Fleiri fréttir Mourinho ósáttur við viðbragðstíma sjúkraliða Jose Mourinho gagnrýndi í dag viðbragðstíma sjúkraliða í Reading í kjölfar höfuðkúpubrots markvarðarins Petr Cech í leik Reading og Chelsea um helgina og sagði það hafa tekið hálftíma og koma leikmanninum á sjúkrahús. Talsmenn sjúkrahússins vísa þessu á bug. 17.10.2006 18:07 Íslandsmeistararnir verja titla sína Í dag var haldinn árlegur blaðamannafundur fyrir upphaf leiks í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta og þar spá þjálfarar og fyrirliðar allra liða í deildunum í spilin fyrir komandi leiktíð venju samkvæmt. Njarðvík og Haukar munu verja titla sína ef marka má spár í dag. 17.10.2006 17:44 Arsenal undir í hálfleik Arsenal er undir 1-0 gegn CSKA Moskvu í fyrsta leik dagsins í Meistardeild Evrópu. Heimamenn hafa verið mjög sprækir með Brasilíumennina Vagner Love og Daniel Carvalho fremsta í flokki, en það var einmitt sá síðarnefndi sem skoraði mark Moskvu með þrumuskoti úr óbeinni aukaspyrnu. 17.10.2006 17:37 Davenport fer ekki í leikbann Miðvörðurinn ungi Calum Davenport hjá Tottenham fer ekki í leikbann eftir að rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Aston Villa um helgina var dregið til baka. Davenport fékk dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum og var rekinn af velli, en myndbandsupptaka sýndi að dómurinn var út í hött. Þetta eru góð tíðindi fyrir Tottenham, enda er aðeins einn eiginlegur miðvörður leikfær í liðinu í dag. 17.10.2006 17:11 Farinn að vinna á ný Gamla kempan Sir Bobby Robson hefur nú fengið grænt ljós á að byrja að vinna aftur sem ráðgjafi írska landsliðsins í knattspyrnu eftir að hafa gengist undir krabbameinsaðgerð. Robson er 73 ára gamall og hefur misst af fjórum síðustu leikjum Íra vegna veikinda sinna. 17.10.2006 16:00 Eggert hækkar tilboð sitt í West Ham Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að hópur fjárfesta undir stjórn Eggerts Magnússonar hafi nú hækkað tilboð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 17.10.2006 15:30 Steven Reid frá í fjóra mánuði Miðjumaðurinn Steven Reid hjá Blackburn getur ekki spilað fótbolta næstu fjóra mánuðina eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í baki. Reid meiddist í landsleik Íra og Þjóðverja í byrjun september og getur nú ekki byrjað að spila aftur fyrr en í fyrsta lagi í febrúar á næsta ári. 17.10.2006 14:45 Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag Rétt er að minna enn og aftur á knattspyrnuveisluna sem verður á sjónvarpsstöðvum Sýnar í dag og í kvöld, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeild Evrópu. Fjörið hefst með leik CSKA Moskva og Arsenal á Sýn klukkan 16:15. 17.10.2006 14:36 Gerrard verður ekki með gegn Bordeaux Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, getur ekki leikið með liðinu gegn Bordeaux í Meistaradeildinni annað kvöld vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í leiknum gegn Blackburn um helgina. Gerrard fór því ekki með félögum sínum til Frakklands, en vonir standa til um að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. 17.10.2006 14:18 Fjórir leikir í nótt Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit lagði Utah 90-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem sýndur var beint í gærkvöldi. Ronald Murray skoraði 19 stig fyrir Detroit, en hann gekk í raðir liðsins frá Cleveland í sumar. Ronnie Brewer og Carlos Boozer skoruðu 15 stig hvor fyrir gestina. 17.10.2006 09:30 Heiðar náði sér ekki á strik Heiðar Helguson náði sér ekki á strik með Fulham í gær þegar liðið lagði botnlið Charlton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar fékk aðeins 5 í einkunn hjá Sky sjónvarpsstöðinni á meðan Hermann Hreiðarsson fékk 6 hjá Charlton. Darren Bent fékk hæstu einkunn Charlton eða 8, en varamaðurinn Claus Jensen hjá Fulham var kjörinn maður leiksins og fékk 9, enda átti hann stóran þátt í sigri liðsins. 17.10.2006 07:30 Ætlar að láta hart mæta hörðu Jens Lehmann hefur gefið sóknarmönnum sem gera sig líklega til að valda sér meiðslum skilaboð í kjölfar meiðsla þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini hjá Chelsea um helgina. Lehmann segir að úr því að dómarar ætli ekki að vernda markverði fyrir glæfralegum árásum - verði þeir að verja sig sjálfir. 17.10.2006 03:48 Renault á ekki von á bellibrögðum Ferrari Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. 16.10.2006 23:00 Hilario er vandanum vaxinn Miðjumaðurinn Joe Cole hjá Chelsea segir að liðið sé ekki á flæðiskeri statt þó þeir Petr Cech og Carlo Cudicini séu meiddir, því þriðji markvörðurinn sé vandanum vaxinn. Hilario heitir sá kappi og gekk í raðir Chelsea í sumar, en hann hefur áður spilað gegn Barcelona í Meistaradeildinni. 16.10.2006 22:15 Páll Axel safnaði mestu fé Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson safnaði mestu fé allra í gær þegar fram fóru úrslitaleikirnir í meistarakeppni KKÍ, en Iceland Express og Lýsing borguðu ákveðnar peningaupphæðir fyrir hverja troðslu og 3ja stiga körfu sem skoruð var í leiknum og rann upphæðin til heyrnadaufra barna. 16.10.2006 21:45 Fulham 2-1 Charlton Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu það að verkum að Fulham sigraði grannaslaginn gegn Charlton 2-1 í kvöld. Brian McBride skoraði á 65 mínútu og Claus Jensen á þeirri 67. Jensen kom inn á fyrir Heiðar Helguson. Darren Bent minkaði muninn fyrir Charlton sem eru í miklum vandræðum á botni deildarinnar með þrjú stig. Fulham er í níunda sæti með 12 stig. 16.10.2006 21:00 Cudicini getur ekki spilað gegn Barcelona Ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini heilsaði upp á félaga sína hjá Chelsea á æfingu í dag, aðeins 48 tímum eftir að hann rotaðist í leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist vonandi verða búinn að ná sér um helgina, en segir ekki möguleika á því að mæta Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. 16.10.2006 21:00 Tottenham í miklum vandræðum Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er nú í gríðarlegum vandræðum með að manna vörnina fyrir leikinn gegn Besiktas í Evrópukeppni félagsliða á fimmtudaginn, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aðeins einn nothæfur miðvörður er í hóp liðsins í dag. 16.10.2006 21:00 Liðið er búið að missa sinn besta leikmann Eiður Smári Guðjohnsen segir að hans menn í Barcelona verði að skora fyrsta markið í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, því það sé mjög erfitt að lenda undir gegn jafn vel skipulögðu liði og gömlu félögum hans í Chelsea. Hann segist líka vita af hverju Chelsea hefur ekki byrjað mjög vel í ensku úrvalsdeildinni í haust. 16.10.2006 20:45 Ætlar að taka til í liði sínu Roy Keane hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér að gera enn frekari breytingar á leikmannahópi sínum á næstu dögum, en lið Sunderland hefur aðeins fengið fjögur stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni og nálgast nú fallsvæðið. 16.10.2006 20:15 Patrekur og Konráð þjálfa Stjörnuna tímabundið Patrekur Jóhannesson fyrirliði og Konráð Olavsson munu stýra karlaliði Stjörnunnar í handbolta þangað til eftirmaður Sigurðar Bjarnasonar finnst, en Sigurður sagði starfi sínu lausu í gær. Formaður handknattleiksdeildar félagsins staðfesti þetta í samtali við NFS í kvöld, en vonaðist til að ganga frá ráðningu þjálfara í vikunni. 16.10.2006 19:45 Denilson í hópnum hjá Arsenal Brasilíski táningurinn Denilson verður í 18 manna leikmannahópi Arsene Wenger fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 16:15. Denilson er aðeins 18 ára gamall og gekk í raðir enska liðsins frá Sao Paulo í Brasilíu í sumar. 16.10.2006 19:39 Tottenham ætlar ekki á Ólympíuleikvanginn Forráðamenn Tottenham hafa nú hætt við öll áform um að reyna að fá að kaupa Ólympíuleikvanginn í London sem notaður verður á leiknunum árið 2012, því félagið hefur ekki áhuga á að spila á velli sem hefur hlaupabrautir. 16.10.2006 19:15 Íslendingarnir í byrjunarliðum Þeir Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson verða í byrjunarliðum Charlton og Fulham þegar liðin mætast í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem hefst nú klukkan 19. Leikurinn er á heimavelli Fulham, sem er í 12. sæti deildarinnar, en Hermann og félagar í Charlton þurfa nauðsynlega á sigri að halda því liðið er á botninum með aðeins 3 stig. 16.10.2006 18:45 Fjórir leikir í beinni á Sýn á morgun Það verður óvenju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðvum Sýnar í vikunni þegar leikjunum í Meistaradeild Evrópu verða gerð góð skil að venju, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar á morgun. Þetta er vegna þess að leikur CSKA og Arsenal fer fram nokkru fyrr en aðrir leikir og hefst klukkan 16:15 á morgun. 16.10.2006 18:30 Detroit - Utah í beinni Sjónvarpsstöðin NBA TV heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en leikur kvöldsins verður viðureign Detroit Pistons og Utah Jazz og hefst leikurinn strax klukkan 23:30 að þessu sinni. 16.10.2006 18:15 Eiður hugsar ekki um að skora á Stamford Bridge Eiður Smári Guðjohnsen er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir viðureign Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge á miðvikudagskvöldið. Hann segist væntanlega muni fagna hóflega ef hann nær að skora gegn sínum gömlu félögum, en hefur meiri áhyggjur af vini sínum Petr Cech. 16.10.2006 16:55 Neville og Ronaldo klárir Gary Neville og Cristiano Ronaldo mættu báðir á æfingu hjá Manchester United í morgun og verða því væntanlega klárir í slaginn gegn FC Kaupmannahöfn annað kvöld, en United hefur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa. Gabriel Heinze er þó enn tæpur vegna meiðsla á læri. 16.10.2006 16:41 Phoenix lagði LA Lakers Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni liðna nótt. LA Lakers tapaði fyrsta leik sínum til þessa þegar liðið lá fyrir Phoenix Suns í Las Vegas. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland. 16.10.2006 16:15 Pesic semur við Fram Miðjumaðurinn Igor Pesic, sem leikið hefur með Skagamönnum undanfarin tvö ár, hefur gengið frá þriggja ára samningi við nýliða Fram í Landsbankadeildinni. Pesic leikur því á ný undir stjórn Ólafs Þórðarsonar sem þjálfaði hann hjá ÍA lengst af. 16.10.2006 16:15 Petr Cech verður frá í hálft ár Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea gæti orðið frá keppni í allt að hálft ár að mati lækna sem framkvæmdu aðgerð á höfuðkúpubroti hans um helgina. Stephen Hunt, leikmaður Reading, hefur sent Cech skriflega afsökunarbeiðni fyrir að valda meiðslunum og stjóri Bolton hefur boðist til að lána Chelsea markvörð. 16.10.2006 14:46 Baldur Bett semur við Val Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi gert þriggja ára samning við FH-inginn Baldur Bett. Baldur hefur leikið með FH síðan árið 2000 og á að baki 99 leiki í efstu deild. 