Fleiri fréttir

Avery Johnson framlengir við Dallas

Avery Johnson skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við NBA lið Dallas Mavericks og mun því stýra liðinu til ársins 2011. Johnson kom Dallas alla leið í úrslitin á sínu fyrsta heila ári við stjórnvölinn á síðustu leiktíð og er sagður muni fá um 20 milljónir dollara fyrir samninginn.

Vonsvikinn á viðbrögðum fólks

Paul Robinson, landsliðsmarkvörður Englendinga, segist afar hissa og vonsvikinn yfir því að hafa verið látinn fá það óþvegið fyrir markið slysalega sem hann fékk á sig á móti Króötum á miðvikudag.

Einn nýliði í hópnum

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Ungverjum í æfingaleikjum ytra í lok mánaðarins. Í hópnum er einn nýliði, Sigfús Sigfússon úr Fram.

Handtekinn vegna líkamsárásar

Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham var handtekinn í gær vegna gruns um líkamsárás í byrjun mánaðarins. Ferdinand hefur verið sleppt gegn tryggingu, en þarf að mæta í frekari yfirheyrslur vegna málsins í næsta mánuði.

Sacramento burstaði Dallas

Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101.

Maxi Rodriguez úr leik

Argentínski landsliðsframherjinn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid meiddist illa á hné í vináttuleik Argentínumanna og Spánverja í gærkvöldi. Spánverjar unnu leikinn 2-1, en ljóst er að Rodriguez verður lítið meira með á leiktíðinni og mun gangast undir aðgerð á morgun.

Fjandans sama um gagnrýni

Framherjinn snjalli Lukas Podolski svaraði harðri gagnrýni í gær þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Þjóðverja á Slóvökum í undankeppni EM. Podolski hefur verið harðlega gagnrýndur í þýskum fjölmiðlum sem og af félögum sínum hjá Bayern Munchen.

Gummersbach lagði Celje Lasko

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á sterku liði Celje í Meistaradeildinni í handbolta 34-31, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 16-14. Þá unnu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg 34-29 sigur á Medwedi í sömu keppni.

Dallas - Sacramento í beinni

Tveir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan hálf eitt eftir miðnætti.

Rooney reifst við dónalegan stuðningsmann

Leikmenn enska landsliðsins fengu að heyra skoðanir stuðningsmanna liðsins þegar þeir gengu inn í rútuna eftir tapleikinn gegn Króötum í gær og fréttir herma að einn þeirra hafi verið einstaklega dónalegur. Wayne Rooney er sagður hafa svarað honum fullum hálsi.

Beckham hefði ekki skipt máli gegn Króötum

Max Clifford, ráðgjafi enska landsliðsþjálfarans Steve McClaren, segir að þjálfarinn hafi fulla auðmýkt í að kalla David Beckham inn í enska landsliðshópinn á ný ef hann telji það liðinu fyrir bestu, en blæs á að betur hefði farið Beckham hefði notið við í tveimur síðustu leikjum liðsins.

Stilian Petrov hættur með landsliðinu

Stilian Petrov, fyrirliði Búlgarska landsliðsins og leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með búlgarska landsliðinu.

Þrír lykilmenn Arsenal meiddir

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú fengið þær fregnir að þrír af lykilleikmönnum hans verði frá keppni í nokkurn tíma vegna meiðsla eftir landsleikjahlé og verður það væntanlega ekki til þess að auka hrifningu þjálfarans á hléunum sem hann hefur gagnrýnt harðlega undanfarið.

Júlíus Jónasson ráðinn landsliðsþjálfari

Handknattleikssamband Íslands sendi nú síðdegis frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Júlíus Jónasson hafi verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik.

Stórsigur Arsenal

Arsenal vann í dag sannfærandi 5-0 sigur á Breiðablik í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar á Kópavogsvelli. Enska liðið var einfaldlega of stór biti fyrir Blika, en eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik, skoraði Arsenal fjögur mörk á 15 mínútum um miðjan síðari hálfleik og gerði út um leikinn.

Formaður UMFG kallar Sigurð Jónsson aumingja

Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélags Grindavíkur, vandar Sigurði Jónssyni fyrrum þjálfara meistaraflokks félagsins í knattspyrnu ekki kveðjurnar í pistli á heimasíðu UMFG í dag. Gunnlaugur kallar Sigurð meða annars aumingja.

Þjálfari Slóvaka segir af sér

Dusan Galis sagði í gærkvöld af sér sem landsliðsþjálfari Slóvaka eftir að liðið steinlá á heimavelli gegn Þjóðverjum í D-riðli undankeppni EM. Liðið hafði unnið stórsigur á Wales í leiknum á undan og því komu þessi tíðindi nokkuð á óvart.

