger þótti fyrsta mark Portsmouth ansi blóðugt en hrósaði leikmönnum sínum fyrir að ná að jafna leikinn. 16.12.2006 18:40
Schalke á toppinn Schalke komst í dag á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Bielefeld 1-0 á útivelli með marki frá varamanninum Zlatan Bajramovic og Bayern Munchen burstaði Mainz 4-0 með mörkum frá Hasan Salihamidzic, Roy Makaay, Claudio Pizarro og Bastian Schweinsteiger. Bremen á leik til góða gegn Wolfsburg á morgun. 16.12.2006 17:33
Cannavaro maður ársins hjá World Soccer Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins af breska tímaritinu World Soccer. Cannavaro er aðeins annar varnarmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun á þeim aldarfjórðungi sem þau hafa verið veitt, en áður hafði landi hans Paolo fengið þau árið 1994. Cannavaro fékk þrisvar sinnum fleiri atkvæði en næstu menn, þeir Thierry Henry og Samuel Eto´o. 16.12.2006 17:25
Arsenal og Portsmouth skildu jöfn Arsenal og Portsmouth skildu jöfn 2-2 í hörkuleik á Emirates vellinum í dag þar sem heimamenn lentu tveimur mörkum undir. Noe Pamarot kom Portsmouth yfir með skalla undir lok fyrri hálfleiks og Matt Taylor kom gestunum í 2-0 í upphafi þess síðari. Gilberto og Adebayor jöfnuðu metin svo með 2 mínútna millibili eftir klukkutíma leik. Freddie Ljungberg þurfti að fara meiddur af velli hjá Arsenal. 16.12.2006 17:04
Shevchenko er kjölturakki konu sinnar Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, virðist vera búinn að missa allt álit á félaga sínum og fyrrum leikmanni Andriy Shevchenko hjá Chelsea. Berlusconi segir framherjann vera eins og kjölturakka í höndum konu sinnar. 16.12.2006 16:55
Stankovic knattspyrnumaður ársins Miðjumaðurinn sterki Dejan Stankovic hjá Inter Milan hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Serbíu, en hann er fyrsti leikmaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun eftir að Serbía og Svartfjallaland skiptust upp. 16.12.2006 16:41
Vantar allt sjálfstraust í liðið Les Reed, stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að lið sitt vanti allt sjálfstraust eftir hörmulegt gengi það sem af er vetri og segir að mikil meiðsli í herbúðum þess hjálpi ekki til. Liðið tapaði 3-0 fyrir Liverpool á heimavelli í dag og er í vondum málum á fallsvæðinu. 16.12.2006 16:14
Portsmouth yfir gegn Arsenal Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Portsmouth hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Arsenal þar sem varnarmaðurinn Noe Pamarot skoraði mark gestanna. Reading hefur yfir 1-0 gegn Blackburn og þá er Sheffield United yfir 1-0 gegn Wigan á útivelli. Stöðuna í leikjunum má skoða á Boltavaktinni. 16.12.2006 16:01
Liverpool vann Charlton Ófarir Hermanns Hreiðarssonar og félaga í Charlton halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í dag lá liðið 3-0 á heimavelli fyrir Liverpool eftir 5-1 tap í síðasta leik sínum. Xabi Alonso kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu strax í byrjun leiks og þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard bættu við tveimur mörkum á lokamínútunum. 16.12.2006 14:42
Newcastle sigraði í Intertoto bikarnum Enska knattspyrnuliðið Newcastle er Intertoto meistari þetta árið eftir að ljóst varð að liðið komst lengst liðanna fimm sem fóru í UEFA keppnina. Liðið fær afhentan bikar fyrir næsta leik sinn í UEFA keppninni þann 22. febrúar og er þetta fyrsti bikarinn sem Newcastle vinnur í 1969. 16.12.2006 14:17
United fær leikheimild fyrir Fangzhou Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur nú loks fengið leikheimild fyrir kínverska landsliðsmanninn Dong Fangzhou, en hann skrifaði undir samning við félagið í janúar árið 2004. Fangzhou hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Antwerpen en hinn 21 árs gamli framherji fær nú loksins tækifæri til að sanna sig á Englandi í janúar. 15.12.2006 21:32
Rúrik á leið til Valencia? Knattspyrnumaðurin Rúrik Gíslason sem enska úrvalsdeildarliðið Charlton keypti frá HK í fyrra er hugsanlega á leið til Valencia á Spáni þar sem honum er ætlað að fara beint inn í aðallið félagsins. 15.12.2006 21:15
Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. 15.12.2006 20:00
Hargreaves er ekki að skapa sér vinsældir Karl-Heinz Rummenigge, yfirmaður knattspyrnumála hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen, hefur varað enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves við sífelldum yfirlýsingum sínum um að hann vilji fara til Manchester United. 15.12.2006 19:15
Kanu fer hvergi Yfirmaður knattspyrnumála hjá Portsmouth, Peter Storrie, segir ekki koma til mála að félagið selji framherjann Kanu í janúar. Fréttir í gær hermdu að framherjinn ætlaði að fara frá félaginu í janúar ef honum yrði boðinn betri samningur hjá öðru liði, en Kanu hefur farið á kostum með Portsmouth í vetur og er óvænt markahæstur í deildinni með 9 mörk. 15.12.2006 18:45
Allardyce gagnrýnir uppsögn Alan Pardew Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að stjórn West Ham hafi verið aðeins of fljót á sér í að reka Alan Pardew úr starfi knattspyrnustjóra hjá West Ham, en viðurkennir að líklega hafi undraverður árangur liðsins á síðustu leiktíð komið í bakið á stjóranum þegar halla tók undan fæti í vetur. 15.12.2006 18:09
Ferguson stríðir Mourinho og Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og kollegi hans Jose Mourinho hjá Chelsea, skjóta nú föstum skotum á hvorn annan í fjölmiðlum. Ferguson átti nýjasta skotið í dag þegar hann tjáði sig um nýjustu ummæli Jose Mourinho. 15.12.2006 17:22
Strachan mjög ánægður með að mæta Milan Gordon Strachan, þjálfari skoska liðsins Glasgow Celtic, segist mjög ánægður með þá miklu prófraun sem leikmenn hans fá í febrúar eftir að liðið lenti á móti ítalska liðinu AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 15.12.2006 16:38
Laporta hlakkar til að heimsækja Bítlaborgina Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að enska liðið Liverpool sé sannkallaður óskamótherji í næstu umferð Meistaradeildarinnar og segist ekki geta beðið eftir að heimsækja Bítlaborgina þegar Evrópumeistarar síðustu tveggja ára reyna með sér í 16-liða úrslitunum. 15.12.2006 16:32
Spilar Tottenham fyrir luktum dyrum? Svo gæti farið að stuðningsmenn Tottenham misstu alveg af útileik liðsins gegn hollenska liðinu Feyenoord í Evrópukeppni félagsliða, en hollenska liðið á yfir höfði sér heimaleikjabann vegna óláta stuðningsmanna þess í keppninni fyrir skömmu. Úrskurðar er ekki að vænta í málinu fyrr en í næsta mánuði, en liðin eiga ekki að leika fyrr en í febrúar. 15.12.2006 16:26