Fleiri fréttir

Rómverjar segja Ronaldo vera leikara

Þeir Amantino Mancini og Christian Panucci hjá ítalska liðinu Roma hafa nú sent út fyrstu kyndingarna fyrir leik Roma og Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Þeir félagar segja að Cristiano Ronaldo megi ekki búast við neinni sérmeðferð frá dómurum leiksins og segja hann leikara.

Jón Arnór með 12 stig í sigri Roma

Jón Arnór Stefánsson skoraði 12 stig fyrir ítalska liðið Lottomatica Roma í gær þegar liðið skellti Benetton Treviso 73-61 á útivelli í A-deildinni í gær. Roma er í fjórða sæti deildarinnar.

Adam Scott sigraði í Houston

Ástralski kylfingurinn Adam Scott vann góðan sigur á Opna Houston mótinu í golfi sem lauk í Texas í gærkvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá lokahringnum. Scott lauk keppni á 17 höggum undir pari og var með þriggja högga forystu á næstu menn, þá Stuart Appleby og Bubba Watson sem luku keppni á 14 undir pari.

Saha fer ekki með til Rómar

Franski framherjinn Louis Saha fer líklega ekki með Manchester United til Rómar þar sem enska liðið spilar fyrri leik sinn við Roma í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Saha er nú óðum að ná sér eftir fimm vikna fjarveru vegna meiðsla á læri.

300 milljónir punda fara í St. James´ Park

Forráðamenn Newcastle hafa tilkynnt áform sín um að verja 300 milljónum punda í endurbætur á heimavelli liðsins. Þar er stefnt á að koma 60,000 manns í sæti og reisa á glæsilegt lúxushótel við hlið vallarins. Fjármagn í verkefnið kemur alfarið frá félaginu sjálfu segir í fréttatilkynningu, en þetta mun ekki hafa áhrif á leikmannakaup liðsins.

Framkvæmdir á Stanley Park hefjast í maí

Liverpool hefur nú formlega fengið grænt ljós á að hefja framkvæmdir vegna Stanley Park leikvangsins, sem verður nýr heimavöllur liðsins. Eigendur félagsins áttu fund með borgaryfirvöldum í Liverpool og í kjölfarið er reiknað með því að byggingavinna hefjist í júní. Þetta útilokar formlega að grannarnir Liverpool og Everton reisi leikvang saman eins og talið er að hafi komið til greina. Stefnt er að opnun leikvangsins árið 2010.

Phoenix skellti Dallas

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af voru þrír stórleikir á dagskrá. Phoenix jafnaði einvígið við Dallas í deildarkeppninni með 126-104 sigri á heimavelli. Utah vann afar mikilvægan útisigur á Houston og Detroit lagði Miami í uppgjöri risanna í Austurdeildinni.

Grindavík - Njarðvík í beinni á Sýn

Fjórði leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 20. Sigri Njarðvík, tryggir liðið sér sæti í úrslitum. Snæfell getur á sama hátt tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á KR í Stykkishólmi í fjórða leik liðanna í kvöld.

Ekki stíll KR að skora 61 stig í leik

KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa.

Grindavík yfir fyrir lokaleikhlutann

Grindvíkingar hafa yfir 63-56 eftir þrjá leikhluta gegn grönnum sínum í Njarðvík í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og rétt í þessu var kona nokkur úr hópi áhorfenda að vinna sér utanlandsferð með því að hitta úr Borgarskotinu fræga. Gamla hetjan Guðmundur Bragason frá Grindavík fékk líka að taka Borgarskot en skot hans frá miðju geigaði naumlega.

Grindavík leiðir í hálfleik

Grindvíkingar hafa 42-37 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés í fjórða leik þeirra gegn Njarðvíkingum í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar eru í mjög vænlegri stöðu gegn Snæfelli þegar skammt er til leiksloka þar.

