Fleiri fréttir Auðvelt hjá meisturunum Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina með stæl í ensku úrvalsdeidinni og í dag vann liðið auðveldan sigur á Manchester City 3-0 á Stamford Bridge. John Terry og Frank Lampard komu Chelsea í 2-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba bætti því þriðja við á 78 mínútu með glæsilegum skalla. Bernardo Corradi fékk að líta rauða spjaldið hjá City á 63. mínútu. 20.8.2006 16:55 Þurfum sem betur fer ekki að spila við United í hverri viku Chris Coleman, stjóri Fulham, átti fá svör við stóru tapi sinna manna fyrir Manchester United á Old Trafford í dag og sagði að heimamenn hefðu einfaldlega valtað yfir sitt lið. 20.8.2006 16:19 Diarra gerir fimm ára samning við Real Real Madrid hefur gert fimm ára samning við Malímanninn Mahamadou Diarra sem kemur frá frönsku meisturunum Lyon. Diarra verður formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Real eftir helgina, en á að vísu eftir að standast læknisskoðun hjá spænska félaginu. 20.8.2006 16:00 Meistararnir í góðum málum Englandsmeistarar Chelsea byrja titilvörnina með ágætum, en liðið hefur örugga 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign þeirra við Manchester City á Stamford Bridge. Það var varnarjaxlinn John Terry sem opnaði markareikninginn á 11. mínútu og félagi hans í enska landsliðinu, Frank Lampard, bætti við öðru marki á 25. mínútu þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. 20.8.2006 15:40 Riise og Carragher verða frá í 2-3 vikur Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að varnarmennirnir Jamie Carragher og John Arne Riise verði báðir frá æfingum í 2-3 vikur eftir að þeir þurftu báðir að yfirgefa völlinn meiddir í leiknum gegn Sheffield United í gær. Þetta þýðir að bikarmeistararnir verða án krafta þeirra í Evrópuleiknum gegn Maccabi Haifa í Kænugarði á þriðjudaginn. 20.8.2006 15:31 Mótmælir leikbanni sínu harðlega Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, er sagður hafa skrifað enska knattspyrnusambandinu harðort bréf þar sem hann hótar að draga úr kynningarstörfum sínum fyrir sambandið til að mótmæla þriggja leikja banninu sem hann var settur í á dögunum fyrir að fá rautt spjald í æfingaleik. 20.8.2006 15:19 Leikur Chelsea og Man City að hefjast Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina á heimavelli sínum gegn Manchester City nú klukkan 15. Michael Ballack er ekki í byrjunarliði Chelsea, en hann á við meiðsli að stríða. Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko er í fremstu víglínu hjá Englandsmeisturunum. 20.8.2006 14:59 Barcelona - Espanyol í beinni í kvöld Síðari leikur Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni á Spáni verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn Extra í kvöld. Þetta er síðari leikur liðanna, en Barcelona vann þann fyrri 1-0 á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Börsunga í kvöld og fær vonandi að spreyta sig í fyrsta alvöru leik sínum með liðinu. Útsending á Sýn Extra hefst klukkan 19:55. 20.8.2006 14:45 Frábær byrjun hjá Manchester United Manchester United byrjar leiktíðina með tilþrifum í ensku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið 5-1 stórsigur á Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham á Old Trafford í Manchester. Wayne Rooney skoraði tvö mörk, Cristiano Ronaldo og Louis Saha eitt hvor og eitt markið var sjálfsmark. Það var okkar maður Heiðar sem minnkaði muninn fyrir Fulham eftir að skot hans hrökk af Rio Ferdinand og í netið. 20.8.2006 14:21 Öruggt hjá Bandaríkjamönnum Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Kínverjum 121-90 í öðrum leik sínum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan um þessar mundir. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir bandaríska liðið og þeir Carmelo Anthony og Dwight Howard skoruðu 16 hvor. Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Kínverja, sem hafa tapað báðum leikjum sínum illa á mótinu. 20.8.2006 14:02 Grönholm sigraði Heimamaðurinn Marcus Grönholm á Ford vann í dag öruggan sigur í Finnlandsrallinu. Grönholm hefur verið nær ósigrandi í þessari keppni undanfarin ár og kom í mark rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb frá Frakklandi sem ekur á Citroen. Mikko Hirvonen á Ford, sem einnig er heimamaður, varð þriðji. Sebastien Loeb hefur þó þægilegt forskot í stigakeppninni til heimsmeistara. 20.8.2006 13:59 Þarf í aðgerð vegna heilaæxlis Gamla brýnið Sir Bobby Robson þarf að gangast undir aðgerð á næstunni eftir að lítið æxli fannst við heila hans. Þetta er í þriðja sinn sem Robson þarf í aðger vegna krabbameins, en hann segir þessa aðgerð vera nokkuð saklausa því æxlið sé ekki á hættulegum stað og segir lækna tjá sér að lítil hætta sé á ferðum í aðgerðinni. 20.8.2006 13:40 Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea segist vilja ljúka ferlinum hjá félaginu og segist ekki hafa áhuga á að fara til Spánar eins og er. Lampard er 28 ára gamall og á þrjú ár eftir af fimm ára samningi sem hann skrifaði undir hjá Chelsea árið 2004. 20.8.2006 13:28 Heiðar minnkar muninn fyrir Fulham Heiðar Helguson hefur minnkað muninn í 4-1 fyrir Fulham gegn Manchester United á Old Trafford. Skot Heiðars hrökk af Rio Ferdinand varnarmanni United og fram hjá Edwin van der Sar í markinu. Þetta er því annað árið í röð sem Heiðar skorar á Old Trafford. 20.8.2006 13:13 Heiðar í byrjunarliði Fulham Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú hafinn og er þar á ferðinni leikur Manchester United og Fulham. Skemmst er frá því að segja að United liðið er að valta yfir Lundúnaliðið og var staðan orðin 4-0 eftir aðeins 19 mínútur. Louis Saha, Wayne Rooney og Ronaldo hafa skorað mörk United og eitt þeirra var sjálfsmark. Heiðar Helguson er í liði Fulham en fær úr litlu að moða vegna stórsóknar heimamanna. 20.8.2006 12:45 Kallar Eið Smára "Blondie" Samuel Eto`o, sóknarmaður Barcelona og Kamerún, hefur tekið upp gælunafnið ¿Blondie¿ (Ljóska) á Eið Smára Guðjohnsen, félaga sinn í framlínu spænska stórliðsins. Eto"o greindi frá þessu í samtali við spænska vefmiðil þegar hann var spurður út í nýjustu liðsmenn félagsins, þá Eið Smára, Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. 20.8.2006 00:00 Ginobili tryggði heimsmeisturunum sigur Bakvörðurinn snjalli Manu Ginobili var maðurinn á bak við sigur heimsmeistara Argentínu á Frökkum 80-70 í opnunarleik liðanna á HM sem fram fer í Japan. Ginobili skoraði 25 stig fyrir lið Argentínu og Andres Nocioni skoraði 18 stig, en franska liðið var án Tony Parker sem er fingurbrotinn og tekur ekki þátt í mótinu. 19.8.2006 22:30 Mourning framlengir við Miami Miðherjinn Alonzo Mourning hefur skrifað undir eins árs samning um að leika með NBA meisturum Miami Heat á næstu leiktíð, en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði sér að spila eitt ár í viðbót áður en hann leggði skóna á hilluna. Mourning var lykilmaður hjá liði Miami í fyrra þegar hann var varamaður Shaquille O´Neal. 19.8.2006 22:15 Ánægður með innkomu Theo Walcott Arsenal varð að láta sér lynda jafntefli í opnunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tók á móti Aston Villa á nýja Emirates-vellinum í London og sagði Arsene Wenger leikinn hafa verið dæmigerðan upphafsleik þar sem leikmenn væru ekki komnir að fullu í gang eftir sumarið. Hann var ánægður með táninginn Theo Walcott sem kom inná sem varamaður og átti stóran þátt í jöfnunarmarki Arsenal. 19.8.2006 21:15 Allt annað að spila fyrir McClaren Steven Gerrard hefur viðurkennt að hafa öðlast nýtt líf hjá enska landsliðinu eftir að Steve McClaren tók við liðinu af Sven-Göran Eriksson og segir að sér hafi fundist leiðinlegt að spila eftir höfði þess sænska í tíð hans með landsliðinu. 19.8.2006 20:45 Luke Donald í forystu Luke Donald er sem stendur í efsta sæti á PGA mótinu í golfi sem stendur yfir í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, en þetta er síðasta risamót sumarsins. Donald er á 12 höggum undir pari í þriðju umferð mótsins en þeir Shaun Micheel og Mike Weir koma fast á hæla hans á 11 undir pari. Tiger Woods er í góðri aðstöðu til að hefja atlögu að efstu mönnum eins og hans er von og vísa, en hann er tveimur höggum á eftir þeim á Medinah-vellinum. Sýn er með beinar útsendingar í gangi frá mótinu. 19.8.2006 20:17 Chelsea spilar leiðinlegan bolta Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að þó hann beri virðingu fyrir sterku liði Englandsmeistara Chelsea, spili það leiðinlega knattspyrnu. Hann segir Arsenal, Barcelona og AC Milan spila skemmtilegustu knattspyrnu allra Evrópuliðanna. 19.8.2006 20:00 Vissi að við ættum möguleika Steve Coppell var að vonum ánægður með sína menn í Reading í dag þegar lið hans innbyrti sigur í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni gegn Middlesbrough með ótrúlegum hætti. Hann sagði úrslitin mjög mikilvæg fyrir sig og leikmenn sína. 19.8.2006 19:56 Piltalandsliðið fallið í B-deild Íslenska piltalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri tapaði sjöunda leik sínum í röð í A-deildinni á Evrópumótinu í dag þegar það lá fyrir Portúgölum 84-70. Þetta var sjöundi tapleikur liðsins í sjö leikjum á mótinu og endaði það í neðsta sæti og er fallið í B-deild. Örn Sigurðarson skoraði 20 stig fyrir íslenska liðið. 19.8.2006 18:48 Auðvelt hjá Bolton Lærisveinar Sam Allardyce í Bolton byrja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni með tilþrifum, en liðið vann auðveldan sigur á Tottenham 2-0 í lokaleiknum í dag. Kevin Davies og Ivan Campo skoruðu mörk heimamanna gegn lélegum gestunum frá Lundúnum, sem náðu aldrei að ógna þeirri tveggja marka forystu sem Bolton náði á fyrstu 14 mínútum leiksins. 19.8.2006 18:14 Tap fyrir Tékkum og HM-draumurinn úti Íslenska kvennalandsliðið tapaði 4-2 fyrir Tékkum á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM í knattspyrnu og því ljóst að liðið kemst ekki á HM. Tékkar komust yfir strax í upphafi leiks, en eftir að íslenska liðið náði að komast yfir 2-1, hrundi leikur þess í síðari hálfleik. 19.8.2006 17:59 Grönholm leiðir enn Heimamaðurinn Marcus Grönholm hefur góða forystu þegar öðrum keppnisdeginum í Finnlandsrallinu er lokið. Grönholm, sem ekur á Ford, hefur rúma mínútu í forskot á heimsmeistarann Sebastien Loeb sem ekur á Citroen, en landi Grönholm Mikko Hirvonen á Ford er enn í þriðja sætinu. 19.8.2006 17:07 Heiðar náði sér ekki á strik á lokahringnum Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á lokadeginum á sænsku mótaröðinni í dag þegar hann lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lauk því keppni á fimm höggum yfir pari og hafnaði í 53. sæti á mótinu. 19.8.2006 17:04 Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli Nú er kominn hálfleikur í leik Íslendinga og Tékka í undankeppni HM í knattspyrnu og er staðan jöfn 2-2. Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. 19.8.2006 16:59 Bolton í góðum málum Nú er kominn hálfleikur í lokaviðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bolton hefur yfir 2-0 gegn Tottenham á heimavelli sínum. Kevin Davies skoraði fyrra mark Bolton með skalla eftir hornspyrnu eftir auman varnarleik gestanna og síðara markið var þrumufleygur Ivan Campo af meira en 30 metra færi. 19.8.2006 16:47 Hannover steinlá Hannover 96 tapaði í dag 4-0 fyrir Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er liðið því neðst í deildinni án stiga eftir tvær umferðir. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Hannover í dag, frekar en í fyrsta leik liðsins á dögunum. 19.8.2006 16:41 Frábær byrjun hjá Reading Nýliðar Reading byrjuðu vel í opnunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, þegar liðið vann frábæran 3-2 sigur á Middlesbrough á heimavelli sínum eftir að hafa lent undir 2-0. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og lagði upp jöfnunarmark liðsins, en það var Leroy Lita sem skoraði sigurmark nýliðanna í upphafi síðari hálfleiks. 19.8.2006 15:55 Enska úrvalsdeildin er maraþonhlaup Rafa Benitez hafði ekki miklar áhyggjur af því að hafa tapað tveimur stigum í fyrsta leik sínum með Liverpool á leiktíðinni í dag og líkti keppni í ensku úrvalsdeildinni við maraþonhlaup, aðeins væri búinn kílómeter af hlaupinu og því engin ástæða til að örvænta. Hann hefur þó meiri áhyggjur af þeim leikmönnum sem hann missti í meiðsli í leiknum gegn Sheffield United í dag. 19.8.2006 15:33 Liverpool átti aldrei að fá víti Neil Warnock var afar ósáttur við ákvörðun Rob Styles dómara í dag þegar hann dæmdi Liverpool vítaspyrnu sem Robbie Fowler skoraði úr og tryggði Liverpool stig gegn nýliðum Sheffield United. Warnock sagði dómarann hafa átt ágætan leik fyrir utan þessi afdrifaríku mistök, en var að öðru leiti sáttur við stigið. Styles dómari ver ákvörðun sína og segist viss um að Steven Gerrard hafi verið brugðið innan teigs. 