Viðskipti innlent

Ólafur Orri Ólafs­son Ólafs­sonar nýr for­stjóri Sam­skipa

Árni Sæberg skrifar
Ólafur Orri er nýr forstjóri Samskipa.
Ólafur Orri er nýr forstjóri Samskipa. Samskip.com

Ólafur Orri Ólafsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri samstæðu Samskipa og tekur við keflinu af Kari-Pekka Laaksonen, sem gengt hefur starfinu frá árinu 2019. Ólafur Orri er sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur, sem eru langstærstu eigendur Samskipa.

Frá þessu var greint á vef samstæðu Samskipa, sem er á ensku, þann 5. desember síðastliðinn. Ráðningin hefur ekki verið tilkynnt á íslenskum vef félagsins.

Í tilkynningu segir að hjá Samskipum byggi hver nýr kafli á styrk þess sem á undan kom. Þótt fyrirtækið þróist sé tilgangur þess óbreyttur; að tengja saman fólk, fyrirtæki og lönd með sjálfbærum, fjölþættum flutningslausnum. 

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafur Orri Ólafsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Samskipa og tekur við af Kari-Pekka Laaksonen. Þessi leiðtogaskipti marka mikilvæg tímamót í sögu Samskipa sem mótast af samfellu, reynslu og framtíðarsýn.“

Birkir Hólm Gunnarsson verður áfram forstjóri Samskipa á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×