Fleiri fréttir

Auðvelt hjá Tottenham

Tottenham tryggði sér í kvöld efsta sætið í riðli sínum í Evrópukeppni félagsliða þegar liðið vann auðveldan sigur á Dinamo Búkarest frá Rúmeníu 3-1. Jermain Defoe skoraði tvö mörk fyrir Tottenham og Dimitar Berbatov eitt, en gestirnir náðu að minnka muninn í lokin þó leikurinn hafi verið eign heimamanna frá fyrstu mínútu.

Gonzalo Higuain á leið til Real Madrid?

Talsmaður argentínska liðsins River Plate segir að félagið sé hársbreidd frá því að ná samningum við Real Madrid á Spáni um sölu á framherjanum efnilega Gonzalo Higuain. Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur slegið í gegn í heimalandi sínu undanfarið og talið er að Real muni kaupa hann í janúar fyrir rúmar 8 milljónir punda.

Blackburn að landa Nesmachniy

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum til að landa úkraínska landsliðsmanninum Andriy Nesmachniy frá Dinamo Kiev. Nesmachniy er 27 ára gamall miðvörður og gengur í raðir Blackburn í janúar ef hann stenst læknisskoðun á Ewood Park á morgun.

Þórólfur gefur ekki kost á sér

Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér í slagnum um formannssætið hjá Knattspyrnusambandi Íslands eins og greint var frá fyrr í vikunni. Þórólfur segist einfaldlega ekki hafa tök á því að sækja um starfið vegna anna í starfi sínu sem forstjóri Skýrr. Greint var frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Terry fer fram á réttarhöld í máli sínu

Enski landsliðsmaðurinn John Terry hjá Chelsea hefur farið fram á að réttað verði sérstaklega í máli sínu frá því þann 5. nóvember þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Tottenham og Chelsea. Terry segir dómarann Graham Poll hafa verið tvísaga þegar hann greindi frá ástæðu brottrekstursins og krefst þess að aganefndin hlusti á framburð sinn.

Van der Sar framlengir við United

Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United og segir Alex Ferguson knattspyrnustjóri búast við því að Hollendingurinn standi milli stanganna hjá liðinu í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar.

Kiraly hleypur í skarðið hjá Villa

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur fengið ungverska markvörðinn Gabor Krialy frá Crystal Palace að láni og verður honum ætlað að fylla skarð þeirra Stuart Taylor og Thomas Sörensen sem báðir eru meiddir. Kiraly var fenginn til West Ham undir sömu kringustæðum fyrir skömmu.

Ekkert pláss fyrir gamlar hetjur á lista Ferguson

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur talið upp þá fimm leikmenn sem sér þykja hafa skarað framúr í stjórnartíð sinni hjá United í doðrantinum Manchester United Opus, þar sem saga félagsins er rakin. Leikmenn eins og David Beckham, Bryan Robson og Ruud Van Nistelrooy eru ekki á þessum lista.

Allir byrja með hreint borð hjá Curbishley

Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, segir að allir leikmenn liðsins fái að byrja með hreint borð undir sinni stjórn og fái tækfæri til að sanna að þeir eigi skilið sæti í liðinu. West Ham fær það erfiða verkefni að mæta Manchester United í fyrsta leik Curbishley við stjórnvölinn.

Tottenham - Dinamo Búkarest í beinni í kvöld

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá leik Tottenham og Dinamo Búkarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og hefst útsending klukkan 19:40. Tottenham nægir jafntefli á heimavelli sínum til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og losnar þar með við að mæta liði sem féll úr riðlakeppni Meistaradeildar í 32-liða úrslitum.

Gríðarleg meiðsli hjá Newcastle

Charles N´Zogbia verður keppni um óákveðin tíma hjá enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eftir að hann meiddist á hné í leiknum við Chelsea í gærkvöld. Antonie Sibierski meiddist líka á hásin og verða þau meiðsli skoðuð betur á næstu dögum. Glenn Roeder er með 12 menn úr liði sínu á meiðslalista.

Deschamps hefur áhuga á Masherano

Didier Deschamps, þjálfari ítalska liðsins Juventus, hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að fá til sín leikmann á borð við Javier Mascherano hjá West Ham, en þrálátur orðrómur er á kreiki um að Argentínumennirnir Masherano og Carlos Tevez verði seldir frá enska félaginu í janúar.

Wenger fær sekt og aðvörun

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið sektaður um 10.000 pund og fékk sterka áminningu um að gæta hegðunar sinnar í framtíðinni eftir að hann réðst að Alan Pardew, þáverandi knattspyrnustjóra West Ham, í leik í byrjun nóvember. Pardew á enn yfir höfði sér refsingu fyrir sinn þátt í málinu.

Auðveldur sigur Barcelona á America

Barcelona er komið í úrslitin á HM félagsliða sem fram fer í Japan eftir 4-0 sigur á America frá Úrúgvæ í morgun. Eiður Smári Guðjohnsen, Deco, Ronaldinho og Marquez skoruðu mörk Barcelona sem mætir Internacional frá Brasilíu í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Sjónvarpsstöðin Sýn er með beinar útsendingar frá mótinu.

Eiður skoraði eitt í 4-0 sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Evrópumeistara Barcelona í morgun á heimsmeistaramóti félagsliða sem var að ljúka í Yokohama í Japan. Barcelona mætti Ameríkumeisturum Club America frá Mexíkó í undanúrslitum og kom Eiður Smári sínum mönnum yfir á 11. mínútu eftir frábæran undirbúning Ronaldinho og Andrés Iniesta. Barcelona sigraði 4-0.

Áttum ekki skilið að tapa þessum leik

Paul Jewell, stjóri Wigan, var ósáttur við að tapa 1-0 fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en hans menn fengu ágætis færi í leiknum og hefðu með smá heppni geta náð í stig. Arsene Wenger talaði um þreytu í liði sínu eins og við var að búast.

Höfðum ekki efni á að tapa stigum í kvöld

Jose Mourinho hrósaði Didier Drogba í hástert í kvöld þegar Chelsea vann baráttusigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði fyrir vikið forskot Man Utd niður í fimm stig á toppi deildarinnar. Mourinho sagði að sínir menn hefðu landað stigunum með baráttu sinni og engu öðru.

Barthez tekur fram hanskana á ný

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hafði hanska sína ekki lengi á hillunni ef marka má yfirlýsingu frá lögfræðingi markvarðarins í kvöld, en hann greindi frá því að Barthez væri nú við það að undirrita 6 mánaða samning við 1. deildarlið Nantes í heimalandi sínu. Nantes er í miklum vandræðum þessa dagana og er liðið í næst neðsta sæti deildarinnar.

Naumur sigur Chelsea á Newcastle

Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í fimm stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á Newcastle á heimavelli sínum. Arsenal vann sömuleiðis 1-0 útisigur í Wigan í baráttuleik.

Markalaust í hálfleik á Englandi

Ekkert mark er enn komið í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Chelsea tekur á móti Newcastle, þar sem bæði Didier Drogba og Andriy Shevchenko sitja á varamannabekknum og þá tekur Wigan á móti Arsenal. Þá fara fram átta leikir í UEFA keppninni og þar er markalaust í hálfleik hjá Blackburn og franska liðinu Nancy.

Ole Gunnar ekki á leið til Sunderland

Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum samherji framherjans Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, segist ekki vera á höttunum eftir norska framherjanum í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa ritað í dag og í gær.

Deisler meiddur enn og aftur

Miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen spilar ekki meira með liðinu fyrr en eftir vetrarhlé í deildinni eftir að hann reif vöðva í læri á æfingu í dag. Landsliðsmaðurinn hefur aldrei náð sér almennilega á strik með liðinu og hefur þurft í fimm uppskurði á hné vegna þrálátra meiðsla.

