Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 11:03 Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Umfang ólöglegrar starfsemi á íslenskum peningaleikjamarkaði fer vaxandi og milljarðar streyma úr landi vegna þessa. Á sama tíma eru engin úrræði í boði hérlendis til ábyrgrar spilunar. Lögleiða þarf netspilun hér á landi, ná stjórn á markaðnum, efla neytendavernd, styrkja varnir gegn peningaþvætti og tryggja samfélagslegan ávinning. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Happdrættis Háskóla Íslands sem ber heitið Í takti við tímann - íslenski peningamarkaðurinn í alþóðlegum samanburði og leiðin að sjálfbærum markaði. Þar kemur meðal annars fram að vegna skorts á skýru regluverki og virku eftirliti sé áætlað að ríkissjóður verði af tíu til ellefu milljörðum króna árlega. 36 til 39 milljarðar streymi árlega frá Íslendingum til rekstraraðila erlendra ólöglegra peningaleikjasíða. Til að bregðast við þessari stöðu eru í skýrslunni dregnar fram það sem sagðar eru vera raunhæfar leiðir til úrbóta sem byggi á reynslu annarra Evrópuríkja. Þær geti nýst sem viðmið fyrir íslensk stjórnvöld og fela meðal annars í sér endurskoðun á peningaleikjamarkaðnum, lögleiðingu netspilunar, eflingu forvarna, meðferðarrúræða og rannsókna, að tryggja rekstrargundvöll núverandi sérleyfishafa, sanngjarnt og gagnsætt fyrrikomulag skattheimtu af peningaleikjum, eftirlit með peningaleikjastarfsemi, innleiðingu rafrænnar auðkenningar og miðlægar skráningar og markvissar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Markmiðið er ekki að banna starfsemina heldur að ná stjórn á henni og koma á skýru og ábyrgu regluverki í samræmi við það sem tíðkast í öðrum Evrópuríkjum,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. „Markmiðið er að uppfylla alþjóðlegar kröfur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, efla neytendavernd og vernda börn og viðkvæma hópa og tryggja að jafnvægi verði milli tekjuöflunar og að starfsemin verði til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.“ Stjórnvöld verða að grípa til markvissra aðgerða til að stöðva ólöglega starfsemi, líkt og gert hefur verið í nágrannaríkjum. Þar á meðal eru aðgerðir eins og að loka fyrir greiðsluflæði til ólöglegra rekstraraðila, hindra aðgang að ólöglegum vefsíðum og lénum, fylgja eftir banni við auglýsingum slíkra aðila og efla samhæfingu eftirlitsstofnana við framkvæmd þessara aðgerða. Nýttar til peningaþvættis og beint gegn börnum Fram kemur í skýrslunni að ólögleg starfsemi erlendra peningaleikjasíðna hafi á undanförnum árum tekið yfir stóran hluta íslenska peningaleikjamarkaðarins. Skortur sé á skýru regluverki og eftirliti og því verði ríkissjóður af milljörðum. Vísbendingar eru um að síðurnar séu nýttar til peningaþvættis, sem gerir íslenskum stjórnvöldum erfitt fyrir að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ágóðinn af starfseminni rennur óhindrað í vasa erlendra aðila og ríkissjóður verður af milljörðum króna í skatttekjur og leyfisgjöld. Í skýrslunni kemur einnig fram að neytendavernd hér á landi er ófullnægjandi og úrræði til ábyrgrar spilunar nánast engin. Markaðssetning ólöglegu rekstraraðilanna beinist sérstaklega að ungmennum og viðkvæmum hópum, sem eru útsettari fyrir spilavanda. Afleiðingarnar birtast í aukinni skuldasöfnun og félagslegum vanda, einkum meðal yngri aldurshópa. Ólöglega starfsemin grefur jafnframt undan rekstrargrundvelli innlendra leyfishafa og þeirri þjóðarsátt sem ríkt hefur um samfélagslegt framlag þeirra. HHÍ_Í_takt_við_tímannPDF1.6MBSækja skjal Fjárhættuspil Fjármál heimilisins Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Happdrættis Háskóla Íslands sem ber heitið Í takti við tímann - íslenski peningamarkaðurinn í alþóðlegum samanburði og leiðin að sjálfbærum markaði. Þar kemur meðal annars fram að vegna skorts á skýru regluverki og virku eftirliti sé áætlað að ríkissjóður verði af tíu til ellefu milljörðum króna árlega. 36 til 39 milljarðar streymi árlega frá Íslendingum til rekstraraðila erlendra ólöglegra peningaleikjasíða. Til að bregðast við þessari stöðu eru í skýrslunni dregnar fram það sem sagðar eru vera raunhæfar leiðir til úrbóta sem byggi á reynslu annarra Evrópuríkja. Þær geti nýst sem viðmið fyrir íslensk stjórnvöld og fela meðal annars í sér endurskoðun á peningaleikjamarkaðnum, lögleiðingu netspilunar, eflingu forvarna, meðferðarrúræða og rannsókna, að tryggja rekstrargundvöll núverandi sérleyfishafa, sanngjarnt og gagnsætt fyrrikomulag skattheimtu af peningaleikjum, eftirlit með peningaleikjastarfsemi, innleiðingu rafrænnar auðkenningar og miðlægar skráningar og markvissar aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Markmiðið er ekki að banna starfsemina heldur að ná stjórn á henni og koma á skýru og ábyrgu regluverki í samræmi við það sem tíðkast í öðrum Evrópuríkjum,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. „Markmiðið er að uppfylla alþjóðlegar kröfur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, efla neytendavernd og vernda börn og viðkvæma hópa og tryggja að jafnvægi verði milli tekjuöflunar og að starfsemin verði til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.“ Stjórnvöld verða að grípa til markvissra aðgerða til að stöðva ólöglega starfsemi, líkt og gert hefur verið í nágrannaríkjum. Þar á meðal eru aðgerðir eins og að loka fyrir greiðsluflæði til ólöglegra rekstraraðila, hindra aðgang að ólöglegum vefsíðum og lénum, fylgja eftir banni við auglýsingum slíkra aðila og efla samhæfingu eftirlitsstofnana við framkvæmd þessara aðgerða. Nýttar til peningaþvættis og beint gegn börnum Fram kemur í skýrslunni að ólögleg starfsemi erlendra peningaleikjasíðna hafi á undanförnum árum tekið yfir stóran hluta íslenska peningaleikjamarkaðarins. Skortur sé á skýru regluverki og eftirliti og því verði ríkissjóður af milljörðum. Vísbendingar eru um að síðurnar séu nýttar til peningaþvættis, sem gerir íslenskum stjórnvöldum erfitt fyrir að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ágóðinn af starfseminni rennur óhindrað í vasa erlendra aðila og ríkissjóður verður af milljörðum króna í skatttekjur og leyfisgjöld. Í skýrslunni kemur einnig fram að neytendavernd hér á landi er ófullnægjandi og úrræði til ábyrgrar spilunar nánast engin. Markaðssetning ólöglegu rekstraraðilanna beinist sérstaklega að ungmennum og viðkvæmum hópum, sem eru útsettari fyrir spilavanda. Afleiðingarnar birtast í aukinni skuldasöfnun og félagslegum vanda, einkum meðal yngri aldurshópa. Ólöglega starfsemin grefur jafnframt undan rekstrargrundvelli innlendra leyfishafa og þeirri þjóðarsátt sem ríkt hefur um samfélagslegt framlag þeirra. HHÍ_Í_takt_við_tímannPDF1.6MBSækja skjal
Fjárhættuspil Fjármál heimilisins Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira