Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. október 2025 07:03 Þegar fólk lendir í óvæntum atvinnumissi má gera ráð fyrir að tilfinningarússibaninn verði margslunginn um tíma á eftir. Mikilvægast er þó að láta ekki óttann taka yfir. Hann er versti óvinurinn. Vísir/Getty Það er hægt að finna mörg góð ráð á netinu sem geta hjálpað til við að takast á við óvæntan atvinnumissi. Svo ekki sé talað um góðu ráðin sem gervigreindin getur hjálpað til með. Í grein í Forbes er til dæmis talað um að helsti óvinurinn í stöðunni sé ótti: Við megum alls ekki panikera! Jafnvel þótt það séu eðlileg viðbrögð út af fyrir sig. Þegar fólk missir vinnuna mjög óvænt, er algengast að í kjölfarið upplifi fólk ótta yfir eftirfarandi liðum: Fjárhagsstöðunni; að missa launin okkar, lífsviðurværið. Lækka mögulega verulega í tekjum um tíma á atvinnuleysisbótum. Síðan er það óttinn um að finna góða vinnu. Því það að finna einhverja vinnu er oftast ekkert spennandi; við viljum helst vinna við eitthvað sem veitir okkur ánægju. Rútínan okkar og venjur eru líka atriði sem við verðum hrædd um að missa tökin á. Vorum með allt í föstum skorðum miðað við vinnuna sem við misstum en nú getur þetta allt saman verið farið út um gluggann. Eða hvað? En hvernig er hægt að benda okkur á atriðin sem einmitt fá okkur til að panikera, í sömu andrá og okkur er sagt að reyna að panikera ekki því það sé svo slæmt? Jú, í umræddri grein eru nokkur góð ráð í þessu. Það fyrsta er að gefa óttanum okkar nafn eða skilgreiningu. Dæmi: Við finnum magahnútinn herpast og okkur líður illa. Erum óttaslegin. Það sem gott er að gera þá er að gefa okkur smá andartak eða svigrúm til að hugsa; ókei, hvaða áhyggjur eru það helstar sem eru að læðast að mér núna? Eru það peningaáhyggjurnar? Áhyggjur af tímanum sem það tekur að finna nýja vinnu? Ástæðan fyrir því að mælt er með þessu er að ef við leyfum óttanum eða áhyggjunum bara að svamla um í hausnum á okkur eins og í flæði, erum við ólíklegri til að geta tekist á við hvert og eitt atriði: Fengið hugann okkar til að byrja að leita lausna. Dæmi: Ef niðurstaðan okkar er sú að það sem veldur okkur mestum ótta eru fjárhagsáhyggjurnar, er gott að setjast niður og byrja strax að skera niður: Áskriftir, nýtt neysluplan fyrir matar- og heimilisinnkaup, aðrir liðir og svo framvegis. Í Harvard Business Review er líka ágætis grein sem peppar okkur upp þegar atvinnumissir er allt í einu orðinn að veruleika. En þar standa fleygar setningar eins og að hafa trú á sjálfum þér (þú hefur nú komist í gegnum annað eins!) og hafa trú á öðrum. Í fyrri viðtölum Atvinnulífsins um tengd mál hefur líka komið fram að það er auðveldara fyrir fólk að takast á við uppsögn í starfi þegar margir missa starfið sitt á sama tíma. Sem má yfirfæra líka á þá stöðu ef margir missa vinnuna í kjölfar þrots. Síðast en ekki síst er það síðan að hlúa vel að sjálfinu okkar og leyfa öllum tilfinningum að koma fram. Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Það er svo mikið talað um hversu erfitt það er fyrir fólk eftir fimmtugt að fá vinnu, að eflaust þora sumir á þessum aldri ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda að segja upp í vinnunni sinni. Þótt fólk sé kannski orðið dauðþreytt á starfinu og dreymir alla daga um eitthvað annað. 26. september 2025 07:02 Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01 Að takast á við atvinnuleysi og næstu skref En birtir upp um síðir og þjóðin sem reis með goskrafti uppúr bankahruninu mun rísa upp á ný. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Í grein í Forbes er til dæmis talað um að helsti óvinurinn í stöðunni sé ótti: Við megum alls ekki panikera! Jafnvel þótt það séu eðlileg viðbrögð út af fyrir sig. Þegar fólk missir vinnuna mjög óvænt, er algengast að í kjölfarið upplifi fólk ótta yfir eftirfarandi liðum: Fjárhagsstöðunni; að missa launin okkar, lífsviðurværið. Lækka mögulega verulega í tekjum um tíma á atvinnuleysisbótum. Síðan er það óttinn um að finna góða vinnu. Því það að finna einhverja vinnu er oftast ekkert spennandi; við viljum helst vinna við eitthvað sem veitir okkur ánægju. Rútínan okkar og venjur eru líka atriði sem við verðum hrædd um að missa tökin á. Vorum með allt í föstum skorðum miðað við vinnuna sem við misstum en nú getur þetta allt saman verið farið út um gluggann. Eða hvað? En hvernig er hægt að benda okkur á atriðin sem einmitt fá okkur til að panikera, í sömu andrá og okkur er sagt að reyna að panikera ekki því það sé svo slæmt? Jú, í umræddri grein eru nokkur góð ráð í þessu. Það fyrsta er að gefa óttanum okkar nafn eða skilgreiningu. Dæmi: Við finnum magahnútinn herpast og okkur líður illa. Erum óttaslegin. Það sem gott er að gera þá er að gefa okkur smá andartak eða svigrúm til að hugsa; ókei, hvaða áhyggjur eru það helstar sem eru að læðast að mér núna? Eru það peningaáhyggjurnar? Áhyggjur af tímanum sem það tekur að finna nýja vinnu? Ástæðan fyrir því að mælt er með þessu er að ef við leyfum óttanum eða áhyggjunum bara að svamla um í hausnum á okkur eins og í flæði, erum við ólíklegri til að geta tekist á við hvert og eitt atriði: Fengið hugann okkar til að byrja að leita lausna. Dæmi: Ef niðurstaðan okkar er sú að það sem veldur okkur mestum ótta eru fjárhagsáhyggjurnar, er gott að setjast niður og byrja strax að skera niður: Áskriftir, nýtt neysluplan fyrir matar- og heimilisinnkaup, aðrir liðir og svo framvegis. Í Harvard Business Review er líka ágætis grein sem peppar okkur upp þegar atvinnumissir er allt í einu orðinn að veruleika. En þar standa fleygar setningar eins og að hafa trú á sjálfum þér (þú hefur nú komist í gegnum annað eins!) og hafa trú á öðrum. Í fyrri viðtölum Atvinnulífsins um tengd mál hefur líka komið fram að það er auðveldara fyrir fólk að takast á við uppsögn í starfi þegar margir missa starfið sitt á sama tíma. Sem má yfirfæra líka á þá stöðu ef margir missa vinnuna í kjölfar þrots. Síðast en ekki síst er það síðan að hlúa vel að sjálfinu okkar og leyfa öllum tilfinningum að koma fram.
Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Það er svo mikið talað um hversu erfitt það er fyrir fólk eftir fimmtugt að fá vinnu, að eflaust þora sumir á þessum aldri ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda að segja upp í vinnunni sinni. Þótt fólk sé kannski orðið dauðþreytt á starfinu og dreymir alla daga um eitthvað annað. 26. september 2025 07:02 Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01 Að takast á við atvinnuleysi og næstu skref En birtir upp um síðir og þjóðin sem reis með goskrafti uppúr bankahruninu mun rísa upp á ný. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Það er svo mikið talað um hversu erfitt það er fyrir fólk eftir fimmtugt að fá vinnu, að eflaust þora sumir á þessum aldri ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda að segja upp í vinnunni sinni. Þótt fólk sé kannski orðið dauðþreytt á starfinu og dreymir alla daga um eitthvað annað. 26. september 2025 07:02
Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01
Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01
Að takast á við atvinnuleysi og næstu skref En birtir upp um síðir og þjóðin sem reis með goskrafti uppúr bankahruninu mun rísa upp á ný. 20. apríl 2020 11:00