19.8.2006 15:20 Frábær endurkoma hjá Reading Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mesta fjörið er án efa á leik Reading og Middlesbrough á Majeski vellinum í Reading, þar sem heimamenn skoruðu tvö mörk undir lok hálfleiksins og jöfnuðu eftir að hafa lent undir 2-0. 19.8.2006 14:51 Tefli Malbranque ekki fram þó það kosti mig starfið Chris Coleman segir það ekki koma til greina að tefla franska miðjumanninum Steed Malbranque fram með liði Fulham í vetur, jafnvel þó það kosti sig starfið. Malbranque hefur verið til sífelldra vandræða hjá félaginu í sumar og er Coleman algjörlega búinn að missa alla þolinmæði gagnvart honum. 19.8.2006 14:18 Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading í dag þegar liðið tekur á móti Middlesbrough í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í sögu félagsins. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk liðsins. Leikurinn hefst nú klukkan 14 eins og fimm aðrir leikir, en síðasti leikur dagsins er svo viðureign Bolton og Tottenham klukkan 16:15. 19.8.2006 14:01 Liverpool náði aðeins jafntefli við nýliðana Leikmenn Liverpool naga sig eflaust í handabökin í dag eftir að hafa aðeins náð jafntefli við nýliða Sheffield United í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United komst yfir eftir 52 sekúndur í síðari hálfleik með marki frá Rob Hulse, en Robbie Fowler jafnaði úr víti fyrir Liverpool eftir að Steven Gerrard var brugðið innan teigs. 19.8.2006 13:43 Jones sögð hafa fallið á lyfjaprófi Bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones hefur enn á ný verið borin þungum sökum um lyfjamisnotkun, nú síðast eftir að hún dró sig úr keppni á Gullmótinu í Zurich sem stendur nú yfir í Sviss. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum tala nú um að komið sé í ljós að hún hafi fallið á lyfjaprófi á móti í heimalandi sínu í sumar. 19.8.2006 13:31 Lyon samþykkir að selja Diarra Frönsku meistararnir í Lyon hafa loks gefið eftir og hafa samþykkt að selja Malímanninn Mahamadou Diarra til Real Madrid. Talið er að kaupverðið sé um 17 milljónir punda, en Diarra hafði krafist þess að fá að fara til Spánar og hótaði að fara í verkfall ef forráðamenn franska félagsins yrðu ekki að kröfum hans. 19.8.2006 13:27 Vel heppnuð endurkoma hjá Holyfield Gamla brýnið Evander Holyfield átti vel heppnaða endurkomu í hnefaleikahringinn í Dallas í nótt þegar hann sigraði Jeremy Bates á tæknilegu rothöggi í annari lotu. Holyfield hafði ekki riðið feitum hesti fyrir bardagann og var sigur hans sá fyrsti síðan árið 2002. Hann stefnir á að koma sér aftur á toppinn á næsta ári og verða heimsmeistri í þungavigt í fimmta sinn á ferlinum. 19.8.2006 13:09 Sigur í fyrsta leik hjá Bandaríkjamönnum Lið Bandaríkjanna vann sinn fyrsta leik á HM í körfubolta þegar það lagði lið Portó Ríkó 111-100. Bandaríkjamennirnir voru í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik og lentu þá undir í leiknum, en sigur þeirra var nokkuð öruggur þegar upp var staðið. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði BNA með 21 stig og þeir LeBron James og Kirk Hinrich skoruðu 15 stig hvor. Chris Paul skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum. 19.8.2006 12:56 Jafnt í hálfleik á Bramall Lane Keppni í ensku úrvalsdeildinni er nú formlega hafin og flautað hefur verið til hálfleiks í fyrsta leik dagsins sem er viðureign nýliða Sheffield United og Liverpool á Bramall Lane. Staðan er enn 0-0, en þar ber hæst að norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise var borinn meiddur af velli um miðbik hálfleiksins og félagi hans Jamie Carragher er sömuleiðis farinn meiddur af velli. 19.8.2006 12:48 Óvíst hvað tekur við í haust Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið. 19.8.2006 00:01 Fram í Landsbankadeild Fram tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt að velli 1-0 á Valbjarnarvelli. Það var Chris Vorenkamp sem skoraði sigurmark Fram um miðbik síðari hálfleiksins. Tap Þróttar gæti átt eftir að reynast liðinu afar dýrt, því liðið er nú fimm stigum á eftir HK sem er í öðru sæti deildarinnar. 18.8.2006 21:02 Sjá næstu 50 fréttir
