Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Árni Sæberg skrifar 13. október 2025 14:54 Konan sagði hundinn meðal annars hafa bitið eiginmann hennar. Þessi mynd er úr safni og sýnir ekki hundinn sem um ræðir. Getty/Vikki Hart Hundaræktendum hefur verið gert að endurgreiða konu 380 þúsund krónur vegna kaupa hennar á árs gömlum hundi, sem var sagður húsvanur. Konan skilaði hundinum þar sem hún taldi hann haldinn taugaveiklun. Þetta var niðurstaða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kvað upp úrskurð þann 8. október síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að kona hafi keypt hvolp af ótilgreindri tegund af ræktendunum og greitt fyrir hann 380 þúsund króna. Kaupsamningur hafi verið undirritaður í lok október árið 2023 og hvolpurinn afhentur sama dag. Árásarhneigður og gelti mikið Í kvörtun sinni til nefndarinnar hafi konan greint frá því að hún hafi leitað til ræktendanna eftir að hafa misst hund af sömu tegund og óskað eftir að eignast nýjan hvolp. Þar sem ræktendurnir hafi ekki átt von á goti hafi þeir í staðinn boðið konunni rúmlega eins árs gamlan hund, sem þeir hafi sagt vera húsvanan. „Fljótlega eftir afhendingu hafi þó komið í ljós að hundurinn var ekki húsvanur og sýndi strax merki um mikla taugaveiklun. Sóknaraðili, sem kveðst vera vanur hundaeigandi, hafi veitt hundinum næga útivist, athygli og umhyggju, en hundurinn hafi engu að síður sýnt árásarhegðun, verið mjög taugaveiklaður og gelt mikið.“ Vildi skila hundinum viku eftir afhendingu Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að um viku eftir afhendingu hvolpsins hafi konan haft samband við ræktendurna og greint frá því að fjölskyldan ætti í vandræðum með hundinn þar sem hann reyndist ekki húsvanur þrátt fyrir aldur. Í sama samtali hafi hún sagt að hún vildi skila hundinum aftur. Konan hafi ítrekað haft samband í kjölfarið en ræktendurnir hafi sagst ekki kannast við þessa hegðun hundsins og vísað konunni til tiltekins hundaþjálfara. „Í byrjun desember 2023 hafði sóknaraðili á ný samband við varnaraðila. Hún upplýsti þá að vandamálin hefðu haldið áfram, meðal annars að hundurinn hefði bitið eiginmann hennar og ítrekað ráðist á annan hund á heimilinu. Sóknaraðili ítrekaði ósk sína um að varnaraðili tæki hundinn til baka þar sem hún teldi hann taugaveiklaðan og ekki líða vel.“ Um miðjan desember sama ár hafi konan sagt ræktendunum frá niðurstöðu hundaþjálfara, sem hafi talið litla von um að hundurinn gæti aðlagast. Konan hafi lýst því að hundurinn væri hræddur, sýndi árásarhegðun og hefði neikvæð áhrif á heimilislífið. Hún hafi hundinum fyrir bestu að vera ekki áfram á heimilinu og óskað eftir að fá að skila honum og fá í staðinn hvolp úr næsta goti eða endurgreiðslu kaupverðs. Konan hafi ítrekað beiðni sína í þrígang þangar til að ræktendurnir hafi tilkynnt henni að hvolpurinn yrði sóttur um miðjan febrúar árið 2024. Sögðust ekki eiga hvolpa en auglýstu slíka til sölu Í kjölfarið hafi ræktendurnir tilkynnt konunni um að ekkert got væri fyrirsjáanlegt og því væri ekki unnt að afhenda nýjan hvolp. Konan hafi lagt fram skjáskot sem sýnir auglýsingu á hvolpi úr goti ræktendanna í lok mars 2024. Ræktendurni hafi þó ekki fallist á afhendingu nýs hvolps eða endurgreiðslu á kaupverði hundsins. Í úrskurðinum segir að ræktendurnir hafi ekki komið að andsvörum eða mótmælt fullyrðingum konunnar og því yrði byggt á þeim í málinu. Með vísan til málsatvika hafi kærunefndin talið að hundurinn hafi hvorki svarað til þeirra upplýsinga sem ræktendurnir gáfu við kaupin né haft þá eiginleika sem konan mátti vænta miðað við aldur dýrsins og fullyrðinga ræktenda. Þá liggi fyrir að ræktendurnir hafi tekið við hundinum þann 14. febrúar 2024 eftir ítrekaðar kvartanir konunnar og skýra kröfu um að fá að skila hundinum. Með þeirri athöfn telji kærunefndin að ræktendurnir hafi viðurkennt skil á hundinum og riftun kaupanna. Vísuðu til ákvæðis sem var ekki heimilt að semja um Ræktendurnir hafi ekki endurgreitt konunni kaupverð hundsins og þess í stað vísað til ákvæðis í kaupsamningi sem heimili seljanda að taka við hundi án endurgreiðslu vegna óviðráðanlegra aðstæðna kaupanda. „Kærunefndin bendir á að ástæða þess að hundinum var skilað voru ekki persónulegar aðstæður sóknaraðila heldur vegna vandamála tengdum hundinum. Þá bendir kærunefndin á að ekki er heimilt að semja um eða bera fyrir sig kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiðir af lögum um neytendakaup.“ Með vísan til þess og viðtöku ræktendanna á hundinum og þess að ræktendurni hafi ekki orðið við kröfu konunna um nýja afhendingu þá líti kærunefndin svo á að ræktendunum beri skylda til að endurgreiða konunni kaupverð hundsins, 380.000 krónur. Úrskurðar- og kærunefndir Hundar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Þetta var niðurstaða Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kvað upp úrskurð þann 8. október síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að kona hafi keypt hvolp af ótilgreindri tegund af ræktendunum og greitt fyrir hann 380 þúsund króna. Kaupsamningur hafi verið undirritaður í lok október árið 2023 og hvolpurinn afhentur sama dag. Árásarhneigður og gelti mikið Í kvörtun sinni til nefndarinnar hafi konan greint frá því að hún hafi leitað til ræktendanna eftir að hafa misst hund af sömu tegund og óskað eftir að eignast nýjan hvolp. Þar sem ræktendurnir hafi ekki átt von á goti hafi þeir í staðinn boðið konunni rúmlega eins árs gamlan hund, sem þeir hafi sagt vera húsvanan. „Fljótlega eftir afhendingu hafi þó komið í ljós að hundurinn var ekki húsvanur og sýndi strax merki um mikla taugaveiklun. Sóknaraðili, sem kveðst vera vanur hundaeigandi, hafi veitt hundinum næga útivist, athygli og umhyggju, en hundurinn hafi engu að síður sýnt árásarhegðun, verið mjög taugaveiklaður og gelt mikið.“ Vildi skila hundinum viku eftir afhendingu Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að um viku eftir afhendingu hvolpsins hafi konan haft samband við ræktendurna og greint frá því að fjölskyldan ætti í vandræðum með hundinn þar sem hann reyndist ekki húsvanur þrátt fyrir aldur. Í sama samtali hafi hún sagt að hún vildi skila hundinum aftur. Konan hafi ítrekað haft samband í kjölfarið en ræktendurnir hafi sagst ekki kannast við þessa hegðun hundsins og vísað konunni til tiltekins hundaþjálfara. „Í byrjun desember 2023 hafði sóknaraðili á ný samband við varnaraðila. Hún upplýsti þá að vandamálin hefðu haldið áfram, meðal annars að hundurinn hefði bitið eiginmann hennar og ítrekað ráðist á annan hund á heimilinu. Sóknaraðili ítrekaði ósk sína um að varnaraðili tæki hundinn til baka þar sem hún teldi hann taugaveiklaðan og ekki líða vel.“ Um miðjan desember sama ár hafi konan sagt ræktendunum frá niðurstöðu hundaþjálfara, sem hafi talið litla von um að hundurinn gæti aðlagast. Konan hafi lýst því að hundurinn væri hræddur, sýndi árásarhegðun og hefði neikvæð áhrif á heimilislífið. Hún hafi hundinum fyrir bestu að vera ekki áfram á heimilinu og óskað eftir að fá að skila honum og fá í staðinn hvolp úr næsta goti eða endurgreiðslu kaupverðs. Konan hafi ítrekað beiðni sína í þrígang þangar til að ræktendurnir hafi tilkynnt henni að hvolpurinn yrði sóttur um miðjan febrúar árið 2024. Sögðust ekki eiga hvolpa en auglýstu slíka til sölu Í kjölfarið hafi ræktendurnir tilkynnt konunni um að ekkert got væri fyrirsjáanlegt og því væri ekki unnt að afhenda nýjan hvolp. Konan hafi lagt fram skjáskot sem sýnir auglýsingu á hvolpi úr goti ræktendanna í lok mars 2024. Ræktendurni hafi þó ekki fallist á afhendingu nýs hvolps eða endurgreiðslu á kaupverði hundsins. Í úrskurðinum segir að ræktendurnir hafi ekki komið að andsvörum eða mótmælt fullyrðingum konunnar og því yrði byggt á þeim í málinu. Með vísan til málsatvika hafi kærunefndin talið að hundurinn hafi hvorki svarað til þeirra upplýsinga sem ræktendurnir gáfu við kaupin né haft þá eiginleika sem konan mátti vænta miðað við aldur dýrsins og fullyrðinga ræktenda. Þá liggi fyrir að ræktendurnir hafi tekið við hundinum þann 14. febrúar 2024 eftir ítrekaðar kvartanir konunnar og skýra kröfu um að fá að skila hundinum. Með þeirri athöfn telji kærunefndin að ræktendurnir hafi viðurkennt skil á hundinum og riftun kaupanna. Vísuðu til ákvæðis sem var ekki heimilt að semja um Ræktendurnir hafi ekki endurgreitt konunni kaupverð hundsins og þess í stað vísað til ákvæðis í kaupsamningi sem heimili seljanda að taka við hundi án endurgreiðslu vegna óviðráðanlegra aðstæðna kaupanda. „Kærunefndin bendir á að ástæða þess að hundinum var skilað voru ekki persónulegar aðstæður sóknaraðila heldur vegna vandamála tengdum hundinum. Þá bendir kærunefndin á að ekki er heimilt að semja um eða bera fyrir sig kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiðir af lögum um neytendakaup.“ Með vísan til þess og viðtöku ræktendanna á hundinum og þess að ræktendurni hafi ekki orðið við kröfu konunna um nýja afhendingu þá líti kærunefndin svo á að ræktendunum beri skylda til að endurgreiða konunni kaupverð hundsins, 380.000 krónur.
Úrskurðar- og kærunefndir Hundar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira