Fleiri fréttir Dan Rather hættir Dan Rather, einhver þekktasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna og aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, mun láta af þeim starfa 9. mars næstkomandi, tuttugu og fjórum árum eftir að hann tók við starfanum af Walter Cronkite. Frá þessu var greint í gær. 24.11.2004 00:01 Ofbeldisfyllri og feitari börn Tölvuleikir valda því að bandarísk börn eru ofbeldisfyllri, feitari og bera minni virðingu fyrir öðrum en ella, samkvæmt niðurstöður nýrrar rannsóknar National Institute on Media and the Family þar vestra. Þar segir meðal annars að í tölvuleikjum kynnist börn kynlífi og ofbeldi án þess að þau séu fær um að átta sig á því hvað þar er á ferð. 24.11.2004 00:01 Dómurinn var dómsmorð Arne Haugestad, verjandi norska stjórnarerindrekans Arne Treholt sem árið 1985 var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna, segir að dómurinn hafi verið dómsmorð. Hann hefur ekki tjáð sig um málið fyrr en nú að búið er að létta trúnaði af málsskjölunum. 24.11.2004 00:01 HIV-smituðum fjölgar nokkuð Tæplega fjörutíu milljónir manna eru smitaðar af HIV-veirunni samkvæmt nýrri ársskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í morgun en alþjóðlegi alnæmisdagurinn er 1. desember næstkomandi. Smituðum hefur fjölgað nokkuð því fyrir tveimur árum var fjöldi HIV-smitaðra í heiminum tæplega 37 milljónir. 24.11.2004 00:01 Óttast ofbeldi í Úkraínu Javier Solana, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambansins, óttast að ofbeldi brjótist út í Úkraínu þar sem stór hluti almennings neitar að sætta sig við opinberar niðurstöður forsetakosninganna á sunnudaginn var. ÖSE, Öryggis- og samvinnustofun Evrópu, hefur lýst því yfir að svo virðist sem svik hafi verið í tafli við framkvæmd kosninganna. 24.11.2004 00:01 Ætluðu að brenna kaupmanninn inni Gerð var tilraun til að myrða kaupmann af asískum uppruna í verslun hans í Túnsbergi í Noregi í gærkvöldi. Árásarmennirnir, sem voru þrír, bundu kaupmanninn á höndum og fótum og kveiktu svo í versluninni en vegfarandi sá eldinn í tæka tíð og kallaði á björgunarlið sem náði kaupmanninum lifandi út. 24.11.2004 00:01 Spengjuárás í Afganistan Að minnsta kosti tveir bandarískir hermenn létust og einn særðist í sprengjuárás í Afganistan nú síðdegis. Árásin átti sér stað í Uruzgan-héraði í miðhluta landsins þar sem hermennirnir voru í eftirlitsför. 24.11.2004 00:01 Atkvæðagreiðslan verði endurtekin Annar forsetaframbjóðendanna í Úkraínu, Viktor Yushchenko, segist samþykkur því að atkvæðagreiðsla fari fram að nýju í forsetakosningunum þar í landi gegn því að utanaðkomandi aðili hafi eftirlit með framkvæmd hennar. 24.11.2004 00:01 Rússi dæmdur fyrir njósnir Rússneskur vísindamaður sem sakaður var um njósnir fyrir Kínverja var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Síberíu í dag. Hinn dæmdi, Valentin Danilov að nafni, var sakaður um að hafa selt kínverskum yfirvöldum viðkvæmar upplýsingar um rússneska herinn og vopn hans. 24.11.2004 00:01 Brauðsneið seld á tvær milljónir Tíu ára gömul ristuð brauðsneið var seld á tæpar tvær milljónir króna á uppboðsvefnum eBay. Það var spilavíti á netinu sem keypti brauðsneiðna á uppboðinu. 