Auðvelt hjá meisturunum Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina með stæl í ensku úrvalsdeidinni og í dag vann liðið auðveldan sigur á Manchester City 3-0 á Stamford Bridge. John Terry og Frank Lampard komu Chelsea í 2-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba bætti því þriðja við á 78 mínútu með glæsilegum skalla. Bernardo Corradi fékk að líta rauða spjaldið hjá City á 63. mínútu. 20.8.2006 16:55
Þurfum sem betur fer ekki að spila við United í hverri viku Chris Coleman, stjóri Fulham, átti fá svör við stóru tapi sinna manna fyrir Manchester United á Old Trafford í dag og sagði að heimamenn hefðu einfaldlega valtað yfir sitt lið. 20.8.2006 16:19
Diarra gerir fimm ára samning við Real Real Madrid hefur gert fimm ára samning við Malímanninn Mahamadou Diarra sem kemur frá frönsku meisturunum Lyon. Diarra verður formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Real eftir helgina, en á að vísu eftir að standast læknisskoðun hjá spænska félaginu. 20.8.2006 16:00
Meistararnir í góðum málum Englandsmeistarar Chelsea byrja titilvörnina með ágætum, en liðið hefur örugga 2-0 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign þeirra við Manchester City á Stamford Bridge. Það var varnarjaxlinn John Terry sem opnaði markareikninginn á 11. mínútu og félagi hans í enska landsliðinu, Frank Lampard, bætti við öðru marki á 25. mínútu þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. 20.8.2006 15:40
Riise og Carragher verða frá í 2-3 vikur Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að varnarmennirnir Jamie Carragher og John Arne Riise verði báðir frá æfingum í 2-3 vikur eftir að þeir þurftu báðir að yfirgefa völlinn meiddir í leiknum gegn Sheffield United í gær. Þetta þýðir að bikarmeistararnir verða án krafta þeirra í Evrópuleiknum gegn Maccabi Haifa í Kænugarði á þriðjudaginn. 20.8.2006 15:31
Mótmælir leikbanni sínu harðlega Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, er sagður hafa skrifað enska knattspyrnusambandinu harðort bréf þar sem hann hótar að draga úr kynningarstörfum sínum fyrir sambandið til að mótmæla þriggja leikja banninu sem hann var settur í á dögunum fyrir að fá rautt spjald í æfingaleik. 20.8.2006 15:19
Leikur Chelsea og Man City að hefjast Englandsmeistarar Chelsea hefja titilvörnina á heimavelli sínum gegn Manchester City nú klukkan 15. Michael Ballack er ekki í byrjunarliði Chelsea, en hann á við meiðsli að stríða. Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko er í fremstu víglínu hjá Englandsmeisturunum. 20.8.2006 14:59
Barcelona - Espanyol í beinni í kvöld Síðari leikur Barcelona og Espanyol í meistarakeppninni á Spáni verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn Extra í kvöld. Þetta er síðari leikur liðanna, en Barcelona vann þann fyrri 1-0 á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Börsunga í kvöld og fær vonandi að spreyta sig í fyrsta alvöru leik sínum með liðinu. Útsending á Sýn Extra hefst klukkan 19:55. 20.8.2006 14:45
Frábær byrjun hjá Manchester United Manchester United byrjar leiktíðina með tilþrifum í ensku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið 5-1 stórsigur á Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham á Old Trafford í Manchester. Wayne Rooney skoraði tvö mörk, Cristiano Ronaldo og Louis Saha eitt hvor og eitt markið var sjálfsmark. Það var okkar maður Heiðar sem minnkaði muninn fyrir Fulham eftir að skot hans hrökk af Rio Ferdinand og í netið. 20.8.2006 14:21
Öruggt hjá Bandaríkjamönnum Bandaríkjamenn unnu auðveldan sigur á Kínverjum 121-90 í öðrum leik sínum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan um þessar mundir. Dwyane Wade skoraði 26 stig fyrir bandaríska liðið og þeir Carmelo Anthony og Dwight Howard skoruðu 16 hvor. Yao Ming skoraði 21 stig fyrir Kínverja, sem hafa tapað báðum leikjum sínum illa á mótinu. 20.8.2006 14:02
Grönholm sigraði Heimamaðurinn Marcus Grönholm á Ford vann í dag öruggan sigur í Finnlandsrallinu. Grönholm hefur verið nær ósigrandi í þessari keppni undanfarin ár og kom í mark rúmri mínútu á undan heimsmeistaranum Sebastien Loeb frá Frakklandi sem ekur á Citroen. Mikko Hirvonen á Ford, sem einnig er heimamaður, varð þriðji. Sebastien Loeb hefur þó þægilegt forskot í stigakeppninni til heimsmeistara. 20.8.2006 13:59
Þarf í aðgerð vegna heilaæxlis Gamla brýnið Sir Bobby Robson þarf að gangast undir aðgerð á næstunni eftir að lítið æxli fannst við heila hans. Þetta er í þriðja sinn sem Robson þarf í aðger vegna krabbameins, en hann segir þessa aðgerð vera nokkuð saklausa því æxlið sé ekki á hættulegum stað og segir lækna tjá sér að lítil hætta sé á ferðum í aðgerðinni. 20.8.2006 13:40
Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea segist vilja ljúka ferlinum hjá félaginu og segist ekki hafa áhuga á að fara til Spánar eins og er. Lampard er 28 ára gamall og á þrjú ár eftir af fimm ára samningi sem hann skrifaði undir hjá Chelsea árið 2004. 20.8.2006 13:28
Heiðar minnkar muninn fyrir Fulham Heiðar Helguson hefur minnkað muninn í 4-1 fyrir Fulham gegn Manchester United á Old Trafford. Skot Heiðars hrökk af Rio Ferdinand varnarmanni United og fram hjá Edwin van der Sar í markinu. Þetta er því annað árið í röð sem Heiðar skorar á Old Trafford. 20.8.2006 13:13
Heiðar í byrjunarliði Fulham Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú hafinn og er þar á ferðinni leikur Manchester United og Fulham. Skemmst er frá því að segja að United liðið er að valta yfir Lundúnaliðið og var staðan orðin 4-0 eftir aðeins 19 mínútur. Louis Saha, Wayne Rooney og Ronaldo hafa skorað mörk United og eitt þeirra var sjálfsmark. Heiðar Helguson er í liði Fulham en fær úr litlu að moða vegna stórsóknar heimamanna. 20.8.2006 12:45
Kallar Eið Smára "Blondie" Samuel Eto`o, sóknarmaður Barcelona og Kamerún, hefur tekið upp gælunafnið ¿Blondie¿ (Ljóska) á Eið Smára Guðjohnsen, félaga sinn í framlínu spænska stórliðsins. Eto"o greindi frá þessu í samtali við spænska vefmiðil þegar hann var spurður út í nýjustu liðsmenn félagsins, þá Eið Smára, Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. 20.8.2006 00:00
Ginobili tryggði heimsmeisturunum sigur Bakvörðurinn snjalli Manu Ginobili var maðurinn á bak við sigur heimsmeistara Argentínu á Frökkum 80-70 í opnunarleik liðanna á HM sem fram fer í Japan. Ginobili skoraði 25 stig fyrir lið Argentínu og Andres Nocioni skoraði 18 stig, en franska liðið var án Tony Parker sem er fingurbrotinn og tekur ekki þátt í mótinu. 19.8.2006 22:30
Mourning framlengir við Miami Miðherjinn Alonzo Mourning hefur skrifað undir eins árs samning um að leika með NBA meisturum Miami Heat á næstu leiktíð, en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði sér að spila eitt ár í viðbót áður en hann leggði skóna á hilluna. Mourning var lykilmaður hjá liði Miami í fyrra þegar hann var varamaður Shaquille O´Neal. 19.8.2006 22:15
Ánægður með innkomu Theo Walcott Arsenal varð að láta sér lynda jafntefli í opnunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tók á móti Aston Villa á nýja Emirates-vellinum í London og sagði Arsene Wenger leikinn hafa verið dæmigerðan upphafsleik þar sem leikmenn væru ekki komnir að fullu í gang eftir sumarið. Hann var ánægður með táninginn Theo Walcott sem kom inná sem varamaður og átti stóran þátt í jöfnunarmarki Arsenal. 19.8.2006 21:15
Allt annað að spila fyrir McClaren Steven Gerrard hefur viðurkennt að hafa öðlast nýtt líf hjá enska landsliðinu eftir að Steve McClaren tók við liðinu af Sven-Göran Eriksson og segir að sér hafi fundist leiðinlegt að spila eftir höfði þess sænska í tíð hans með landsliðinu. 19.8.2006 20:45
Luke Donald í forystu Luke Donald er sem stendur í efsta sæti á PGA mótinu í golfi sem stendur yfir í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, en þetta er síðasta risamót sumarsins. Donald er á 12 höggum undir pari í þriðju umferð mótsins en þeir Shaun Micheel og Mike Weir koma fast á hæla hans á 11 undir pari. Tiger Woods er í góðri aðstöðu til að hefja atlögu að efstu mönnum eins og hans er von og vísa, en hann er tveimur höggum á eftir þeim á Medinah-vellinum. Sýn er með beinar útsendingar í gangi frá mótinu. 19.8.2006 20:17
Chelsea spilar leiðinlegan bolta Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að þó hann beri virðingu fyrir sterku liði Englandsmeistara Chelsea, spili það leiðinlega knattspyrnu. Hann segir Arsenal, Barcelona og AC Milan spila skemmtilegustu knattspyrnu allra Evrópuliðanna. 19.8.2006 20:00
Vissi að við ættum möguleika Steve Coppell var að vonum ánægður með sína menn í Reading í dag þegar lið hans innbyrti sigur í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni gegn Middlesbrough með ótrúlegum hætti. Hann sagði úrslitin mjög mikilvæg fyrir sig og leikmenn sína. 19.8.2006 19:56
Piltalandsliðið fallið í B-deild Íslenska piltalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri tapaði sjöunda leik sínum í röð í A-deildinni á Evrópumótinu í dag þegar það lá fyrir Portúgölum 84-70. Þetta var sjöundi tapleikur liðsins í sjö leikjum á mótinu og endaði það í neðsta sæti og er fallið í B-deild. Örn Sigurðarson skoraði 20 stig fyrir íslenska liðið. 19.8.2006 18:48
Auðvelt hjá Bolton Lærisveinar Sam Allardyce í Bolton byrja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni með tilþrifum, en liðið vann auðveldan sigur á Tottenham 2-0 í lokaleiknum í dag. Kevin Davies og Ivan Campo skoruðu mörk heimamanna gegn lélegum gestunum frá Lundúnum, sem náðu aldrei að ógna þeirri tveggja marka forystu sem Bolton náði á fyrstu 14 mínútum leiksins. 19.8.2006 18:14
Tap fyrir Tékkum og HM-draumurinn úti Íslenska kvennalandsliðið tapaði 4-2 fyrir Tékkum á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM í knattspyrnu og því ljóst að liðið kemst ekki á HM. Tékkar komust yfir strax í upphafi leiks, en eftir að íslenska liðið náði að komast yfir 2-1, hrundi leikur þess í síðari hálfleik. 19.8.2006 17:59
Grönholm leiðir enn Heimamaðurinn Marcus Grönholm hefur góða forystu þegar öðrum keppnisdeginum í Finnlandsrallinu er lokið. Grönholm, sem ekur á Ford, hefur rúma mínútu í forskot á heimsmeistarann Sebastien Loeb sem ekur á Citroen, en landi Grönholm Mikko Hirvonen á Ford er enn í þriðja sætinu. 19.8.2006 17:07
Heiðar náði sér ekki á strik á lokahringnum Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á lokadeginum á sænsku mótaröðinni í dag þegar hann lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lauk því keppni á fimm höggum yfir pari og hafnaði í 53. sæti á mótinu. 19.8.2006 17:04
Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli Nú er kominn hálfleikur í leik Íslendinga og Tékka í undankeppni HM í knattspyrnu og er staðan jöfn 2-2. Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. 19.8.2006 16:59
Bolton í góðum málum Nú er kominn hálfleikur í lokaviðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bolton hefur yfir 2-0 gegn Tottenham á heimavelli sínum. Kevin Davies skoraði fyrra mark Bolton með skalla eftir hornspyrnu eftir auman varnarleik gestanna og síðara markið var þrumufleygur Ivan Campo af meira en 30 metra færi. 19.8.2006 16:47
Hannover steinlá Hannover 96 tapaði í dag 4-0 fyrir Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er liðið því neðst í deildinni án stiga eftir tvær umferðir. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Hannover í dag, frekar en í fyrsta leik liðsins á dögunum. 19.8.2006 16:41
Frábær byrjun hjá Reading Nýliðar Reading byrjuðu vel í opnunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, þegar liðið vann frábæran 3-2 sigur á Middlesbrough á heimavelli sínum eftir að hafa lent undir 2-0. Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og lagði upp jöfnunarmark liðsins, en það var Leroy Lita sem skoraði sigurmark nýliðanna í upphafi síðari hálfleiks. 19.8.2006 15:55
Enska úrvalsdeildin er maraþonhlaup Rafa Benitez hafði ekki miklar áhyggjur af því að hafa tapað tveimur stigum í fyrsta leik sínum með Liverpool á leiktíðinni í dag og líkti keppni í ensku úrvalsdeildinni við maraþonhlaup, aðeins væri búinn kílómeter af hlaupinu og því engin ástæða til að örvænta. Hann hefur þó meiri áhyggjur af þeim leikmönnum sem hann missti í meiðsli í leiknum gegn Sheffield United í dag. 19.8.2006 15:33
Liverpool átti aldrei að fá víti Neil Warnock var afar ósáttur við ákvörðun Rob Styles dómara í dag þegar hann dæmdi Liverpool vítaspyrnu sem Robbie Fowler skoraði úr og tryggði Liverpool stig gegn nýliðum Sheffield United. Warnock sagði dómarann hafa átt ágætan leik fyrir utan þessi afdrifaríku mistök, en var að öðru leiti sáttur við stigið. Styles dómari ver ákvörðun sína og segist viss um að Steven Gerrard hafi verið brugðið innan teigs. 19.8.2006 15:20
Frábær endurkoma hjá Reading Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Mesta fjörið er án efa á leik Reading og Middlesbrough á Majeski vellinum í Reading, þar sem heimamenn skoruðu tvö mörk undir lok hálfleiksins og jöfnuðu eftir að hafa lent undir 2-0. 19.8.2006 14:51
Tefli Malbranque ekki fram þó það kosti mig starfið Chris Coleman segir það ekki koma til greina að tefla franska miðjumanninum Steed Malbranque fram með liði Fulham í vetur, jafnvel þó það kosti sig starfið. Malbranque hefur verið til sífelldra vandræða hjá félaginu í sumar og er Coleman algjörlega búinn að missa alla þolinmæði gagnvart honum. 19.8.2006 14:18
Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading í dag þegar liðið tekur á móti Middlesbrough í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í sögu félagsins. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk liðsins. Leikurinn hefst nú klukkan 14 eins og fimm aðrir leikir, en síðasti leikur dagsins er svo viðureign Bolton og Tottenham klukkan 16:15. 19.8.2006 14:01
Liverpool náði aðeins jafntefli við nýliðana Leikmenn Liverpool naga sig eflaust í handabökin í dag eftir að hafa aðeins náð jafntefli við nýliða Sheffield United í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. United komst yfir eftir 52 sekúndur í síðari hálfleik með marki frá Rob Hulse, en Robbie Fowler jafnaði úr víti fyrir Liverpool eftir að Steven Gerrard var brugðið innan teigs. 19.8.2006 13:43
Jones sögð hafa fallið á lyfjaprófi Bandaríska hlaupadrottningin Marion Jones hefur enn á ný verið borin þungum sökum um lyfjamisnotkun, nú síðast eftir að hún dró sig úr keppni á Gullmótinu í Zurich sem stendur nú yfir í Sviss. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum tala nú um að komið sé í ljós að hún hafi fallið á lyfjaprófi á móti í heimalandi sínu í sumar. 19.8.2006 13:31
Lyon samþykkir að selja Diarra Frönsku meistararnir í Lyon hafa loks gefið eftir og hafa samþykkt að selja Malímanninn Mahamadou Diarra til Real Madrid. Talið er að kaupverðið sé um 17 milljónir punda, en Diarra hafði krafist þess að fá að fara til Spánar og hótaði að fara í verkfall ef forráðamenn franska félagsins yrðu ekki að kröfum hans. 19.8.2006 13:27
Vel heppnuð endurkoma hjá Holyfield Gamla brýnið Evander Holyfield átti vel heppnaða endurkomu í hnefaleikahringinn í Dallas í nótt þegar hann sigraði Jeremy Bates á tæknilegu rothöggi í annari lotu. Holyfield hafði ekki riðið feitum hesti fyrir bardagann og var sigur hans sá fyrsti síðan árið 2002. Hann stefnir á að koma sér aftur á toppinn á næsta ári og verða heimsmeistri í þungavigt í fimmta sinn á ferlinum. 19.8.2006 13:09
Sigur í fyrsta leik hjá Bandaríkjamönnum Lið Bandaríkjanna vann sinn fyrsta leik á HM í körfubolta þegar það lagði lið Portó Ríkó 111-100. Bandaríkjamennirnir voru í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik og lentu þá undir í leiknum, en sigur þeirra var nokkuð öruggur þegar upp var staðið. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði BNA með 21 stig og þeir LeBron James og Kirk Hinrich skoruðu 15 stig hvor. Chris Paul skoraði 11 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum. 19.8.2006 12:56
Jafnt í hálfleik á Bramall Lane Keppni í ensku úrvalsdeildinni er nú formlega hafin og flautað hefur verið til hálfleiks í fyrsta leik dagsins sem er viðureign nýliða Sheffield United og Liverpool á Bramall Lane. Staðan er enn 0-0, en þar ber hæst að norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise var borinn meiddur af velli um miðbik hálfleiksins og félagi hans Jamie Carragher er sömuleiðis farinn meiddur af velli. 19.8.2006 12:48
Óvíst hvað tekur við í haust Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið. 19.8.2006 00:01
Fram í Landsbankadeild Fram tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt að velli 1-0 á Valbjarnarvelli. Það var Chris Vorenkamp sem skoraði sigurmark Fram um miðbik síðari hálfleiksins. Tap Þróttar gæti átt eftir að reynast liðinu afar dýrt, því liðið er nú fimm stigum á eftir HK sem er í öðru sæti deildarinnar. 18.8.2006 21:02