Brassar sækja formlega um HM 2014

Brasilíska knattspyrnusambandið sótti formlega um að halda HM í knattspyrnu þar í landi árið 2014, en það yrði í fyrsta sinn síðan árið 1950 sem keppnin yrði haldin í Brasilíu. Næsta keppni verður haldin í Suður-Afríku árið 2010, en Brassar þykja líklegir til að halda mótið þar á eftir því tilboð granna þeirra í Suður-Ameríku þóttu ekki standast kröfur FIFA. Það kemur svo í ljós í nóvember á næsta ári hver hreppir hnossið.

Reo-Coker hefur áhyggjur af framtíðinni

Nigel Reo-Coker, fyrirliði West Ham, sagðist í morgun óttast mjög að verða látinn fara frá félaginu í janúar í kjölfar mikillar gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir í vetur. Coker sló í gegn á síðustu leiktíð en hefur ekki náð sér á strik nú og hann óttast að brotthvarf Alan Pardew gæti orðið síðasti naglinn í kistu sína.

Titus Bramble laus af sjúkrahúsi

Varnarmaðurinn Titus Bramble er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hafa legið rúmfastur í sjö daga vegna mikillar bólgu í öðrum fætinum. Bramble meiddist í Evrópuleik Newcastle og Frankfurt á dögunum og í kjölfarið stækkaði kálfi hans tvöfalt vegna dullarfullrar bólgu. Óvíst er talið að Bramble geti spilað á ný fyrr en í janúar vegna þessa.

Curbishley tekinn við West Ham

Alan Curbishley var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham og tekur við starfi Alan Pardew sem rekinn var á dögunum. "Það er frábært að fá mann eins og Alan til starfa hjá félaginu, en hann er maður sem hefur sannað sig sem stjóri og elskar það síðan hann lék með því á árum áður," sagði Eggert Magnússon stjórnarformaður í samtali við breska sjónvarpið.

Dregið í riðla í undankeppni EM

Íslenska kvennalandsliðið leikur í riðli með Frökkum, Serbum, Grikkjum og Slóvenum í undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi árið 2009, en í dag var dregið í undanriðla keppninnar. Undankeppnin hefst í vor og lýkur haustið 2008, en aðeins efsta liðið í hverjum riðli kemst beint áfram í úrslit EM og liðin í 2.-3. sæti komast í umspil.

Þórólfur orðaður við KSÍ

Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Skýrr, er nefndur til sögunnar sem næsti formaður KSÍ. Þórólfur neitar því hvorki né játar að hann sé á leið í framboð. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Curbishley sagður taka við West Ham

Heimildarmenn breska sjónvarpssins fullyrða að forráðamenn West Ham muni ganga frá ráðningu Alan Curbishley í starf knattspyrnustjóra á morgun eða fimmtudag. Curbishley hefur þegar lýst yfir áhuga sínum á að taka við starfinu og staðfest hefur verið að hann hafi fundað með Eggerti Magnússyni stjórnarformanni, þar sem sagt er að viðræður hafi gengið vel.

Leikmenn eru enn að jafna sig eftir HM

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir að það taki menn sex mánuði að jafna sig eftir vonbrigðin á HM í sumar. Hann á von á því að sjá lykilmenn enska landsliðsins, sem og annara þjóða, slá í gegn eftir áramót.

Shevchenko mun aldrei leika vel á Englandi

Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi.

Reyes vill mæta Arsenal í Meistaradeildinni

Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal, sem nú leikur sem lánsmaður hjá Real Madrid, segist óska þess að liðin lendi saman í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Börsungar með flugþreytu

Spænski landsliðsmaðurinn Xavi segir að leikmenn Barcelona eigi erfitt með að jafna sig af flugþreytu eftir erfiðan leik í spænsku deildinni um helgina og langt og strangt flug til Japan þar sem liðið spilar á HM félagsliða. Liðið mætir America í undanúrslitum mótsins á fimmtudagsmorguninn og verður leikurinn sýndur beint á Sýn.

Stóð aldrei til að fara til Barcelona

Sænski framherjinn Henrik Larsson byrjar að æfa með Manchester United á sunnudaginn en félagið gekk á dögunum frá lánssamningi við hann frá sænska liðinu Helsingborg. Larsson neitar því að til hafi staðið að fara til Barcelona eins og spænskir fjölmiðlar höfðu haldið fram í haust.

Henry líklega frá keppni út árið

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist óttast að framherjinn Thierry Henry verði frá keppni alla jólavertíðina vegna meiðsla. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Henry sé ekki meiddur heldur eigi hann í deilum við stjóra sinn og stjórn félagsins, en Wenger segir að hann sé bæði meiddur á hálsi og á læri.

Cech vonast til að hefja æfingar í janúar

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segist vonast til að geta hafið æfingar á fullu á ný í janúar eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik gegn Reading um miðjan október. Sár hans eru enn ekki gróin að fullu, en hann segir líðan sína betri með hverjum deginum.

Dowie í viðræðum við Hull City

Ian Dowie þykir nú líklegastur til að taka við 1. deildarliðinu Hull af Phil Parkinson eftir að hann átti viðræður við félagið í dag. Dowie hefur verið atvinnulaus síðan hann varð fyrsti stjórinn sem látinn var taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni í haust.

Bann Henchoz stendur

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Blackburn á rauða spjaldið sem varnarmaðurinn Stephane Henchoz fékk að líta í leik gegn Newcastle á laugardaginn. Henchoz fer því í eins leiks bann og missir af leik gegn Reading umnæstu helgi.

Curbishley sterklega orðaður við West Ham

Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að taka við liði West Ham, en hann staðfesti í dag að forráðamenn félagsins hefðu verið í sambandi við sig. Curbishley spilaði með West Ham sem leikmaður á áttunda áratugnum og segir að það yrði "mikill heiður" fyrir sig ef honum yrði boðið starfið.

Jafnt hjá Sheffield United og Aston Villa

Nýliðar Sheffield United og Aston Villa gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem fyrri hálfleikurinn var eign gestanna en heimamenn í United voru sterkari aðilinn í þeim síðari.

Marwijk hættir hjá Dortmund

Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Bert van Marwijk muni láta af störfum í lok leiktíðar í vor en þetta er aðeins eitt atvik í röð furðufrétta frá Dortmund á undanförnum mánuðum. Þetta stóra félag berst nú í bökkum fjárhagslega og er í alla staði skugginn af sjálfu sér.

America áfram í HM félagsliða

America frá Mexíkó tryggði sér í dag ferseðilinn í undanúrslit á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu þar sem liðið mætir Evrópumeisturum Barcelona.

Joe Cole úr leik út árið

Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole verður ekki með Chelsea í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Cole hefur aðeins verið þrisvar í byrjunarliði Chelsea í vetur vegna meiðsla og búist er við að hann verði frá æfingum í að minnsta kosti þrjár vikur vegna þessa.

Pardew rekinn frá West Ham

Alan Pardew var í dag sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri West Ham eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem er nú í eigu Íslendinga, að það sé gert með hagsmuni félagins í huga en það er Kevin Keen, þjálfari liðsins, tekur við því tímabundið.

Maccarone væntanlega á förum frá Boro

Ítalski sóknarmaðurinn Massimo Maccarone segist fastlega reikna með því að fara frá Middlesbrough fljótlega og þá væntanlega til heimalandsins. Hann segist hafa átt fund með Gareth Southgate knattspyrnustjóra og ljóst sé að engin not séu fyrir hann hjá úrvalsdeildarliðinu.

Sjá næstu 50 fréttir