Fleiri fréttir

Ísbjörn á Hornströndum

Áhöfn fiskibáts sem staddur var fyrir utan Hælavík á Hornströndum sá ísbjörn vappandi í fjörunni þar rétt fyrir klukkan níu í morgun. Sjómennirnir höfðu samnband við Landhelgisgæsluna og þyrla hennar á leið í loftið til þess að kanna málið.

Móðuharðindin talin mestu náttúruhamfarir í sögu Bretlands

Tugþúsundir manna í Bretlandi létu lífið af völdum eldgossins í Lakagígum árið 1783. Þetta kom fram í sjónvarpsþætti á Discovery World Channel í gærkvöldi, í þáttaröð sem ber heitið "There is a Killer out there“ og fjallar um helstu ógnir sem mannkyni stafar af náttúruhamförum.

Sextán fengu en 45 sóttu um

Stjórn Fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2011. Fjárveiting til sjóðsins í ár var 17,2 milljónir króna. Samtals bárust 45 umsóknir að þessu sinni að upphæð 73 milljónir. Samþykktir voru styrkir til sextán aðila að upphæð átján milljónir. Áframhaldandi fornleifarannsókn á Skriðuklaustri fékk hæsta styrkinn, þrjár milljónir króna. Fornleifauppgröftur í kirkjugarðinum á Hofsstöðum í Mývatnssveit fékk tvær og hálfa milljón.- shá

Lögregla gerir dauðaleit að banvænu dópi

Lögregla leggur nú allt kapp á að rekja uppruna og dreifingarleiðir fíkniefnisins PMMA, sem grunur leikur á að hafi dregið tvítuga stúlku til dauða á laugardagsmorgun.

Dregur ummælin ekki til baka

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, ætlar ekki að verða við boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ummæli um mútuþægni hins síðarnefnda. Guðlaugur gaf honum frest til þess til mánaðamóta, ellegar mundi hann stefna honum fyrir meiðyrði.

Fyrstu dýrin á land

Hrefnuveiðimenn hafa veitt fyrstu hrefnur sumarsins og var þeim landað í Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld. Vinnsla kjötsins er komin á fullt og stefnt er að því að kjötið verði komið í verslanir í dag. Dýrin voru frekar mögur, en kjötið fallegt að sjá.

Mætir til vinnu aftur á morgun

Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge eyða fyrstu helgi sinni sem hjón á leynilegum stað. Hjónin hyggjast ekki fara í brúðkaupsferð sína strax og mun Vilhjálmur prins mæta aftur til vinnu sinnar á morgun.

150 tóku þátt í hópslysaæfingu

Æfð var móttaka tuttugu slasaðra einstaklinga og fyrstu viðbrögð heilbrigðisþjónustu á umfangsmikilli æfingu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fyrir helgi.

Tillögur um fiskveiðistjórn í anda íslenska kerfisins

Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma.

Bændur skjóta fast á Matvælastofnun

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) fordæma stjórnsýslu Matvælastofnunar í fjölmörgum málum og ekki síst í Funamálinu. Það er mat LS að enn sé óvíst hversu miklum skaða stofnunin hafi „valdið orðspori íslenskra landbúnaðarvara erlendis með ónákvæmri og illa tímasettri upplýsingagjöf til erlendra aðila."

SÞ flytur starfsfólk frá Trípólí

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) ákváðu í gær að flytja allt alþjóðlegt starfslið sitt á brott frá Trípólí, höfuðborg Líbíu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að hópur fólks réðist á skrifstofur SÞ og erlend sendiráð í borginni. Ástæðan mun hafa verið þær fréttir að sonur Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga hefði verið drepinn í loftárás NATO.

Ómeðvitaðir um hætturnar

Reykingabann hefur tekið gildi í Kína. Markmið bannsins er að draga úr dauðsföllum sem rekja má til reykinga. Ekki er leyfilegt að reykja á veitingastöðum, hótelum, lestarstöðvum og í leikhúsum en þó verður áfram leyfilegt að reykja á vinnustöðum

Breyttur útivistartími

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag, fyrsta maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Tólf ára börn og yngri mega nú vera úti til klukkan tíu um kvöld. Þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til miðnættis.

Hilmir Snær snýr aftur í Þjóðleikhúsið

Á næsta leikári gengur Hilmir Snær Guðnason aftur til liðs við leikhóp Þjóðleikhússins eftir nokkurt hlé. Ásamt honum bætast nú í hóp fastráðinna leikara fimm afburða leikarar sem allir hafa sett sterkan svip á starf Þjóðleikhússins og íslenskt leikhúslíf á undanförnum árum, þau Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Sonur og barnabörn Gaddafis drepin í loftárásum

Sonur Muammar Gaddafi Saif Al-Arab Gaddafi, og þrjú barnabörn leiðtogans, féllu í loftárásum Nató á borgina Tripólí í Líbíu í nótt. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá líbíska ríkinu snemma í morgun.

Kröfuganga klukkan hálf tvö

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Í Reykjavík verður safnast saman á horni Snorrabrautar og Laugavegs klukkan eitt og lagt af stað klukkan hálf tvö niður Laugaveginn. Útifundurinn á Austurvelli hefst klukkan tíu mínútur yfir tvö og lýkur klukkan þrjú. Á Akranesi verður lagt upp í kröfugöngu klukkan tvö og síðan verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness.

Alelda bíll og mikið um forgangsflutninga

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan fjögur í nótt vegna bílaelds. Bifreiðin var í Víðidal og var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Bíllinn er gjörónýtur og leikur grunur á að kveikt hafi verið í honum.

Brúðkaup aldarinnar: Hvar voru blökkumennirnir?

Bandaríski spjallþátturinn The View, fjallaði af krafti um brúðkaup aldarinnar í Bretlandi, en leikkonan Sherri Shepherd spurði hinsvegar eldfimrar spurningar: Hvar er eiginlega svarta fólkið?

Sjá næstu 50 fréttir