KR yfir í hálfleik í Hólminum

KR-ingar mæta ákveðnir til leiks í fjórða leiknum gegn Snæfelli í kvöld og hafa yfir 48-38 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Snæfell komst í 8-2 í leiknum en KR hafði yfir 28-14 eftir fyrsta leikhluta. Hlynur Bæringsson er kominn með 17 stig hjá Snæfelli en Jeremiah Sola er með 14 stig fyrir KR. Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur er hafinn í beinni á Sýn.

Josh Coppins fór með sigur af hólmi

Yamaha ökumaðurinn Josh Coppins fór með sigur af hólmi í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í motocross sem fram fór í Valkenswaard. Mikið var talað um að Coppins væri líkur Stefan Everts í akstri en hann vann auðveldan sigur á þeim Jonathan Barragan, Steve Ramon og Kevin Strijbos.

Þýskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni

Þýska liði Flensburg tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta þrátt fyrir 25-24 tap fyrir spænska liðinu Valladolid í síðari leik liðanna á Spáni. Flensburg vann fyrri leikinn 30-28 á heimavelli og úrslitin lágu því ekki fyrir fyrr en á lokasekúndunum í dag. Flensburg mætir löndum sínum í Kiel í úrslitaleik keppninnar, en Kiel sló Portland San Antonio út í undanúrslitum.

Lukkan á bandi Real Madrid

Real Madrid var fjarri sínu besta í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Celta Vigo á útivelli og náði þriðja sæti deildarinnar. Sevilla gerði aðeins markalaust jafntefli við Osasuna og því hefur Barcelona nú tveggja stiga forystu á toppnum.

Inter með 20 stiga forskot

Inter Milan náði 20 stiga forskoti á toppi ítölsku A-deildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Parma 2-0 með mörkum frá Maxwell og Hernan Crespo. Inter er með 79 stig úr 29 leikjum á toppi deildarinnar, en Parma er í bullandi fallbaráttu.

Fylkir lagði Hauka

Fylkir vann afar mikilvægan 26-24 sigur á Haukum í fallbaráttunni í DHL-deild karla í handbolta í dag. Þá vann botnlið ÍR óvæntan útisigur á Stjörnunni 26-25 og fyrr í dag vann Fram sigur á Akureyri 29-27.

Ensku leikmennirnir voru skelfingu lostnir

Enski landsliðsmaðurinn Luke Young segir að nokkrir af leikmönnum liðsins sem ekki tóku þátt í leiknum við Andorra á dögunum hafi óttast um öryggi sitt á leiknum við Andorra á miðvikudaginn.

Tottenham í sjötta sæti eftir fimmta sigurinn í röð

Tottenham vann í dag verðskuldaðan sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni 1-0 með marki Robbie Keane úr vítaspyrnu. Hafi vítaspyrnudómurinn verið umdeildur, voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum og fóru að venju illa með fjölda dauðafæra. Tottenham er komið í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fimm sigra í röð og mætir Chelsea í næstu umferð. Ívar Ingimarsson var fyrirliði Reading í dag en Brynjar Björn Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum.

Loeb vann öruggan sigur í Portúgal

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb vann í dag öruggan sigur í portúgalska rallinu þegar hann kom í mark rúmum 37 sekúndum á undan finnska ökuþórnum Marcus Grönholm. Frakkinn magnaði vann 10 af 18 sérleiðum í rallinu og hefur nú unnið 31 keppni á ferlinum - fleiri en nokkur annar ökumaður í sögu HM í ralli. Grönholm hefur þó enn tveggja stiga forystu á heimsmeistaramótinu í byrjun keppnistímabils.

Ívar byrjar gegn Tottenham

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem sækir Tottenham heim á White Hart Lane klukkan 15. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading.

Laporta: Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona

Forseti Barcelona segir að brasilíski snillingurinn Ronaldinho sé ánægður hjá félaginu og segir að honum sé frjálst að leika með liði Barcelona eins lengi og hann vill. Laporta forseti átti fund með umboðsmanni leikmannsins um helgina og fullvissar stuðningsmenn Barcelona að ekkert sé til í því að hann sé á leið til AC Milan eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum undanfarið.

Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld

Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld.

Íslendingaslagur í beinni á DR1

Stórleikur helgarinnar í danska handboltanum er án efa viðureign FCK og GOG en hann hefst nú klukkan 14 og er sýndur beint á DR1 sem er rás 70 á fjölvarpinu. Með FCK leika þeir Arnór Atlason og Gísli Kristjánsson, en landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson gengur til liðs við GOG á næsta keppnistímabili. Liðin eru í 1. og 3. sæti deildarinnar.

Frábær dagskrá á Sýn í dag

Það verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og jafnan um helgar. Dagskráin hefst á spænska boltanum, þá verður stórleikur í NBA deildinni og svo verður bein útsending frá PGA mótaröðinni í golfi í kvöld.

McClaren: Ég læt ekki flæma mig burt

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki ætla að láta neikvæða gagnrýni og hatursfulla stuðningsmenn flæma sig á brott úr starfi. Hann segir að aldrei hafi komið til greina að segja starfi sínu lausu á erfiðri síðustu viku.

Góður sigur hjá Minden

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Íslendingalið Minden lagði Hildesheim 27-21 þar sem Einar Örn Jónsson skoraði 5 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson 2. Þá tapaði Wilhelmshavener stórt fyrir Balingen á útivelli 35-20 þar sem Gylfi Gylfason skoraði 1 mark fyrir gestina. Wilhelmshavener er í 11. sæti deildarinnar en Minden í sætinu á eftir.

Barcelona á toppnum

Barcelona vann í gærkvöld mikilvægan sigur á Deportivo 2-1 í spænsku deildinni í knattspyrnu og náði þar með þriggja stiga forystu á Sevilla sem er í öðru sætinu, en á leik til góða.

Hughes: United verður ekki stöðvað

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að liðið verði ekki stöðvað á leið sinni að enska meistaratitlinum eftir stórsigur á lærisveinum hans í gær, 4-1.

NBA - Tveir leikir í framlengingu

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda.

Svekkjandi fyrir Skjern

Danska handboltafélagið Skjern, sem Aron Kristjánsson stýrir og Íslendingarnir Vignir Svavarsson, Vilhjálmur Ingi Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson leika með, féll úr leik á grátlegan hátt í undanúrslitum EHF-bikarsins í gær. Þá tapaði liðið gegn spænska liðinu Aragon, 29-24, og því samanlagt með einu marki, 55-54. Vignir skoraði þrjú mörk fyrir Skjern en hinir Íslendingarnir voru með eitt mark hvor.

Tottenham yfir í hálfleik

Tottenham hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Reading í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Keane skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé en vítaspyrnudómurinn var nokkuð loðinn. Leikurinn hefur verið fjörlegur og ættu bæði lið með öllu að hafa skorað 2-3 mörk hvort.

Loeb í lykilstöðu í Portúgal

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur mjög góða stöðu fyrir lokadaginn í portúgalska rallinu sem lýkur í dag. Loeb vann allar sex sérleiðirnar í gær og hefur meira en 40 sekúndna forskot á Finnann Marcus Grönholm á Ford. Mikko Hirvonen er í þriðja sæti tæpri mínútu á eftir heimsmeistaranum.

Þorvaldur Árni sigraði Ístölt 2007

Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigraði Ístöltið í gærkveldi á Rökkva frá Hárlaugsstöðum fyrir fullu húsi í Skautahöllinni í Laugardal. Það sem kom á óvart var að hestar á borð við Þórodd frá Þóroddsstöðum, Markús frá Langholtsparti og Leikni frá Vakurstöðum voru allir í B-úrslitum.

Sjá næstu 50 fréttir