Fleiri fréttir Safna fyrir byggingu skóla í Pakistan Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu ferðast leiðina til Pakistan í dag. Í tilefni 10 ára afmælis skólans er efnt til táknræns hlaups, göngu og/eða hjólreiða nemenda og starfsmanna skólans í fjáröflunarskyni og er markmiðið að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan. 7.9.2006 08:30 Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ. 7.9.2006 08:00 Fleiri karlar njóta fríðinda Næstum þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda sem hluta af launakjörum sem er nokkur aukning frá árinu 2004. 7.9.2006 07:45 Hætt störfum hjá flokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en því starfi hefur hún gegnt síðustu sjö ár. 7.9.2006 07:45 Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa Matarverðið lækkar ekki nema Íslendingar afnemi tolla og vörugjöld og lækki virðisaukaskatt. Innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar á íslenskan markað myndi lækka vöruverðið, að mati framkvæmdastjóra sænska SVÞ. 7.9.2006 07:45 Slæmri stöðu Strætó leynt Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum stjórnarformann Strætó bs., borgarfulltrúa R-listans, hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins fram yfir kosningar. Fyrrum stjórnarformaður segir þetta dylgjur og að málið hafi ekki verið 7.9.2006 07:45 Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu Byggingamarkaðurinn stjórnast af vertíðarhugsun erlendra starfsmanna. Íslenskir iðnaðarmenn eru þreyttir á því að vinna myrkranna á milli og komast ekki burt, eins og erlendu starfsmennirnir. Félagsleg tengsl vantar á vinnustaði. 7.9.2006 07:30 Ákærðir fyrir tugi lögbrota Þrír piltar hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt í janúar. Einn piltanna er ákærður fyrir meira en tuttugu önnur afbrot, sem flest voru framin í sumar. 7.9.2006 07:30 Stóriðjustefna eða ekki? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu. 6.9.2006 23:00 Bónus ódýrasta lágvöruverslunin samkvæmt könnun ASÍ Bónus er ódýrasta lágvöruverðsverslunin, samkvæmt verðkönnun ASÍ, en ef lækka ætti matvöruverð enn frekar þyrfti að vinna bug á innflutningshöftum og fákeppni. Þetta segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. 6.9.2006 20:19 Eyða um efni fram sem aldrei fyrr Íslendingar eyða nú um efni fram - og fjárfesta - sem aldrei fyrr. Viðskiptahallinn tvöfaldaðist á fyrri helmingi ársins miðað við árið í fyrra og var hvorki meira né minna en 124 milljarðar króna. 6.9.2006 20:08 Danir númeri of stórir Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu. 6.9.2006 20:03 Nafnaskipti fyrirtækja Rótgróin íslensk fyrirtæki sem hasla sér völl á erlendum markaði þurfa í síauknum mæli að leggja gamla nafninu og búa til nýtt. Flest nöfn sem finna má í orðabókum eru frátekin. 6.9.2006 18:45 Háspennubilun veldur rafmagnsleysi Háspennubilun varð rétt fyrir klukkan sex í dag og er stór hluti Mosfellsbæjar og Barðastaðir í Grafarvogi rafmagnslaus. Verið er að leita að orsök bilunarinnar og ekki liggur fyrir hvenær rafmagn kemst aftur á. 6.9.2006 18:25 Þriggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september vegna gruns um að hann hafi stungið 25 ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags. 6.9.2006 16:39 Vilja athugun á jarðgöngum um Tröllaskaga Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa skorað á þingmenn og ríkisvaldið að gera ítarlega hagkvæmnathugun á því að grafa jarðgöng í gegnum Tröllaskaga milli Hjaltadals og Eyjafjarðar. 6.9.2006 16:02 Erlendir miðlar sýna afmæli leiðtogafundar áhuga Von er á stórum hópi erlendra fjölmiðlamanna til landsins í næsta mánuði vegna 20 ára afmælis leiðtogafundar Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatstjovs hér á landi. 6.9.2006 15:45 16 mánaða dómur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku Tuttugu og þriggja ára Íslendingur var í dag dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Burnley fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára gamalli enskri stúlku fyrr á árinu. Líklegt er að hann afpláni aðeins átta mánuði af dómnum en hann hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í sjö mánuði sem dregst frá dómi. 6.9.2006 15:30 Veiða án rannsókna og án stjórnar Íslendingar eru í fyrsta skipti að halda á karfaveiðar á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldarsmugunni. Sérfræðingar hjá Hafró segja stórhættulegt að verið sé að veiða úr stofni sem ekkert sé vitað um, án þess að veiðunum sé stjórnað. 6.9.2006 15:30 Tónlistarhús kynnt á Feneyja-tvíæringnum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem reisa á við hafnarbakkann í Reykjavík verður kynnt á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn í ár. Sýningin verður haldin dagana 10. september til 19. nóvember og fjallar hún um lykilþætti sem snúa að þróun stórra borga um allan heim 6.9.2006 15:15 Farþegum um FLE fjölgar um 10 prósent í ágúst Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 10 prósent í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, úr tæpum 245 þúsund farþegum árið 2005 í rúmlega 269 þúsund farþega nú. 6.9.2006 15:08 Dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum Náttúrufræðistofnun leggur til að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna óvæntra atburða sem orðið hafa í rjúpnastofninum. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að talningar sýni að stofninn sé á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og viðkoman er lélega annað árið í röð. 6.9.2006 14:29 Íbúum fækkar um 2% á Vestfjörðum Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 150 eða um 2% á tímabilinu 1. júlí 2005 til 1. júlí 2006, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að íbúar Vestfjarða séu nú rúmlega 7.500 talsins. Fólksfækkun var eilítið minni í hitteðfyrra eða um 1,8%. Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæplega 1.300 síðan árið 1997, eða um 14,5%. 6.9.2006 14:25 Hátt á 20 strætisvagnar ekki í notkun Hátt á tuttugu strætisvagnar Strætó bs. standa óhreyfðir þessa dagana vegna niðurfellingu strætóferða á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að vagnarnir muni með tíð og tíma leysa þá eldri af. 6.9.2006 14:00 ISPCAN verðlaunar Barnahús Alþjóðlegu barnaverndarsamtökin ISPCAN veittu í dag Barnahúsi verðlaun fyrir starf í þágu barna á heimsráðstefnu samtakanna í New York. Samkvæmt tilkynningu frá Barnahúsi er stofnuni verðlaunuð fyrir þáttaskil á meðferð kynferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. 6.9.2006 13:45 Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. 6.9.2006 13:30 Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. 6.9.2006 13:15 Íbúar í Árbænum ósáttir við niðurfellingu s5 Íbúar í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti hafa stofnað undirbúningshóp sem mótmælir því harðlega að hraðleið strætó S5 hafi verið felld niður sem og ferðir á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að þar tapi Strætó bs tæplega milljón á dag, þá hafi eitthvað orðið undan að láta. 6.9.2006 12:30 Megum ekki missa ferðamannahagnaðinn úr landi Forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands segir að sífelld fjölgun ferðamanna og aukin ítök stórra erlendra ferðaskrifstofa geti leitt til lækkunar launa í ferðaþjónustu og að skýra stefnumörkun þurfi til þess að hagnaðurinn hverfi ekki úr landi. 6.9.2006 12:22 Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum. 6.9.2006 12:07 Skipulagsbreytingar í Seðlabankanum Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í Seðlabanka Íslands og tóku þær gildi 1. september. Peningamálasvið sem annaðist innlend viðskipti bankans og alþjóðasvið sem annaðist þau erlendu voru sameinuð undir nýtt svið, alþjóða- og markaðssvið sem Sturla Pálsson mun stýra. 6.9.2006 11:45 Reynir að synda yfir Ermarsund á morgun Sjósundkappinn Benedikt Lafleur reynir á morgun að synda yfir Ermarsund en hann hefur undanfarið dvalið í Englandi við æfingar fyrir sundið. Líklegt er að hann leggi af stað frá ströndum Englands um hálfníuleytið í fyrramálið. 6.9.2006 11:36 Stöðug söluaukning á ostum og viðbiti Stöðug söluaukning hefur verið í ostu og viðbiti á landinu það sem af er árinu eftir því sem fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Nemur söluaukningin sex komma einu prósenti í viðbiti en tæpum fimm prósentum í ostum. 6.9.2006 10:41 Allt að 100 prósenta starfsmannavelta í verslunum Svipuð eftirspurn er eftir starfsfólki í verslanir og síðasta haust eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Samtaka verslunar- og þjónustu. Þar segir einnig að algengt sé að starfsmannavelta í dagvöruverslunum sé um hundrað prósent, sem jafngildir því að allir starfsmenn verslunar láti af störfum á hverju ári og nýir séu ráðnir í staðinn. 6.9.2006 10:29 Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. 6.9.2006 10:00 Ríflega helmingi fleiri atkvæði í Rockstar nú en í síðustu viku Rúmlega helmingi fleiri atkvæði atkvæði bárust í nótt í SMS-kosningu vegna raunveruleikaþáttarins Rockstar:Supernova en í síðustu viku að sögn Björns Sigurðssonar, dagskrárstjóra Skjá eins, sem sýnir þættina. Þess má geta að síðasta vika var algjör metvika. 6.9.2006 09:44 Tafir á nokkrum stöðum vegna framkvæmda Milli kl. 9 og 12 í dag mun Orkubú Vestfjarða taka rafmagnið af göngunum um Breiðadals- og Botnsheiði vegna raflínutenginga. Því verða á þessum tíma aðeins neyðarljós við útskot og ökumenn þurfa að gæta ítrustu varúðar við akstur í göngunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 6.9.2006 09:15 Gagnrýna ákvörðun meirihlutans í leikskólamálum Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra mótmæla ákvörðun meirihlutans að kljúfa leikskólamál frá öðrum menntamálum í borginni og lögðu fram bókun þess efnis á borgarráðsfundi í gær. Í fréttatilkynningu frá Vinstri-grænum segir að borgarráði hafi borist yfir 700 undirskriftir starfsfólks leikskólanna, þar sem ákvörðuninni er mótmælt. Því skorar minnihlutinn á meirihlutann að málefnið verði rætt ofan í kjölinn og ákvarðanir verði teknar í sátt við hagsmunaaðila líkt og frekast er unnt. 6.9.2006 08:15 Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki Fagfólk er tekur á heimilisofbeldi er sammála um að breyta verði löggjöfinni um nálgunarbann. Ekki nógu gott hjálpartæki fyrir lögreglu, segir Andrés Ragnarsson. Ágúst Ólafur vill sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. 6.9.2006 08:00 Dýrari símtöl í símaskrána Gjaldskrá fyrir upplýsinganúmerin 118 og 1818 og talsamband við útlönd hækkar 1. september. Ástæðan er gjaldskrárbreytingar hjá fyrirtækinu Já sem rekur þessa þjónustu. 6.9.2006 08:00 Allt að 18% verðmunur á milli verslanna Allt að 18% verðmunur reyndist vera á milli hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 6.9.2006 07:46 Pólitísk samstaða ríkir um málið Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. 6.9.2006 07:45 Mörg fyrirtæki sögð sárvanta starfsfólk Íslendingur stundar vinnumiðlun milli Íslands og Póllands. Íslendingurinn heitir Hallur Jónasson og er í vinnu hjá pólskri vinnumiðlun. Hann útvegar starfsfólk fyrir íslenska atvinnurekendur. 6.9.2006 07:45 Skildi hnífinn eftir standandi í sárinu Sextán ára piltur réðst á kunningja sinn með hníf í fyrrinótt, stakk í bakið og skildi hnífinn eftir í sárinu. Fórnarlambið kom sér sjálfur á slysadeild við illan leik. Ekki lífshættulegur áverki, að sögn vakthafandi læknis. 6.9.2006 07:45 Brussel-skrifstofa kostar 30 milljónir Samband íslenskra sveitarfélaga hefur opnað skrifstofu í Brussel og er hlutverk hennar að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og EES-samstarfinu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun leggja tíu milljónir króna til verkefnisins árlega en þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára og er áætlaður heildarkostnaður 30 milljónir króna. Starfsmaður skrifstofunnar er Anna Margrét Guðjónsdóttir. 6.9.2006 07:45 Sjá næstu 50 fréttir
Safna fyrir byggingu skóla í Pakistan Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu ferðast leiðina til Pakistan í dag. Í tilefni 10 ára afmælis skólans er efnt til táknræns hlaups, göngu og/eða hjólreiða nemenda og starfsmanna skólans í fjáröflunarskyni og er markmiðið að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan. 7.9.2006 08:30
Mikill verðmunur á pasta og frosinni ýsu Um sautján hundruð krónum getur munað á innkaupakörfum samkvæmt nýrri verðlagskönnun Verðlagseftirlits ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus en dýrust í Kaskó. Mikilvægt að skoða innihald körfunnar í heild, segir ASÍ. 7.9.2006 08:00
Fleiri karlar njóta fríðinda Næstum þrír af hverjum fjórum félagsmönnum VR njóta hlunninda sem hluta af launakjörum sem er nokkur aukning frá árinu 2004. 7.9.2006 07:45
Hætt störfum hjá flokknum Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, hefur látið af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en því starfi hefur hún gegnt síðustu sjö ár. 7.9.2006 07:45
Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa Matarverðið lækkar ekki nema Íslendingar afnemi tolla og vörugjöld og lækki virðisaukaskatt. Innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar á íslenskan markað myndi lækka vöruverðið, að mati framkvæmdastjóra sænska SVÞ. 7.9.2006 07:45
Slæmri stöðu Strætó leynt Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum stjórnarformann Strætó bs., borgarfulltrúa R-listans, hafa leynt upplýsingum um slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins fram yfir kosningar. Fyrrum stjórnarformaður segir þetta dylgjur og að málið hafi ekki verið 7.9.2006 07:45
Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu Byggingamarkaðurinn stjórnast af vertíðarhugsun erlendra starfsmanna. Íslenskir iðnaðarmenn eru þreyttir á því að vinna myrkranna á milli og komast ekki burt, eins og erlendu starfsmennirnir. Félagsleg tengsl vantar á vinnustaði. 7.9.2006 07:30
Ákærðir fyrir tugi lögbrota Þrír piltar hafa verið ákærðir fyrir innflutning á 400 grömmum af kókaíni frá Frankfurt í janúar. Einn piltanna er ákærður fyrir meira en tuttugu önnur afbrot, sem flest voru framin í sumar. 7.9.2006 07:30
Stóriðjustefna eða ekki? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu. 6.9.2006 23:00
Bónus ódýrasta lágvöruverslunin samkvæmt könnun ASÍ Bónus er ódýrasta lágvöruverðsverslunin, samkvæmt verðkönnun ASÍ, en ef lækka ætti matvöruverð enn frekar þyrfti að vinna bug á innflutningshöftum og fákeppni. Þetta segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. 6.9.2006 20:19
Eyða um efni fram sem aldrei fyrr Íslendingar eyða nú um efni fram - og fjárfesta - sem aldrei fyrr. Viðskiptahallinn tvöfaldaðist á fyrri helmingi ársins miðað við árið í fyrra og var hvorki meira né minna en 124 milljarðar króna. 6.9.2006 20:08
Danir númeri of stórir Íslenska landsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við 2-0 tap fyrir Dönum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM. Danska liðið hafði sterk tök á leiknum frá upphafi og eftir að þeir Dennis Rommendahl og Jon Dahl Tomasson höfðu komið liðinu í 2-0 eftir rúman hálftíma, var sigur Dana aldrei í hættu. 6.9.2006 20:03
Nafnaskipti fyrirtækja Rótgróin íslensk fyrirtæki sem hasla sér völl á erlendum markaði þurfa í síauknum mæli að leggja gamla nafninu og búa til nýtt. Flest nöfn sem finna má í orðabókum eru frátekin. 6.9.2006 18:45
Háspennubilun veldur rafmagnsleysi Háspennubilun varð rétt fyrir klukkan sex í dag og er stór hluti Mosfellsbæjar og Barðastaðir í Grafarvogi rafmagnslaus. Verið er að leita að orsök bilunarinnar og ekki liggur fyrir hvenær rafmagn kemst aftur á. 6.9.2006 18:25
Þriggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífsstungu Sextán ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september vegna gruns um að hann hafi stungið 25 ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags. 6.9.2006 16:39
Vilja athugun á jarðgöngum um Tröllaskaga Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa skorað á þingmenn og ríkisvaldið að gera ítarlega hagkvæmnathugun á því að grafa jarðgöng í gegnum Tröllaskaga milli Hjaltadals og Eyjafjarðar. 6.9.2006 16:02
Erlendir miðlar sýna afmæli leiðtogafundar áhuga Von er á stórum hópi erlendra fjölmiðlamanna til landsins í næsta mánuði vegna 20 ára afmælis leiðtogafundar Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatstjovs hér á landi. 6.9.2006 15:45
16 mánaða dómur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku Tuttugu og þriggja ára Íslendingur var í dag dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Burnley fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára gamalli enskri stúlku fyrr á árinu. Líklegt er að hann afpláni aðeins átta mánuði af dómnum en hann hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í sjö mánuði sem dregst frá dómi. 6.9.2006 15:30
