Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2025 11:48 Ásgeir Jónsson segir ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum koma hvað verst niður á ungu fólki sem vill komast inn á fasteignamarkaðinn. Hann hefur áhyggjur af stöðu hópsins. Vísir/Sigurjón Seðlabankastjóri segist telja að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis. Miklum uppgangi í hagvexti og útflutningi hafi verið fylgt eftir af röð áfalla sem valdi því að verðbólga hjaðni en efnahagsskilyrði versni. Peningastefnunefnd tilkynnti fyrr í vikunni um lækkun á stýrivöxtum um 0,25 prósentustig til að vega á móti þrengingu á lánakjörum í kjölfar dómsúrskurðar Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Verðbólga mældist 4,3 prósent í október og jókst á milli mánaða. Hækkun kostnaðar vegna húsnæðis og matvöruverðs höfðu þar mest áhrif að því er fram kemur í ársfjórðungslegu riti Seðlabankans. Hún er enn talsvert yfir markmiðum bankans. Að sögn Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra stafar þrálát verðbólgan undanfarin ár fyrst og fremst af framboðsskorti á fasteignamarkaði í kjölfar eldsumbrota á Reykjanesskaga og brostnum forsendum stöðuleikasamningsins svokallaða. Markmið síðustu lotu kjarasamninga hafi ekki gengið að óskum og launahækkanir óhóflegar í samræmi við það. Ásgeir telur að jafnvægi fari að nást. „Við erum að spá því að það hægi á kerfinu, um leið hægir á vinnumarkaði og launahækkunum. Jafnframt erum við að sjá að einhverju marki fasteignamarkaðinn kólna,“ segir hann. Ásgeir ræddi efnahagshorfurnar við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Hann segir hjöðnun verðbólgu í sjónmáli. „Ég myndi halda það að við séum komin í umframframboð á fasteignamarkaði. Mér sýnist við vera að fara í kólnun. Við förum að sjá í sjónmáli verðbólgu fara niður og vonandi getum við þá farið að slaka á vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri. Seðlabankinn Neytendur Verðlag Efnahagsmál Vaxtamálið Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira
Peningastefnunefnd tilkynnti fyrr í vikunni um lækkun á stýrivöxtum um 0,25 prósentustig til að vega á móti þrengingu á lánakjörum í kjölfar dómsúrskurðar Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Verðbólga mældist 4,3 prósent í október og jókst á milli mánaða. Hækkun kostnaðar vegna húsnæðis og matvöruverðs höfðu þar mest áhrif að því er fram kemur í ársfjórðungslegu riti Seðlabankans. Hún er enn talsvert yfir markmiðum bankans. Að sögn Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra stafar þrálát verðbólgan undanfarin ár fyrst og fremst af framboðsskorti á fasteignamarkaði í kjölfar eldsumbrota á Reykjanesskaga og brostnum forsendum stöðuleikasamningsins svokallaða. Markmið síðustu lotu kjarasamninga hafi ekki gengið að óskum og launahækkanir óhóflegar í samræmi við það. Ásgeir telur að jafnvægi fari að nást. „Við erum að spá því að það hægi á kerfinu, um leið hægir á vinnumarkaði og launahækkunum. Jafnframt erum við að sjá að einhverju marki fasteignamarkaðinn kólna,“ segir hann. Ásgeir ræddi efnahagshorfurnar við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Hann segir hjöðnun verðbólgu í sjónmáli. „Ég myndi halda það að við séum komin í umframframboð á fasteignamarkaði. Mér sýnist við vera að fara í kólnun. Við förum að sjá í sjónmáli verðbólgu fara niður og vonandi getum við þá farið að slaka á vöxtum,“ segir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri.
Seðlabankinn Neytendur Verðlag Efnahagsmál Vaxtamálið Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira