Fleiri fréttir

Evrópuríki hyggja á hertari aðgerðir

Hertar samkomutakmarkanir verða kynntar víða um Evrópu á næstu dögum en kórónuveirufaraldurinn er í miklum uppgangi víðast hvar í álfunni.

Milgrom og Wilson fá Nóbelinn í hagfræði

Bandarísku hagfræðingarnir Paul R. Milgrom og Robert B. Wilson deila með sér Nóbelsverðlaununum í Hagfræði árið 2020 en frá þessu var greint í morgun í Stokkhólmi.

Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út.

Þjóðverjar vilja beita Lukashenko þvingunum

Utanríkisráðherra Þjóðverja vill að Alexander Lukashenko forseti Hvíta Rússlands verði settur á lista yfir áhrifamenn þar í landi sem beittir eru viðskiptaþvingunum.

Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni

Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans.

Trump segist ónæmur og hvergi banginn

Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann sé ónæmur gagnvart Covid-19 eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði.

Læknir for­setans segir hann ekki smita lengur

Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni.

Þurfa að koma með eigin penna til að kjósa

Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki.

Mótmæltu lokunum með gríðarlegu magni af ísmolum

Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið.

Fyrsta her­sýningin í Norður-Kóreu í tvö ár

Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður.

Sam­þykktu vopna­hlé í Na­gorno-Kara­bakh

Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu.

Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna

Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni.

Íbúar Louisiana búa sig undir enn eitt óveðrið

Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða.

John Lennon hefði orðið áttræður í dag

John Ono Lennon hefði orðið áttræður í dag hefði hann lifað og er þess minnst með ýmsum hætti um allan heim. Tendrað verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkan níu í kvöld og verður sent út beint frá athöfninni á vef borgarinnar og listaverksins sjálfs.

Kín­verjar til liðs við CO­VAX

Kínverjar hafa nú ákveðið að ganga til liðs við COVAX-verkefnið, sem er samstarf þjóða heims um að dreifa væntanlegu bóluefni jafnt á meðal ríkja, óháð efnahag.

Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu

Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands.

Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan

Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins.

Sjá næstu 50 fréttir