Veiða án rannsókna og án stjórnar Íslendingar eru í fyrsta skipti að halda á karfaveiðar á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldarsmugunni. Sérfræðingar hjá Hafró segja stórhættulegt að verið sé að veiða úr stofni sem ekkert sé vitað um, án þess að veiðunum sé stjórnað. 6.9.2006 15:30
Tónlistarhús kynnt á Feneyja-tvíæringnum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sem reisa á við hafnarbakkann í Reykjavík verður kynnt á Feneyja-tvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag sem Ísland tekur þátt í fyrsta sinn í ár. Sýningin verður haldin dagana 10. september til 19. nóvember og fjallar hún um lykilþætti sem snúa að þróun stórra borga um allan heim 6.9.2006 15:15
Farþegum um FLE fjölgar um 10 prósent í ágúst Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 10 prósent í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, úr tæpum 245 þúsund farþegum árið 2005 í rúmlega 269 þúsund farþega nú. 6.9.2006 15:08
Dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum Náttúrufræðistofnun leggur til að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna óvæntra atburða sem orðið hafa í rjúpnastofninum. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að talningar sýni að stofninn sé á niðurleið um allt land eftir aðeins tvö ár í uppsveiflu og viðkoman er lélega annað árið í röð. 6.9.2006 14:29
Íbúum fækkar um 2% á Vestfjörðum Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 150 eða um 2% á tímabilinu 1. júlí 2005 til 1. júlí 2006, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fréttavefur Bæjarins besta greinir frá því að íbúar Vestfjarða séu nú rúmlega 7.500 talsins. Fólksfækkun var eilítið minni í hitteðfyrra eða um 1,8%. Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um tæplega 1.300 síðan árið 1997, eða um 14,5%. 6.9.2006 14:25
Hátt á 20 strætisvagnar ekki í notkun Hátt á tuttugu strætisvagnar Strætó bs. standa óhreyfðir þessa dagana vegna niðurfellingu strætóferða á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að vagnarnir muni með tíð og tíma leysa þá eldri af. 6.9.2006 14:00
ISPCAN verðlaunar Barnahús Alþjóðlegu barnaverndarsamtökin ISPCAN veittu í dag Barnahúsi verðlaun fyrir starf í þágu barna á heimsráðstefnu samtakanna í New York. Samkvæmt tilkynningu frá Barnahúsi er stofnuni verðlaunuð fyrir þáttaskil á meðferð kynferðisbrotamála á Íslandi, einkum með tilliti til þarfa og réttinda barna. 6.9.2006 13:45
Sex fíkniefnamál hjá lögreglu í gær Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. 6.9.2006 13:30
Menntamálanefnd fundi vegna stöðu erlendra barna Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntamálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því við formann nefndarinnar að fundað verði eins fljótt auðið er vegna frétta af því að mörg erlend börn á grunnskólaaldri fái ekki að stunda nám í grunnskóla. 6.9.2006 13:15
Íbúar í Árbænum ósáttir við niðurfellingu s5 Íbúar í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti hafa stofnað undirbúningshóp sem mótmælir því harðlega að hraðleið strætó S5 hafi verið felld niður sem og ferðir á tíu mínútna fresti. Aðstoðarframkvæmdarstjóri Strætó bs. segir að þar tapi Strætó bs tæplega milljón á dag, þá hafi eitthvað orðið undan að láta. 6.9.2006 12:30
Megum ekki missa ferðamannahagnaðinn úr landi Forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands segir að sífelld fjölgun ferðamanna og aukin ítök stórra erlendra ferðaskrifstofa geti leitt til lækkunar launa í ferðaþjónustu og að skýra stefnumörkun þurfi til þess að hagnaðurinn hverfi ekki úr landi. 6.9.2006 12:22
Kemur til greina að greiða fyrir álveri í Helguvík Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að greiða fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík. Þá segir hann ekkert því til fyrirstöðu að þrjú álver verði reist á Íslandi á næstu árum. 6.9.2006 12:07
Skipulagsbreytingar í Seðlabankanum Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í Seðlabanka Íslands og tóku þær gildi 1. september. Peningamálasvið sem annaðist innlend viðskipti bankans og alþjóðasvið sem annaðist þau erlendu voru sameinuð undir nýtt svið, alþjóða- og markaðssvið sem Sturla Pálsson mun stýra. 6.9.2006 11:45
