Fleiri fréttir

Aðskilnaðarsinnar styðja ályktun um Quebec

Flokkkur aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada hefur samþykkt að styðja þingsályktun um að frönskumælandi íbúar Quebec séu þjóð í sameinuðu Kanada. Gagnrýnendur segja tillöguna af pólitískum toga og hún muni stuðla að sundrungu landsins, en hugmyndir um sjálfstæði hins frönskumælandi héraðs hafa komið upp áður og valdið miklum titringi.

Staðfest fuglaflensutilfelli í Suður-Kóreu

Staðfest hefur verið afbrigði H5N1 fuglaflensu í Suður Kóreu. Flensan braust út á fuglabúi í Iksan, sem er tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suður af Seoul. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og tæplega sjö þúsundum til viðbótar þurfti að slátra. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en búist er við niðurstöðum úr þeim seinna í dag. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.

Breska lögreglan finnur leifar af geislavirku efni

Bresk yfirvöld hafa fundið leifar af sama geislavirka efninu og fannst í líkama Alexanders Litvinenko eftir að hann lést á þeim þremur stöðum sem hann dvaldi á daginn sem hann taldi að hefði verið eitrað fyrir honum.

Boðið upp á hraðþjónustu á flugvöllum

Einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa nú séð sér hag í því að setja upp þjónustu sem að flýtir ferð fólks í gegnum flugvelli þar í landi. Vegna ótta við hryðjuverk eru mörg öryggishlið sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur það valdið miklum pirringi meðal fólks sem ferðast mikið.

Google í slæmum málum á Ítalíu

Ítalskir saksóknarar eru iðnir við kolann en þeir hófu í dag rannsókn á því hvernig myndband, sem sýnir fjóra unglinga fara illa með einhverfan dreng, á myndbandavefsíðu Google. Eru tveir starfsmenn Google ákærðir fyrir að fylgjast ekki nógu vel með því hvers konar efni er sett inn á síðuna.

Brostu og allur heimurinn brosir við þér

Sjálfboðaliðar fyrir Ólympíuleikana sem verða í Peking í Kína árið 2008 hafa verið sendir í sérstaka þjálfun til þess að standa sig betur í starfi sínu. Og hvað er verið að kenna sjálfboðaliðunum? Jú, að brosa.

Setti barnið í frystinn

Kanadískur maður sem vissi ekki hvað átti að gera þegar að tíu mánaða gamalt barn kærustu hans fékk hita setti það inn í frysti til þess að kæla það aðeins niður. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir glæpsamlegt gáleysi og að ráðast á barnið en móðirin bjargaði því þegar hún kom heim. Maðurinn hafði þá sett stúlkubarnið við hliðina á ísmolunum og hamborgurunum.

Berlusconi sakaður um kosningasvindl

Ítalskir saksóknarar hafa hafið rannsókn á þeim ásökunum vinstri sinnaðs dagblaðs á Ítalíu að flokkur Silvio Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, hafi reynt að hafa rangt við í þingkosningum sem fóru fram í apríl síðastliðnum. Berlusconi neitar öllu og íhugar málsókn.

Bush leitar bandamanna víða

Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta er farin að leita leiða til þess að koma á stöðugleika í Írak en landið er á barmi borgarastyrjaldar. Ætla þeir sér að vinna að því takmarki með hófsömum múslimaríkjum á svæðinu og á sama tíma ætla þeir að leita leiða til þess að binda enda á deilur Ísraela og Palestínumanna.

Eiturlyfjagengi í ímyndarvanda

Mexíkóskt eiturlyfjagengi tók upp þá nýjung að auglýsa sjálft sig í dagblöðum til þess að segja fólki að það væri í rauninni ekkert slæmt. Í auglýsingunum, sem voru birtar í nokkrum dagblöðum, var tekið fram að gengið, sem er þekkt sem "Fjölskyldan", væri ekki glæpagengi heldur sjálfskipaðir verndarar reglu og réttlætis.

Ódæða hefnt

Minnst 30 týndu lífi og hátt í 50 til viðbótar særðust þegar vígamenn hófu skothríð í hverfi súnnía í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Að sögn vitna lögðu árásarmennirnir síðan elda að fjórum moskum í hverfinu. Árásin er sögð hefnd fyrir sprengjuárás í Sadr-hverfi sjía í höfuðborginn í gær sem kostaði rúmlega 200 manns lífið.

Valdarán á bandarísku dagblaði

Maður íklæddur felubúning og vopnaður hríðskotabyssu réðist til inngöngu í húsakynni bandaríska dagblaðsins Miami Herald í dag. Neyddi hann starfsfólk til þess að yfirgefa húsakynnin og gaf til kynna að hann hefði þar með tekið dagblaðið yfir. Ástæðuna sagði hann vera lág laun og að dagblaðið væri illa rekið.

Geislavirkt efni í líkama Litvinenkos

Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug.

Páfinn og Erdogan munu funda

Tyrkneski forsætisráðherrann, Tayyip Erdogan, ætlar sér að hitta Benedikt páfa þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Tyrklands í næstu viku. Töluvert hafði verið deilt á að ekki hefði verið ákveðinn fundur milli þeirra en mikil spenna ríkir í landinu fyrir heimsókna páfa vegna ummæla hans í sumar um að íslam væri ofbeldisfull trú.

Frakkar hlýta ákvörðun ráðamanna í Rúanda

Frakkar sögðu í dag að þeir hörmuðu þá ákvörðun ráðamanna í Rúanda að slíta stjórnmálalegum tengslum ríkjanna tveggja. Ástæðan fyrir vinslitunum er sú að franskur dómari ákvað að gefa út handtökuskipun á leiðtogum í Rúanda vegna atburða sem leiddu til þjóðarmorðanna þar í landi árið 1994.

Bandaríkin fordæma árás í Írak

Talsmenn Bandaríkjaforseta fordæmdu í dag árásina í gær í hverfi shía múslima og sögðu hana glórulausa og miðaða að því að skapa óstöðugleika í landinu. Alls létu um 200 manns lífið í árásinni sem var sú stærsta sem gerð hefur verið síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak.

Brenndu sex menn lifandi

Vopnaðir sjía múslimar, í Írak, réðust í dag á sex súnní múslima sem voru að koma frá bænahaldi, og brenndu þá lifandi. Þetta er talið vera hefnd fyrir mannskæða sprengjuárás, í gær, sem kostaði yfir 200 manns lífið, í hverfi sjía múslima í Bagdad.

Nasistastytta afhjúpuð í Noregi

Stytta af lögreglustjóra Oslóarborgar, á stríðsárunum, hefur verið afhjúpuð í dag. Knut Röd vann sér það helst til frægðar að senda um 850 norska Gyðinga í útrýmingarbúðir nasista. Aðeins ellefu þeirra áttu afturkvæmt.

IKEA, þú sem ert á himnum

Ný könnun sýnir að Svíar setja mublurisann IKEA mikilu hærra en kirkjuna, þegar trú og traust er annarsvegar.

Telja hvalaskoðunarbáta ógna lífi hvalanna

Sameiginlegar rannsóknir breskra og kanadiskra vísindamanna benda til þess að hvalaskoðunarbátar trufli svo hvalina, að lífi þeirra geti stafað hætta af. Bátarnir trufli hvalina við fæðuöflun og hreki þá jafnvel frá góðum matar- og hvíldarsvæðum.

Enn ein fjöldagröfin í Bosníu

Enn ein fjöldagröfin er fundin í Bosníu og er talið að hún sé frá fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Samtals fundust jarðneskar leifar 156 fórnarlamba. Þar af voru níutíu heil lík og svo líkamshlutar af sextíu og sex mönnum.

Le Pen vinsælli en nokkru sinni

Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le er nú vinsælli en nokkrusinni, í Frakklandi, og gerir sér góðar vonir um að fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem haldnar verða eftir sex mánuði.

„Herra Pútín, þú myrtir mig“

Alexander Litvinenko, fyrrverandi KGB-njósnarinn sem lést í Lundúnum í gærkvöldi, sakar Vladímír Pútín um að hafa myrt sig í yfirlýsingu sem hann skrifaði fyrir lát sitt.

"Föstudagurinn svarti" að renna upp

Bandarískir neytendur búa sig nú undir "Föstudaginn svarta" en sá dagur, dagurinn eftir að Þakkagjörðarhátíðinni lýkur þar ytra, er upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum. Á þeim degi í fyrra streymdu tvær milljónir bandaríkjamanna í verslunarleiðangur og þá bara í Wal-Mart. Og það aðeins á fyrsta klukkutímanum sem opið var.

Litvinenko látinn

Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var eitrað fyrir í upphafi mánaðarins, er látinn. Frá þessu skýrði sjúkrahúsið sem hann dvaldist á nú rétt í þessu.

Fjölskylda falsar tvo milljarða

Níu peningafalsarar voru í dag dæmdir í samtals 41 árs fangelsi fyrir að hafa ætlað að koma 14 milljónum punda, eða um tveimur milljörðum íslenskra króna, í umferð í Bretlandi. Breskir lögreglumenn segja að þetta sé stærsta peningafölsunarmál í sögu landsins og að hægt sé að rekja tvo þriðju af öllum fölsuðum seðlum sem lögreglan hefur lagt hald á á árinu til þeirra.