16.10.2006 14:35 Sigurður hættur að þjálfa Stjörnuna Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er að Sigurður Bjarnason hafi látið af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins og aðstoðarmaður hans Magnús Teitsson sömuleiðis. 16.10.2006 14:12 Ætlar að spila aftur fyrir Rangers Gennaro Gattuso hjá AC Milan segist ákveðinn í að spila aftur með liði Glasgow Rangers á ný áður en hann leggur skóna á hilluna, en þessi magnaði miðjumaður var aðeins 19 ára gamall þegar Walter Smith keypti hann frá Perugia á sínum tíma og gaf honum tækifæri með Rangers. 15.10.2006 22:00 LA Lakers - Phoenix í beinni Viðureign LA Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld. Leikurinn fer fram í Las Vegas og hefst klukkan hálf tvö eftir miðnætti. 15.10.2006 20:00 Viðræður hafnar um nýjan samning Framherjinn Wayne Rooney er sagður vera kominn í viðræður við forráðamenn Manchester United um framlengingu á samningi sínum. Enn eru nokkur ár eftir af samningnum sem hann undirritaði þegar hann gekk í raðir félagsins frá Everton árið 2004 fyrir 27 milljónir punda. 15.10.2006 19:22 Barcelona lagði Sevilla Barcelona lagði Sevilla 3-1 í spænska boltanum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona. Ronaldinho skoraði tvö mörk, annað úr víti og Leo Messi bætti við þriðja marki Katalóníumanna sem skutust á toppinn með sigrinum. 15.10.2006 19:06 Betis - Deportivo í beinni Nú klukkan 19:00 hefst leikur Real Betis og Deportivo í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn. Betis er í fallsæti með aðeins 3 stig eftir 5 leiki, en Deportivo hefur fengið 10 stig og er í 7. sæti. 15.10.2006 18:59 Baulað á Jackson í Indiana Átta æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Áhorfendur í Indiana bauluðu á vandræðagemlinginn Stephen Jackson þegar hann kom inn sem varamaður í tapleik gegn Utah Jazz. 15.10.2006 18:13 Haukar úr leik Haukastúlkur eru úr leik í Evrópukeppninni eftir að liðið gerði jafntefli við ungverska liðið Alcoa 22-22 á Ásvöllum í dag. Ungverska liðið vann fyrri leikinn með fimm marka mun og því er íslenska liðið úr leik. 15.10.2006 17:58 Gummersbach vann Lubbecke Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu góðan 37-31 útisigur á Lubbecke. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson 5. Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Lubbecke en Birkir Ívar Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum. 15.10.2006 17:46 Inter á toppinn Inter Milan skellti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag með 2-1 sigri á Catania í dag. Það var Dejan Stankovic sem skorað bæði mörk Inter í dag og eru ítölsku meistararnir þar með komnir með 14 stig eftir 6 leiki og hafa 2 stiga forskot á Roma sem tapaði 1-0 úti gegn Reggina. 15.10.2006 17:39 Bolton í þriðja sætið Bolton skaust í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með því að leggja Newcastle á útivelli 2-1. Newcastle hafði undirtökin framan af og Shola Ameobi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. El Hadji Diouf skoraði hinsvegar tvö mörk á innan við tveimur mínútum í þeim síðari og gerði út um leikinn fyrir Bolton. 15.10.2006 17:24 RIbery vill fara til Arsenal Umboðsmaður franska miðjumannsins Franck Ribery segir leikmanninn hafa fullan hug á að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal í framtíðinni. 15.10.2006 16:30 Óttast að missa starfið Alan Pardew viðurkennir að hann óttist mjög að verða vikið úr starfi hjá West Ham eftir að liðið seig niður í fallbaráttuna í gær með 2-0 tapi gegn Portsmouth. 15.10.2006 16:00 Sjá næstu 50 fréttir
Mourinho ósáttur við viðbragðstíma sjúkraliða Jose Mourinho gagnrýndi í dag viðbragðstíma sjúkraliða í Reading í kjölfar höfuðkúpubrots markvarðarins Petr Cech í leik Reading og Chelsea um helgina og sagði það hafa tekið hálftíma og koma leikmanninum á sjúkrahús. Talsmenn sjúkrahússins vísa þessu á bug. 17.10.2006 18:07
Íslandsmeistararnir verja titla sína Í dag var haldinn árlegur blaðamannafundur fyrir upphaf leiks í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta og þar spá þjálfarar og fyrirliðar allra liða í deildunum í spilin fyrir komandi leiktíð venju samkvæmt. Njarðvík og Haukar munu verja titla sína ef marka má spár í dag. 17.10.2006 17:44
Arsenal undir í hálfleik Arsenal er undir 1-0 gegn CSKA Moskvu í fyrsta leik dagsins í Meistardeild Evrópu. Heimamenn hafa verið mjög sprækir með Brasilíumennina Vagner Love og Daniel Carvalho fremsta í flokki, en það var einmitt sá síðarnefndi sem skoraði mark Moskvu með þrumuskoti úr óbeinni aukaspyrnu. 17.10.2006 17:37
Davenport fer ekki í leikbann Miðvörðurinn ungi Calum Davenport hjá Tottenham fer ekki í leikbann eftir að rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Aston Villa um helgina var dregið til baka. Davenport fékk dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum og var rekinn af velli, en myndbandsupptaka sýndi að dómurinn var út í hött. Þetta eru góð tíðindi fyrir Tottenham, enda er aðeins einn eiginlegur miðvörður leikfær í liðinu í dag. 17.10.2006 17:11
Farinn að vinna á ný Gamla kempan Sir Bobby Robson hefur nú fengið grænt ljós á að byrja að vinna aftur sem ráðgjafi írska landsliðsins í knattspyrnu eftir að hafa gengist undir krabbameinsaðgerð. Robson er 73 ára gamall og hefur misst af fjórum síðustu leikjum Íra vegna veikinda sinna. 17.10.2006 16:00
Eggert hækkar tilboð sitt í West Ham Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að hópur fjárfesta undir stjórn Eggerts Magnússonar hafi nú hækkað tilboð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 17.10.2006 15:30
Steven Reid frá í fjóra mánuði Miðjumaðurinn Steven Reid hjá Blackburn getur ekki spilað fótbolta næstu fjóra mánuðina eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í baki. Reid meiddist í landsleik Íra og Þjóðverja í byrjun september og getur nú ekki byrjað að spila aftur fyrr en í fyrsta lagi í febrúar á næsta ári. 17.10.2006 14:45
Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag Rétt er að minna enn og aftur á knattspyrnuveisluna sem verður á sjónvarpsstöðvum Sýnar í dag og í kvöld, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeild Evrópu. Fjörið hefst með leik CSKA Moskva og Arsenal á Sýn klukkan 16:15. 17.10.2006 14:36
Gerrard verður ekki með gegn Bordeaux Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, getur ekki leikið með liðinu gegn Bordeaux í Meistaradeildinni annað kvöld vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í leiknum gegn Blackburn um helgina. Gerrard fór því ekki með félögum sínum til Frakklands, en vonir standa til um að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. 17.10.2006 14:18
Fjórir leikir í nótt Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit lagði Utah 90-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem sýndur var beint í gærkvöldi. Ronald Murray skoraði 19 stig fyrir Detroit, en hann gekk í raðir liðsins frá Cleveland í sumar. Ronnie Brewer og Carlos Boozer skoruðu 15 stig hvor fyrir gestina. 17.10.2006 09:30
Heiðar náði sér ekki á strik Heiðar Helguson náði sér ekki á strik með Fulham í gær þegar liðið lagði botnlið Charlton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar fékk aðeins 5 í einkunn hjá Sky sjónvarpsstöðinni á meðan Hermann Hreiðarsson fékk 6 hjá Charlton. Darren Bent fékk hæstu einkunn Charlton eða 8, en varamaðurinn Claus Jensen hjá Fulham var kjörinn maður leiksins og fékk 9, enda átti hann stóran þátt í sigri liðsins. 17.10.2006 07:30
Ætlar að láta hart mæta hörðu Jens Lehmann hefur gefið sóknarmönnum sem gera sig líklega til að valda sér meiðslum skilaboð í kjölfar meiðsla þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini hjá Chelsea um helgina. Lehmann segir að úr því að dómarar ætli ekki að vernda markverði fyrir glæfralegum árásum - verði þeir að verja sig sjálfir. 17.10.2006 03:48
Renault á ekki von á bellibrögðum Ferrari Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. 16.10.2006 23:00
Hilario er vandanum vaxinn Miðjumaðurinn Joe Cole hjá Chelsea segir að liðið sé ekki á flæðiskeri statt þó þeir Petr Cech og Carlo Cudicini séu meiddir, því þriðji markvörðurinn sé vandanum vaxinn. Hilario heitir sá kappi og gekk í raðir Chelsea í sumar, en hann hefur áður spilað gegn Barcelona í Meistaradeildinni. 16.10.2006 22:15
Páll Axel safnaði mestu fé Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson safnaði mestu fé allra í gær þegar fram fóru úrslitaleikirnir í meistarakeppni KKÍ, en Iceland Express og Lýsing borguðu ákveðnar peningaupphæðir fyrir hverja troðslu og 3ja stiga körfu sem skoruð var í leiknum og rann upphæðin til heyrnadaufra barna. 16.10.2006 21:45
Fulham 2-1 Charlton Tvö mörk á tveimur mínútum gerðu það að verkum að Fulham sigraði grannaslaginn gegn Charlton 2-1 í kvöld. Brian McBride skoraði á 65 mínútu og Claus Jensen á þeirri 67. Jensen kom inn á fyrir Heiðar Helguson. Darren Bent minkaði muninn fyrir Charlton sem eru í miklum vandræðum á botni deildarinnar með þrjú stig. Fulham er í níunda sæti með 12 stig. 16.10.2006 21:00
Cudicini getur ekki spilað gegn Barcelona Ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini heilsaði upp á félaga sína hjá Chelsea á æfingu í dag, aðeins 48 tímum eftir að hann rotaðist í leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist vonandi verða búinn að ná sér um helgina, en segir ekki möguleika á því að mæta Barcelona í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. 16.10.2006 21:00
Tottenham í miklum vandræðum Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er nú í gríðarlegum vandræðum með að manna vörnina fyrir leikinn gegn Besiktas í Evrópukeppni félagsliða á fimmtudaginn, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aðeins einn nothæfur miðvörður er í hóp liðsins í dag. 16.10.2006 21:00
Liðið er búið að missa sinn besta leikmann Eiður Smári Guðjohnsen segir að hans menn í Barcelona verði að skora fyrsta markið í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudaginn, því það sé mjög erfitt að lenda undir gegn jafn vel skipulögðu liði og gömlu félögum hans í Chelsea. Hann segist líka vita af hverju Chelsea hefur ekki byrjað mjög vel í ensku úrvalsdeildinni í haust. 16.10.2006 20:45
Ætlar að taka til í liði sínu Roy Keane hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér að gera enn frekari breytingar á leikmannahópi sínum á næstu dögum, en lið Sunderland hefur aðeins fengið fjögur stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni og nálgast nú fallsvæðið. 16.10.2006 20:15
Patrekur og Konráð þjálfa Stjörnuna tímabundið Patrekur Jóhannesson fyrirliði og Konráð Olavsson munu stýra karlaliði Stjörnunnar í handbolta þangað til eftirmaður Sigurðar Bjarnasonar finnst, en Sigurður sagði starfi sínu lausu í gær. Formaður handknattleiksdeildar félagsins staðfesti þetta í samtali við NFS í kvöld, en vonaðist til að ganga frá ráðningu þjálfara í vikunni. 16.10.2006 19:45
Denilson í hópnum hjá Arsenal Brasilíski táningurinn Denilson verður í 18 manna leikmannahópi Arsene Wenger fyrir leikinn gegn CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 16:15. Denilson er aðeins 18 ára gamall og gekk í raðir enska liðsins frá Sao Paulo í Brasilíu í sumar. 16.10.2006 19:39
Tottenham ætlar ekki á Ólympíuleikvanginn Forráðamenn Tottenham hafa nú hætt við öll áform um að reyna að fá að kaupa Ólympíuleikvanginn í London sem notaður verður á leiknunum árið 2012, því félagið hefur ekki áhuga á að spila á velli sem hefur hlaupabrautir. 16.10.2006 19:15
Íslendingarnir í byrjunarliðum Þeir Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson verða í byrjunarliðum Charlton og Fulham þegar liðin mætast í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem hefst nú klukkan 19. Leikurinn er á heimavelli Fulham, sem er í 12. sæti deildarinnar, en Hermann og félagar í Charlton þurfa nauðsynlega á sigri að halda því liðið er á botninum með aðeins 3 stig. 16.10.2006 18:45
Fjórir leikir í beinni á Sýn á morgun Það verður óvenju mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðvum Sýnar í vikunni þegar leikjunum í Meistaradeild Evrópu verða gerð góð skil að venju, en boðið verður upp á fjórar beinar útsendingar á morgun. Þetta er vegna þess að leikur CSKA og Arsenal fer fram nokkru fyrr en aðrir leikir og hefst klukkan 16:15 á morgun. 16.10.2006 18:30
Detroit - Utah í beinni Sjónvarpsstöðin NBA TV heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en leikur kvöldsins verður viðureign Detroit Pistons og Utah Jazz og hefst leikurinn strax klukkan 23:30 að þessu sinni. 16.10.2006 18:15
Eiður hugsar ekki um að skora á Stamford Bridge Eiður Smári Guðjohnsen er nú að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir viðureign Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge á miðvikudagskvöldið. Hann segist væntanlega muni fagna hóflega ef hann nær að skora gegn sínum gömlu félögum, en hefur meiri áhyggjur af vini sínum Petr Cech. 16.10.2006 16:55
Neville og Ronaldo klárir Gary Neville og Cristiano Ronaldo mættu báðir á æfingu hjá Manchester United í morgun og verða því væntanlega klárir í slaginn gegn FC Kaupmannahöfn annað kvöld, en United hefur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa. Gabriel Heinze er þó enn tæpur vegna meiðsla á læri. 16.10.2006 16:41
Phoenix lagði LA Lakers Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni liðna nótt. LA Lakers tapaði fyrsta leik sínum til þessa þegar liðið lá fyrir Phoenix Suns í Las Vegas. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland. 16.10.2006 16:15
Pesic semur við Fram Miðjumaðurinn Igor Pesic, sem leikið hefur með Skagamönnum undanfarin tvö ár, hefur gengið frá þriggja ára samningi við nýliða Fram í Landsbankadeildinni. Pesic leikur því á ný undir stjórn Ólafs Þórðarsonar sem þjálfaði hann hjá ÍA lengst af. 16.10.2006 16:15
Petr Cech verður frá í hálft ár Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea gæti orðið frá keppni í allt að hálft ár að mati lækna sem framkvæmdu aðgerð á höfuðkúpubroti hans um helgina. Stephen Hunt, leikmaður Reading, hefur sent Cech skriflega afsökunarbeiðni fyrir að valda meiðslunum og stjóri Bolton hefur boðist til að lána Chelsea markvörð. 16.10.2006 14:46
Baldur Bett semur við Val Knattspyrnudeild Vals hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi gert þriggja ára samning við FH-inginn Baldur Bett. Baldur hefur leikið með FH síðan árið 2000 og á að baki 99 leiki í efstu deild. 16.10.2006 14:35
Sigurður hættur að þjálfa Stjörnuna Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er að Sigurður Bjarnason hafi látið af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins og aðstoðarmaður hans Magnús Teitsson sömuleiðis. 16.10.2006 14:12
Ætlar að spila aftur fyrir Rangers Gennaro Gattuso hjá AC Milan segist ákveðinn í að spila aftur með liði Glasgow Rangers á ný áður en hann leggur skóna á hilluna, en þessi magnaði miðjumaður var aðeins 19 ára gamall þegar Walter Smith keypti hann frá Perugia á sínum tíma og gaf honum tækifæri með Rangers. 15.10.2006 22:00
LA Lakers - Phoenix í beinni Viðureign LA Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld. Leikurinn fer fram í Las Vegas og hefst klukkan hálf tvö eftir miðnætti. 15.10.2006 20:00
Viðræður hafnar um nýjan samning Framherjinn Wayne Rooney er sagður vera kominn í viðræður við forráðamenn Manchester United um framlengingu á samningi sínum. Enn eru nokkur ár eftir af samningnum sem hann undirritaði þegar hann gekk í raðir félagsins frá Everton árið 2004 fyrir 27 milljónir punda. 15.10.2006 19:22
Barcelona lagði Sevilla Barcelona lagði Sevilla 3-1 í spænska boltanum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona. Ronaldinho skoraði tvö mörk, annað úr víti og Leo Messi bætti við þriðja marki Katalóníumanna sem skutust á toppinn með sigrinum. 15.10.2006 19:06
Betis - Deportivo í beinni Nú klukkan 19:00 hefst leikur Real Betis og Deportivo í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn. Betis er í fallsæti með aðeins 3 stig eftir 5 leiki, en Deportivo hefur fengið 10 stig og er í 7. sæti. 15.10.2006 18:59
Baulað á Jackson í Indiana Átta æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Áhorfendur í Indiana bauluðu á vandræðagemlinginn Stephen Jackson þegar hann kom inn sem varamaður í tapleik gegn Utah Jazz. 15.10.2006 18:13
Haukar úr leik Haukastúlkur eru úr leik í Evrópukeppninni eftir að liðið gerði jafntefli við ungverska liðið Alcoa 22-22 á Ásvöllum í dag. Ungverska liðið vann fyrri leikinn með fimm marka mun og því er íslenska liðið úr leik. 15.10.2006 17:58
Gummersbach vann Lubbecke Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu góðan 37-31 útisigur á Lubbecke. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson 5. Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Lubbecke en Birkir Ívar Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum. 15.10.2006 17:46
Inter á toppinn Inter Milan skellti sér á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag með 2-1 sigri á Catania í dag. Það var Dejan Stankovic sem skorað bæði mörk Inter í dag og eru ítölsku meistararnir þar með komnir með 14 stig eftir 6 leiki og hafa 2 stiga forskot á Roma sem tapaði 1-0 úti gegn Reggina. 15.10.2006 17:39
Bolton í þriðja sætið Bolton skaust í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með því að leggja Newcastle á útivelli 2-1. Newcastle hafði undirtökin framan af og Shola Ameobi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. El Hadji Diouf skoraði hinsvegar tvö mörk á innan við tveimur mínútum í þeim síðari og gerði út um leikinn fyrir Bolton. 15.10.2006 17:24
RIbery vill fara til Arsenal Umboðsmaður franska miðjumannsins Franck Ribery segir leikmanninn hafa fullan hug á að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal í framtíðinni. 15.10.2006 16:30
Óttast að missa starfið Alan Pardew viðurkennir að hann óttist mjög að verða vikið úr starfi hjá West Ham eftir að liðið seig niður í fallbaráttuna í gær með 2-0 tapi gegn Portsmouth. 15.10.2006 16:00