Fleiri fréttir Fyrsti sigur Iverson hjá Denver Allen Iverson fagnaði sigri í í treyju Denver í fyrsta sinn í nótt þegar liðið bar sigurorð af Boston, 116-105, í NBA-deildinni. Iverson skoraði 28 stig og gaf 13 stoðsendingar. Dallas sigraði Charlotte auðveldlega, 97-84, og hefur nú unnið sjö leiki í röð. 27.12.2006 10:01 Jewell: Ronaldo er stórkostlegur Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var fullur lotningar í garð Cristiano Ronaldo og lið hans Manchester United eftir leik liðanna í dag. Jewell sagði Ronaldo vera stórkostlegan leikmann og Man. Utd. vera lið sem spilar magnaða knattspyrnu. 26.12.2006 21:30 Benitez kennir Crouch ekki um tapið Rafael Benitez segir að hafi verið Brad Friedel að kenna – ekki Peter Crouch – að Liverpool fór ekki með þrjú stig af hólmi frá Ewood Park í Blackburn í dag. Crouch fékk þrjú úrvals skallafæri sem öll rötuðu beint á Friedel í marki Blackburn. 26.12.2006 20:30 Van Persie bjargaði Arsenal Arsenal komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildinnar nú í kvöld með því að bera sigurorð af Watford á útivelli, 1-2. Nýliðarnir létu leikmenn Arsenal heldur betur hafa fyrir hlutunum og það var ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að Robin van Persie náði að skora sigurmark Arsenal. 26.12.2006 19:33 Scolari hættir eftir EM 2008 Luiz Felipe Scolari hefur tilkynnt að hann muni hætta sem þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta um leið og lokakeppni Evrópumótsins er lokið. Evrópukeppnin fer fram sumarið 2008 í Austurríki og Sviss. 26.12.2006 18:30 Mourinho: Veit ekkert hvenær Terry snýr aftur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, kvaðst í viðtali eftir jafnteflið gegn Reading í dag ekki hafa hugmynd um hvenær fyrirliðinn John Terry yrði leikfær. Jafnframt greindi Mourinho frá því að Terry þyrfti hugsanlega að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna. 26.12.2006 17:45 Man. Utd. með fjögurrra stiga forystu Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Man. Utd. lagði Wigan örugglega af velli á heimavelli sínum, 3-1, en Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Reading í dag. Liverpool beið í lægri hlut gegn Blackburn. 26.12.2006 16:59 Mourinho vill breyta landsleikjafyrirkomulagi Jose Mourinho hjá Chelsea hefur enn einu sinni tjáð sig um landsleikjamál í fótboltanum og nú heldur hann því fram að það sé algjörlega tilgangslaust að spila 15 leiki sem hafa þann eina tilgang að láta leikmenn lenda í meiðslum. 26.12.2006 16:15 Þáttur um þolreið íslenska hestsins á Vef TV Hestafrétta Síðastliðið vor var Þolreiðarkeppni íslenska hestsins haldin á vegum Þórarinns (Póra) í Laxnesi. Keppnin hófst í Víðidal og var riðið í Laxnes. Póri í Laxnesi hefur heldur betur lyft grettistaki í þessari keppnisgrein og var hún nú einnig haldin í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Sjónvarpsþáttur um keppnina er nú kominn inn á Vef TV Hestafrétta. 26.12.2006 15:41 Wade skyggði algjörlega á Kobe Einvígi Dwayne Wade og Kobe Bryant í viðureign Miami og LA Lakers í NBA-deildinni í nótt náði aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir. Það er skemmst frá því að segja að Bryant kolféll á prófinu á meðan Wade blómstraði í sannfærandi 101-85 sigri Miami. 26.12.2006 15:30 Chelsea tapaði stigum á heimavelli Englandsmeistarar Chelsea náðu aðeins jafntefli gegn nýliðum Reading á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 og á Manchester United því alla möguleika á að ná fjögurra stiga forystu með því að sigra Wigan á heimavelli sínum í leik sem hefst kl. 15. 26.12.2006 14:55 Jewell: Væntum mikils af Heskey Paul Jewell, stjóri Wigan, vill að framherjinn Emile Heskey bjóði upp á sömu frammistöðu gegn Man. Utd. á Old Trafford í dag eins og hann gerði gegn Chelsea á Þorláksmessu. Þá skoraði Heskey tvö mörk og lék sinn besta leik í langan tíma. 26.12.2006 14:30 Adebayor: Ég myndi spila frítt fyrir Arsenal Emanual Adebayor, framherjinn stóri og stæðilegi hjá Arsenal, kveðst svo ánægður í herbúðum liðsins að hann væri reiðubúinn að spila án þess að þiggja laun fyrir. Adebayor hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins, að sögn stjórans Arsene Wenger, sem er hæstaánægður með frammistöðu pilts. 26.12.2006 13:30 Ferguson ánægður með breiddina Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., kveðst mjög ánægður með þá breidd sem leikmannahópur liðs síns býr yfir þessa stundina. Einhverjar efasemdir hafa verið uppi um möguleika Ferguson ef einhverjir af hans mikilvægustu leikmönnum myndu lenda í meiðslum, en stjórinn segir sjálfur að hægt sé að leysa alla af hólmi. 26.12.2006 12:45 Hughes hræddur við Bellamy Mark Hughes, stjóri Blackburn, er dauðhræddur við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hughes þekkir vel til styrkleika Bellamy, en hann lék með Blackburn á síðustu leiktíð áður en hann var keyptur af Rafa Benitez í sumar. 26.12.2006 12:15 Federer ætlar að gera enn betur á næsta ári Roger Federer, langbesti tennisspilari heims, stefnir á að ná enn betri árangri á næsta ári en hann gerði á þessu ári. Federer segir það vel mögulegt, þrátt fyrir að hann hafi verið nánast óstöðvandi í ár. 26.12.2006 11:30 Fisichella óánægður með nýju dekkin Lið í formúlu 1 þurfa að gera breytingar á bremsubúnaði bíla sinna ef ökumenn þeirra eiga að geta ráðið við nýju Bridgestone-dekkinn, sem gerð eru úr nýrri tegund af gúmmí en áður hefur verið notast við. Þetta segir Giancarlo Fisichella hjá Renault. 26.12.2006 09:15 Cahill snýr aftur sem betri leikmaður Það styttist óðum í endurkomu Tim Cahill, stjörnuleikmanns Everton, sem hefur verið frá vegna hnémeiðsla í næstum tvo mánuði. Búist er við því að Cahill byrji að spila að nýju í janúar, og segist hann ætla að snúa til baka sem betri leikmaður en áður. 25.12.2006 21:30 Hahnemann: Allt er mögulegt Marcus Hahnemann, markvörður Reading, segir að nýliðarnir ætli sér að koma á óvart í heimsókn sinni til Stamford Bridge á morgun. Reading sækir þá meistara Chelsea heim, en þar hefur liðið ekki enn tapað undir stjórn Jose Mourinho, og nokkrum dögum síðar heimsækir Reading Old Trafford. 25.12.2006 20:30 Schumacher í fullri vinnu hjá Ferrari Michael Scumacher er vissulega hættur að aka fyrir Ferrari-liðið í formúlunni en honum er engu að síður ætlað stórt hlutverk hjá liðinu á næsta ári. Nú hefur verið tilkynnt að Schumacher mun verða helsti ráðgjafi liðsins í þróun keppnisbílsins og einnig þróun hina “hefðbundnu” Ferrari-bíla. 25.12.2006 19:30 Baulið gerir Ronaldo bara betri Baulið sem Cristiano Ronaldo þarf að þola í útileikjum Manchester United gerir hann aðeins að betri leikmanni. Þetta er álit Edwin van der Saar, markvarðar og samherja Ronaldo hjá Man. Utd. 25.12.2006 18:30 Adriano þakkar samherjum sínum Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano tileinkaði liðsfélögum sínum hjá Inter markið sem hann skoraði gegn Atalanta á laugardag. Markið var hans fyrsta í átta mánuði fyrir félagið, en Adriano hefur verið í mikilli lægð á þessu ári eftir frábært tímabil í fyrra. 25.12.2006 17:45 Redknapp ekki stressaður yfir leikmannamálum Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segist ekki hafa sett niður neinn óskalista af leikmönnum sem hann vill fá til síns liðs í janúar, en að hann muni ábyggilega fá einhverja leikmenn til að styrkja liðið. Redknapp segir markmið félagsins hafa breyst eftir gott gengi það sem af er leiktíð. 25.12.2006 17:15 Kristic með slitin krossbönd Lið New Jersey Nets í NBA-deildinni hefur orðið fyrir miklu áfalli því einn þeirra besti leikmaður, Nenad Kristic, er með slitin krossbönd og mun ekki spila meira með á þessu tímabili. Hinn 23 ára gamli Serbi hefur skorað rúm 16 stig og tekið sjö fráköst á tímabilinu. 25.12.2006 16:30 Orðastríð Mourinho og Ferguson heldur áfram Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur varað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, við því að meistararnir verði mun sterkari á síðari hluta keppnistímabilsins en þeir hafi verið á þeim fyrri. Enn fremur segir Mourinho Man. Utd. hafa verið heppna því ”allt hafi gengið upp hjá þeim.” 25.12.2006 14:30 Aston Villa vill fá Defoe Samkvæmt fregnum frá Englandi í morgun er Aston Villa að undirbúa 12 milljón punda tilboð í Jermain Defoe, framherja Tottenham, um leið og leikmannaglugginn opnar í byrjun janúar. 25.12.2006 13:54 Pardew tekur við Charlton Alan Pardew hefur verið ráðinn þjálfari Charlton í ensku úrvalsdeildinni og tekur hann við starfi Les Reed, sem var sagt upp síðdegis á aðfangadag. Pardew er þriðji knattspyrnustjórinn hjá Charlton á þessari leiktíð. 25.12.2006 13:24 Benitez ánægður með Gerrard á miðjunni Rafael Benitez, stjóri Liverpool, gaf sterklega í skyn í viðtali við enska dagblaðið The Mirror fyrir helgi að hann hyggist nota fyrirliða sinn Steven Gerrard á miðjunni, en ekki hægri kantinum eins og hann gerði framan af tímabilinu. Gerrard hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum frá því að hann fór á miðja miðjuna. 25.12.2006 12:30 Ferguson: Það má ekki hlusta á Mourinho Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skaut léttum skotum að kollega sínum hjá Chelsea, Jose Mourinho, eftir sigurinn gegn Aston Villa í fyrradag og sagði stöðuna í deildinni sanna að ekki mætti taka mark á ummælum Portúgalans. Mourinho hafði áður sagt að Chelsea yrði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar jólin gengju í garð. 25.12.2006 10:00 Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. 24.12.2006 20:00 Wenger: Við spiluðum magnaðan fótbolta Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna í 6-2 sigurleiknum á Blackburn í gær. Wenger sagði að áhorfendum á Emirates-leikvanginum hefði verið skemmt. 24.12.2006 18:00 Jólasveinninn hlýtur að halda með Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, þakkaði jólasveininum fyrir sigurinn á Wigan í gærkvöldi. Portúgalski stjórinn sagði lið sitt ekki hafa átt skilið að hirða öll stigin þrjú. Arjen Robben skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á 93. mínútu leiksins. 24.12.2006 15:45 Houston - Við erum í vanda Miðherjinn Yao Ming hjá Houston Rockets í NBA deildinni leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að risinn meiddist á hné í tapleik liðsins gegn LA Clippers í nótt og því er útlit fyrir að liðið verði enn og aftur að finna leið til að sigra án ofurstjarna sinna, Ming og Tracy McGrady. 24.12.2006 13:52 Benitez ánægður með Bellamy Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, fannst lið sitt eiga sigurinn skilinn gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool sigraði 2-0 þrátt fyrir að hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Benitez hrósaði Craig Bellamy sérstaklega. 24.12.2006 13:45 Inter jafnaði metið Inter Milan jafnaði í gær met í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið vann sinn 11 sigur í röð. Þá lagði liðið Atalanta af velli, 2-1, en Roma náði samskonar sigurgöngu á síðustu leiktíð. Inter er langefst á Ítalíu þegar farið er í jólafrí, eða með sjö stiga forystu. 24.12.2006 12:30 Gummersbach upp í þriðja sæti Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu sjö mörk hvor þegar Gummerbach bar sigurorð af Minden í viðureign liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Með sigrinum komst Gummersbach upp að hlið Hamburg í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðum Flensburg og Kiel. 24.12.2006 10:55 Mikil bæting í spretthlaupum er vel möguleg Heimsmetið í 100 metra hlaupi karla getur verið bætt umtalsvert, eða allt niður í 9,29 sekúndur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn háskóla í Þýskalandi. Núverandi heimsmet Asafa Powell er 9,77 sekúndur. 23.12.2006 21:45 Mikið áfall fyrir Seattle Rashard Lewis, framherji og lykilmaður Seattle í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á hendi á föstudag. 23.12.2006 21:00 Colin Jackson er harðstjóri Tim Benjamin, fremsti 400 metra hlaupari Bretlands, segir að hann hafi aldrei kynnst öðru eins æfingaálagi eins og undir stjórn síns nýja þjálfara. Sá er enginn annar en Colin Jackson, fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í 110 metra grindahlaupi. 23.12.2006 20:00 Robben tryggði Chelsea sigur Enn einu sinni tryggði Chelsea sér sigur í ensku úrvalsdeildinni á elleftu stundu og gegn Wigan í dag var það Hollendingurinn Arjen Robben sem reyndist hetjan. Hann skoraði þriðja og síðasta markið í 3-2 sigri Chelsea þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. 23.12.2006 19:11 Kewell á erfitt Harry Kewell, ástralski miðjumaðurinn hjá Liverpool, hefur viðurkennt að eilíf meiðsli geri tilveruna afar erfiða og að hann hafi í nokkurn tíma átt mjög erfitt. Kewell er á hægum batavegi eftir aðgerð á fæti og er ekki sérlega bjartsýnn upp á framhaldið að gera. 23.12.2006 18:45 Yoon var óstöðvandi Suður-Kóreu maðurinn Kyung-Shin Yoon átti magnaðan leik fyrir Hamburg gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og skoraði alls 18 mörk. Hamburg sigraði í leiknum á útivelli, 37-33. 23.12.2006 18:30 Wycombe dróst á móti Englandsmeisturunum Spútniklið enska deildabikarsins í ár, Wycombe Wanderes, mætir Chelsea í undanúrslitum keppninnar, en dregið var í dag. Tottenham mætir sigurvegaranum í viðureign Liverpool og Arsenal. 23.12.2006 18:00 Powell og Richards best Spretthlaupararnir Asafa Powell og Sanya Richards frá Jamaíku voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins af tímaritinu Track & Fields, því virtasta og útbreiddasta innan frjálsíþróttaheimsins. 23.12.2006 17:30 Leikmenn í Englandi í jólaskapi Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. 23.12.2006 16:57 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrsti sigur Iverson hjá Denver Allen Iverson fagnaði sigri í í treyju Denver í fyrsta sinn í nótt þegar liðið bar sigurorð af Boston, 116-105, í NBA-deildinni. Iverson skoraði 28 stig og gaf 13 stoðsendingar. Dallas sigraði Charlotte auðveldlega, 97-84, og hefur nú unnið sjö leiki í röð. 27.12.2006 10:01
Jewell: Ronaldo er stórkostlegur Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var fullur lotningar í garð Cristiano Ronaldo og lið hans Manchester United eftir leik liðanna í dag. Jewell sagði Ronaldo vera stórkostlegan leikmann og Man. Utd. vera lið sem spilar magnaða knattspyrnu. 26.12.2006 21:30
Benitez kennir Crouch ekki um tapið Rafael Benitez segir að hafi verið Brad Friedel að kenna – ekki Peter Crouch – að Liverpool fór ekki með þrjú stig af hólmi frá Ewood Park í Blackburn í dag. Crouch fékk þrjú úrvals skallafæri sem öll rötuðu beint á Friedel í marki Blackburn. 26.12.2006 20:30
Van Persie bjargaði Arsenal Arsenal komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildinnar nú í kvöld með því að bera sigurorð af Watford á útivelli, 1-2. Nýliðarnir létu leikmenn Arsenal heldur betur hafa fyrir hlutunum og það var ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok að Robin van Persie náði að skora sigurmark Arsenal. 26.12.2006 19:33
Scolari hættir eftir EM 2008 Luiz Felipe Scolari hefur tilkynnt að hann muni hætta sem þjálfari portúgalska landsliðsins í fótbolta um leið og lokakeppni Evrópumótsins er lokið. Evrópukeppnin fer fram sumarið 2008 í Austurríki og Sviss. 26.12.2006 18:30
Mourinho: Veit ekkert hvenær Terry snýr aftur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, kvaðst í viðtali eftir jafnteflið gegn Reading í dag ekki hafa hugmynd um hvenær fyrirliðinn John Terry yrði leikfær. Jafnframt greindi Mourinho frá því að Terry þyrfti hugsanlega að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna. 26.12.2006 17:45
Man. Utd. með fjögurrra stiga forystu Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Man. Utd. lagði Wigan örugglega af velli á heimavelli sínum, 3-1, en Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Reading í dag. Liverpool beið í lægri hlut gegn Blackburn. 26.12.2006 16:59
Mourinho vill breyta landsleikjafyrirkomulagi Jose Mourinho hjá Chelsea hefur enn einu sinni tjáð sig um landsleikjamál í fótboltanum og nú heldur hann því fram að það sé algjörlega tilgangslaust að spila 15 leiki sem hafa þann eina tilgang að láta leikmenn lenda í meiðslum. 26.12.2006 16:15
Þáttur um þolreið íslenska hestsins á Vef TV Hestafrétta Síðastliðið vor var Þolreiðarkeppni íslenska hestsins haldin á vegum Þórarinns (Póra) í Laxnesi. Keppnin hófst í Víðidal og var riðið í Laxnes. Póri í Laxnesi hefur heldur betur lyft grettistaki í þessari keppnisgrein og var hún nú einnig haldin í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Sjónvarpsþáttur um keppnina er nú kominn inn á Vef TV Hestafrétta. 26.12.2006 15:41
Wade skyggði algjörlega á Kobe Einvígi Dwayne Wade og Kobe Bryant í viðureign Miami og LA Lakers í NBA-deildinni í nótt náði aldrei þeim hæðum sem vonast var eftir. Það er skemmst frá því að segja að Bryant kolféll á prófinu á meðan Wade blómstraði í sannfærandi 101-85 sigri Miami. 26.12.2006 15:30
Chelsea tapaði stigum á heimavelli Englandsmeistarar Chelsea náðu aðeins jafntefli gegn nýliðum Reading á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 og á Manchester United því alla möguleika á að ná fjögurra stiga forystu með því að sigra Wigan á heimavelli sínum í leik sem hefst kl. 15. 26.12.2006 14:55
Jewell: Væntum mikils af Heskey Paul Jewell, stjóri Wigan, vill að framherjinn Emile Heskey bjóði upp á sömu frammistöðu gegn Man. Utd. á Old Trafford í dag eins og hann gerði gegn Chelsea á Þorláksmessu. Þá skoraði Heskey tvö mörk og lék sinn besta leik í langan tíma. 26.12.2006 14:30
Adebayor: Ég myndi spila frítt fyrir Arsenal Emanual Adebayor, framherjinn stóri og stæðilegi hjá Arsenal, kveðst svo ánægður í herbúðum liðsins að hann væri reiðubúinn að spila án þess að þiggja laun fyrir. Adebayor hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins, að sögn stjórans Arsene Wenger, sem er hæstaánægður með frammistöðu pilts. 26.12.2006 13:30
Ferguson ánægður með breiddina Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., kveðst mjög ánægður með þá breidd sem leikmannahópur liðs síns býr yfir þessa stundina. Einhverjar efasemdir hafa verið uppi um möguleika Ferguson ef einhverjir af hans mikilvægustu leikmönnum myndu lenda í meiðslum, en stjórinn segir sjálfur að hægt sé að leysa alla af hólmi. 26.12.2006 12:45
Hughes hræddur við Bellamy Mark Hughes, stjóri Blackburn, er dauðhræddur við framherjann Craig Bellamy hjá Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hughes þekkir vel til styrkleika Bellamy, en hann lék með Blackburn á síðustu leiktíð áður en hann var keyptur af Rafa Benitez í sumar. 26.12.2006 12:15
Federer ætlar að gera enn betur á næsta ári Roger Federer, langbesti tennisspilari heims, stefnir á að ná enn betri árangri á næsta ári en hann gerði á þessu ári. Federer segir það vel mögulegt, þrátt fyrir að hann hafi verið nánast óstöðvandi í ár. 26.12.2006 11:30
Fisichella óánægður með nýju dekkin Lið í formúlu 1 þurfa að gera breytingar á bremsubúnaði bíla sinna ef ökumenn þeirra eiga að geta ráðið við nýju Bridgestone-dekkinn, sem gerð eru úr nýrri tegund af gúmmí en áður hefur verið notast við. Þetta segir Giancarlo Fisichella hjá Renault. 26.12.2006 09:15
Cahill snýr aftur sem betri leikmaður Það styttist óðum í endurkomu Tim Cahill, stjörnuleikmanns Everton, sem hefur verið frá vegna hnémeiðsla í næstum tvo mánuði. Búist er við því að Cahill byrji að spila að nýju í janúar, og segist hann ætla að snúa til baka sem betri leikmaður en áður. 25.12.2006 21:30
Hahnemann: Allt er mögulegt Marcus Hahnemann, markvörður Reading, segir að nýliðarnir ætli sér að koma á óvart í heimsókn sinni til Stamford Bridge á morgun. Reading sækir þá meistara Chelsea heim, en þar hefur liðið ekki enn tapað undir stjórn Jose Mourinho, og nokkrum dögum síðar heimsækir Reading Old Trafford. 25.12.2006 20:30
Schumacher í fullri vinnu hjá Ferrari Michael Scumacher er vissulega hættur að aka fyrir Ferrari-liðið í formúlunni en honum er engu að síður ætlað stórt hlutverk hjá liðinu á næsta ári. Nú hefur verið tilkynnt að Schumacher mun verða helsti ráðgjafi liðsins í þróun keppnisbílsins og einnig þróun hina “hefðbundnu” Ferrari-bíla. 25.12.2006 19:30
Baulið gerir Ronaldo bara betri Baulið sem Cristiano Ronaldo þarf að þola í útileikjum Manchester United gerir hann aðeins að betri leikmanni. Þetta er álit Edwin van der Saar, markvarðar og samherja Ronaldo hjá Man. Utd. 25.12.2006 18:30
Adriano þakkar samherjum sínum Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano tileinkaði liðsfélögum sínum hjá Inter markið sem hann skoraði gegn Atalanta á laugardag. Markið var hans fyrsta í átta mánuði fyrir félagið, en Adriano hefur verið í mikilli lægð á þessu ári eftir frábært tímabil í fyrra. 25.12.2006 17:45
Redknapp ekki stressaður yfir leikmannamálum Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segist ekki hafa sett niður neinn óskalista af leikmönnum sem hann vill fá til síns liðs í janúar, en að hann muni ábyggilega fá einhverja leikmenn til að styrkja liðið. Redknapp segir markmið félagsins hafa breyst eftir gott gengi það sem af er leiktíð. 25.12.2006 17:15
Kristic með slitin krossbönd Lið New Jersey Nets í NBA-deildinni hefur orðið fyrir miklu áfalli því einn þeirra besti leikmaður, Nenad Kristic, er með slitin krossbönd og mun ekki spila meira með á þessu tímabili. Hinn 23 ára gamli Serbi hefur skorað rúm 16 stig og tekið sjö fráköst á tímabilinu. 25.12.2006 16:30
Orðastríð Mourinho og Ferguson heldur áfram Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur varað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, við því að meistararnir verði mun sterkari á síðari hluta keppnistímabilsins en þeir hafi verið á þeim fyrri. Enn fremur segir Mourinho Man. Utd. hafa verið heppna því ”allt hafi gengið upp hjá þeim.” 25.12.2006 14:30
Aston Villa vill fá Defoe Samkvæmt fregnum frá Englandi í morgun er Aston Villa að undirbúa 12 milljón punda tilboð í Jermain Defoe, framherja Tottenham, um leið og leikmannaglugginn opnar í byrjun janúar. 25.12.2006 13:54
Pardew tekur við Charlton Alan Pardew hefur verið ráðinn þjálfari Charlton í ensku úrvalsdeildinni og tekur hann við starfi Les Reed, sem var sagt upp síðdegis á aðfangadag. Pardew er þriðji knattspyrnustjórinn hjá Charlton á þessari leiktíð. 25.12.2006 13:24
Benitez ánægður með Gerrard á miðjunni Rafael Benitez, stjóri Liverpool, gaf sterklega í skyn í viðtali við enska dagblaðið The Mirror fyrir helgi að hann hyggist nota fyrirliða sinn Steven Gerrard á miðjunni, en ekki hægri kantinum eins og hann gerði framan af tímabilinu. Gerrard hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum frá því að hann fór á miðja miðjuna. 25.12.2006 12:30
Ferguson: Það má ekki hlusta á Mourinho Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skaut léttum skotum að kollega sínum hjá Chelsea, Jose Mourinho, eftir sigurinn gegn Aston Villa í fyrradag og sagði stöðuna í deildinni sanna að ekki mætti taka mark á ummælum Portúgalans. Mourinho hafði áður sagt að Chelsea yrði í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar jólin gengju í garð. 25.12.2006 10:00
Abramovich ætlar að minnka við leikmannakaup Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich segir í viðtali við hið virta dagblað The Observer í Bretlandi að hann hyggist draga úr fjárveitingum til leikmannakaupa hjá félaginu á næstunni og leggja traust sitt á ungu leikmennina hjá félaginu. Rússinn kemur víða við í viðtalinu og greinir einnig frá sambandi sínu við Jose Mourinho. 24.12.2006 20:00
Wenger: Við spiluðum magnaðan fótbolta Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna í 6-2 sigurleiknum á Blackburn í gær. Wenger sagði að áhorfendum á Emirates-leikvanginum hefði verið skemmt. 24.12.2006 18:00
Jólasveinninn hlýtur að halda með Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, þakkaði jólasveininum fyrir sigurinn á Wigan í gærkvöldi. Portúgalski stjórinn sagði lið sitt ekki hafa átt skilið að hirða öll stigin þrjú. Arjen Robben skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri á 93. mínútu leiksins. 24.12.2006 15:45
