Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2025 10:23 Það var um tíma oft nokkuð tómlegt í hillum fríhafnarverslunarinnar á Keflavíkurflugvelli eftir að Heinemann tók við rekstrinum fyrr á þessu ári. Vísir Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en samanburðurinn nær til nokkurra tegunda af bæði sterku áfengi og léttvíni sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann í Keflavík, Kaupmannahöfn í Danmörku og Frankfurt í Þýskalandi. Sjá einnig: Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Fréttastofu er ekki kunnugt um nákvæmlega hvaða aðferðarfræði var beitt við úttektina en fram kemur í tilkynningunni að verðið sem stuðst var við í samanburðinum sé í öllum tilfellum fengið af vef viðkomandi verslunar. Í tilkynningunni segir einnig að hærri skattar á áfengi á Íslandi kunni að skýra muninn að einhverju leiti. Hins vegar segir einnig að „samkvæmt 3. grein laga um gjald af áfengi og tóbaki á að greiða í tollfrjálsri verslun 25% af fullu áfengisgjaldi.“ Myndin hér að neðan sýna niðurstöðu verðsamanburðar FA, en sem dæmi má nefna Famous Grouse viskíflösku sem kostar 4.790 krónur á Keflavíkurflugvelli. Sama flaska kostar ekki nema 2.644 krónur í Kaupmannahöfn og 2.817 krónur í Frankfurt að því er lesa má úr tilkynningu félagsins. Félag atvinnurekenda Samanburður var einnig gerður á verði nokkurra tegunda í fríhafnarversluninni í Keflavík og í verslunum Vínbúðarinnan innanlands. Athygli vekur að sterkt áfengi reynist í nokkrum tilfellum umtalsvert dýrara í fríhöfninni en í Vínbúðinni. „Hærri áfengisskattur skýrir þó alveg áreiðanlega ekki að dýr viskí eru til muna dýrari í Fríhöfninni, þar sem greiða á fjórðung af áfengisgjaldi, en í Vínbúðum ÁTVR, þar sem allar vörur bera fullt áfengisgjald,“ segir í tilkynningunni, en næsta mynd að neðan sýnir umræddan verðsamanburð. Félag atvinnurekenda „Þar er augljóslega um að ræða margfalt hærri álagningu í fríhafnarversluninni en í Vínbúðunum. Verðið er fengið af vef Vínbúðanna, en af hillumerkingum hjá Heinemann,“ segir FA. Þá er bent á að verð á léttvíni sem einnig var skoðað er ekki nema 8-12% ódýrara í fríhöfninni en í Vínbúðinni, sem er minni verðmunur en ætla mætti miðað við þær reglur sem gilda um álagningu virðisaukaskatts og áfengisgjalds í fríhöfninni. „Álagning Heinemann étur upp allan afsláttinn af áfengisgjaldinu,“ segir í tilkynningunni. Félag atvinnurekenda hefur áður haldið uppi harðri gagnrýni gangvart Heinemann eftir að ljóst varð að fyrirtækið myndi taka við rekstri fríhafnarinnar, sem nú ber nafnið Ísland Duty Free. Þannig vill félagið til að mynda meina að fyrirtækið hafi komið illa fram við íslenska smáframleiðendur í krafti einokunarstöðu sinnar í Keflavík. Þá hafa íslenskir áfengissalar einnig farið í hart við þýska fyrirtækið. Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í tilkynningunni að honum þyki villandi að kalla verslunina Duty Free þegar vöruverð bendi til annars. „Þessar tölur segja okkur að það hafi alls ekki gengið eftir, sem gengið var út frá í útboðsgögnum Isavia þegar rekstur fríhafnarinnar var boðinn út, að verðið yrði hagstætt og samkeppnishæft,“ er haft eftir Ólafi. „Sú mynd virðist vera að teiknast upp að kröfur Isavia um háa leigu hafi í för með sér að álagning Heinemann sé út úr öllu korti. Neytendur njóta ekki sem skyldi þess afsláttar, sem tollfrjálsum verslunum er veittur af virðisaukaskatti og áfengissköttum, heldur rennur hann að meirihluta til í vasa Heinemann og Isavia. Enda er Heinemann í einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli, stöðu sem íslenska ríkið hefur framselt fyrirtækinu án þess að hafa nokkurt eftirlit með hvernig hún er notuð,“ segir Ólafur ennfremur í tilkynningunni sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Sögðu að áhersla yrði lögð á tilboð Í svari við fyrirspurn fréttastofu um mögulegar verðbreytingar í tengslum við opnun fríhafnarinnar eftir að Heinemann tók við rekstri hennar í vor sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins meðal annars að áhersla verði á tilboð. Spurt var hvort búast mætti við breytingum á vöruverði, til hækkunar eða lækkunar, og svaraði framkvæmdastjórinn á þessa leið: „Við munum leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar spennandi tilboð, sanngjarnt verð og framúrskarandi þjónustu og upplifun. Auk þess munum við auka úrvalið af þekktum vörumerkjum í ýmsum vöruflokkum. Tilboðin okkar verða bæði tengd einstökum vörumerkjum og líka árstíðarbundin. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar muni ekki verða fyrir vonbrigðum,“ sagði í svari Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland - Duty Free, í maí á þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi Keflavíkurflugvöllur Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en samanburðurinn nær til nokkurra tegunda af bæði sterku áfengi og léttvíni sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann í Keflavík, Kaupmannahöfn í Danmörku og Frankfurt í Þýskalandi. Sjá einnig: Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Fréttastofu er ekki kunnugt um nákvæmlega hvaða aðferðarfræði var beitt við úttektina en fram kemur í tilkynningunni að verðið sem stuðst var við í samanburðinum sé í öllum tilfellum fengið af vef viðkomandi verslunar. Í tilkynningunni segir einnig að hærri skattar á áfengi á Íslandi kunni að skýra muninn að einhverju leiti. Hins vegar segir einnig að „samkvæmt 3. grein laga um gjald af áfengi og tóbaki á að greiða í tollfrjálsri verslun 25% af fullu áfengisgjaldi.“ Myndin hér að neðan sýna niðurstöðu verðsamanburðar FA, en sem dæmi má nefna Famous Grouse viskíflösku sem kostar 4.790 krónur á Keflavíkurflugvelli. Sama flaska kostar ekki nema 2.644 krónur í Kaupmannahöfn og 2.817 krónur í Frankfurt að því er lesa má úr tilkynningu félagsins. Félag atvinnurekenda Samanburður var einnig gerður á verði nokkurra tegunda í fríhafnarversluninni í Keflavík og í verslunum Vínbúðarinnan innanlands. Athygli vekur að sterkt áfengi reynist í nokkrum tilfellum umtalsvert dýrara í fríhöfninni en í Vínbúðinni. „Hærri áfengisskattur skýrir þó alveg áreiðanlega ekki að dýr viskí eru til muna dýrari í Fríhöfninni, þar sem greiða á fjórðung af áfengisgjaldi, en í Vínbúðum ÁTVR, þar sem allar vörur bera fullt áfengisgjald,“ segir í tilkynningunni, en næsta mynd að neðan sýnir umræddan verðsamanburð. Félag atvinnurekenda „Þar er augljóslega um að ræða margfalt hærri álagningu í fríhafnarversluninni en í Vínbúðunum. Verðið er fengið af vef Vínbúðanna, en af hillumerkingum hjá Heinemann,“ segir FA. Þá er bent á að verð á léttvíni sem einnig var skoðað er ekki nema 8-12% ódýrara í fríhöfninni en í Vínbúðinni, sem er minni verðmunur en ætla mætti miðað við þær reglur sem gilda um álagningu virðisaukaskatts og áfengisgjalds í fríhöfninni. „Álagning Heinemann étur upp allan afsláttinn af áfengisgjaldinu,“ segir í tilkynningunni. Félag atvinnurekenda hefur áður haldið uppi harðri gagnrýni gangvart Heinemann eftir að ljóst varð að fyrirtækið myndi taka við rekstri fríhafnarinnar, sem nú ber nafnið Ísland Duty Free. Þannig vill félagið til að mynda meina að fyrirtækið hafi komið illa fram við íslenska smáframleiðendur í krafti einokunarstöðu sinnar í Keflavík. Þá hafa íslenskir áfengissalar einnig farið í hart við þýska fyrirtækið. Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í tilkynningunni að honum þyki villandi að kalla verslunina Duty Free þegar vöruverð bendi til annars. „Þessar tölur segja okkur að það hafi alls ekki gengið eftir, sem gengið var út frá í útboðsgögnum Isavia þegar rekstur fríhafnarinnar var boðinn út, að verðið yrði hagstætt og samkeppnishæft,“ er haft eftir Ólafi. „Sú mynd virðist vera að teiknast upp að kröfur Isavia um háa leigu hafi í för með sér að álagning Heinemann sé út úr öllu korti. Neytendur njóta ekki sem skyldi þess afsláttar, sem tollfrjálsum verslunum er veittur af virðisaukaskatti og áfengissköttum, heldur rennur hann að meirihluta til í vasa Heinemann og Isavia. Enda er Heinemann í einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli, stöðu sem íslenska ríkið hefur framselt fyrirtækinu án þess að hafa nokkurt eftirlit með hvernig hún er notuð,“ segir Ólafur ennfremur í tilkynningunni sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Sögðu að áhersla yrði lögð á tilboð Í svari við fyrirspurn fréttastofu um mögulegar verðbreytingar í tengslum við opnun fríhafnarinnar eftir að Heinemann tók við rekstri hennar í vor sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins meðal annars að áhersla verði á tilboð. Spurt var hvort búast mætti við breytingum á vöruverði, til hækkunar eða lækkunar, og svaraði framkvæmdastjórinn á þessa leið: „Við munum leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar spennandi tilboð, sanngjarnt verð og framúrskarandi þjónustu og upplifun. Auk þess munum við auka úrvalið af þekktum vörumerkjum í ýmsum vöruflokkum. Tilboðin okkar verða bæði tengd einstökum vörumerkjum og líka árstíðarbundin. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar muni ekki verða fyrir vonbrigðum,“ sagði í svari Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland - Duty Free, í maí á þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi Keflavíkurflugvöllur Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Sjá meira