Fleiri fréttir

Rauðvínið var amfetamínbasi

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið.

Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni

Landspítali kannast ekki við tilfelli barns sem sagt er þarfnast móðurmjólkar í Facebook-hópum mæðra. Mjólkin er nú vinsæll orkudrykkur.

Miðflokkur bætir við sig

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23,6% fylgi ef kosið yrði til Alþingis nú. Þetta kemur fram í könnun MMR.

Lágtekjufólk fái meiri lækkun

Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur því að launafólk með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði fái meiri skattalækkun en aðrir.

Útvarpssendarnir eru ekki hættulegir fólki

Eðlisfræðifélagið hafnar vangaveltum Vigdísar Hauksdóttur um hættu af geislum frá mastri á Úlfarsfelli. Aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins segir hættuna ekki vísindalega staðfesta. „Það er enginn óskeikull,“ svarar Vigdís.

Verulega dregið í land um málskot í Landsréttarmálinu

Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra drógu heldur í land í yfirlýsingum sínum um fyrirhugað málskot dóms Mannréttindadómstóls Evrópu til efri deildar dómsins í umræðum um málið á Alþingi í gær.

Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær

Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl.

Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála

Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu.

Tíminn verði að leiða í ljós hvað verði um dómarana fjóra

Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni.

Drengirnir komnir í leitirnar

Tveir níu ára drengir frá Grindavík, sem Lögreglan á Suðurnesjum leitaði að, eru komnir í leitirnar.

Drengirnir í Grindavík fundnir

Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að tveimur níu ára drengjum sem höfðu ekki skilað sér heim eftir skóla í dag.

Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð

Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits.

Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum

Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram.

Engin ný mislingatilfelli

Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi og er því heildarfjöldi smita enn fimm staðfest smit og eitt vafatilfelli.

Miðflokksins að öðlast traust kjósenda á ný

Þingmaður Miðflokksins telur flokksmenn sína eiga enn eftir að endurvinna traustið sem tapaðist í Klaustursmálinu. Þeir hafi mátt þola opinbera smánun en séu staðráðnir í því að vinna með öðrum stjórnmálaflokkum í baráttunni gegn kynferðislegri áreitni.

Verkefnið ekki óyfirstíganlegt

VR vill leita allra leiða til að forðast verkföll. Deilan við Samtök atvinnulífsins (SA) sé vel leysanleg en boltinn sé sem stendur hjá viðsemjendum þeirra.

Bein útsending: Stjórnmálin og #MeToo

Íslenskir stjórnmálaflokkar efna til opins morgunverðarfundar á Grand Hótel þar sem rætt verður um kynbundið ofbeldi og verður Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, sérstakur gestur fundarins.

Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli

Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“.

Sjá næstu 50 fréttir