Arsenal hefur forystu gegn Blikum

Nú er kominn hálfleikur í fyrri viðureign Breiðabliks og Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópukeppninni í knattspyrnu og hefur enska stórliðið 1-0 forystu. Það var enski landsliðsmaðurinn Kelly Smith sem skoraði mark Lundúnaliðsins eftir hálftíma leik eftir frábært einstaklingsframtak. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Xavier að snúa aftur?

Svo gæti farið að portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier spilaði sinn fyrsta leik með varaliði félagsins eftir helgina, en leikbannið sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi forðum rennur út á laugardag.

Sex æfingaleikir í nótt

Sex æfingaleikir voru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Ben Wallace stimplaði sig vel inn í lið Chicago Bulls sem vann nauman sigur á Washington Wizards.

Byrjaður að æfa á ný

Vængmaðurinn ungi, Aaron Lennon hjá Tottenham, er nú farinn að stunda léttar æfingar á ný eftir að hafa gengist undir lítla aðgerð á hné fyrir skömmu. Bati enska landsliðsmannsins hefur verið skjótari en nokkur þorði að vona, en hann verður þó ekki klár í slaginn gegn Aston Villa um helgina.

Henry talinn líklegur

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú gefið út lista yfir þá 30 leikmenn sem tilnefndir hafa verið sem knattspyrnumaður ársins. Tólf leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru þar tilnefndir og þykir Thierry Henry hjá Arsenal líklegastur til að hreppa hnossið að þessu sinni.

Formlegar viðræður hafnar

Breska sjónvarpið heldur því fram í dag að Eggert Magnússon hafi staðfest að hann sé kominn í formlegar viðræður við forráðamenn West Ham um að festa kaup á félaginu. Talið er að kaupverðið yrði í kring um 75 milljónir punda, eða um 10 milljarðar króna.

Rasheed Wallace eignar sér reglubreytingar

Reglur í NBA deildinni hafa nú verið hertar til muna og dómurum verið gert að grípa mun fyrr til þess að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir mótmæli. Rasheed Wallace segir að þessar breyttu áherslur séu bein árás á sig og kallar hinar nýju reglubreytingar "aðeins enn eina Wallace-regluna"

Chicago - Washington í beinni

Leikur kvöldsins á NBA TV frá undirbúningstímabilinu er viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards. Þarna gefst áhorfendum tækifæri til að sjá Big Ben Wallace í eldlínunni með Chicago í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir liðsins frá Detroit í sumar. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt í nótt.

Stephen Jackson á leið í fangelsi?

Stephen Jackson, leikmaður Indiana Pacers í NBA deildinni, gæti nú átt yfir höfði sér fangelsisvist eftir að lögregla í Indianapolis ákvað í dag að kæra hann fyrir gáleysi og ólæti á almannafæri í kjölfar þess að hann lenti í átökum fyrir utan súlustað þar í borg á dögunum.

Ég gat ekkert gert

Enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson gat lítið sagt þegar hann var spurður út í sjálfsmarkið slysalega sem hann fékk á sig í Zagreb í kvöld þegar Englendingar töpuðu 2-0 fyrir Króötum í undankeppni EM.

Corey Lidle látinn

Nú hefur verið staðfest að maðurinn sem flaug vélinni sem brotlenti á háhýsinu á Manhattan í kvöld var Croy Lidle, kastari hafnarboltaliðsins New York Yankees. Lidle gekk til liðs við New York nú í sumar og var nýbúinn að verða sér út um flugmannspróf.

Tap fyrir Svíum

Íslenska landsliðið tapaði 2-1 fyrir Svíum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi 1-1. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í síðustu mínúturnar og átti Eiður Smári Guðjohnsen meðal annars skot í slá sænska marksins.

HK á toppnum

Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Fram urðu að láta sér lynda jafntefli gegn HK í Digranesi 22-22 og því er Kópavogsliðið í efsta sæti deildarinnar.

Fyrsti sigur Maltverja í 13 ár

Smálið Möltu vann í kvöld frækinn sigur á Ungverjum á heimavelli 2-1 í C-riðli undankeppni EM. Þetta var fyrsti sigur liðsins í alvöru knattspyrnuleik í 13 ár og fyrsti sigur liðsins í undankeppni EM síðan árið 1982 - en það var einmitt gegn okkur Íslendingum.

England fer áfram

Steve McClaren segir að enska landsliðið muni án efa komast á EM 2008 þrátt fyrir að liðið hafi tapað 2-0 fyrir Króötum í kvöld og hafi nú aðeins náð í eitt stig og ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum sínum.

Englendingar lágu í Króatíu

Englendingar voru mjög langt frá sínu besta í kvöld þegar liðið steinlá 2-0 fyrir Króatíu á útivelli í kvöld. Eduardo kom króatíska liðinu yfir eftir 60 mínútna leik og Gary Neville innsiglaði sigur heimamanna með því að skora afar slysalegt sjálfsmark. Englendingar hafa ekki skorað í tveimur leikjum í röð í undankeppninni.

Wilhelmson kemur Svíum yfir

Svíar hafa náð 2-1 forystu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli. Markið skoraði Christian Wilhelmsson á 59. mínútu eftir laglegt spil sænska liðsins.

Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli

Staðan í leik Íslendinga og Svía í undankeppni EM á Laugardalsvelli er jöfn 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Arnar Þór Viðarsson skoraði mark íslenska liðsins með laglegu skoti á 6. mínútu en Kim Kallström jafnaði með ótrúlegu skoti úr aukaspyrnu skömmu síðar. Svíarnir voru nálægt því að komast yfir með öðrum þrumufleyg undir lok hálfleiksins, en Hermann Hreiðarsson varði skotið með glæsilegum hætti.

Fjörug byrjun á Laugardalsvelli

Það hefur heldur betur dregið til tíðinda snemma á Laugardalsvelli, en staðan í leik Íslendinga og Svía er orðin 1-1 eftir aðeins 10 mínútna leik. Arnar Þór Viðarsson kom Íslendingum yfir með frábæru langskoti á 6. mínútu, en Kim Kallström jafnaði með ótrúlegum þrumufleyg úr aukaspyrnu af hátt í 40 metra færi innan við tveimur mínútum síðar.

Mellberg veikur

Svíar gerðu eina breytingu á liði sínu á síðustu stundu fyrir leikinn gegn Íslendingum, en miðvörðurinn sterki Olof Mellberg frá Aston Villa er með magakveisu og í stað hans kom Mikael Antonsson í byrjunarliðið.

Ísland - Svíþjóð að hefjast

Nú er leikur Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM í knattspyrnu að hefjast á Laugardalsvelli, en leikurinn er sýndur beint á Rúv fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á völlinn. Þjóðsöngvarnir hafa verið sungnir af stjörnutenórnum knáa og Emil Hallfreðsson var eini íslenski leikmaðurinn sem tók undir fullum hálsi. Sómi af því.

Okkur er full alvara

Þau tíðindi að Eggert Magnússon hefði í hyggju að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hafa farið um England eins og eldur í sinu í dag. Mikið hefur verið rætt um hugsanlega sölu á meirihluta í félaginu í haust og segir Eggert að sér sé dauðans alvara með formlegu yfirtökutilboði sínu.

Líkir landsliðsþjálfurum við bílþjófa

Arsene Wenger hefur enn á ný ákveðið að tjá gremju sína í garð landsliðsþjálfara og í dag líkti hann leikmönnum sínum við stolna bensínlausa bíla á víðavangi þegar þeir sneru aftur úr landsleikjum.

Hermann í ljótasta liði ársins

Það er ekkert nýtt undir sólinni í knattspyrnuheiminum og nú hefur íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson orðið þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera valinn í úrvalslið ljótustu leikmanna í ensku úrvalsdeildinni að mati vefsíðu sem hefur útlit knattspyrnumanna að umtalsefni.

Írland - Tékkland á Sýn í kvöld

Leikur Íra og Tékka verður sýndur á Sýn Extra klukkan 20 í kvöld, en hann verður einnig á dagskrá Sýnar klukkan 21:40, eða eftir útsendinguna frá leik Króata og Englendinga. Írar eiga undir högg að sækja þessa dagana og er stóllinn farinn að hitna verulega undir Steve Staunton landsliðsþjálfara.

Byrjunarlið Svía klárt

Nú er ljóst hverjir verða í byrjunarliði Svía sem sækir okkur Íslendinga heim á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. Nokkur ný andlit eru í hópnum eftir forföll í sænska liðinu.

Kalla Íslendinga aumingja

Blaðamenn Aftonbladet í Svíþjóð eru ekki að skafa af því þegar þeir fjalla um leik Íslendinga og Svía í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld og kalla íslenska liðið aumingja. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu á NFS í hádeginu.

Leikmenn Arsenal hitta aðdáendur í dag

Leikmenn kvennaliðs Arsenal munu klukkan 16 í dag hitta áhugasama aðdáendur liðsins í Landsbankanum í Smáralindinni, en enska liðið mætir kvennaliði Breiðabliks í Evrópukeppninni á morgun. Allir eru velkomnir í Smáralindina í dag og þar verður lið Breiðabliks einnig að gefa eiginhandaráritanir.

Sjá næstu 50 fréttir