Fleiri fréttir

Mark Birkis dugði skammt

Birkir Már Sævarsson skoraði mark Hammarby í 1-4 tapi fyrir Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Góður útisigur hjá PSG

Paris Saint-Germain vann góðan útisigur á Celje Pivovarna Lasko í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Fyrsti sigur FH

FH vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild kvenna í handbolta þegar liðið sótti HK heim í dag. Lokatölur 18-23, FH í vil.

Guðbjörg meistari í Noregi

Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir varð í dag norskur meistari með liði sínu Lilleström.

Mikilvægur sigur hjá AIK í toppbaráttunni

Haukur Heiðar Hauksson og félagar hans í AIK jöfnuðu Norrköping að stigum á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar þegar þeir unnu 0-1 sigur á Halmstads á útivelli í dag.

Öruggt hjá AGF gegn Nordsjælland

AGF vann góðan 3-0 sigur á lærisveinum Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Uppskeruhátíð Veiðimannsins

Fimmtudaginn 29. október efnir Veiðimaðurinn til uppskeruhátíðar þar sem veiðisumarið 2015 verður gert upp á léttu nótunum.

Körfuboltakvöld: Boltavigtun | Myndband

Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Domino's Körfuboltakvölds, brá á það ráð vigta keppnisboltann sem er notaður í deildinni í fyrsta uppgjörsþætti vetrarins.

Körfuboltakvöld: #þrennuvaktin | Myndband

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson náði fyrstu þrennu vetrarins þegar Grindavík vann eins stigs sigur, 84-85, á FSu í fyrstu umferð Domino's deildarinnar.

Holstebro slapp áfram í EHF-bikarnum

Sigurbergur Sveinsson, Egill Magnússon og félagar í danska liðinu Team Tvis Holstebro eru komnir í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir eins marks samanlagðan sigur á portúgalska liðinu Sporting, 64-63.

Fjórða tap Lokeren í röð

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn Lokeren sem laut í gras fyrir OH Leuven í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 1-2, OH Leuven í vil.

Ragnheiður hetja Fram

Fram er komið í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir 17 marka samanlagðan sigur, 66-49, á bosníska liðinu Grude Autherc.

Slæmt tap hjá Bergischer

Bergischer, lið landsliðsmannanna Björgvins Páls Gústavssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar, steinlá fyrir Wetzlar, 28-19, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Stórsigur hjá Aroni og félögum

Aron Elís Þrándarson og félagar í Aalesund unnu góðan 1-4 útisigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Haukar sigu framúr undir lokin

Haukar eru komnir í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir 63-44 samanlagðan sigur á makedónska liðinu Zomimac.

Draumabyrjun Bryndísar með Snæfelli

Landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Snæfell þegar Íslandsmeistararnir báru sigurorð af Stjörnunni á heimavelli í dag, 95-93.

Sjá næstu 50 fréttir