Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar 8. desember 2025 09:16 Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mosfellsbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Það var gleðileg stund föstudaginn 5. desember þegar undirrituð var viljayfirlýsing á milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um samstarf um gerð sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingarsölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðarhaldi á staðnum. Sýningin sem áformað er að opna verður um sögu Álafosskvosar og ullariðnaðar á Íslandi og verður hún staðsett í verslunar- og athafnarými verksmiðjuhússins að Álafossvegi 23 þar sem Álafossverslunin hefur verið til húsa. Sú verslun mun loka í mars næstkomandi en þá hefjast endurbætur á húsnæðinu og uppbygging sýningarinnar. Forhönnun breytinga hefur verið unnin af Basalt Arkitektum og er rýmið hannað jafnt fyrir nærsamfélagið sem og gesti. Auk sýningarinnar og kaffihúss verður aðstaða fyrir prjónanámskeið, fjölnota svæði fyrir tónleika og viðburði og barnahorn. Myndir sem sýna forhönnun verkefnisins eru nú til sýnis í Álafossversluninni. Markmiðið með endurbótunum og væntanlegri sýningu er að lyfta ásýnd svæðisins, varðveita sögu þess og efla Álafosskvos sem áfangastað fyrir bæjarbúa sem og ferðamenn. Verkefnið byggir á áfangastaðagreiningu sem Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins vann fyrir Mosfellsbæ. Greiningin fól í sér stöðumat á svæðinu, samtal við hagaðila, hugmyndagöngu og vinnustofu sem leiddi í ljós skýran áhuga á ullarsafni, kaffihúsi, menningarviðburðum og fræðslu í Álafosskvos. Álafosskvosin er eitt merkasta menningar- og atvinnusögusvæði Mosfellsbæjar. Upphaf ullariðnaðar við Varmá árið 1896 markaði mótun lítils verksmiðjuþorps sem áratugum saman var þungamiðja atvinnulífs í Mosfellssveit. Auk þess að undirbúa sýningu um sögu svæðisins hefur Mosfellsbær unnið að tillögu um að Álafosskvosin verði Verndarsvæði í byggð og er sú vinna á lokametrunum. Haldinn verður opinn fundur um verkefnið á morgun, þriðjudaginn 9. desember kl. 17.00 í sal skátafélags Mosverja að Álafossvegi 18. Þangað eru allir áhugasamir um Álafosskvosina velkomnir. Á fundinum munu arkitektar frá arkitektastofunni Yrki,sem hafa unnið að verkefninu fyrir Mosfellsbæ fara yfir þróun byggðar og starfsemi frá 1896, sérkenni húsanna, umhverfi og svipmót, skráðar minjar auk þess að ræða forsendur og skilmála verndarsvæðisins. Verndarsvæði í byggð er ekki friðun heldur leið til að tryggja að ákvarðanir um framtíðina séu teknar á upplýstum grunni. Verndarsvæðið styður þannig áframhaldandi fjölbreytta starfsemi í kvosinni og eflir forsendur fyrir að svæðið geti dafnað sem lifandi menningar-, atvinnu- og íbúðarkjarni. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar