Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 7. september 2021 16:36 Bláa lónið er verðmetið á meira en 60 milljarða í viðskiptunum sem eru núna að klárast. Vísir/Vilhelm Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur félagið Blávarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða og fer í dag með 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, náð samkomulagi um að kaupa 6,2 prósenta hlut Sigurðar fyrir um 25 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt því er Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, verðmetið á samtals liðlega 61 milljarð króna. Búist er við því að viðskiptin muni ganga í gegn á næstu dögum en ráðgert var að hlutafjáraukning Blávarma, sem ráðist var í vegna kaupanna, myndi klárast í gær. Stærstu hluthafar Blávarma eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, hvor um sig með um 20 prósenta hlut. Sala Sigurðar á hlut sínum í Bláa lóninu kemur strax í kjölfar þess að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, seldi allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða í lok síðasta mánaðar. Stoðir eru stærstu hluthafar Símans og Kviku banka auk þess að vera á meðal umsvifamestu eigenda flugfélagsins Play og Arion banka. Selja í námunda við nýlegt verðmat Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lítillega lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er meðal annars einnig í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Sigurður Arngrímsson hefur verið hluthafi í Bláa lóninu í vel á annan áratug. Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, samkvæmt heimildum Vísis, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Sigurður og Helgi eru því að selja hluti sína núna á verði sem er mjög í námunda – þeir fá lítilsháttar yfirverð – við það verðmat sem lífeyrissjóðirnir framkvæmdu nýlega á Bláa lóninu. Tapaði þremur milljörðum í fyrra Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Með kaupum sínum á hlut Sigurðar í Bláa lóninu mun Blávarmi því eiga samtals 36,2 prósenta hlut í félaginu. Það þýðir að félagið getur þá meðal annars staðið gegn breytingum á einstaka samþykktum Bláa lónsins – sem þarfnast samþykki hluthafa sem ráða að lágmarki yfir 66,7 prósenta hlut – ef svo ber undir síðar meir. Helgi Magnússon seldi allan hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða í lok síðasta mánaðar. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning en stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Þriðji stærsti hluthafi Bláa lónsins – á eftir Hvatningu og Blávarma – er eignarhaldsfélagið Keila með liðlega ellefu prósenta hlut. Keila er í meirihlutaeigu Hvatningar en aðrir hluthafar félagsins eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Bláa lónið Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur félagið Blávarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða og fer í dag með 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, náð samkomulagi um að kaupa 6,2 prósenta hlut Sigurðar fyrir um 25 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt því er Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, verðmetið á samtals liðlega 61 milljarð króna. Búist er við því að viðskiptin muni ganga í gegn á næstu dögum en ráðgert var að hlutafjáraukning Blávarma, sem ráðist var í vegna kaupanna, myndi klárast í gær. Stærstu hluthafar Blávarma eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, hvor um sig með um 20 prósenta hlut. Sala Sigurðar á hlut sínum í Bláa lóninu kemur strax í kjölfar þess að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, seldi allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða í lok síðasta mánaðar. Stoðir eru stærstu hluthafar Símans og Kviku banka auk þess að vera á meðal umsvifamestu eigenda flugfélagsins Play og Arion banka. Selja í námunda við nýlegt verðmat Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lítillega lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er meðal annars einnig í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Sigurður Arngrímsson hefur verið hluthafi í Bláa lóninu í vel á annan áratug. Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, samkvæmt heimildum Vísis, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Sigurður og Helgi eru því að selja hluti sína núna á verði sem er mjög í námunda – þeir fá lítilsháttar yfirverð – við það verðmat sem lífeyrissjóðirnir framkvæmdu nýlega á Bláa lóninu. Tapaði þremur milljörðum í fyrra Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Með kaupum sínum á hlut Sigurðar í Bláa lóninu mun Blávarmi því eiga samtals 36,2 prósenta hlut í félaginu. Það þýðir að félagið getur þá meðal annars staðið gegn breytingum á einstaka samþykktum Bláa lónsins – sem þarfnast samþykki hluthafa sem ráða að lágmarki yfir 66,7 prósenta hlut – ef svo ber undir síðar meir. Helgi Magnússon seldi allan hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða í lok síðasta mánaðar. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning en stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Þriðji stærsti hluthafi Bláa lónsins – á eftir Hvatningu og Blávarma – er eignarhaldsfélagið Keila með liðlega ellefu prósenta hlut. Keila er í meirihlutaeigu Hvatningar en aðrir hluthafar félagsins eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi.
Bláa lónið Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira