Fleiri fréttir

Real Madrid sigraði í risaslagnum

Real Madrid hrósaði í gær 2-0 sigri á Barcelona í einum af stórleikjum tímabilsins í Evrópufótboltanum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en náði ekki að koma í veg fyrir sigur heimamanna.

Liverpool yfirspilað á Old Trafford

Manchester United endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í gær með því að verðskulduðum sigri, 2-0, á Liverpool. Paul Scholes og Rio Ferdinand skoruðu hvor í sínum hálfleik.

Lið Loga og Jóns töpuðu

Bæði lið Loga Gunnarssonar og Jóns Arnórs Stefánssonar töpuðu sínum leikjum um helgina. ToPo, lið Loga í finnsku úrvalsdeildinni, tapaði á útivelli fyrir TC, 96-83, og var Logi annar stigahæstu leikmanna liðsins með 20 stig. ToPo er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar sem telur alls tólf lið. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað þremur.

Haukar réðu ekki við Thomas

Grindavík hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild karla í gær og nú báru þeir sigurorð á Haukum, 95-85. Heimamenn gerðu út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks og breyttu átta stiga forskoti í 24 stiga forskot á sex mínútna kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en skoraði tíu stig á þessum leikkafla. Segja má að Grindvíkingar hafi keyrt yfir andstæðinga sína því tólf af stigunum 20 komu úr hraðaupphlaupssóknum.

Arsenal á sigurbraut

Arsenal heldur áfram að elta efstu lið deildarinnar en í gær vannst fyrirhafnarlítill sigur á nýliðum Reading 4-0 á útivelli. „Við byrjuðum vel, spiluðum vel og tækni okkar gerði gæfumuninn. Við stjórnuðum þessum leik algjörlega. Einbeitingin hvarf síðustu tuttugu mínúturnar en á heildina litið er ég ánægður.

Sálfræðiaðstoðin farin að skila sér

Chelsea komst aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar með því að sigra Portsmouth 2-1 á heimavelli sínum í gær. Það voru þeir Andriy Shevchenko og Michael Ballack sem skoruðu mörkin fyrir Englandsmeistarana.

Róbert og Wetzlar enn án sigurs

Róbert Sighvatsson og lærisveinar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar eru enn án sigurs eftir níu umferðir og sitja á botni deildarinnar. Í gær tapaði liðið fyrir Göppingen á útivelli en Jaliesky Garcia lék ekki með síðarnefnda liðinu þar sem hann á við meiðsli að stríða.

Ævintýralegur endir í Safamýrinni

Markvörður Fram var hetja liðsins er hún skoraði jöfnunarmarkið gegn Íslandsmeisturum ÍBV á lokasekúndum í leik liðanna í DHL-deild kvenna í gær. Fram stendur áfram undir nafni sem spútniklið haustsins.

Frábær frammistaða dugði ekki til

Fram tapaði í gær fyrir Celje Lasko 30-33 á heimavelli í meistaradeild Evrópu í handknattleik. Framarar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni en voru ekki langt frá því að ná jafntefli í gær.

Beinar útsendingar um helgina

NBA TV sjónvarpsstöðin heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA um helgina, en nú er farið að styttast verulega í að deildarkeppnin sjálf hefjist. Á laugardagskvöldið verður leikur Dallas og Washington í beinni útsendingu klukkan hálf eitt og á sama tíma á sunnudagskvöldið eigast við Texas-liðin Houston og San Antonio.

KR lagði Snæfell í hörkuleik

KR byrjaði leiktíðina með sigri í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið lagði Snæfell á heimavelli sínum 83-79. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn, en gestirnir komust yfir þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Þá fékk Hlynur Bæringsson sína fimmtu villu og eftir það gengu KR-ingar á lagið og höfðu sigur.

Boris Diaw semur við Phoenix

Franski framherjinn Boris Diaw hefur samþykkt að skrifa undir fimm ára framlengingu á samningi sínum við NBA lið Phoenix Suns og sagt er að samningurinn færi honum um 45 milljónir dollara í aðra hönd.

Gerrard er óðum að ná sér á strik

Rafa Benitez hefur látið í veðri vaka að leikurinn gegn Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn muni marka nýtt upphaf fyrir Steven Gerrard, sem ekki hefur náð sér alveg á strik á leiktíðinni og hefur til að mynda enn ekki skorað mark í úrvalsdeildinni.

Frá keppni í þrjár vikur í viðbót

Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg hjá Arsenal getur væntanlega ekki spilað með liði sínu í að minnsta kosti þrjár vikur í viðbót eftir að kálfameiðsli hans reyndust alvarlegri en talið var í fyrstu. Talið er að það komi í hlut Alexander Hleb eða unglingsins Theo Walcott að leysa hann af hólmi gegn Reading á sunnudaginn.

Vill ekki hugsa um að slá met

Martin O´Neill segist ekki vera með hugann við metabækurnar þegar lið hans fær Fulham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en Aston Villa er eina taplausa liðið í deildinni eftir átta leiki og er nú aðeins fjórum leikjum frá því að jafna félagsmet.

Setur stefnuna á 90 stig

Alex Ferguson hefur sett stefnuna á að ná í 90 stig í ensku úrvalsdeildinni í vetur og segir þann mikla stigafjölda líklega vera nauðsynlegan til að vinna deildina. Manchester United hefur ekki unnið titilinn í þrjú ár, en Ferguson og félagar setja stefnuna hátt í ár.

Tveir stórleikir í kvöld

Fyrsta umferðin í úrvalsdeild karla í körfubolta klárast í kvöld þegar tveir stórleikir verða á dagskrá. Grannarnir Hamar/Selfoss og Þór eigast þá við í Þorlákshöfn og í DHL Höllinni mætast KR og Snæfell. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15 og rétt er að hvetja alla til að mæta á völlinn, enda verður eflaust hart barist á báðum vígstöðvum.

Hargreaves byrjaður í endurhæfingu

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen er nú byrjaður í endurhæfingu eftir að hafa fótbrotnað í síðasta mánuði. Hargreaves er 25 ára gamall og er nú laus við plastspelku af fætinum, sem þýðir að hann er farinn að ganga um eðlilega. Vonir standa til um að hann geti farið að spila í lok næsta mánaðar.

Josh Howard framlengir við Dalls

Framherjinn Josh Howard hefur undirritað nýjan fjögurra ára samning við Dallas Mavericks í NBA deildinni og er því samningsbundinn liðinu út keppnistímabilið 2010-11. Howard fær um 40 milljónir dollara fyrir nýja samninginn, sem tekur ekki gildi fyrrr en eftir tímabilið sem hefst um mánaðamótin.

Cisse byrjaður að æfa á ný

Franski landsliðsmaðurinn Djibril Cisse mætti á sína fyrstu æfingu hjá liði Marseille í Frakklandi í dag, þar sem hann er sem lánsmaður frá Liverpool. Cisse hefur ekkert geta æft með liðinu síðan hann fótbrotnaði upphitunarleik Frakka gegn Kínverjum í byrjun júní.

Arnar og Bjarki semja við FH

Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir gerðu í dag eins árs samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Bræðurnir eru 33 ára gamlir og léku sem kunnugt er með uppeldisfélagi sínu ÍA á síðustu leiktíð, þar sem þeir gegndu einnig þjálfarastarfi.

Atli og Óskar til KR

Eins og fyrst kom fram í Fréttablaðinu í morgun var haldinn blaðamannafundur hjá KR í dag þar sem tilkynnt var að félagið hefði gert þriggja ára samning við þá Atla Jóhannsson frá ÍBV og Óskar Örn Hauksson frá Grindavík. Þessir ungu leikmenn eiga vafalítið eftir að styrkja vesturbæjarliðið verulega fyrir átökin næsta sumar, enda voru þeir tveir eftirsóttustu leikmennirnir á markaðnum í haust.

Cattermole semur við Boro

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hefur framlengt samning sinn við miðjumanninn unga Lee Cattermole til ársins 2010. Cattermole er aðeins 18 ára gamall en er orðinn fastamaður í liði Gareth Southgate eftir að hafa fengið sitt fyrsta tækifæri undir stjóri Steve McClaren á síðustu leiktíð.

Tímamótaleikur hjá Paul Scholes um helgina

Miðjumaðurinn magnaði Paul Scholes hjá Manchester United kemst í mjög sérstakan hóp manna í sögu Manchester United um helgina þegar liðið tekur á móti Liverpool, en þá verður hann aðeins níundi leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila 500 leiki.

Villa Park fær ekki nýtt nafn

Forráðmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa hafa vísað fregnum breska sjónvarpsins á bug um að endurskíra eigi heimavöll liðsins, Villa Park, og fá honum nafn styrktaraðila. Heimildir breska sjónvarpsins gátu til um að Villa ætti von á tugum milljóna punda frá styrktaraðilum ef Villa Park fengi nýtt nafn að frumkvæði nýja eigandans, Randy Lerner.

West Ham í viðræðum vegna Ólympíuleikvangsins

Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, staðfestir í samtali við breska sjónvarpið í dag að úrvalsdeildarfélagið West Ham sé í alvarlegum viðræðum við Ólympíunefndina um að kaupa Ólympíuleikvanginn í London eftir leikana þar í borg árið 2012.

Buffon ætlar ekki að fara til Chelsea

Umboðsmaður ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon segir skjólstæðing sinn ekki ætla að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea í janúar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram í dag. Umboðsmaðurinn segir Buffon ekki ætla að fara frá félaginu í janúar, enda hefði hann farið strax frá Juve eftir að liðið féll í B-deildina ef hann hefði ætlað sér það á annað borð.

Clippers vann grannaslaginn

Los Angeles Clippers lagði granna sína í LA Lakers í leik liðanna á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni, en alls fóru fram átta leikir í nótt.

Serbía logar í kynþáttahatri

Lögreglan í Belgrad í Serbíu hefur handtekið 152 stuðningsmenn fyrir kynþáttafordóma á leik Rad og Novi Pazar í annari deildinni þar í landi í gær, en þetta var í annað sinn á nokkrum dögum þar sem lögregla þarf að hafa afskipti af stuðningsmönnum vegna kynþáttafordóma í serbneska boltanum.

Chelsea kenndi okkur hvernig á að vinna Barcelona

Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, segir að liðið ætli sér að nota leik Chelsea í gær sem góða lexíu í því hvernig á að vinna Barcelona fyrir leik spænsku risanna á sunnudaginn, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

Lakers - Clippers í beinni í nótt

Undirbúningstímabilið í NBA deildinni heldur áfram í kvöld og þá verða átta leikir á dagskrá. Grannaslagur Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsrásinni á Digital Ísland og hefst hann klukkan tvö í nótt.

Suðurnesjaliðin unnu leiki sína

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Suðurnesjaliðin unnu öll fyrstu leiki sína og þá unnu Haukar afar nauman sigur á nýliðum Tindastóls í Hafnarfirði.

Sjá næstu 50 fréttir