Blaine laus úr enn annarri prísundinni

Töframaðurinn David Blaine losaði sig úr snúðnum sem hann hékk í yfir Times-torgi í New York á fáeinum mínútum. Alls hafði hann hangið í snúðnum í tvo daga og snerist þar í allar áttar, óvarinn fyrir veðri og vindum. Aðspurður sagði hann að þetta hefði verið merkilega erfitt.

Hisbollah kemur í veg fyrir mótmæli

Leiðtogi Hisbollah samtakanna, Sayyed Hassan Nasrallah, biðlaði til stuðningsmanna samtakanna að hætta mótmælum sínum í Beirút í kvöld. Hann kom fram í símaviðtali á sjónvarpsstöð Hisbollah og hvatti fólk til þess að hverfa til síns heima þar sem þeir vildu engan á götum úti.

Palestínumenn bjóða frið

Herskáir hópar Palestínumanna hafa gert Ísraelum friðartillögu. Ætla þeir sér að hætta öllum eldflaugaárásum á Ísrael gegn því að Ísraelar muni hætta öllum hernaðaraðgerðum á Gaza svæðinu og Vesturbakkanum svokallaða. Þessu skýrði talsmaður hópanna frá í dag.

Heilsu Litvinenkos hrakar enn

Alexander Litvinenko, hinn fyrrum rússneski njósnari sem var eitrað fyrir í London fyrir þremur vikum síðan, er alvarlega veikur eftir að ástand hans versnaði til muna. Læknar hafa nú útilokað að honum hafi verið byrlað þallíum eða álíku efni. Hann fékk hjartaáfall síðastliðna nótt og er nú haldið sofandi en þrátt fyrir það er ekki talið að miklar skemmdir hafi orðið á hjarta hans.

Með golfkylfur í geimnum

Rússneski geimfarinn Mikhail Tyurin sló í nótt lengsta golfhögg sögunnar. Það er reyndar svo langt að kúlan er enn á flugi.

Mannskæðasta árásin hingað til

Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn.

Afríkuríki verða að verja sig gegn fuglaflensu

Leiðtogar Alþjóðaheilbrigðissamtakanna sögðu í dag að ríki í Afríku þyrftu að fjárfesta mikið og fljótt í forvörnum gegn fuglaflensunni. Sögðu þeir að ríkin hefðu hreinlega ekki efni á því að leiða hættuna hjá sér öllu lengur. Þetta kom fram í ræðu þeirra á ráðstefnu um heilsuþjónustu í Afríku en hún fer fram í Suður-Afríku.

Pútin ver bann við kjötinnflutningi

Vladimir Pútin, Rússlandsforseti, hefur varið þá ákvörðun Rússa að banna allan innflutning á kjöti frá Póllandi. Bannið hefur staðið í nærri ár og eru Pólverjar hreint ekki sáttir við það. Hafa þeir meðal annars komið í veg fyrir viðræður milli Evrópusambandsins og Rússa um nýjan samstarfssamning.

Michael Shields snýr aftur til Bretlands

Tvítugur Breti, Michael Shields, sem dæmdur var fyrir morðtilraun í Búlgaríu í fyrra snýr í dag til síns heima. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en Shields var staddur í fríi í Varna í Búlgaríu í maí í fyrra og fylgdist með uppáhaldsliði sínu, Liverpool, tryggja sér Meistaradeildartitilinn í knattspyrnu.

Fangelsi fyrir hatursraus

Breskur maður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hrækja framan í múslimakonu, og svívirða trú hennar með því að líkja henni við hryðjuverk.

Rúmlega 140 fórust í árásinni

Tala látinna í sprengjuárásunum í Bagdad í dag er komin upp í rúmlega 140. Á þriðja hundrað eru særðir, sumir lífshættulega. Þetta er eitthvert mesta blóðbað sem orðið hefur í svona árásum í Íraksstríðinu frá upphafi.

Eltast við þjóðarmorðingja í Rúanda

Franskur dómari hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur níu embættismönnum í Rúanda sem eru grunaðir um að hafa skipulagt morðið á forseta landsins árið 1994. Dauði forsetans var kveikjan að þjóðarmorðinu sem framið var í landinu.

Dularfulla löggan

Þýsku lögregluþjónarnir héldu að þá væri að dreyma, þegar vel merktur amerískur lögreglubíll renndi fram úr þeim á hraðbrautinni. Við stýrið sat amerískur lögregluþjónn, með kaskeyti og Smith&Wesson skammbyssu.

Orkumál í myrkri

Það varð nokkur þögn þegar ljósin slokknuðu í Brussel, á enn einum ráðherrafundi Evrópusambandsins, í dag. Eftir nokkurt þóf var ákveðið að halda fundinum áfram, við kertaljós.

Sjá næstu 50 fréttir