Handbolti

Sjáðu svaka­lega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, var hetja kvöldsins.
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, var hetja kvöldsins. @haukar_handbolti

Haukar komust áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars karla í handbolta í gær eftir sigur á Valsmönnum í vítakeppni á Ásvöllum.

Staðan var enn jöfn eftir tvær framlengingar og því þurfti vítakeppni til að skera úr um sigurvegara.

Það dugði heldur ekki fimm víti á lið því það þurfti að framlengja vítakeppnina líka.

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka varði fyrsta víti Valsliðsins í bráðabananum og Jón Ómar Gíslason skoraði síðan sigurmarkið úr næsta víti. Aron Rafn varði alls þrjú víti í vítakeppninni.

Björgvin Páll Gústavsson hafði einnig verið frábær í marki Vals og varði meðal annars víti frá Hergeiri Grímssyni þegar Hergeir gat tryggt Haukum sigur undir lok fyrstu framlengingarinnar. Björgvin Páll varði tvö víti í leiknum og tvö víti í vítakeppninni en það dugði þó ekki til að koma hans mönnum áfram.

Hér fyrir neðan má sjá þessa svakalegu vítakeppni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×