Reynir að synda yfir Ermarsund á morgun Sjósundkappinn Benedikt Lafleur reynir á morgun að synda yfir Ermarsund en hann hefur undanfarið dvalið í Englandi við æfingar fyrir sundið. Líklegt er að hann leggi af stað frá ströndum Englands um hálfníuleytið í fyrramálið. 6.9.2006 11:36
Stöðug söluaukning á ostum og viðbiti Stöðug söluaukning hefur verið í ostu og viðbiti á landinu það sem af er árinu eftir því sem fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Nemur söluaukningin sex komma einu prósenti í viðbiti en tæpum fimm prósentum í ostum. 6.9.2006 10:41
Allt að 100 prósenta starfsmannavelta í verslunum Svipuð eftirspurn er eftir starfsfólki í verslanir og síðasta haust eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Samtaka verslunar- og þjónustu. Þar segir einnig að algengt sé að starfsmannavelta í dagvöruverslunum sé um hundrað prósent, sem jafngildir því að allir starfsmenn verslunar láti af störfum á hverju ári og nýir séu ráðnir í staðinn. 6.9.2006 10:29
Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. 6.9.2006 10:00
Ríflega helmingi fleiri atkvæði í Rockstar nú en í síðustu viku Rúmlega helmingi fleiri atkvæði atkvæði bárust í nótt í SMS-kosningu vegna raunveruleikaþáttarins Rockstar:Supernova en í síðustu viku að sögn Björns Sigurðssonar, dagskrárstjóra Skjá eins, sem sýnir þættina. Þess má geta að síðasta vika var algjör metvika. 6.9.2006 09:44
Tafir á nokkrum stöðum vegna framkvæmda Milli kl. 9 og 12 í dag mun Orkubú Vestfjarða taka rafmagnið af göngunum um Breiðadals- og Botnsheiði vegna raflínutenginga. Því verða á þessum tíma aðeins neyðarljós við útskot og ökumenn þurfa að gæta ítrustu varúðar við akstur í göngunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 6.9.2006 09:15
Gagnrýna ákvörðun meirihlutans í leikskólamálum Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra mótmæla ákvörðun meirihlutans að kljúfa leikskólamál frá öðrum menntamálum í borginni og lögðu fram bókun þess efnis á borgarráðsfundi í gær. Í fréttatilkynningu frá Vinstri-grænum segir að borgarráði hafi borist yfir 700 undirskriftir starfsfólks leikskólanna, þar sem ákvörðuninni er mótmælt. Því skorar minnihlutinn á meirihlutann að málefnið verði rætt ofan í kjölinn og ákvarðanir verði teknar í sátt við hagsmunaaðila líkt og frekast er unnt. 6.9.2006 08:15
Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki Fagfólk er tekur á heimilisofbeldi er sammála um að breyta verði löggjöfinni um nálgunarbann. Ekki nógu gott hjálpartæki fyrir lögreglu, segir Andrés Ragnarsson. Ágúst Ólafur vill sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. 6.9.2006 08:00
Dýrari símtöl í símaskrána Gjaldskrá fyrir upplýsinganúmerin 118 og 1818 og talsamband við útlönd hækkar 1. september. Ástæðan er gjaldskrárbreytingar hjá fyrirtækinu Já sem rekur þessa þjónustu. 6.9.2006 08:00
Allt að 18% verðmunur á milli verslanna Allt að 18% verðmunur reyndist vera á milli hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 6.9.2006 07:46
Pólitísk samstaða ríkir um málið Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. 6.9.2006 07:45
Mörg fyrirtæki sögð sárvanta starfsfólk Íslendingur stundar vinnumiðlun milli Íslands og Póllands. Íslendingurinn heitir Hallur Jónasson og er í vinnu hjá pólskri vinnumiðlun. Hann útvegar starfsfólk fyrir íslenska atvinnurekendur. 6.9.2006 07:45
Skildi hnífinn eftir standandi í sárinu Sextán ára piltur réðst á kunningja sinn með hníf í fyrrinótt, stakk í bakið og skildi hnífinn eftir í sárinu. Fórnarlambið kom sér sjálfur á slysadeild við illan leik. Ekki lífshættulegur áverki, að sögn vakthafandi læknis. 6.9.2006 07:45
Brussel-skrifstofa kostar 30 milljónir Samband íslenskra sveitarfélaga hefur opnað skrifstofu í Brussel og er hlutverk hennar að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og EES-samstarfinu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun leggja tíu milljónir króna til verkefnisins árlega en þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára og er áætlaður heildarkostnaður 30 milljónir króna. Starfsmaður skrifstofunnar er Anna Margrét Guðjónsdóttir. 6.9.2006 07:45