Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2025 10:23 Það var um tíma oft nokkuð tómlegt í hillum fríhafnarverslunarinnar á Keflavíkurflugvelli eftir að Heinemann tók við rekstrinum fyrr á þessu ári. Vísir Verðsamanburður Félags atvinnurekenda á nokkrum áfengistegundum sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann leiðir í ljós að mörg dæmi eru um að vörurnar séu umtalsvert dýrari á Keflavíkurflugvelli en í öðrum fríhafnarverslunum sem fyrirtækið rekur í Evrópu. Verðmunurinn nemur allt að 81% á ákveðnum tegundum en minnsti munur 22%. Í öllum tilfellum er áfengið dýrast í íslensku fríhöfninni. Dæmi eru einnig um að áfengi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli sé dýrara en hjá ÁTVR. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en samanburðurinn nær til nokkurra tegunda af bæði sterku áfengi og léttvíni sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann í Keflavík, Kaupmannahöfn í Danmörku og Frankfurt í Þýskalandi. Sjá einnig: Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Fréttastofu er ekki kunnugt um nákvæmlega hvaða aðferðarfræði var beitt við úttektina en fram kemur í tilkynningunni að verðið sem stuðst var við í samanburðinum sé í öllum tilfellum fengið af vef viðkomandi verslunar. Í tilkynningunni segir einnig að hærri skattar á áfengi á Íslandi kunni að skýra muninn að einhverju leiti. Hins vegar segir einnig að „samkvæmt 3. grein laga um gjald af áfengi og tóbaki á að greiða í tollfrjálsri verslun 25% af fullu áfengisgjaldi.“ Myndin hér að neðan sýna niðurstöðu verðsamanburðar FA, en sem dæmi má nefna Famous Grouse viskíflösku sem kostar 4.790 krónur á Keflavíkurflugvelli. Sama flaska kostar ekki nema 2.644 krónur í Kaupmannahöfn og 2.817 krónur í Frankfurt að því er lesa má úr tilkynningu félagsins. Félag atvinnurekenda Samanburður var einnig gerður á verði nokkurra tegunda í fríhafnarversluninni í Keflavík og í verslunum Vínbúðarinnan innanlands. Athygli vekur að sterkt áfengi reynist í nokkrum tilfellum umtalsvert dýrara í fríhöfninni en í Vínbúðinni. „Hærri áfengisskattur skýrir þó alveg áreiðanlega ekki að dýr viskí eru til muna dýrari í Fríhöfninni, þar sem greiða á fjórðung af áfengisgjaldi, en í Vínbúðum ÁTVR, þar sem allar vörur bera fullt áfengisgjald,“ segir í tilkynningunni, en næsta mynd að neðan sýnir umræddan verðsamanburð. Félag atvinnurekenda „Þar er augljóslega um að ræða margfalt hærri álagningu í fríhafnarversluninni en í Vínbúðunum. Verðið er fengið af vef Vínbúðanna, en af hillumerkingum hjá Heinemann,“ segir FA. Þá er bent á að verð á léttvíni sem einnig var skoðað er ekki nema 8-12% ódýrara í fríhöfninni en í Vínbúðinni, sem er minni verðmunur en ætla mætti miðað við þær reglur sem gilda um álagningu virðisaukaskatts og áfengisgjalds í fríhöfninni. „Álagning Heinemann étur upp allan afsláttinn af áfengisgjaldinu,“ segir í tilkynningunni. Félag atvinnurekenda hefur áður haldið uppi harðri gagnrýni gangvart Heinemann eftir að ljóst varð að fyrirtækið myndi taka við rekstri fríhafnarinnar, sem nú ber nafnið Ísland Duty Free. Þannig vill félagið til að mynda meina að fyrirtækið hafi komið illa fram við íslenska smáframleiðendur í krafti einokunarstöðu sinnar í Keflavík. Þá hafa íslenskir áfengissalar einnig farið í hart við þýska fyrirtækið. Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í tilkynningunni að honum þyki villandi að kalla verslunina Duty Free þegar vöruverð bendi til annars. „Þessar tölur segja okkur að það hafi alls ekki gengið eftir, sem gengið var út frá í útboðsgögnum Isavia þegar rekstur fríhafnarinnar var boðinn út, að verðið yrði hagstætt og samkeppnishæft,“ er haft eftir Ólafi. „Sú mynd virðist vera að teiknast upp að kröfur Isavia um háa leigu hafi í för með sér að álagning Heinemann sé út úr öllu korti. Neytendur njóta ekki sem skyldi þess afsláttar, sem tollfrjálsum verslunum er veittur af virðisaukaskatti og áfengissköttum, heldur rennur hann að meirihluta til í vasa Heinemann og Isavia. Enda er Heinemann í einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli, stöðu sem íslenska ríkið hefur framselt fyrirtækinu án þess að hafa nokkurt eftirlit með hvernig hún er notuð,“ segir Ólafur ennfremur í tilkynningunni sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Sögðu að áhersla yrði lögð á tilboð Í svari við fyrirspurn fréttastofu um mögulegar verðbreytingar í tengslum við opnun fríhafnarinnar eftir að Heinemann tók við rekstri hennar í vor sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins meðal annars að áhersla verði á tilboð. Spurt var hvort búast mætti við breytingum á vöruverði, til hækkunar eða lækkunar, og svaraði framkvæmdastjórinn á þessa leið: „Við munum leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar spennandi tilboð, sanngjarnt verð og framúrskarandi þjónustu og upplifun. Auk þess munum við auka úrvalið af þekktum vörumerkjum í ýmsum vöruflokkum. Tilboðin okkar verða bæði tengd einstökum vörumerkjum og líka árstíðarbundin. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar muni ekki verða fyrir vonbrigðum,“ sagði í svari Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland - Duty Free, í maí á þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi Keflavíkurflugvöllur Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en samanburðurinn nær til nokkurra tegunda af bæði sterku áfengi og léttvíni sem seldar eru í fríhafnarverslunum Heinemann í Keflavík, Kaupmannahöfn í Danmörku og Frankfurt í Þýskalandi. Sjá einnig: Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Fréttastofu er ekki kunnugt um nákvæmlega hvaða aðferðarfræði var beitt við úttektina en fram kemur í tilkynningunni að verðið sem stuðst var við í samanburðinum sé í öllum tilfellum fengið af vef viðkomandi verslunar. Í tilkynningunni segir einnig að hærri skattar á áfengi á Íslandi kunni að skýra muninn að einhverju leiti. Hins vegar segir einnig að „samkvæmt 3. grein laga um gjald af áfengi og tóbaki á að greiða í tollfrjálsri verslun 25% af fullu áfengisgjaldi.“ Myndin hér að neðan sýna niðurstöðu verðsamanburðar FA, en sem dæmi má nefna Famous Grouse viskíflösku sem kostar 4.790 krónur á Keflavíkurflugvelli. Sama flaska kostar ekki nema 2.644 krónur í Kaupmannahöfn og 2.817 krónur í Frankfurt að því er lesa má úr tilkynningu félagsins. Félag atvinnurekenda Samanburður var einnig gerður á verði nokkurra tegunda í fríhafnarversluninni í Keflavík og í verslunum Vínbúðarinnan innanlands. Athygli vekur að sterkt áfengi reynist í nokkrum tilfellum umtalsvert dýrara í fríhöfninni en í Vínbúðinni. „Hærri áfengisskattur skýrir þó alveg áreiðanlega ekki að dýr viskí eru til muna dýrari í Fríhöfninni, þar sem greiða á fjórðung af áfengisgjaldi, en í Vínbúðum ÁTVR, þar sem allar vörur bera fullt áfengisgjald,“ segir í tilkynningunni, en næsta mynd að neðan sýnir umræddan verðsamanburð. Félag atvinnurekenda „Þar er augljóslega um að ræða margfalt hærri álagningu í fríhafnarversluninni en í Vínbúðunum. Verðið er fengið af vef Vínbúðanna, en af hillumerkingum hjá Heinemann,“ segir FA. Þá er bent á að verð á léttvíni sem einnig var skoðað er ekki nema 8-12% ódýrara í fríhöfninni en í Vínbúðinni, sem er minni verðmunur en ætla mætti miðað við þær reglur sem gilda um álagningu virðisaukaskatts og áfengisgjalds í fríhöfninni. „Álagning Heinemann étur upp allan afsláttinn af áfengisgjaldinu,“ segir í tilkynningunni. Félag atvinnurekenda hefur áður haldið uppi harðri gagnrýni gangvart Heinemann eftir að ljóst varð að fyrirtækið myndi taka við rekstri fríhafnarinnar, sem nú ber nafnið Ísland Duty Free. Þannig vill félagið til að mynda meina að fyrirtækið hafi komið illa fram við íslenska smáframleiðendur í krafti einokunarstöðu sinnar í Keflavík. Þá hafa íslenskir áfengissalar einnig farið í hart við þýska fyrirtækið. Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í tilkynningunni að honum þyki villandi að kalla verslunina Duty Free þegar vöruverð bendi til annars. „Þessar tölur segja okkur að það hafi alls ekki gengið eftir, sem gengið var út frá í útboðsgögnum Isavia þegar rekstur fríhafnarinnar var boðinn út, að verðið yrði hagstætt og samkeppnishæft,“ er haft eftir Ólafi. „Sú mynd virðist vera að teiknast upp að kröfur Isavia um háa leigu hafi í för með sér að álagning Heinemann sé út úr öllu korti. Neytendur njóta ekki sem skyldi þess afsláttar, sem tollfrjálsum verslunum er veittur af virðisaukaskatti og áfengissköttum, heldur rennur hann að meirihluta til í vasa Heinemann og Isavia. Enda er Heinemann í einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli, stöðu sem íslenska ríkið hefur framselt fyrirtækinu án þess að hafa nokkurt eftirlit með hvernig hún er notuð,“ segir Ólafur ennfremur í tilkynningunni sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Sögðu að áhersla yrði lögð á tilboð Í svari við fyrirspurn fréttastofu um mögulegar verðbreytingar í tengslum við opnun fríhafnarinnar eftir að Heinemann tók við rekstri hennar í vor sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins meðal annars að áhersla verði á tilboð. Spurt var hvort búast mætti við breytingum á vöruverði, til hækkunar eða lækkunar, og svaraði framkvæmdastjórinn á þessa leið: „Við munum leggja áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar spennandi tilboð, sanngjarnt verð og framúrskarandi þjónustu og upplifun. Auk þess munum við auka úrvalið af þekktum vörumerkjum í ýmsum vöruflokkum. Tilboðin okkar verða bæði tengd einstökum vörumerkjum og líka árstíðarbundin. Við erum sannfærð um að viðskiptavinir okkar muni ekki verða fyrir vonbrigðum,“ sagði í svari Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland - Duty Free, í maí á þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi Keflavíkurflugvöllur Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Sjá meira