24.11.2004 00:01 Chirac til Líbíu Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, fer í opinbera heimsókn til Líbíu í næstu viku. Hann verður fyrsti franski stjórnmálaleiðtoginn til að heimsækja landið í 53 ár. 24.11.2004 00:01 Serbnesk stjórnvöld gagnrýnd Carla Del Ponte, aðalsaksóknari Alþjóðadómstólsins í Haag, gagnrýndi serbnesk stjórnvöld harðlega á fundi með fulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 24.11.2004 00:01 Milljónir deyja vegna reykinga Fimm milljónir manna létust í heiminum árið 2000 vegna reykinga samkvæmt rannsókn fræðimanna í Harvard í Bandaríkjunum og Háskólanum í Queensland í Ástralíu. 24.11.2004 00:01 Rather hættir á fréttastofu CBS Dan Rather mun hætta störfum á fréttastofu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar í mars. Þetta var tilkynnt í fyrradag, ríflega tveimur mánuðum eftir að vinnubrögð hans í fréttaþættinum Sextíu mínútum tvö (60 Minutes II) voru gagnrýnd harðlega. 24.11.2004 00:01 Fá að fylgjast með kosningunum Stjórnvöld í Ísrael ætla að heimila alþjóðlegum eftirlitsmönnum að fara inn í Palestínu til að fylgjast með forsetakosningunum 9. janúar. 24.11.2004 00:01 Vilja kæra Blair Breskir þingmenn hafa enn á ný sakað Tony Blair forsætisráðherra um að blekkja Breta til að fara í stríð í Írak. Nokkrir þingmenn vilja að hann verði kærður fyrir embættisbrot. 24.11.2004 00:01 Tæpur sigur Þremur vikum eftir forsetakosningarnar var George W. Bush lýstur sigurvegari kosninganna í Nýju Mexíkó. Samkvæmt endanlegum úrslitum sigraði hann með 5.988 atkvæðum. Þar með hlaut hann 49.8 prósent atkvæða. 24.11.2004 00:01 Bjóða friðarviðræður Samkvæmt háttsettum talsmanni Sameinuðu þjóðanna er forseti Sýrlands, Bashar Assad, tilbúinn að hefja friðarviðræður við Ísrael án skilyrða. 24.11.2004 00:01 ESB geri svartan lista Evrópuríkin eiga að safna saman og deila með sér upplýsingum um fyrirtæki sem hafa orðið uppvís að því að beita mútum til að tryggja sér samninga, að mati Peter Eigen, forstjóra alþjóðlegrar stofnunar um gagnsæi í viðskiptum. Þetta kom fram á ráðstefnu í gær um leiðir til að sporna við spillingu. 24.11.2004 00:01 Yanukovych lýstur sigurvegari Yfirkjörstjórn í Úkraínu lýsti því yfir fyrir stundu að sigurvegari forsetakosninganna í landinu sé forsætisráðherrann Viktor Yanukovych. Yanukovych er sagður hafa fengið 49,46% atkvæða en mótframbjóðandi hans, Viktor Yushchenko, 46,61%. 24.11.2004 00:01 Súkkulaði vinnur á hósta Þeir sem þjást af þrálátum hósta yfir vetrartímann ættu að háma í sig súkkulaði því samkvæmt nýrri breskri rannsókn virðist súkkulaði lækna slíka kvilla betur en hefðbundin lyf. Það voru sérfræðingar við Imperial háskólann í Lundúnum sem gerðu rannsóknina en greint er frá niðurstöðum hennar í nýjasta hefti vísindaritsins <em>New Scientist</em>. 24.11.2004 00:01 Bjartsýnn á að friður náist Forsætisráðherra Pakistans, Shaukat Aziz, kveðst bjartsýnn á að friður náist á milli Pakistans og Indlands í kjölfar fundar hans með forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, í dag. 24.11.2004 00:01 Janukovitsj lýstur sigurvegari Mikil spenna ríkir í Úkraínu eftir að yfirkjörstjórn forsetakosninganna staðfesti að Viktor Janukovitsj hefði sigrað. Valdarán segja stuðningsmenn Viktors Júsjenko. Framkvæmdastjóri ESB harmar niðurstöðuna. 24.11.2004 00:01 Borgarastyrjöld gæti brotist út Óttast er að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í Úkraínu vegna ólgunnar sem þar er eftir forsetakosningarnar í landinu. Evrópusambandið telur að kosningasvik hafi verið framin í Úkraínu. 24.11.2004 00:01 Hætta auðgun úrans Íranar hafa gert hlé á auðgun úrans og annarri þróun kjarnorkuvopna samkvæmt tilkynningu sem var útvarpað í Íran í gær. 23.11.2004 00:01 Fjárfestar hrekjast frá Afríku Átök á Fílabeinsströndinni og í Darfur-héraði í Súdan fæla erlenda fjárfesta frá öðrum Afríkuríkjum. Þetta kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Eþíópíu um verslun og viðskipti. Afríka er fátækasta heimsálfan. 23.11.2004 00:01 Kafbátarnir úreltir Yfirmaður danska herflotans harmar það að báðir kafbátar danska hersins skulu úreltir í hagræðingarskyni nú í vikunni. Danska þingið samþykkti í júní síðastliðnum að tvöfalda fjölda danskra hermanna sem geta tekið þátt í alþjóðlegum aðgerðum. 23.11.2004 00:01 Segir Milocevic saklausan Nikolai Ryzhkov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, segir að sprengjuárásir NATO gegn Serbum í Kosovo árið 1999 hafi ekki haft neitt hernaðarlegt gildi, heldur hafi fyrst og fremst verið árás á Serbíu. 23.11.2004 00:01 Heitir stuðningi Bandaríkjanna Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heitir Palestínumönnum stuðningi Bandaríkjanna í forsetakosningunum í janúar á næsta ári. 23.11.2004 00:01 Vannærð börn helmingi fleiri Tæplega helmingi fleiri írösk börn þjást af vannæringu núna en áður en ráðist var inn í landið, þrátt fyrir matardreifingu Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru niðurstöður norskrar rannsóknar sem var unnin í samvinnu við írösku bráðabirgðastjórnina og Þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna. 23.11.2004 00:01 Enn mótmælt í Úkraínu Þúsundir mótmælenda létu kulda ekki á sig fá og héldu áfram mótmælum gegn meintum kosningasvikum og fölskum niðurstöðum í forsetakosningum í Úkraínu í nótt. Á meðal mótmælendanna gengu sögusagnir þess efnis, að öryggissveitir hygðust leggja til atlögu við þá og ryðja þeim burt, en engar fregnir hafa borist af því. 23.11.2004 00:01 Starfsmönnum SÞ sleppt Þremur starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna í Afghanistan, sem rænt var í síðasta mánuði, hefur verið sleppt. Eftir þrjár vikur í haldi mannræningja er fólkið nú á heimleið að lokinni læknisrannsókn. Afgönsk yfirvöld töldu glæpamenn hafa rænt fólkinu og að þeir krefðust lausnargjalds, en ekki er ljóst á þessari stundu hvernig það kom til að fólkinu var sleppt. 23.11.2004 00:01 Vonast eftir friði fyrir árslok Vonir standa til að samkomulag takist um frið í Darfur-héraði í Súdan fyrir lok árs. Utanríkisráðherra Súdans segir það markmiðið. Friðarviðræður standa nú í Abuja í Nígeríu. Flytja varð þrjátíu breska hjálparstarfsmenn á brott í skyndingu í gær, eftir að bardagar brutust út í þorpinu sem þeir störfuðu í. 23.11.2004 00:01 Neyðarfundur í Úkraínu Nú stendur yfir neyðarfundur á úkraínska þinginu, sem boðað var til vegna forsetakosninganna sem fóru fram á sunnudaginn. Talsmaður þingsins sagði að það væri ósiðlegt af þingmönnum að láta eins og allt væri með felldu í landinu og sjálfstæðis þess vegna væri algerlega lífsnauðsynlegt að kryfja framkvæmd kosninganna til mergjar. 