Fleiri fréttir Skýstrokkur í Arkansas - þrír látnir Þrír létust þegar skýstrokkur gekk yfir smábæ í Arkansas í Bandaríkjunum í dag. Björgunarsveitarmenn vinna nú við að bjarga fólki sem festist í byggingum sem urðu fyrir storminum og er flugvöllur bæjarins lokaður vegna braks sem liggur um flugbrautina. Margir skýstrokkar hafa gengið yfir Oklahoma, Arkansas og Missouri í dag og hafa fjölmargar viðvaranir verið gefnar út. 31.12.2010 16:00 Fjárhundur festi höfuðið í vegg Þýski fjárhundurinn Rebel, sem á íslensku útleggst „Uppreisnarseggur,“ varð fyrir því óláni að festa höfuðið í gati á múrvegg. Rebel er aðeins átta mánaða gamall var fastur í veggnum í hálfa klukkustund. The Telegraph greinir frá atvikiinu sem átti sér stað í Desert Hot Springs í Kaliforníuríki Bandaríkjanna á dögunum. Vinur eigenda Rebel hafði kallað eftir aðstoð og tókst að bjarga hundinum úr prísundinni. Hann hefur nú jafnað sig að fullu. 30.12.2010 23:41 „We can do it“-konan látin Fyrirmynd verkakonunnar á veggspjaldinu víðfræga með yfirskriftinni „We Can Do It!" lést á sunnudag, 86 ára að aldri. Konan hét Geraldine Hoff Doyle og hafði í fjóra áratugi ekki minnstu hugmynd um að hún hefði verið fyrirmyndin að veggspjaldinu. 30.12.2010 22:49 Rændi skóm og faldi þá undir brjóstunum á sér Brjóstgóð kona hélt að hún kæmist upp með að stela skópari með því að fela skóna undir brjóstunum á sér. Öryggismyndavélar hjá útsölumarkaðinum Beall´s Outlet í Flórídafylki Bandaríkjanna komu þó upp um þjófinn. 30.12.2010 20:00 Gæsluvarðhalds krafist yfir fjórum vegna hryðjuverkaárásar Einn af fjórum karlmönnum sem handteknir voru í Danmörku í gær grunaðir um hryðjuverkatilraun verður látinn laus. 30.12.2010 09:38 Fyrrverandi forseti dæmdur fyrir nauðgun Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga fyrrverandi samstarfskonu sinni þegar hann var ferðamálaráðherra árið 1998. Hann á yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm. 30.12.2010 09:01 Ekkert lát á flóðunum í Ástralíu Ekkert lát er á flóðunum í norðausturhluta Ástralíu og enn komast þúsundir manna hvorki lönd né strönd. Stjórnvöld í hafa lýst yfir neyðarástandi í þremur bæjum. Flytja hefur þurft hundruð íbúa frá heimilum sínum í Queensland til viðbótar við þá þúsund sem fluttir voru á brott fyrr í vikunni en þá var meðal annars notast við þyrlur. 30.12.2010 08:51 Þúsundir enn án vatns á Norður-Írlandi Ráðherra málefna Norður-Írlands í bresku ríkisstjórninni segir ljóst að eitthvað meiriháttar hefur brugðist á Norður-Írlandi en um 36 þúsund íbúar landsins hafa verið án vatns dögum saman eftir frosthörkurnar undanfarið. Nokkur svæði hafa verið án vatns í allt að 11 daga. Af þeim sökum hafa íbúar annað hvort þurft að kaupa vatn á flöskum úr búðum eða nálgast það í neyðarvatnstönkum sem komið hefur verið upp á götuhornum. Ráðherrann segir brýnt að koma vatnsmálunum í lag og nú sé ekki rétti tíminn til að finna sökudólga. Farið verði rækilega yfir málið eftir að íbúunum hefur verið tryggt vatn. 30.12.2010 07:04 Skíðafólk féll úr stólalyftu Átta skíðamenn slösuðust töluvert þegar kröftugir vindar feyktu sætum í stólalyftu til með þeim afleiðingum að fólkið féll niður um 8-10 metra. Atvikið átti sér stað í gær á vinsælu skíðasvæði nærri Portland í Main í Bandaríkjunum. Lyftan var í framhaldinu stöðvuð og sátu um 150 skíðamenn fastir í henni í nokkra stund. Fólkið sem slasaðist var flutt á sjúkrahús, þar af þrír sem hlutu beinbrot. Í hópi hinna slösuðu voru bæði börn og fullorðnir. 30.12.2010 06:55 Óttast þjóðarmorð Nýskipaður sendiherra Fílabeinsstrandarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum óttast þjóðarmorð í landinu. Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, hefur ekki viljað viðurkenna úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi staðfest þau og hótanir nágrannaríkja um að beita hervaldi láti hann ekki af embætti. Sendiherrann segir mannréttindi brotin víðsvegar um landið og að hátt í 200 stjórnarandstæðingar hafi nú þegar látið lífið. 30.12.2010 06:53 Byltingarleiðtogar ákærðir Júlía Tímosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, var yfirheyrð í gær í tengslum við ásakanir um spillingu. Hún var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir að hafa notað fé, sem fékkst við sölu á kolefniskvóta samkvæmt Kyoto-bókuninni, til þess að standa straum af lífeyrisgreiðslum þegar hún var forsætisráðherra. Hún neitar þeim ásökunum. 30.12.2010 06:00 Leiðtogar hitta Gbagbo Laurent Gbagbo situr sem fastast á forsetastól Fílabeinsstrandarinnar þrátt fyrir að leiðtogar nokkurra ríkja í vestanverðri Afríku hafi sett honum úrslitakosti um að segja af sér eða búast við hernaðaríhlutun ella. 30.12.2010 05:00 Hamfarir ársins óvenju skæðar Náttúran hefur ekki verið jarðarbúum sérlega mild árið 2010. Rétt eins og sveiflur í veðuröfgum virðist mega rekja til hlýnunar jarðar hafa breyttir lífshættir gert mannkynið viðkvæmara fyrir náttúruhamförum. 30.12.2010 04:00 Þúsundir heimila án vatns dögum saman Þúsundir heimila á Norður-Írlandi hafa verið án vatns dögum saman eftir frosthörkurnar undanfarið. Víða sprungu rör í frostinu og svo þegar þiðnaði á ný lak vatnsforðinn að stórum hluta út í jarðveginn án þess að berast inn á heimilin. 30.12.2010 04:00 Bandaríkjamenn neita að hjálpa til við rannsókn Bandarísk dómsmálayfirvöld neita að greiða götu pólskra saksóknara sem rannsaka hvort Bandaríkjamenn hafi starfrækt leynifangelsi í landinu. 29.12.2010 20:45 Rússar svara gagnrýni Ráðamenn í Moskvu svara vestrænir þjóðarleiðtogum fullum hálsi sem hafa gagnrýnt niðurstöðu rússneskra dómstóla í máli auðjöfursins Mikhail Khodorkovsky. Utanríkisráðherra landsins biður vesturlönd um að skipta sér ekki af innanríkismálum Rússlands. 29.12.2010 17:30 Ætluðu að myrða blaðamenn vegna skopteikninga - fjórir handteknir Fjórir karlmenn af mið-austurlenskum uppruna hafa verið handteknir í Danmörku vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk þar í landi. Það var danska leyniþjónustan sem handtók mennina en þeir komu til Danmerkur frá Svíþjóð í gærkvöldi. Byssa með hljóðdeyfi fannst í fórum mannanna ásamt skotfærum. 29.12.2010 13:48 Reese Witherspoon trúlofuð Leikkonan Reese Witherspoon og kærasti hennar til eins árs, umboðsmaðurinn Jim Toth, trúlofuðu sig um jólin. Búist er við því að þau gangi í það heilaga strax á næsta ári. 29.12.2010 11:06 Hægrimenn með stærri heilamöndlu Heilinn í vinstrimönnum og hægrimönnum er gerólíkur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem læknar í Lundúnum gerðu. 29.12.2010 10:30 Julian Assange neyðist til að skrifa bók Julian Assange, forsvarsmaður uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, hefur skrifað undir samning um útgáfu bókar sem færir honum eina milljóna punda eða jafnvirði tæplega 117 milljóna íslenskra króna. 29.12.2010 10:26 Bankaræningjar fluttu skotvopn í burðarrúmi Bankaræningjar fluttu skotvopn í burðarrúmi þegar að þeir réðust inn í banka í Pétursborg í Rússlandi í gær. 29.12.2010 09:26 Þúsund íbúum komið til bjargar Þúsundir manna komast nú hvorki lönd né strönd í norðausturhluta Ástralíu eftir ein mestu flóð þar undanfarna áratugi. Flytja þurfti um þúsund manns frá heimilum sínum í Queensland. Flóðin eru vegna mikilla rigninga og storma á þessum svæðum undanfarnar vikur. Áströlsk stjórnvöld hafa notað þyrlur til að flytja vistir til þeirra sem lokast hafa af vegna flóðanna. Þyrlur hafa jafnframt verið notaðar til að flytja fólk á brott, þar á meðal rúmlega 300 íbúa smábæjarins Theodore. 29.12.2010 09:00 Forsetinn vill frið á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu vill hefja friðarviðræður á nýjan leik við nágrannanna í norðri en undanfarnar vikur hafa hótanir magnast á báða bóga á Kóreuskaga. 29.12.2010 08:23 Neanderdalsmenn borðuðu grænt Neanderdalsmenn virðst hafa neytt fjölbreyttari fæðu en áður var talið. Rannsóknir benda nefnilega til að grænmeti og sjávarréttir hafi gjarnan verið á matseðlinum. 29.12.2010 08:21 Stórstjörnurnar samfagna Elton John Fjölmargar stórstjörnur hafa fagnað fæðingu sonar popparans Elton Johns og eiginmanns hans, David Furnish, sem eignuðust barnið á jóladag með hjálp staðgöngumóður. Breska leikkonan Elizabeth Hurley var meðal þeirru fyrstu sem óskaði hinum nýbökuðu feðgum til hamingju og síðan hafa fleiri bæst við, þar á meðal Mick Jagger og Kelly Osbourne. Elizabeth sendi Elton og David kveðju í gegnum Twitter-síðu sína og sagðist hlakka til að hitta strákinn sem fæddist í Kaliforníu. Nafn konunnar sem gekk með drenginn verður ekki gefið upp. 29.12.2010 08:11 Fangaverðir sóttir til saka Að minnsta kosti 42 fangaverðir verða sóttir til saka fyrir að hafa ýmist aðstoðað eða ekkert aðhafst þegar 153 fangar struku úr fangelsi í Mexíkó, rétt við bandarísku landamærin, fyrir rúmum hálfum mánuði. Fangarnir komust allir út um starfsmannainngang fangelsisins sem er staðsett norðvesturhluta Mexíkó í grennd við við ána Rio Grande. Samkvæmt CNN er þetta eitt fjölmennasta strok fanga í landinu. Fyrr á árinu flúðu hátt í 90 fangar og aðrir 40 úr sitthvoru fangelsinu í borgum við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 29.12.2010 08:02 Rændu síðustu löggu bæjarins Enginn lögreglumaður er nú starfandi í mexíkóska landamærabænum Guadalupe eftir að síðasta lögreglumanninum sem eftir var í bænum var rænt af undirtyllum fíkniefnabaróna. 29.12.2010 01:15 Flest fórnarlömbin þekktu morðingjann Noregur 31 morð hefur verið framið í Noregi það sem af er ári, að því er fram kemur í úttekt á vef Aftenposten. 29.12.2010 01:00 Skora á Gbagbo að víkja strax Sendinefnd Vestur-Afríkuríkja hefur skorað á Laurent Gbagbo, forseta Fílabeinsstrandarinnar, að hlíta kosningaúrslitum og víkja úr sæti nú þegar. 29.12.2010 00:45 Rússar vísa gagnrýni á bug Rússar svara þeim fullum hálsi sem hafa gagnrýnt málareksturinn gegn olíujöfrinum Mikhail Khodorkovsky, sem var fundinn sekur í vikunni um undanskot og peningaþvætti. 29.12.2010 00:30 Tekinn með kókaín í páskaeggjum rétt fyrir jól Tollverðir á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles stöðvuðu karlmann í síðustu viku sem vakti sérstaka eftirtekt þeirra. Maðurinn var nefnilega með fáein páskaegg í fórum sínum sem tollvörðunum þótti heldur undarlegt í ljósi þess að tveir dagar voru til jóla. Í eggjunum var hvítt duft sem reyndist vera rúm sex kíló af kókaíni. 28.12.2010 09:32 Elton John orðinn pabbi Breski popparinn Elton John varð faðir í fyrsta sinn á jóladag þegar hann og eiginmaður hans, David Furnish, eignuðust son með hjálp staðgöngumóður, að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. 28.12.2010 07:18 Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu verður framseldur í janúar Dómstólar í Austurríki hafa komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu þurfi að dvelja í fangelsi þar í landi þangað til hann verður framseldur til Króatíu í lok janúar. 28.12.2010 07:07 Skref aftur á bak fyrir Rússa Vestrænir þjóðarleiðtogar gagnrýna harðlega niðurstöðu rússneskra dómstóla í máli auðjöfursins Mikhail Khodorkovsky og segja málið vekja upp fjölmargar spurningar um dómskerfið í Rússlandi. 28.12.2010 07:00 Almenningssamgöngur komnar í eðlilegt horf Almenningssamgöngur til og frá austurströnd Bandaríkjanna eru komnar í eðlilegt horf eftir að mikill bylur fór þar yfir. Aflýsa þurfti um sjö þúsund flugferðum vegna veðurs í gær og fyrradag. 28.12.2010 06:58 Meintir hryðjuverkamenn áfram í haldi Níu karlmenn menn sem taldir eru hafa ætlað að ráðast á kauphöllina í London og bandaríska sendiráðið þar í borg yfir hátíðarnar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28.12.2010 06:53 IKEA blýantar í skurðaðgerðum IKEA blýantar eru betur til þess fallnir að merkja fyrir skurðum á beinum en hefðbundnir tússpennar. Þetta segja tveir skurðlæknar í jólahefti breska læknablaðsins, British Medical Journal. 28.12.2010 03:45 Ótti í sendiráði Danmerkur Sprengja var send með pósti til gríska sendiráðsins í Róm í gær. Starfsmenn sendiráðsins fundu sprengjuna áður en hún sprakk. Tveir slösuðust á aðfangadag þegar sams konar sprengjur sprungu í sendiráðum Síle og Sviss í Róm. 28.12.2010 00:30 Gæti beitt eldflaugaárásum Norður-Kórea gæti beitt eldflaugaárásum gegn skotmörkum í Suður-Kóreu á næsta ári. Sérfræðingar reikna með að stjórnvöld í Norður-Kóreu herði á hernaðarlegum ögrunum í aðdraganda valdaskipta í landinu. 28.12.2010 00:00 Ekki lokað í Guantanamo á næstunni Hinar alræmdu Guantanamo fangabúðir munu ekki loka á næstunni, samkvæmt upplýsingum sem breska blaðið Telegraph hefur frá Hvíta húsinu í Washington. Vel á annað ár er liðið frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því að búðirnar myndu loka innan árs. 27.12.2010 23:07 Þjófarnir elska facebook Þjófar elska Facebook. Þar finnast nefnilega mikilvægar upplýsingar um ferðalög, frítíma og vinnutíma. Það léttir óprúttnum aðilum vinnu þeirra við innbrot, segir í grein á danska vefnum business.dk. Þar er bent á að stöðufærslur á Facebook eða Twitter geti kostað fólk flatskjá, eða jafnvel hægindastóla. 27.12.2010 09:46 Áttburamamman á leið á götuna Nadya Suleman, sem eignaðist áttbura fyrir tveimur árum og hlaut heimsfrægð fyrir, er í vandræðum. Hún skuldar 450 þúsund dollara í húsi sem hún flutti inn í eftir fæðinguna og fyrri eigandi ætlar að krefjast þess að hún verði borin út ásamt börnum sínum 14, en konan átti sex lítil börn áður en áttburarnir komu undir. Öll komu börnin í heiminn með aðstoð gerfifrjóvgunar. 27.12.2010 22:00 Nýfundin tegund var áður útbreidd í Asíu Fornmenn sem uppi voru í Síberíu fyrir meira en 30 þúsund árum blönduðust nútímamönnum. Þetta sýnir greining á erfðaefni fornmannanna og frumbyggja eyja norðaustur af Ástralíu, sem sagt er frá í nýjasta hefti vísindaritsins Nature. 27.12.2010 15:00 Endurskin á norsk hreindýr Norska vegagerðin vinnur nú að því að endurskinsmerkja hreindýr landsins svo síður verði ekið á þau. 27.12.2010 14:00 Khodorkovsky fundinn sekur Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur um fjárdrátt af dómara í Moskvu. Khodorkovsky, sem eitt sinn var á meðal auðugustu manna heims, afplánar nú þegar átta ára fangelsisdóm fyrir fjársvik og skattaundanskot og nú gæti hann þurft að dúsa í fangelsi í sex ár til viðbótar. 27.12.2010 08:48 Sjá næstu 50 fréttir
