Fleiri fréttir Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. 20.12.2005 15:30 Björn setti Íslandsmet Hlauparinn Björn Margeirsson setti Íslandsmet í 2000 metra hlaupi í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í gærkvöldi þegar hann hljóp vegalengdina á 5 mínútum og 25,23 sekúndum. Þetta var fyrsta Íslandsmetið sem slegið hefur verið í nýju höllinni. 20.12.2005 15:06 Wigan kaupir miðvörð frá Brann Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur gengið frá kaupum á austurríska landsliðsmanninum Paul Scharner frá Brann í Noregi. Scharner er 25 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir Austurríki, þar á meðal leikinn gegn Englendingum í undankeppni HM á dögunum. Birmingham var einnig á höttunum eftir Scharner, en Wigan bauð einfaldlega hærra, samkvæmt heimasíðu Brann. 20.12.2005 14:45 Yakubu fer ekki í Afríkukeppnina Nígeríski sóknarmaðurinn Yakubu hjá Middlesbrough hefur gefið út að hann muni ekki fara í Afríkukeppnina með landsliði sínu í næsta mánuði, en hann hefði misst úr sex til níu leiki í deildinni með Boro ef af því hefði orðiðið. 20.12.2005 14:33 Er í fýlu út í Wenger út af jólakorti Nú er komið í ljós að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitaði að taka í hönd Arsene Wenger eftir leik liðanna á dögunum af því hann var í fýlu yfir því að Wenger tók illa í einlægt jólakort sem Mourinho hafði sent honum fyrir leikinn, þar sem hann baðst afsökunar á ummælum sínum um Wenger í gegn um tíðina. 20.12.2005 14:16 Tvíframlengt hjá Memphis og Detroit Detroit Pistons vann enn einn leikinn í NBA deildinni í nótt þegar liðið vann mjög nauman sigur á Memphis Grizzlies í tvöfaldri framlengingu 106-104. Chauncey Billups skoraði 30 stig fyrir Detroit og gaf 9 stoðsendingar, en Pau Gazol skoraði 32 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. 20.12.2005 14:00 Ronaldinho bestur annað árið í röð Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona var kjörinn knattspyrnumaður ársins af FIFA annað árið í röð við sérstaka athöfn í kvöld og hlaut yfirburðakostningu. Frank Lampard hjá Chelsea varð í öðru sæti í kjörinu og félagi Ronaldinho hjá Barcelona, Samuel Eto´o varð í þriðja sæti. 19.12.2005 20:30 Federer og Clijsters best á árinu Roger Federer og Kim Clijsters hafa verið útnefnd tennisleikarar ársins 2005 af alþjóða tennissambandinu. Fererer var í algjörum sérflokki á árinu og vann 11 mót, þar á meðal Wimbeldon og opna bandaríska meistaramótið, en Clijsters vann sig upp úr 134. sæti á styrkleikalistanum í það fyrsta og vann sigur á níu mótum. 19.12.2005 19:30 Áttundi stjórinn rekinn Holger Fach þjálfara og Thomas Strunz knattspyrnustjóra Wolfsburg var sagt upp störfum hjá félaginu í dag eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum það sem af er vetri. Þetta er því í áttunda skipti í vetur sem þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni eru látinn taka pokann sinn. 19.12.2005 19:00 Tólf sigrar í röð hjá Barca Spænsku meistararnir í Barcelona unnu sinn tólfta sigur í röð í deildinni um helgina, sem er besti árangur félagsins í hálfa öld. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco segir hinsvegar að það hjálpi þeim ekkert í lokaleik sínum á árinu þegar liðið tekur á móti Celta Vigo annað kvöld. 19.12.2005 18:15 Junhui sigraði Davis í úrslitum Kínverski snókerspilarinn Ding Junhui vann góðan sigur á gömlu kempunni Steve David í úrslitaleik breska meistaramótsins í snóker í gær. Davis, sem var að keppa í sínum 100. úrslitaleik á ferlinum, þurfti að játa sig sigraðan 10-6 gegn Kínverjanum unga, sem er tuttugu árum yngri en Davis og er mikið efni. 19.12.2005 17:45 Bjarni og Birkir aðstoða Eyjólf Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks og Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Bjarni kom liði Breiðabliks í Landsbankadeildina í sumar og Birkir, sem mun sjá um markmannsþjálfun hjá landsliðinu, spilaði sjálfur 74 landsleiki á ferlinum. 19.12.2005 17:34 Chelsea er dæmi um hvernig á ekki að reka félag Sepp Blatter, forseti FIFA er ekki hrifinn af því hvernig Chelsea sankar að sér útlendingum og segir að rekstur félagsins sé dæmi um hvernig eigi ekki að reka knattspyrnufélag. Hann segir að réttast væri að setja á reglur í ensku úrvalsdeildinni sem takmarka fjölda útlendinga í liðinum, eins og tíðkast víða annarsstaðar. 19.12.2005 17:30 West Ham kaupir sóknarmann Úrvalsdeildarlið West Ham hefur gengið frá þriggja og hálfs árs samningi við ísraelska sóknarmanninn Yaniv Katan sem leikið hefur með Maccabi Haifa. Katan er aðeins 24 ára gamall, en spilaði m.a. með liðinu í Meistaradeildinni aðeins sautján ára gamall. 19.12.2005 17:02 Brassarnir óhressir með stuðningsmennina Brasilísku leikmennirnir Ronaldo, Julio Baptista og Roberto Carlos hjá Real Madrid eru allir á einu máli um að óþolinmóðir áhorfendur á Bernabeu, heimavelli liðsins, séu ein helsta ástæða þess að liðið hefur átt erfitt uppdráttar þar í vetur. 19.12.2005 15:45 Iquodala jafnaði troðslumet Háloftafuglinn Andre Iguodala hjá Philadelphia skoraði 26 stig í nótt þegar lið hans burstaði Toronto, en hann tróð boltanum alls sex sinnum í leiknum og það er það mesta í fimm ár hjá bakverði í NBA deildinni. Það er hinsvegar Dwayne Wade hjá Miami sem er með flestar troðslur allra bakvarða í NBA í vetur með 51 troðslu, en Iguodala kemur næstur þar á eftir með 39 troðslur. 19.12.2005 14:45 Bruce heldur starfinu Stjórnarformaður Birmingham hefur gefið það út að Steve Bruce muni halda starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins áfram, þrátt fyrir skelfilegt gengi það sem af er leiktíðinni. Bruce kallaði frammistöðu leikmanna sinna hörmulega í eftir 4-1 tap fyrir Manchester City um helgina. 19.12.2005 14:15 Mourinho er hrokagikkur Bob Wilson, fyrrum markvörður Arsenal, segir að þó Jose Mourinho sé vissulega hæfileikaríkur knattspyrnustjóri, sé hroki hans ólíðandi og bendir því á að margir verði því fegnir þegar fer að halla undan fæti hjá honum. 19.12.2005 14:00 Gæti átt yfir höfði sér sekt Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti átt yfir höfði sér sekt frá enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla hans eftir leikinn við Chelsea í gær, þar sem hann lét ýmislegt flakka um lið Chelsea og dómara leiksins Rob Styles. Talið er líklegt að sambandið ræði við Wenger fljótlega og biðji hann að færa rök fyrir máli sínu. 19.12.2005 13:45 Dæmdur í sex mánaða keppnisbann Varnarmaðurinn Ijah Anderson hjá Swansea hefur verið dæmdur í sex mánaða keppnisbann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á dögunum, en þar kom í ljós að hann hafði notað eiturlyf. Anderson hélt því fram að lyfjunum hefði verið laumað í drykk hans á skemmtistað, en það var ekki tekið til greina og nú verður honum líklega sparkað frá félaginu. 19.12.2005 13:15 Fær Ronaldinho enn ein verðlaunin? Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho þykir afar líklegur til að verða fyrir valinu í kvöld þegar FIFA útnefnir knattspyrnumann ársins við hátíðlega athöfn. Ronaldinho hefur farið á kostum með Brasilíu og Barcelona og hefur sópað til sín verðlaunum undanfarið, enda þykir hann einfaldlega besti knattspyrnumaður heims. 19.12.2005 12:48 Alonso fer til McLaren árið 2007 Þær stórfréttir bárust úr Formúlu 1 í morgun að heimsmeistarinn ungi, Fernando Alonso hjá Renault, hefur samþykkt að ganga til liðs við McLaren árið 2007 þegar samningur hans við Renault rennur út. 19.12.2005 11:45 New Orleans skellti meisturunum New Orleans Hornets gerði sér lítið fyrir og lagði meistara San Antonio í NBA deildinni í nótt 89-76. Hornets héldu Tim Duncan í aðeins 11 stigum, sem er það lægsta sem hann hefur skorað í vetur. Tæplega 20.000 áhorfendur í Oklahoma City trylltust af fögnuði þegar þeir sáu nýliðann Chris Paul eiga frábæran leik og stýra liðinu til sigurs gegn sterku liði San Antonio. 19.12.2005 11:15 Mark Van Persie var löglegt Arsene Wenger var afar óhress með frammistöðu Rob Styles dómara í tapinu fyrir grönnunum í Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Wenger þótti lið sitt vera rænt löglegu marki og sagði að Michael Essien hefði átt að vera rekinn af velli fyrir tæklingu sína á Lauren. 18.12.2005 19:30 Helena með þrennu í sigri Hauka á ÍS Haukastúlkur unnu sannfærandi sigur á Stúdínum á Ásvöllum í dag 89-50. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 28 stig og 13 fráköst, en Helena Sverrisdóttir náði þrefaldri tvennu með 21 stigi, 15 fráköstum og 10 stoðsendingum. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS með 14 stig og hirti 7 fráköst. 18.12.2005 19:21 Hefur ekki áhyggjur af Arsenal lengur Jose Mourinho segir að með sigrinum á Arsenal í dag, þar sem Chelsea náði 20 stiga forskoti á granna sína, geti hann hætt að hafa áhyggjur af Arsenal í toppbaráttunni og muni þess í stað horfa til Manchester United og Liverpool framvegis. 18.12.2005 18:59 Ætlar að skrifa undir nýjan samning Ef marka má fréttir úr þýskum blöðum í dag, mun markvörðurinn Oliver Kahn líklega skrifa undir nýjan samning við Bayern sem gilda mun til ársins 2008. "Mér líður of vel hérna til að hugsa um að fara annað," sagði Kahn. Kahn hefur verið hjá Bayern síðan 1994 og eftir frábæra frammistöðu með liðinu á árinu, er talið víst að hann verji mark Þjóðverja á HM í sumar. 18.12.2005 18:44 Goosen sigraði í Suður-Afríku Retief Goosen sigraði á opna Suður-Afríkumótinu í golfi sem lauk í dag, eftir æsispennandi keppni við Ernie Els á lokahringnum, þar sem hann fékk fugl á síðustu tveimur holunum og tryggði sér sigurinn. Goosen lék keppni á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Els, en þeir höfðu algjöra yfirburði á mótinu. 18.12.2005 18:16 Chelsea sigraði Arsenal Chelsea vann góðan 2-0 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og er sem fyrr með þægilegt forskot á toppnum. Þetta var þriðja tap Arsenal í deildinni í röð, en það hefur ekki gerst áður síðan Arsene Wenger tók við liðinu á sínum tíma. Það voru miðjumennirnir Arjen Robben og Joe Cole sem skoruðu mörk Chelsea, sem undirstrikaði styrk sinn enn eina ferðina. 18.12.2005 17:59 Defoe fær óumbeðið jólafrí Enski landsliðsmaðurinn Jermaine Defoe meiddist á ökkla í leiknum gegn Middlesbrough í dag og telur Martin Jol, stjóri liðsins, að hann muni verða frá í að minnsta kosti tvær vikur fyrir vikið. Þetta eru mjög slæm tíðindi fyrir lið Tottenham, sem er við það að missa egypska framherjan Mido í Afríkukeppnina og hefur því úr litlu að moða með framherja í hinni stífu jólatörn sem framundan er. 18.12.2005 17:47 Meiðslin ekki eins alvarleg og óttast var Meiðsli James Morrison, leikmanns Middlesbrough, eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu, en hann rotaðist í leik Boro og Tottenham fyrr í dag eftir samstuð við Robbie Keane. Morrison lá hreyfingarlaus á vellinum eftir að hafa fengið spark í höfuðið, en þegar til búningsherbergja kom, rankaði hann við sér og er nú á batavegi. 18.12.2005 17:37 Mílanóliðin í stuði Mílanóliðin AC og Inter söxuðu á forskot Juventus á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag, en liðin unnu bæði sannfærandi 4-0 sigra á andstæðingum sínum. 18.12.2005 17:13 Grétar Rafn skoraði fyrir Alkmaar Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson skoraði þriðja og síðasta mark AZ Alkmaar í dag þegar það sigraði RKC Waalwijk 3-0 í hollensku fyrstu deildinni í dag. Alkmaar skaust þar með aftur í toppsæti deildarinnar. 18.12.2005 17:08 Chelsea leiðir í hálfleik Chelsea hefur 1-0 forystu í hálfleik gegn Arsenal á Highbury. Það var Arjen Robben sem skoraði mark gestanna á 39. mínútu. Chelsea hefur verið heldur sterkari aðilinn í leiknum, en Thierry Henry átti þó stangarskot fyrir Arsenal, sem hefur einnig fengið mark dæmt af vegna vafasamrar rangstöðu. 18.12.2005 16:58 Stendur við gagnrýni sína á United Roy Keane hefur gefið það út að hann standi við hvert einasta orð sem hann sagði í gagnrýni sinni á fyrrum félaga sína í Manchester United á dögunum, þegar liðið steinlá fyrir Middlesbrough 4-1. Þrumuræða Keane varð að margra mati kveikjan að því að hann fór frá United. 18.12.2005 16:41 Eiður Smári á varamannabekknum Jose Mourinho hefur kallað Claude Makelele inn í byrjunarlið Chelsea á kostnað Eiðs Smára í dag, en auk þess hefur William Gallas tekið stöðu hins meidda Asier del Horno í bakverðinum og Didier Drogba byrjar frammi í stað Hernan Crespo. Arsene Wenger gerði aðeins eina breytingu á sínu liði. Mathieu Flamini kemur inn í stað Gilberto Silva sem er í banni. Dennis Bergkamp er á bekknum hjá Arsenal. 18.12.2005 15:48 Jafnt hjá Boro og Spurs Middlesbrough og Tottenham skildu jöfn í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var mjög fjörugur og endaði 3-3, þar sem gestirnir náðu að jafna leikinn sjö mínútum fyrir leikslok. Mido, Robbie Keane og Jermain Jenas skoruðu fyrir Tottenham, en Yakubu, James Morrison og Franck Quedrue skoruðu fyrir heimamenn. 18.12.2005 15:33 Mætir Makedóníu á EM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Makedóníu í tveimur leikjum um sæti á EM sem fram fer í Svíþjóð eftir eitt ár. Fyrri leikur liðanna verður hér á landi í maí og liðið sem hefur betur úr viðureignunum tveimur, tryggir sér þáttökurétt á mótinu. 18.12.2005 14:48 Jafnt hjá Lazio og Juventus Lazio og Juventus skildu jöfn 1-1 í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi, en Juve hefur engu að síður 11 stiga forskot á helstu keppinauta sína sem eiga leik í dag. Tommaso Rocchi kom heimamönnum yfir í leiknum, en franski framherjinn David Trezeguet jafnaði skömmu síðar fyrir Juve og það varð lokaniðurstaðan. Treviso skaust af botninum með góðum sigri á Lecce, 2-1. 18.12.2005 14:42 Boro leiðir í hálfleik Middlesbrough er yfir 2-1 í hálfleik gegn Tottenham á Riverside í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir komust yfir snemma leiks með marki frá Robbie Keane eftir klaufaleg varnarmistök, en heimamenn sneru leiknum sér í hag með mörkum frá Yakubu og James Morrison. 18.12.2005 14:25 Við gerðum allt sem við gátum Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði í samtali við BBC í dag að hans menn hefðu gert allt sem þeir gátu í úrslitaleiknum við Sao Paulo á HM félagsliða í Japan í dag, en allt hefði komið fyrir ekki. 18.12.2005 14:18 Vill Lampard og Henry til Katalóníu Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona segist óska þess heitt að fá Thierry Henry og Frank Lampard til liðs við sig hjá Barcelona, en báðir leikmenn hafa verið orðaðir nokkuð við spænska stórliðið. 18.12.2005 14:04 Real ætlar ekki að eltast við Wenger Emilio Butragueno, varaforseti Real Madrid á Spáni, segir að félagið muni ekki reyna að fá knattspyrnustjórann Arsene Wenger til liðs við sig sem arftaka Wanderley Luxemburgo sem var rekinn á dögunum. Liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Butragueno segir samskipti félagana mjög góð. 18.12.2005 13:54 Fyrsta tap Riley með Miami Miami Heat tapaði í nótt fyrsta leiknum sínum undir stjórn Pat Riley þegar liðið lá 115-107 á útivelli, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 41 stig og gaf 10 stoðsendingar. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 33 stig. 18.12.2005 12:45 Sao Paulo lagði Liverpool Brasilíska liðið Sao Paulo sigraði enska liðið Liverpool í úrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan nú rétt í þessu 1-0. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum, en náði ekki að skora og fer því flestum að óvörum tómhent heim frá mótinu. 18.12.2005 12:19 Sjá næstu 50 fréttir
Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. 20.12.2005 15:30
Björn setti Íslandsmet Hlauparinn Björn Margeirsson setti Íslandsmet í 2000 metra hlaupi í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í gærkvöldi þegar hann hljóp vegalengdina á 5 mínútum og 25,23 sekúndum. Þetta var fyrsta Íslandsmetið sem slegið hefur verið í nýju höllinni. 20.12.2005 15:06
Wigan kaupir miðvörð frá Brann Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur gengið frá kaupum á austurríska landsliðsmanninum Paul Scharner frá Brann í Noregi. Scharner er 25 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir Austurríki, þar á meðal leikinn gegn Englendingum í undankeppni HM á dögunum. Birmingham var einnig á höttunum eftir Scharner, en Wigan bauð einfaldlega hærra, samkvæmt heimasíðu Brann. 20.12.2005 14:45
Yakubu fer ekki í Afríkukeppnina Nígeríski sóknarmaðurinn Yakubu hjá Middlesbrough hefur gefið út að hann muni ekki fara í Afríkukeppnina með landsliði sínu í næsta mánuði, en hann hefði misst úr sex til níu leiki í deildinni með Boro ef af því hefði orðiðið. 20.12.2005 14:33
Er í fýlu út í Wenger út af jólakorti Nú er komið í ljós að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitaði að taka í hönd Arsene Wenger eftir leik liðanna á dögunum af því hann var í fýlu yfir því að Wenger tók illa í einlægt jólakort sem Mourinho hafði sent honum fyrir leikinn, þar sem hann baðst afsökunar á ummælum sínum um Wenger í gegn um tíðina. 20.12.2005 14:16
Tvíframlengt hjá Memphis og Detroit Detroit Pistons vann enn einn leikinn í NBA deildinni í nótt þegar liðið vann mjög nauman sigur á Memphis Grizzlies í tvöfaldri framlengingu 106-104. Chauncey Billups skoraði 30 stig fyrir Detroit og gaf 9 stoðsendingar, en Pau Gazol skoraði 32 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. 20.12.2005 14:00
Ronaldinho bestur annað árið í röð Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona var kjörinn knattspyrnumaður ársins af FIFA annað árið í röð við sérstaka athöfn í kvöld og hlaut yfirburðakostningu. Frank Lampard hjá Chelsea varð í öðru sæti í kjörinu og félagi Ronaldinho hjá Barcelona, Samuel Eto´o varð í þriðja sæti. 19.12.2005 20:30
Federer og Clijsters best á árinu Roger Federer og Kim Clijsters hafa verið útnefnd tennisleikarar ársins 2005 af alþjóða tennissambandinu. Fererer var í algjörum sérflokki á árinu og vann 11 mót, þar á meðal Wimbeldon og opna bandaríska meistaramótið, en Clijsters vann sig upp úr 134. sæti á styrkleikalistanum í það fyrsta og vann sigur á níu mótum. 19.12.2005 19:30
Áttundi stjórinn rekinn Holger Fach þjálfara og Thomas Strunz knattspyrnustjóra Wolfsburg var sagt upp störfum hjá félaginu í dag eftir að liðið þótti valda miklum vonbrigðum það sem af er vetri. Þetta er því í áttunda skipti í vetur sem þjálfari í þýsku úrvalsdeildinni eru látinn taka pokann sinn. 19.12.2005 19:00
Tólf sigrar í röð hjá Barca Spænsku meistararnir í Barcelona unnu sinn tólfta sigur í röð í deildinni um helgina, sem er besti árangur félagsins í hálfa öld. Portúgalski landsliðsmaðurinn Deco segir hinsvegar að það hjálpi þeim ekkert í lokaleik sínum á árinu þegar liðið tekur á móti Celta Vigo annað kvöld. 19.12.2005 18:15
Junhui sigraði Davis í úrslitum Kínverski snókerspilarinn Ding Junhui vann góðan sigur á gömlu kempunni Steve David í úrslitaleik breska meistaramótsins í snóker í gær. Davis, sem var að keppa í sínum 100. úrslitaleik á ferlinum, þurfti að játa sig sigraðan 10-6 gegn Kínverjanum unga, sem er tuttugu árum yngri en Davis og er mikið efni. 19.12.2005 17:45
Bjarni og Birkir aðstoða Eyjólf Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks og Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Bjarni kom liði Breiðabliks í Landsbankadeildina í sumar og Birkir, sem mun sjá um markmannsþjálfun hjá landsliðinu, spilaði sjálfur 74 landsleiki á ferlinum. 19.12.2005 17:34
Chelsea er dæmi um hvernig á ekki að reka félag Sepp Blatter, forseti FIFA er ekki hrifinn af því hvernig Chelsea sankar að sér útlendingum og segir að rekstur félagsins sé dæmi um hvernig eigi ekki að reka knattspyrnufélag. Hann segir að réttast væri að setja á reglur í ensku úrvalsdeildinni sem takmarka fjölda útlendinga í liðinum, eins og tíðkast víða annarsstaðar. 19.12.2005 17:30
West Ham kaupir sóknarmann Úrvalsdeildarlið West Ham hefur gengið frá þriggja og hálfs árs samningi við ísraelska sóknarmanninn Yaniv Katan sem leikið hefur með Maccabi Haifa. Katan er aðeins 24 ára gamall, en spilaði m.a. með liðinu í Meistaradeildinni aðeins sautján ára gamall. 19.12.2005 17:02
Brassarnir óhressir með stuðningsmennina Brasilísku leikmennirnir Ronaldo, Julio Baptista og Roberto Carlos hjá Real Madrid eru allir á einu máli um að óþolinmóðir áhorfendur á Bernabeu, heimavelli liðsins, séu ein helsta ástæða þess að liðið hefur átt erfitt uppdráttar þar í vetur. 19.12.2005 15:45
Iquodala jafnaði troðslumet Háloftafuglinn Andre Iguodala hjá Philadelphia skoraði 26 stig í nótt þegar lið hans burstaði Toronto, en hann tróð boltanum alls sex sinnum í leiknum og það er það mesta í fimm ár hjá bakverði í NBA deildinni. Það er hinsvegar Dwayne Wade hjá Miami sem er með flestar troðslur allra bakvarða í NBA í vetur með 51 troðslu, en Iguodala kemur næstur þar á eftir með 39 troðslur. 19.12.2005 14:45
Bruce heldur starfinu Stjórnarformaður Birmingham hefur gefið það út að Steve Bruce muni halda starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins áfram, þrátt fyrir skelfilegt gengi það sem af er leiktíðinni. Bruce kallaði frammistöðu leikmanna sinna hörmulega í eftir 4-1 tap fyrir Manchester City um helgina. 19.12.2005 14:15
Mourinho er hrokagikkur Bob Wilson, fyrrum markvörður Arsenal, segir að þó Jose Mourinho sé vissulega hæfileikaríkur knattspyrnustjóri, sé hroki hans ólíðandi og bendir því á að margir verði því fegnir þegar fer að halla undan fæti hjá honum. 19.12.2005 14:00
Gæti átt yfir höfði sér sekt Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti átt yfir höfði sér sekt frá enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla hans eftir leikinn við Chelsea í gær, þar sem hann lét ýmislegt flakka um lið Chelsea og dómara leiksins Rob Styles. Talið er líklegt að sambandið ræði við Wenger fljótlega og biðji hann að færa rök fyrir máli sínu. 19.12.2005 13:45
Dæmdur í sex mánaða keppnisbann Varnarmaðurinn Ijah Anderson hjá Swansea hefur verið dæmdur í sex mánaða keppnisbann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á dögunum, en þar kom í ljós að hann hafði notað eiturlyf. Anderson hélt því fram að lyfjunum hefði verið laumað í drykk hans á skemmtistað, en það var ekki tekið til greina og nú verður honum líklega sparkað frá félaginu. 19.12.2005 13:15
Fær Ronaldinho enn ein verðlaunin? Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho þykir afar líklegur til að verða fyrir valinu í kvöld þegar FIFA útnefnir knattspyrnumann ársins við hátíðlega athöfn. Ronaldinho hefur farið á kostum með Brasilíu og Barcelona og hefur sópað til sín verðlaunum undanfarið, enda þykir hann einfaldlega besti knattspyrnumaður heims. 19.12.2005 12:48
Alonso fer til McLaren árið 2007 Þær stórfréttir bárust úr Formúlu 1 í morgun að heimsmeistarinn ungi, Fernando Alonso hjá Renault, hefur samþykkt að ganga til liðs við McLaren árið 2007 þegar samningur hans við Renault rennur út. 19.12.2005 11:45
New Orleans skellti meisturunum New Orleans Hornets gerði sér lítið fyrir og lagði meistara San Antonio í NBA deildinni í nótt 89-76. Hornets héldu Tim Duncan í aðeins 11 stigum, sem er það lægsta sem hann hefur skorað í vetur. Tæplega 20.000 áhorfendur í Oklahoma City trylltust af fögnuði þegar þeir sáu nýliðann Chris Paul eiga frábæran leik og stýra liðinu til sigurs gegn sterku liði San Antonio. 19.12.2005 11:15
Mark Van Persie var löglegt Arsene Wenger var afar óhress með frammistöðu Rob Styles dómara í tapinu fyrir grönnunum í Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Wenger þótti lið sitt vera rænt löglegu marki og sagði að Michael Essien hefði átt að vera rekinn af velli fyrir tæklingu sína á Lauren. 18.12.2005 19:30
Helena með þrennu í sigri Hauka á ÍS Haukastúlkur unnu sannfærandi sigur á Stúdínum á Ásvöllum í dag 89-50. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 28 stig og 13 fráköst, en Helena Sverrisdóttir náði þrefaldri tvennu með 21 stigi, 15 fráköstum og 10 stoðsendingum. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS með 14 stig og hirti 7 fráköst. 18.12.2005 19:21
Hefur ekki áhyggjur af Arsenal lengur Jose Mourinho segir að með sigrinum á Arsenal í dag, þar sem Chelsea náði 20 stiga forskoti á granna sína, geti hann hætt að hafa áhyggjur af Arsenal í toppbaráttunni og muni þess í stað horfa til Manchester United og Liverpool framvegis. 18.12.2005 18:59
Ætlar að skrifa undir nýjan samning Ef marka má fréttir úr þýskum blöðum í dag, mun markvörðurinn Oliver Kahn líklega skrifa undir nýjan samning við Bayern sem gilda mun til ársins 2008. "Mér líður of vel hérna til að hugsa um að fara annað," sagði Kahn. Kahn hefur verið hjá Bayern síðan 1994 og eftir frábæra frammistöðu með liðinu á árinu, er talið víst að hann verji mark Þjóðverja á HM í sumar. 18.12.2005 18:44
Goosen sigraði í Suður-Afríku Retief Goosen sigraði á opna Suður-Afríkumótinu í golfi sem lauk í dag, eftir æsispennandi keppni við Ernie Els á lokahringnum, þar sem hann fékk fugl á síðustu tveimur holunum og tryggði sér sigurinn. Goosen lék keppni á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Els, en þeir höfðu algjöra yfirburði á mótinu. 18.12.2005 18:16
Chelsea sigraði Arsenal Chelsea vann góðan 2-0 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og er sem fyrr með þægilegt forskot á toppnum. Þetta var þriðja tap Arsenal í deildinni í röð, en það hefur ekki gerst áður síðan Arsene Wenger tók við liðinu á sínum tíma. Það voru miðjumennirnir Arjen Robben og Joe Cole sem skoruðu mörk Chelsea, sem undirstrikaði styrk sinn enn eina ferðina. 18.12.2005 17:59
Defoe fær óumbeðið jólafrí Enski landsliðsmaðurinn Jermaine Defoe meiddist á ökkla í leiknum gegn Middlesbrough í dag og telur Martin Jol, stjóri liðsins, að hann muni verða frá í að minnsta kosti tvær vikur fyrir vikið. Þetta eru mjög slæm tíðindi fyrir lið Tottenham, sem er við það að missa egypska framherjan Mido í Afríkukeppnina og hefur því úr litlu að moða með framherja í hinni stífu jólatörn sem framundan er. 18.12.2005 17:47
Meiðslin ekki eins alvarleg og óttast var Meiðsli James Morrison, leikmanns Middlesbrough, eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu, en hann rotaðist í leik Boro og Tottenham fyrr í dag eftir samstuð við Robbie Keane. Morrison lá hreyfingarlaus á vellinum eftir að hafa fengið spark í höfuðið, en þegar til búningsherbergja kom, rankaði hann við sér og er nú á batavegi. 18.12.2005 17:37
Mílanóliðin í stuði Mílanóliðin AC og Inter söxuðu á forskot Juventus á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag, en liðin unnu bæði sannfærandi 4-0 sigra á andstæðingum sínum. 18.12.2005 17:13
Grétar Rafn skoraði fyrir Alkmaar Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson skoraði þriðja og síðasta mark AZ Alkmaar í dag þegar það sigraði RKC Waalwijk 3-0 í hollensku fyrstu deildinni í dag. Alkmaar skaust þar með aftur í toppsæti deildarinnar. 18.12.2005 17:08
Chelsea leiðir í hálfleik Chelsea hefur 1-0 forystu í hálfleik gegn Arsenal á Highbury. Það var Arjen Robben sem skoraði mark gestanna á 39. mínútu. Chelsea hefur verið heldur sterkari aðilinn í leiknum, en Thierry Henry átti þó stangarskot fyrir Arsenal, sem hefur einnig fengið mark dæmt af vegna vafasamrar rangstöðu. 18.12.2005 16:58
Stendur við gagnrýni sína á United Roy Keane hefur gefið það út að hann standi við hvert einasta orð sem hann sagði í gagnrýni sinni á fyrrum félaga sína í Manchester United á dögunum, þegar liðið steinlá fyrir Middlesbrough 4-1. Þrumuræða Keane varð að margra mati kveikjan að því að hann fór frá United. 18.12.2005 16:41
Eiður Smári á varamannabekknum Jose Mourinho hefur kallað Claude Makelele inn í byrjunarlið Chelsea á kostnað Eiðs Smára í dag, en auk þess hefur William Gallas tekið stöðu hins meidda Asier del Horno í bakverðinum og Didier Drogba byrjar frammi í stað Hernan Crespo. Arsene Wenger gerði aðeins eina breytingu á sínu liði. Mathieu Flamini kemur inn í stað Gilberto Silva sem er í banni. Dennis Bergkamp er á bekknum hjá Arsenal. 18.12.2005 15:48
Jafnt hjá Boro og Spurs Middlesbrough og Tottenham skildu jöfn í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var mjög fjörugur og endaði 3-3, þar sem gestirnir náðu að jafna leikinn sjö mínútum fyrir leikslok. Mido, Robbie Keane og Jermain Jenas skoruðu fyrir Tottenham, en Yakubu, James Morrison og Franck Quedrue skoruðu fyrir heimamenn. 18.12.2005 15:33
Mætir Makedóníu á EM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Makedóníu í tveimur leikjum um sæti á EM sem fram fer í Svíþjóð eftir eitt ár. Fyrri leikur liðanna verður hér á landi í maí og liðið sem hefur betur úr viðureignunum tveimur, tryggir sér þáttökurétt á mótinu. 18.12.2005 14:48
Jafnt hjá Lazio og Juventus Lazio og Juventus skildu jöfn 1-1 í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi, en Juve hefur engu að síður 11 stiga forskot á helstu keppinauta sína sem eiga leik í dag. Tommaso Rocchi kom heimamönnum yfir í leiknum, en franski framherjinn David Trezeguet jafnaði skömmu síðar fyrir Juve og það varð lokaniðurstaðan. Treviso skaust af botninum með góðum sigri á Lecce, 2-1. 18.12.2005 14:42
Boro leiðir í hálfleik Middlesbrough er yfir 2-1 í hálfleik gegn Tottenham á Riverside í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir komust yfir snemma leiks með marki frá Robbie Keane eftir klaufaleg varnarmistök, en heimamenn sneru leiknum sér í hag með mörkum frá Yakubu og James Morrison. 18.12.2005 14:25
Við gerðum allt sem við gátum Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði í samtali við BBC í dag að hans menn hefðu gert allt sem þeir gátu í úrslitaleiknum við Sao Paulo á HM félagsliða í Japan í dag, en allt hefði komið fyrir ekki. 18.12.2005 14:18
Vill Lampard og Henry til Katalóníu Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona segist óska þess heitt að fá Thierry Henry og Frank Lampard til liðs við sig hjá Barcelona, en báðir leikmenn hafa verið orðaðir nokkuð við spænska stórliðið. 18.12.2005 14:04
Real ætlar ekki að eltast við Wenger Emilio Butragueno, varaforseti Real Madrid á Spáni, segir að félagið muni ekki reyna að fá knattspyrnustjórann Arsene Wenger til liðs við sig sem arftaka Wanderley Luxemburgo sem var rekinn á dögunum. Liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Butragueno segir samskipti félagana mjög góð. 18.12.2005 13:54
Fyrsta tap Riley með Miami Miami Heat tapaði í nótt fyrsta leiknum sínum undir stjórn Pat Riley þegar liðið lá 115-107 á útivelli, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 41 stig og gaf 10 stoðsendingar. Dwayne Wade var atkvæðamestur í liði Miami með 33 stig. 18.12.2005 12:45
Sao Paulo lagði Liverpool Brasilíska liðið Sao Paulo sigraði enska liðið Liverpool í úrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan nú rétt í þessu 1-0. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum, en náði ekki að skora og fer því flestum að óvörum tómhent heim frá mótinu. 18.12.2005 12:19