Houston - Við erum í vanda Miðherjinn Yao Ming hjá Houston Rockets í NBA deildinni leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að risinn meiddist á hné í tapleik liðsins gegn LA Clippers í nótt og því er útlit fyrir að liðið verði enn og aftur að finna leið til að sigra án ofurstjarna sinna, Ming og Tracy McGrady. 24.12.2006 13:52
Benitez ánægður með Bellamy Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, fannst lið sitt eiga sigurinn skilinn gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool sigraði 2-0 þrátt fyrir að hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Benitez hrósaði Craig Bellamy sérstaklega. 24.12.2006 13:45
Inter jafnaði metið Inter Milan jafnaði í gær met í ítölsku A-deildinni í fótbolta þegar liðið vann sinn 11 sigur í röð. Þá lagði liðið Atalanta af velli, 2-1, en Roma náði samskonar sigurgöngu á síðustu leiktíð. Inter er langefst á Ítalíu þegar farið er í jólafrí, eða með sjö stiga forystu. 24.12.2006 12:30
Gummersbach upp í þriðja sæti Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skoruðu sjö mörk hvor þegar Gummerbach bar sigurorð af Minden í viðureign liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Með sigrinum komst Gummersbach upp að hlið Hamburg í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðum Flensburg og Kiel. 24.12.2006 10:55
Mikil bæting í spretthlaupum er vel möguleg Heimsmetið í 100 metra hlaupi karla getur verið bætt umtalsvert, eða allt niður í 9,29 sekúndur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn háskóla í Þýskalandi. Núverandi heimsmet Asafa Powell er 9,77 sekúndur. 23.12.2006 21:45
Mikið áfall fyrir Seattle Rashard Lewis, framherji og lykilmaður Seattle í NBA-deildinni í körfubolta, verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á hendi á föstudag. 23.12.2006 21:00
Colin Jackson er harðstjóri Tim Benjamin, fremsti 400 metra hlaupari Bretlands, segir að hann hafi aldrei kynnst öðru eins æfingaálagi eins og undir stjórn síns nýja þjálfara. Sá er enginn annar en Colin Jackson, fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í 110 metra grindahlaupi. 23.12.2006 20:00
Robben tryggði Chelsea sigur Enn einu sinni tryggði Chelsea sér sigur í ensku úrvalsdeildinni á elleftu stundu og gegn Wigan í dag var það Hollendingurinn Arjen Robben sem reyndist hetjan. Hann skoraði þriðja og síðasta markið í 3-2 sigri Chelsea þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. 23.12.2006 19:11
Kewell á erfitt Harry Kewell, ástralski miðjumaðurinn hjá Liverpool, hefur viðurkennt að eilíf meiðsli geri tilveruna afar erfiða og að hann hafi í nokkurn tíma átt mjög erfitt. Kewell er á hægum batavegi eftir aðgerð á fæti og er ekki sérlega bjartsýnn upp á framhaldið að gera. 23.12.2006 18:45
Yoon var óstöðvandi Suður-Kóreu maðurinn Kyung-Shin Yoon átti magnaðan leik fyrir Hamburg gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og skoraði alls 18 mörk. Hamburg sigraði í leiknum á útivelli, 37-33. 23.12.2006 18:30
Wycombe dróst á móti Englandsmeisturunum Spútniklið enska deildabikarsins í ár, Wycombe Wanderes, mætir Chelsea í undanúrslitum keppninnar, en dregið var í dag. Tottenham mætir sigurvegaranum í viðureign Liverpool og Arsenal. 23.12.2006 18:00
Powell og Richards best Spretthlaupararnir Asafa Powell og Sanya Richards frá Jamaíku voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins af tímaritinu Track & Fields, því virtasta og útbreiddasta innan frjálsíþróttaheimsins. 23.12.2006 17:30
Leikmenn í Englandi í jólaskapi Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. 23.12.2006 16:57