Skýstrokkur í Arkansas - þrír látnir Þrír létust þegar skýstrokkur gekk yfir smábæ í Arkansas í Bandaríkjunum í dag. Björgunarsveitarmenn vinna nú við að bjarga fólki sem festist í byggingum sem urðu fyrir storminum og er flugvöllur bæjarins lokaður vegna braks sem liggur um flugbrautina. Margir skýstrokkar hafa gengið yfir Oklahoma, Arkansas og Missouri í dag og hafa fjölmargar viðvaranir verið gefnar út. 31.12.2010 16:00
Fjárhundur festi höfuðið í vegg Þýski fjárhundurinn Rebel, sem á íslensku útleggst „Uppreisnarseggur,“ varð fyrir því óláni að festa höfuðið í gati á múrvegg. Rebel er aðeins átta mánaða gamall var fastur í veggnum í hálfa klukkustund. The Telegraph greinir frá atvikiinu sem átti sér stað í Desert Hot Springs í Kaliforníuríki Bandaríkjanna á dögunum. Vinur eigenda Rebel hafði kallað eftir aðstoð og tókst að bjarga hundinum úr prísundinni. Hann hefur nú jafnað sig að fullu. 30.12.2010 23:41
„We can do it“-konan látin Fyrirmynd verkakonunnar á veggspjaldinu víðfræga með yfirskriftinni „We Can Do It!" lést á sunnudag, 86 ára að aldri. Konan hét Geraldine Hoff Doyle og hafði í fjóra áratugi ekki minnstu hugmynd um að hún hefði verið fyrirmyndin að veggspjaldinu. 30.12.2010 22:49
Rændi skóm og faldi þá undir brjóstunum á sér Brjóstgóð kona hélt að hún kæmist upp með að stela skópari með því að fela skóna undir brjóstunum á sér. Öryggismyndavélar hjá útsölumarkaðinum Beall´s Outlet í Flórídafylki Bandaríkjanna komu þó upp um þjófinn. 30.12.2010 20:00
Gæsluvarðhalds krafist yfir fjórum vegna hryðjuverkaárásar Einn af fjórum karlmönnum sem handteknir voru í Danmörku í gær grunaðir um hryðjuverkatilraun verður látinn laus. 30.12.2010 09:38
Fyrrverandi forseti dæmdur fyrir nauðgun Moshe Katsav, fyrrverandi forseti Ísraels, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga fyrrverandi samstarfskonu sinni þegar hann var ferðamálaráðherra árið 1998. Hann á yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm. 30.12.2010 09:01
Ekkert lát á flóðunum í Ástralíu Ekkert lát er á flóðunum í norðausturhluta Ástralíu og enn komast þúsundir manna hvorki lönd né strönd. Stjórnvöld í hafa lýst yfir neyðarástandi í þremur bæjum. Flytja hefur þurft hundruð íbúa frá heimilum sínum í Queensland til viðbótar við þá þúsund sem fluttir voru á brott fyrr í vikunni en þá var meðal annars notast við þyrlur. 30.12.2010 08:51
Þúsundir enn án vatns á Norður-Írlandi Ráðherra málefna Norður-Írlands í bresku ríkisstjórninni segir ljóst að eitthvað meiriháttar hefur brugðist á Norður-Írlandi en um 36 þúsund íbúar landsins hafa verið án vatns dögum saman eftir frosthörkurnar undanfarið. Nokkur svæði hafa verið án vatns í allt að 11 daga. Af þeim sökum hafa íbúar annað hvort þurft að kaupa vatn á flöskum úr búðum eða nálgast það í neyðarvatnstönkum sem komið hefur verið upp á götuhornum. Ráðherrann segir brýnt að koma vatnsmálunum í lag og nú sé ekki rétti tíminn til að finna sökudólga. Farið verði rækilega yfir málið eftir að íbúunum hefur verið tryggt vatn. 30.12.2010 07:04
Skíðafólk féll úr stólalyftu Átta skíðamenn slösuðust töluvert þegar kröftugir vindar feyktu sætum í stólalyftu til með þeim afleiðingum að fólkið féll niður um 8-10 metra. Atvikið átti sér stað í gær á vinsælu skíðasvæði nærri Portland í Main í Bandaríkjunum. Lyftan var í framhaldinu stöðvuð og sátu um 150 skíðamenn fastir í henni í nokkra stund. Fólkið sem slasaðist var flutt á sjúkrahús, þar af þrír sem hlutu beinbrot. Í hópi hinna slösuðu voru bæði börn og fullorðnir. 30.12.2010 06:55
Óttast þjóðarmorð Nýskipaður sendiherra Fílabeinsstrandarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum óttast þjóðarmorð í landinu. Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, hefur ekki viljað viðurkenna úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi staðfest þau og hótanir nágrannaríkja um að beita hervaldi láti hann ekki af embætti. Sendiherrann segir mannréttindi brotin víðsvegar um landið og að hátt í 200 stjórnarandstæðingar hafi nú þegar látið lífið. 30.12.2010 06:53
Byltingarleiðtogar ákærðir Júlía Tímosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, var yfirheyrð í gær í tengslum við ásakanir um spillingu. Hún var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir að hafa notað fé, sem fékkst við sölu á kolefniskvóta samkvæmt Kyoto-bókuninni, til þess að standa straum af lífeyrisgreiðslum þegar hún var forsætisráðherra. Hún neitar þeim ásökunum. 30.12.2010 06:00
Leiðtogar hitta Gbagbo Laurent Gbagbo situr sem fastast á forsetastól Fílabeinsstrandarinnar þrátt fyrir að leiðtogar nokkurra ríkja í vestanverðri Afríku hafi sett honum úrslitakosti um að segja af sér eða búast við hernaðaríhlutun ella. 30.12.2010 05:00
Hamfarir ársins óvenju skæðar Náttúran hefur ekki verið jarðarbúum sérlega mild árið 2010. Rétt eins og sveiflur í veðuröfgum virðist mega rekja til hlýnunar jarðar hafa breyttir lífshættir gert mannkynið viðkvæmara fyrir náttúruhamförum. 30.12.2010 04:00
Þúsundir heimila án vatns dögum saman Þúsundir heimila á Norður-Írlandi hafa verið án vatns dögum saman eftir frosthörkurnar undanfarið. Víða sprungu rör í frostinu og svo þegar þiðnaði á ný lak vatnsforðinn að stórum hluta út í jarðveginn án þess að berast inn á heimilin. 30.12.2010 04:00
Bandaríkjamenn neita að hjálpa til við rannsókn Bandarísk dómsmálayfirvöld neita að greiða götu pólskra saksóknara sem rannsaka hvort Bandaríkjamenn hafi starfrækt leynifangelsi í landinu. 29.12.2010 20:45
Rússar svara gagnrýni Ráðamenn í Moskvu svara vestrænir þjóðarleiðtogum fullum hálsi sem hafa gagnrýnt niðurstöðu rússneskra dómstóla í máli auðjöfursins Mikhail Khodorkovsky. Utanríkisráðherra landsins biður vesturlönd um að skipta sér ekki af innanríkismálum Rússlands. 29.12.2010 17:30
Ætluðu að myrða blaðamenn vegna skopteikninga - fjórir handteknir Fjórir karlmenn af mið-austurlenskum uppruna hafa verið handteknir í Danmörku vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk þar í landi. Það var danska leyniþjónustan sem handtók mennina en þeir komu til Danmerkur frá Svíþjóð í gærkvöldi. Byssa með hljóðdeyfi fannst í fórum mannanna ásamt skotfærum. 29.12.2010 13:48
Reese Witherspoon trúlofuð Leikkonan Reese Witherspoon og kærasti hennar til eins árs, umboðsmaðurinn Jim Toth, trúlofuðu sig um jólin. Búist er við því að þau gangi í það heilaga strax á næsta ári. 29.12.2010 11:06
Hægrimenn með stærri heilamöndlu Heilinn í vinstrimönnum og hægrimönnum er gerólíkur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem læknar í Lundúnum gerðu. 29.12.2010 10:30
Julian Assange neyðist til að skrifa bók Julian Assange, forsvarsmaður uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, hefur skrifað undir samning um útgáfu bókar sem færir honum eina milljóna punda eða jafnvirði tæplega 117 milljóna íslenskra króna. 29.12.2010 10:26
Bankaræningjar fluttu skotvopn í burðarrúmi Bankaræningjar fluttu skotvopn í burðarrúmi þegar að þeir réðust inn í banka í Pétursborg í Rússlandi í gær. 29.12.2010 09:26
Þúsund íbúum komið til bjargar Þúsundir manna komast nú hvorki lönd né strönd í norðausturhluta Ástralíu eftir ein mestu flóð þar undanfarna áratugi. Flytja þurfti um þúsund manns frá heimilum sínum í Queensland. Flóðin eru vegna mikilla rigninga og storma á þessum svæðum undanfarnar vikur. Áströlsk stjórnvöld hafa notað þyrlur til að flytja vistir til þeirra sem lokast hafa af vegna flóðanna. Þyrlur hafa jafnframt verið notaðar til að flytja fólk á brott, þar á meðal rúmlega 300 íbúa smábæjarins Theodore. 29.12.2010 09:00
Forsetinn vill frið á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu vill hefja friðarviðræður á nýjan leik við nágrannanna í norðri en undanfarnar vikur hafa hótanir magnast á báða bóga á Kóreuskaga. 29.12.2010 08:23
Neanderdalsmenn borðuðu grænt Neanderdalsmenn virðst hafa neytt fjölbreyttari fæðu en áður var talið. Rannsóknir benda nefnilega til að grænmeti og sjávarréttir hafi gjarnan verið á matseðlinum. 29.12.2010 08:21
Stórstjörnurnar samfagna Elton John Fjölmargar stórstjörnur hafa fagnað fæðingu sonar popparans Elton Johns og eiginmanns hans, David Furnish, sem eignuðust barnið á jóladag með hjálp staðgöngumóður. Breska leikkonan Elizabeth Hurley var meðal þeirru fyrstu sem óskaði hinum nýbökuðu feðgum til hamingju og síðan hafa fleiri bæst við, þar á meðal Mick Jagger og Kelly Osbourne. Elizabeth sendi Elton og David kveðju í gegnum Twitter-síðu sína og sagðist hlakka til að hitta strákinn sem fæddist í Kaliforníu. Nafn konunnar sem gekk með drenginn verður ekki gefið upp. 29.12.2010 08:11
Fangaverðir sóttir til saka Að minnsta kosti 42 fangaverðir verða sóttir til saka fyrir að hafa ýmist aðstoðað eða ekkert aðhafst þegar 153 fangar struku úr fangelsi í Mexíkó, rétt við bandarísku landamærin, fyrir rúmum hálfum mánuði. Fangarnir komust allir út um starfsmannainngang fangelsisins sem er staðsett norðvesturhluta Mexíkó í grennd við við ána Rio Grande. Samkvæmt CNN er þetta eitt fjölmennasta strok fanga í landinu. Fyrr á árinu flúðu hátt í 90 fangar og aðrir 40 úr sitthvoru fangelsinu í borgum við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 29.12.2010 08:02
Rændu síðustu löggu bæjarins Enginn lögreglumaður er nú starfandi í mexíkóska landamærabænum Guadalupe eftir að síðasta lögreglumanninum sem eftir var í bænum var rænt af undirtyllum fíkniefnabaróna. 29.12.2010 01:15
Flest fórnarlömbin þekktu morðingjann Noregur 31 morð hefur verið framið í Noregi það sem af er ári, að því er fram kemur í úttekt á vef Aftenposten. 29.12.2010 01:00
Skora á Gbagbo að víkja strax Sendinefnd Vestur-Afríkuríkja hefur skorað á Laurent Gbagbo, forseta Fílabeinsstrandarinnar, að hlíta kosningaúrslitum og víkja úr sæti nú þegar. 29.12.2010 00:45
Rússar vísa gagnrýni á bug Rússar svara þeim fullum hálsi sem hafa gagnrýnt málareksturinn gegn olíujöfrinum Mikhail Khodorkovsky, sem var fundinn sekur í vikunni um undanskot og peningaþvætti. 29.12.2010 00:30
Tekinn með kókaín í páskaeggjum rétt fyrir jól Tollverðir á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles stöðvuðu karlmann í síðustu viku sem vakti sérstaka eftirtekt þeirra. Maðurinn var nefnilega með fáein páskaegg í fórum sínum sem tollvörðunum þótti heldur undarlegt í ljósi þess að tveir dagar voru til jóla. Í eggjunum var hvítt duft sem reyndist vera rúm sex kíló af kókaíni. 28.12.2010 09:32
Elton John orðinn pabbi Breski popparinn Elton John varð faðir í fyrsta sinn á jóladag þegar hann og eiginmaður hans, David Furnish, eignuðust son með hjálp staðgöngumóður, að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. 28.12.2010 07:18
Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu verður framseldur í janúar Dómstólar í Austurríki hafa komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu þurfi að dvelja í fangelsi þar í landi þangað til hann verður framseldur til Króatíu í lok janúar. 28.12.2010 07:07
Skref aftur á bak fyrir Rússa Vestrænir þjóðarleiðtogar gagnrýna harðlega niðurstöðu rússneskra dómstóla í máli auðjöfursins Mikhail Khodorkovsky og segja málið vekja upp fjölmargar spurningar um dómskerfið í Rússlandi. 28.12.2010 07:00
Almenningssamgöngur komnar í eðlilegt horf Almenningssamgöngur til og frá austurströnd Bandaríkjanna eru komnar í eðlilegt horf eftir að mikill bylur fór þar yfir. Aflýsa þurfti um sjö þúsund flugferðum vegna veðurs í gær og fyrradag. 28.12.2010 06:58
Meintir hryðjuverkamenn áfram í haldi Níu karlmenn menn sem taldir eru hafa ætlað að ráðast á kauphöllina í London og bandaríska sendiráðið þar í borg yfir hátíðarnar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28.12.2010 06:53
IKEA blýantar í skurðaðgerðum IKEA blýantar eru betur til þess fallnir að merkja fyrir skurðum á beinum en hefðbundnir tússpennar. Þetta segja tveir skurðlæknar í jólahefti breska læknablaðsins, British Medical Journal. 28.12.2010 03:45
Ótti í sendiráði Danmerkur Sprengja var send með pósti til gríska sendiráðsins í Róm í gær. Starfsmenn sendiráðsins fundu sprengjuna áður en hún sprakk. Tveir slösuðust á aðfangadag þegar sams konar sprengjur sprungu í sendiráðum Síle og Sviss í Róm. 28.12.2010 00:30
Gæti beitt eldflaugaárásum Norður-Kórea gæti beitt eldflaugaárásum gegn skotmörkum í Suður-Kóreu á næsta ári. Sérfræðingar reikna með að stjórnvöld í Norður-Kóreu herði á hernaðarlegum ögrunum í aðdraganda valdaskipta í landinu. 28.12.2010 00:00
Ekki lokað í Guantanamo á næstunni Hinar alræmdu Guantanamo fangabúðir munu ekki loka á næstunni, samkvæmt upplýsingum sem breska blaðið Telegraph hefur frá Hvíta húsinu í Washington. Vel á annað ár er liðið frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því að búðirnar myndu loka innan árs. 27.12.2010 23:07
Þjófarnir elska facebook Þjófar elska Facebook. Þar finnast nefnilega mikilvægar upplýsingar um ferðalög, frítíma og vinnutíma. Það léttir óprúttnum aðilum vinnu þeirra við innbrot, segir í grein á danska vefnum business.dk. Þar er bent á að stöðufærslur á Facebook eða Twitter geti kostað fólk flatskjá, eða jafnvel hægindastóla. 27.12.2010 09:46
Áttburamamman á leið á götuna Nadya Suleman, sem eignaðist áttbura fyrir tveimur árum og hlaut heimsfrægð fyrir, er í vandræðum. Hún skuldar 450 þúsund dollara í húsi sem hún flutti inn í eftir fæðinguna og fyrri eigandi ætlar að krefjast þess að hún verði borin út ásamt börnum sínum 14, en konan átti sex lítil börn áður en áttburarnir komu undir. Öll komu börnin í heiminn með aðstoð gerfifrjóvgunar. 27.12.2010 22:00
Nýfundin tegund var áður útbreidd í Asíu Fornmenn sem uppi voru í Síberíu fyrir meira en 30 þúsund árum blönduðust nútímamönnum. Þetta sýnir greining á erfðaefni fornmannanna og frumbyggja eyja norðaustur af Ástralíu, sem sagt er frá í nýjasta hefti vísindaritsins Nature. 27.12.2010 15:00
Endurskin á norsk hreindýr Norska vegagerðin vinnur nú að því að endurskinsmerkja hreindýr landsins svo síður verði ekið á þau. 27.12.2010 14:00
Khodorkovsky fundinn sekur Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur um fjárdrátt af dómara í Moskvu. Khodorkovsky, sem eitt sinn var á meðal auðugustu manna heims, afplánar nú þegar átta ára fangelsisdóm fyrir fjársvik og skattaundanskot og nú gæti hann þurft að dúsa í fangelsi í sex ár til viðbótar. 27.12.2010 08:48