23.11.2004 00:01 SÞ rannsaka misnotkun Sameinuðu Þjóðirnar hafa sett af stað rannsókn vegna meintra ásakana á hendur starfsmönnum stofnunarinnar í Kongó. Alls hafa borist yfir 150 ásakanir vegna meintra nauðgana, vændissölu og barnamisnotkun á flóttamönnum í herbúðum Sameinuðu Þjóðanna í Kongó. Sum atvikin hafa verið tekin upp á myndband, eða náðst á ljósmynd. 23.11.2004 00:01 Stóð til að sprengja upp turna Öryggisyfirvöld í Bretlandi segja að staðið hafi til að gera hryðjuverk á Canary-turnana í London, en komið hafi verið í veg fyrir það. Dagblaðið Daily Mail greinir frá því í dag að hryðjuverkamenn tengdir Al-Qaeda samtökunum hafi ætlað sér að granda flugvélum á turnunum þremur með svipuðum hætti og gert var við tvíburaturnana í New York. 23.11.2004 00:01 Aukið hungur kemur ekki á óvart Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrslu um aukna vannæringu íraskra barna ekki koma á óvart. Hann telur ástand í landinu þó betra en áður en ráðist var inn. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir niðurstöðurnar skelfilegar 23.11.2004 00:01 Hundruð þúsunda mótmæla Hundruð þúsunda mótmæla enn kosningasvikum í Úkraínu. Þing landsins kom saman til neyðarfundar í dag til að ræða vandann, og mótmælendurnir óttast aðgerðir öryggissveita. Tugir þúsunda stuðningsmanna stjórnarandstöðuframbjóðandans Viktors Yuschenkos létu frostkalda nóttina ekki stöðva sig og héldu áfram mótmælum á aðaltorginu í Kænugarði. 23.11.2004 00:01 Gera tilraunir með fanga Alþjóðleg og suður-kóresk mannréttindasamtök hafa krafist rannsóknar á því hvort Norður-Kóreumenn noti pólitíska fanga við rannsóknir á efnavopnum. 23.11.2004 00:01 Þjóðverjar efast um úrslit Utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, sagði að efasemdir um úrslit forsetakosninganna í Úkraínu væru alveg réttlætanlegar. 23.11.2004 00:01 Feta sömu braut Nýr leiðtogi PLO, Mahmud Abbas, sagði á þingi Palestínumanna að hann lofaði að feta í fótspor Jassers Arafat. 23.11.2004 00:01 Sleppt heilum á húfi Þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem teknir höfðu verið í gíslingu var sleppt eftir nær fjórar vikur. Innanríkisráðherra Afganistans, Ali Ahmad Jalali, segir að engir samningar hafi verið gerðir til að tryggja öryggi þeirra. 23.11.2004 00:01 Smituðum konum fjölgar Nýjar tölur sýna að nærri helmingur þeirra 37,2 milljóna fullorðinna sem sýktir eru af HIV-veirunni eru konur og hefur þeim fjölgað alls staðar í heiminum. Mest fjölgar konum sýktum af HIV í Austur-Evrópu og Austur- og Mið-Asíu. Á sumum þessum svæðum er hlutfall sýktra orðið hærra meðal kvenna en karla. 23.11.2004 00:01 Ekki staðið við loforð Háttsettur aðstoðarmaður klerksins Muqtada al-Sadr, sakar írösk stjórnvöld um að ganga gegn samningi sem gerður var í ágúst til að ljúka bardögum í Najaf. 23.11.2004 00:01 Mótmæli standa enn Rúmlega 100.000 manns umkringdu þinghúsið í Kænugarði í gær með appelsínugula fána, til að mótmæla kosningasvikum í forsetakosningunum í Úkraínu . Kallað var til neyðarfundar á úkraínska þinginu til að ræða ósk Viktors Yuchenkos um að lýsa yfir vantrausti á kjörstjórnina og að falla frá opinberum úrslitum. 23.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dan Rather hættir Dan Rather, einhver þekktasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna og aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, mun láta af þeim starfa 9. mars næstkomandi, tuttugu og fjórum árum eftir að hann tók við starfanum af Walter Cronkite. Frá þessu var greint í gær. 24.11.2004 00:01
Ofbeldisfyllri og feitari börn Tölvuleikir valda því að bandarísk börn eru ofbeldisfyllri, feitari og bera minni virðingu fyrir öðrum en ella, samkvæmt niðurstöður nýrrar rannsóknar National Institute on Media and the Family þar vestra. Þar segir meðal annars að í tölvuleikjum kynnist börn kynlífi og ofbeldi án þess að þau séu fær um að átta sig á því hvað þar er á ferð. 24.11.2004 00:01
Dómurinn var dómsmorð Arne Haugestad, verjandi norska stjórnarerindrekans Arne Treholt sem árið 1985 var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna, segir að dómurinn hafi verið dómsmorð. Hann hefur ekki tjáð sig um málið fyrr en nú að búið er að létta trúnaði af málsskjölunum. 24.11.2004 00:01
HIV-smituðum fjölgar nokkuð Tæplega fjörutíu milljónir manna eru smitaðar af HIV-veirunni samkvæmt nýrri ársskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í morgun en alþjóðlegi alnæmisdagurinn er 1. desember næstkomandi. Smituðum hefur fjölgað nokkuð því fyrir tveimur árum var fjöldi HIV-smitaðra í heiminum tæplega 37 milljónir. 24.11.2004 00:01
Óttast ofbeldi í Úkraínu Javier Solana, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambansins, óttast að ofbeldi brjótist út í Úkraínu þar sem stór hluti almennings neitar að sætta sig við opinberar niðurstöður forsetakosninganna á sunnudaginn var. ÖSE, Öryggis- og samvinnustofun Evrópu, hefur lýst því yfir að svo virðist sem svik hafi verið í tafli við framkvæmd kosninganna. 24.11.2004 00:01
Ætluðu að brenna kaupmanninn inni Gerð var tilraun til að myrða kaupmann af asískum uppruna í verslun hans í Túnsbergi í Noregi í gærkvöldi. Árásarmennirnir, sem voru þrír, bundu kaupmanninn á höndum og fótum og kveiktu svo í versluninni en vegfarandi sá eldinn í tæka tíð og kallaði á björgunarlið sem náði kaupmanninum lifandi út. 24.11.2004 00:01
Spengjuárás í Afganistan Að minnsta kosti tveir bandarískir hermenn létust og einn særðist í sprengjuárás í Afganistan nú síðdegis. Árásin átti sér stað í Uruzgan-héraði í miðhluta landsins þar sem hermennirnir voru í eftirlitsför. 24.11.2004 00:01
Atkvæðagreiðslan verði endurtekin Annar forsetaframbjóðendanna í Úkraínu, Viktor Yushchenko, segist samþykkur því að atkvæðagreiðsla fari fram að nýju í forsetakosningunum þar í landi gegn því að utanaðkomandi aðili hafi eftirlit með framkvæmd hennar. 24.11.2004 00:01
Rússi dæmdur fyrir njósnir Rússneskur vísindamaður sem sakaður var um njósnir fyrir Kínverja var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Síberíu í dag. Hinn dæmdi, Valentin Danilov að nafni, var sakaður um að hafa selt kínverskum yfirvöldum viðkvæmar upplýsingar um rússneska herinn og vopn hans. 24.11.2004 00:01
Brauðsneið seld á tvær milljónir Tíu ára gömul ristuð brauðsneið var seld á tæpar tvær milljónir króna á uppboðsvefnum eBay. Það var spilavíti á netinu sem keypti brauðsneiðna á uppboðinu. 24.11.2004 00:01
Chirac til Líbíu Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, fer í opinbera heimsókn til Líbíu í næstu viku. Hann verður fyrsti franski stjórnmálaleiðtoginn til að heimsækja landið í 53 ár. 24.11.2004 00:01
Serbnesk stjórnvöld gagnrýnd Carla Del Ponte, aðalsaksóknari Alþjóðadómstólsins í Haag, gagnrýndi serbnesk stjórnvöld harðlega á fundi með fulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 24.11.2004 00:01
Milljónir deyja vegna reykinga Fimm milljónir manna létust í heiminum árið 2000 vegna reykinga samkvæmt rannsókn fræðimanna í Harvard í Bandaríkjunum og Háskólanum í Queensland í Ástralíu. 24.11.2004 00:01
Rather hættir á fréttastofu CBS Dan Rather mun hætta störfum á fréttastofu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar í mars. Þetta var tilkynnt í fyrradag, ríflega tveimur mánuðum eftir að vinnubrögð hans í fréttaþættinum Sextíu mínútum tvö (60 Minutes II) voru gagnrýnd harðlega. 24.11.2004 00:01
Fá að fylgjast með kosningunum Stjórnvöld í Ísrael ætla að heimila alþjóðlegum eftirlitsmönnum að fara inn í Palestínu til að fylgjast með forsetakosningunum 9. janúar. 24.11.2004 00:01
Vilja kæra Blair Breskir þingmenn hafa enn á ný sakað Tony Blair forsætisráðherra um að blekkja Breta til að fara í stríð í Írak. Nokkrir þingmenn vilja að hann verði kærður fyrir embættisbrot. 24.11.2004 00:01
Tæpur sigur Þremur vikum eftir forsetakosningarnar var George W. Bush lýstur sigurvegari kosninganna í Nýju Mexíkó. Samkvæmt endanlegum úrslitum sigraði hann með 5.988 atkvæðum. Þar með hlaut hann 49.8 prósent atkvæða. 24.11.2004 00:01
Bjóða friðarviðræður Samkvæmt háttsettum talsmanni Sameinuðu þjóðanna er forseti Sýrlands, Bashar Assad, tilbúinn að hefja friðarviðræður við Ísrael án skilyrða. 24.11.2004 00:01
ESB geri svartan lista Evrópuríkin eiga að safna saman og deila með sér upplýsingum um fyrirtæki sem hafa orðið uppvís að því að beita mútum til að tryggja sér samninga, að mati Peter Eigen, forstjóra alþjóðlegrar stofnunar um gagnsæi í viðskiptum. Þetta kom fram á ráðstefnu í gær um leiðir til að sporna við spillingu. 24.11.2004 00:01
Yanukovych lýstur sigurvegari Yfirkjörstjórn í Úkraínu lýsti því yfir fyrir stundu að sigurvegari forsetakosninganna í landinu sé forsætisráðherrann Viktor Yanukovych. Yanukovych er sagður hafa fengið 49,46% atkvæða en mótframbjóðandi hans, Viktor Yushchenko, 46,61%. 24.11.2004 00:01
Súkkulaði vinnur á hósta Þeir sem þjást af þrálátum hósta yfir vetrartímann ættu að háma í sig súkkulaði því samkvæmt nýrri breskri rannsókn virðist súkkulaði lækna slíka kvilla betur en hefðbundin lyf. Það voru sérfræðingar við Imperial háskólann í Lundúnum sem gerðu rannsóknina en greint er frá niðurstöðum hennar í nýjasta hefti vísindaritsins <em>New Scientist</em>. 24.11.2004 00:01
Bjartsýnn á að friður náist Forsætisráðherra Pakistans, Shaukat Aziz, kveðst bjartsýnn á að friður náist á milli Pakistans og Indlands í kjölfar fundar hans með forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, í dag. 24.11.2004 00:01
Janukovitsj lýstur sigurvegari Mikil spenna ríkir í Úkraínu eftir að yfirkjörstjórn forsetakosninganna staðfesti að Viktor Janukovitsj hefði sigrað. Valdarán segja stuðningsmenn Viktors Júsjenko. Framkvæmdastjóri ESB harmar niðurstöðuna. 24.11.2004 00:01
Borgarastyrjöld gæti brotist út Óttast er að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í Úkraínu vegna ólgunnar sem þar er eftir forsetakosningarnar í landinu. Evrópusambandið telur að kosningasvik hafi verið framin í Úkraínu. 24.11.2004 00:01
Hætta auðgun úrans Íranar hafa gert hlé á auðgun úrans og annarri þróun kjarnorkuvopna samkvæmt tilkynningu sem var útvarpað í Íran í gær. 23.11.2004 00:01
Fjárfestar hrekjast frá Afríku Átök á Fílabeinsströndinni og í Darfur-héraði í Súdan fæla erlenda fjárfesta frá öðrum Afríkuríkjum. Þetta kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Eþíópíu um verslun og viðskipti. Afríka er fátækasta heimsálfan. 23.11.2004 00:01
Kafbátarnir úreltir Yfirmaður danska herflotans harmar það að báðir kafbátar danska hersins skulu úreltir í hagræðingarskyni nú í vikunni. Danska þingið samþykkti í júní síðastliðnum að tvöfalda fjölda danskra hermanna sem geta tekið þátt í alþjóðlegum aðgerðum. 23.11.2004 00:01
Segir Milocevic saklausan Nikolai Ryzhkov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, segir að sprengjuárásir NATO gegn Serbum í Kosovo árið 1999 hafi ekki haft neitt hernaðarlegt gildi, heldur hafi fyrst og fremst verið árás á Serbíu. 23.11.2004 00:01
Heitir stuðningi Bandaríkjanna Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heitir Palestínumönnum stuðningi Bandaríkjanna í forsetakosningunum í janúar á næsta ári. 23.11.2004 00:01
Vannærð börn helmingi fleiri Tæplega helmingi fleiri írösk börn þjást af vannæringu núna en áður en ráðist var inn í landið, þrátt fyrir matardreifingu Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru niðurstöður norskrar rannsóknar sem var unnin í samvinnu við írösku bráðabirgðastjórnina og Þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna. 23.11.2004 00:01
Enn mótmælt í Úkraínu Þúsundir mótmælenda létu kulda ekki á sig fá og héldu áfram mótmælum gegn meintum kosningasvikum og fölskum niðurstöðum í forsetakosningum í Úkraínu í nótt. Á meðal mótmælendanna gengu sögusagnir þess efnis, að öryggissveitir hygðust leggja til atlögu við þá og ryðja þeim burt, en engar fregnir hafa borist af því. 23.11.2004 00:01
Starfsmönnum SÞ sleppt Þremur starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna í Afghanistan, sem rænt var í síðasta mánuði, hefur verið sleppt. Eftir þrjár vikur í haldi mannræningja er fólkið nú á heimleið að lokinni læknisrannsókn. Afgönsk yfirvöld töldu glæpamenn hafa rænt fólkinu og að þeir krefðust lausnargjalds, en ekki er ljóst á þessari stundu hvernig það kom til að fólkinu var sleppt. 23.11.2004 00:01
Vonast eftir friði fyrir árslok Vonir standa til að samkomulag takist um frið í Darfur-héraði í Súdan fyrir lok árs. Utanríkisráðherra Súdans segir það markmiðið. Friðarviðræður standa nú í Abuja í Nígeríu. Flytja varð þrjátíu breska hjálparstarfsmenn á brott í skyndingu í gær, eftir að bardagar brutust út í þorpinu sem þeir störfuðu í. 23.11.2004 00:01
Neyðarfundur í Úkraínu Nú stendur yfir neyðarfundur á úkraínska þinginu, sem boðað var til vegna forsetakosninganna sem fóru fram á sunnudaginn. Talsmaður þingsins sagði að það væri ósiðlegt af þingmönnum að láta eins og allt væri með felldu í landinu og sjálfstæðis þess vegna væri algerlega lífsnauðsynlegt að kryfja framkvæmd kosninganna til mergjar. 23.11.2004 00:01
SÞ rannsaka misnotkun Sameinuðu Þjóðirnar hafa sett af stað rannsókn vegna meintra ásakana á hendur starfsmönnum stofnunarinnar í Kongó. Alls hafa borist yfir 150 ásakanir vegna meintra nauðgana, vændissölu og barnamisnotkun á flóttamönnum í herbúðum Sameinuðu Þjóðanna í Kongó. Sum atvikin hafa verið tekin upp á myndband, eða náðst á ljósmynd. 23.11.2004 00:01
Stóð til að sprengja upp turna Öryggisyfirvöld í Bretlandi segja að staðið hafi til að gera hryðjuverk á Canary-turnana í London, en komið hafi verið í veg fyrir það. Dagblaðið Daily Mail greinir frá því í dag að hryðjuverkamenn tengdir Al-Qaeda samtökunum hafi ætlað sér að granda flugvélum á turnunum þremur með svipuðum hætti og gert var við tvíburaturnana í New York. 23.11.2004 00:01
Aukið hungur kemur ekki á óvart Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrslu um aukna vannæringu íraskra barna ekki koma á óvart. Hann telur ástand í landinu þó betra en áður en ráðist var inn. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir niðurstöðurnar skelfilegar 23.11.2004 00:01
Hundruð þúsunda mótmæla Hundruð þúsunda mótmæla enn kosningasvikum í Úkraínu. Þing landsins kom saman til neyðarfundar í dag til að ræða vandann, og mótmælendurnir óttast aðgerðir öryggissveita. Tugir þúsunda stuðningsmanna stjórnarandstöðuframbjóðandans Viktors Yuschenkos létu frostkalda nóttina ekki stöðva sig og héldu áfram mótmælum á aðaltorginu í Kænugarði. 23.11.2004 00:01
Gera tilraunir með fanga Alþjóðleg og suður-kóresk mannréttindasamtök hafa krafist rannsóknar á því hvort Norður-Kóreumenn noti pólitíska fanga við rannsóknir á efnavopnum. 23.11.2004 00:01
Þjóðverjar efast um úrslit Utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, sagði að efasemdir um úrslit forsetakosninganna í Úkraínu væru alveg réttlætanlegar. 23.11.2004 00:01
Feta sömu braut Nýr leiðtogi PLO, Mahmud Abbas, sagði á þingi Palestínumanna að hann lofaði að feta í fótspor Jassers Arafat. 23.11.2004 00:01
Sleppt heilum á húfi Þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem teknir höfðu verið í gíslingu var sleppt eftir nær fjórar vikur. Innanríkisráðherra Afganistans, Ali Ahmad Jalali, segir að engir samningar hafi verið gerðir til að tryggja öryggi þeirra. 23.11.2004 00:01
Smituðum konum fjölgar Nýjar tölur sýna að nærri helmingur þeirra 37,2 milljóna fullorðinna sem sýktir eru af HIV-veirunni eru konur og hefur þeim fjölgað alls staðar í heiminum. Mest fjölgar konum sýktum af HIV í Austur-Evrópu og Austur- og Mið-Asíu. Á sumum þessum svæðum er hlutfall sýktra orðið hærra meðal kvenna en karla. 23.11.2004 00:01
Ekki staðið við loforð Háttsettur aðstoðarmaður klerksins Muqtada al-Sadr, sakar írösk stjórnvöld um að ganga gegn samningi sem gerður var í ágúst til að ljúka bardögum í Najaf. 23.11.2004 00:01
Mótmæli standa enn Rúmlega 100.000 manns umkringdu þinghúsið í Kænugarði í gær með appelsínugula fána, til að mótmæla kosningasvikum í forsetakosningunum í Úkraínu . Kallað var til neyðarfundar á úkraínska þinginu til að ræða ósk Viktors Yuchenkos um að lýsa yfir vantrausti á kjörstjórnina og að falla frá opinberum úrslitum. 23.11.2004 00:01