Fleiri fréttir

Bretar senda orrustuþotur til landsins

Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008.

Gríðarleg aukning í umsóknum um nám í háskólum landsins

Mikil fjölgun varð milli ára á umsóknum um nám í háskólunum. Þetta skýrist aðallega af breytingum á fyrirkomulagi stúdentsprófa þar sem flestir framhaldsskólar útskrifa tvöfalda árganga í vor. Háskólarektor segir sérstakt ánægjuefni að umsóknum um grunnnám í leikskólakennarafræði fjölgi um 60 prósent.

Haustlegt veður um helgina

Þó að áfram verði hlýtt á Norðausturlandi mega aðrir landshlutar búast við rigningu og að vindur aukist um helgina ef marka má spákort Veðurstofunnar.

Hræðilegur fnykur frá Fosshóteli

Vegfarendur, íbúar og starfsmenn í nærliggjandi fyrirtækjum við Fosshótel í Reykjavík kvörtuðu undan gríðarlegum óþef frá dælubíl sem vann þar við að pumpa einhverju frá hótelinu í gærmorgun.

200 milljón króna bréf til sýnis í Garðabænum

Hið svokallaða Biblíubréf frá árinu 1876 verður til sýnis á NORDIA 2018 safnarasýningunni sem stendur yfir 8. til 10. júní, en bréfið er metið á 200 milljónir króna. Öflug öryggisgæsla verður á svæðinu allan sólarhringinn yfir helgina.

Hóta að stöðva skráningar í Mentor

Persónuvernd gefur fimm grunnskólum frest til 15. ágúst til að bregðast við þriggja ára gömlu áliti stofnunarinnar um skráningu persónuupplýsinga í Mentor, að öðrum kosti geti komið til þess að skráning persónuupplýsinga í kerfið verði stöðvuð.

Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok

Eftir sleitulausar samningaviðræður stjórnar og stjórnarandstöðu síðustu daga virðist sátt vera að nást um þinglok. Frumvarp um Íslandsstofu var hvað erfiðast að semja um.

Fjöldi fólks safnar fyrir Ægi

Fjöldi fólks hefur hafið söfnun fyrir lyfi handa Ægi Þór, sem getur hægt og mildað hrörnunarsjúkdóm sem hann er með.

Ljúfasti hestur í heimi með nýtt heimsmet

Stóðhesturinn Þráinn, sex vetra frá Flagbjarnarholti í Holta og Landsveit gerið það heldur betur gott í gærkvöldi þegar hann setti heimsmet í kynbótadómi í Hólum í Hjaltadal því hann fékk 9,11 í meðaleinkunn fyrir hæfileika og 8,95 í aðaleinkunn.

Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins

Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag.

Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu

Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum.

Víkur úr sal meðan brotaþoli gefur skýrslu

Landsréttur hefur úrskurðað að maður sem ákærður er í kynferðisbrotamáli gegn 14 ára stúlku þurfi að víkja úr þingsal á meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að sömu niðurstöðu.

Óheimilt að synja fyrrverandi fanga um aðstoð

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar.

Mikil ólga innan grasrótar VG

Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins.

Dópuð undir stýri á Facebook

Lögreglan á Akureyri hefur ákært konu á fertugsaldri fyrir að hafa verið að skoða Facebook í símanum á meðan hún ók bifreið sinni.

Sjá næstu 50 fréttir